Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.03.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Aukin miðstýring - minna lýðræði FÖGNUÐUR sam- taka vinnuveitenda yfir frumvarpi félagsmála- ráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni er mikill. Ráðherrann seg- ist m.a. vilja koma í veg fyrir miðstýringu og jafnframt auka lýðræði og áhrif hins almenna félaga í verkalýðsfélög- um. Hveiju fagna samtök atvinnurekenda og hvert er stefnt með frumvarpinu? Dregið úr áhrifum félagsmanna - aukin miðstýring Staðreyndin er sú að nái frum- varpið fram að ganga eykur það miðstýringu í stéttarfélögum, sem þó hefur verið mjög gagnrýnd. Það eykur verulega vald stjómar og samninganefndar og dregur úr valdi hins almenna félagsmanns. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt frum- varpinu teljast samningar, sem samninganefnd VR hefur undirritað, samþykktir þó að enginn félagsmað- ur utan samninganefndar greiði þeim atkvæði, ef ekki fæst næg þátttaka. Þá segir í frumvarpinu, að samninga- nefnd, sem t.d. gæti verið skipuð þrem mönnum, hafi heimild til af aflýsa vinnustöðvun, þó allir félags- menn hafi einróma samþykkt vinnu- stöðvunina. Er þetta að færa valdið til félagsmanna? Fólki mismunað eftir skoðunum Einn grundvallarþátt- ur lýðræðis er atkvæðis- réttur og jafnt vægi at- kvæða. Það hefur þekkst hér, og hefur verið harðlega gagn- týnt, að atkvæði fólks vega mismikið við kjör til Alþingis eftir því hvar fólk býr á landinu. T.d. vega atkvæði í kjördæmi félagsmálaráðherra miklu meira en atkvæði í Reykjavík. Með þessu frumvarpi félagsmála- ráðherra er fólki ekki mismunað eftir búsetu, því er hins vegar stórlega mismunað eftir skoðunum, sem er sýnu verra. Að sitja heima vegnr þyngra en að greiða atkvæði Ef tekið er dæmi af atkvæða- greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um sáttatillögu, þá telst hún samþykkt þótt rúmlega 4.000 félagsmenn greiði atkvæði á móti en enginn greiði atkvæði með, vegna skilyrða um fjölda mótatkvæða. Með öðrum orðum, þeir sem eru hlynntir sáttatillögunni þurfa ekki einu sinni að að mæta á kjörstað og greiða at- kvæði. Heimaseta þeirra, þátttöku- leysi, vegur þyngra en atkvæði rúm- lega 4.000 manna, sem fara á kjör- stað, af því að þeir eru á móti! Þann- ig er atkvæðavægið metið eftir skoð- VR hefur t.d. ítrekað boðið Flugleiðum að vinna að gerð fyrir- tækjasamnings hjá fiirirtækinu, segir Magnús L. Sveinsson, en þeir hafa ekki einu sinni séð ástæðu til að svara því boði. unum fólks. Þeir sem sitja heima og taka ekki afstöðu ráða því meiru en þeir sem fara á kjörstað og greiða atkvæði. Þátttökuleysi getur vegið 4.000 falt meira en þeirra sem greiða atkvæði! Þetta er alvarleg afskræm- ing á lýðræðinu og auðsjáanlega út- hugsuð leið til að gera félagsmönnum sem erfiðast fyrir að fella sáttatil- lögu, sem ríkissáttasemjari, sem gert er ráð fyrir að fái stóraukið vald, setur fram þó enginn fulltrúi launþega treysti sér til að mæla með henni. Engan skyldi undra þótt vinnuveit- endur fagni þessu ákvæði. Þeir, sem halda því fram, að þetta fyrirkomulag sé til þess fallið að auka þátttöku félagsfólks í afgreiðslu samninga og auðvelda því að vinna að bættum kjör- um, vaða í mikilli villu eða beita vísvit- andi blekkingum. Þetta fýrirkomulag er beinlínis til þess fallið að hvetja Magnús L. Sveinsson. fólk sem er meðmælt sáttatillögu, til að sitja heima og taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Eðlilegra er að einfaldur meirihluti þeirra sem greiða atkvæði ráði burt séð frá skoðunum þeirra, en setja kröfur um lágmarkskosningaþátt- töku. Stuðlar að fjölgun stéttarfélaga Frumvarpið gerir ráð fyrir öðrum og minni skilyrðum um kosningaþátt- töku í minni stéttarfélögum en stærri. Það gerir einnig ráð fyrir heimild til að stofna sérstök stéttarfélög í fyrir- tækjum með 250 manns. Það er ein- kennilegt að gerðar skuli mismunandi kröfur um kosningaþátttöku eftir stærð stéttarfélaga. Engin skiljanleg rök virðast liggja að baki því frekar en mörgu öðru í þessu frumvarpi. Ásetningur stjómvalda virðist vera sá einn að hafa afskipti af innra skipu- lagi stéttarfélaga, sem er auðvitað mjög alvarlegt, ekki síst þegar það er gert með þeim ásetningi að veikja þau. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði í Morgunblaðinu 25. febr. sl. vegna áforma um frumvarp um breytingu á lífeyrisréttindum þingmanna: „Ég myndi verða mjög óánægður ef ríkisstjómin færi að koma með frumvarp er varðaði al- þingismenn." Það er auðséð að það er ekki sama Jón og séra Jón. Ef þetta verður að lögum, gæti það leitt til þess að stéttarfélögum fjölgaði verulega frá því sem nú er. Það stríð- ir gegn þeirri þróun sem verkalýðs- hreyfmgin hefur verið að vinna að, með sameiningu og stækkun félaga til að stuðla að aukinni hagræðingu í rekstri. í þessu sambandi er rétt að benda á, að ekki hefur staðið á stéttarfélög- um að gera fyrirtækjasamninga, sam- anber í Álverinu, Áburðarverksmiðj- unni og víðar. VR hefur t.d. ítrekað boðið Flugleiðum að vinna að gerð Afsal forngripanna 1965 og ný viðhorf í GREIN minni um íslenska forngripi í Þjóðminjasafni Dana, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag, kemur fram það álit að forngripa- málið hafí ekki verið til lykta leitt af hálfu ís- lenska ríkisins. Nú hefur athygli mín verið vakin á því að i 6. gr. Sáttmála Dan- merkur og íslands frá 1965 um lausn hand- ritamálsins séu tekin af öll tvímæli um það að fomgripamálinu sé lok- ið. Orðrétt segir þar: „Samningsaðiljar eru Guðmundur Magnússon sammála um það, að með þeirri skipan, sem hér er gerð, sé viður- kennt, að fullkomlega og endanlega sé útkljáð um allar óskir af ís- lenskri hálfu varðandi afhendingu hvers konar íslenskra þjóðlegra minja sem f Danmörku eru. Samkvæmt því skal af hálfu íslenska ríkis- ins eigi unnt í framtíð- inni að hefja né styðja kröfur eða óskir um af- hendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfn- um eða söfnum, opin- berum jafnt sem í einkaeign." Þótt íslenska ríkið kunni að hafa afsalað sér fornffripum okkar í Kaupmannahöfn árið 1965 telur Guð- mundur Magnússon ástæðulaust að láta málið niður f alla. Mér var ekki kuiinugt um þetta afdráttarlausa orðalag sáttmálans þegar ég setti Lesbókargreinina saman. Svo virðist líka sem fæstir sérfræðingar okkar um fornar minj- ar þjóðarinnar hafi áttað sig á því að með þessu ákvæði væri fallið frá ítrekuðum kröfum Alþingis um end- urheimt íslensku forngripanna í Danmörku. Hvorki ég né aðrir þeir, sem skoðað hafa sögu forngripa- málsins, kannast við að fram hafi farið neinar umræður um íslensku forngripina i danska Þjóðminjasafn- inu sérstaklega í tengslum við gerð handritasáttmálans á sjöunda ára- tugnum. Leitt er ef Danir hafa svo um hnútana búið við skil handritanna að ekki yrði framar hægt að hreyfa forngripamálinu af hálfu íslenska ríkisins. í mínum huga fer því þó víðsfjarri að lfta beri svo á að málið sé endanlega tapað. Nýjar kynslóðir danskra stjómmálamanna og safna- manna kunna að líta öðmvísi á end- urvakinn áhuga á íslensku forngrip- unum en gert var fyrir þijátíu árum. Þess vegna er æskilegt að málið verði opnað með einhveijum hætti, en við- urkenna ber að þar eiga íslensk stjómvöld óhægt um vik. Höfundur er sagnfræðingur. fýrirtækjasamnings hjá Flugleiðum en þeir hafa ekki einu sinni séð ástæðu til svara því boði. Eiga önnur lögmái að gilda um atkvæðagreiðsiur um kjarasamninga en önnur mál? Þegar litið er til mikils mismunar á rétti manna við atkvæðagreiðslur eftir skoðunum þeirra, samkvæmt fmmvarpinu, er eðlilegt að spyija af hveiju stjórnvöld telja að allt önnur lögmál eigi að gilda um atkvæða- greiðslur við gerð kjarasamninga, en tíðkast í öðmm atkvæðagreiðslum í landinu. í stórmálum sem vísað er til þjóðaratkvæðagreiðslu ræður einfald- ur meirihluti greiddra atkvæða. For- setakosningar em á næsta leyti. Fræðilega getur forseti verið kosinn með 10% atkvæða eða minna. Stjóm- málamenn hafa ekki séð neina ástæðu til að breyta þeim lögum og tryggja að æðsti þjóðhöfðingi landsins hefði á> bak við sig meirihluta greiddra at- kvæða. Þingmenn sem samþykkja frumvarpið leggjast á sveif með þeim sem vilja viðhalda láglaunastefnunni Skýringin á þessu fmmvarpi fé- lagsmálaráðherra getur ekki verið önnur en að stjómvöld vilji veikja verkalýðshreyfinguna og takmarka með löggjöf möguleika hennar til að beijast fyrir bættum kjömm félags- manna. Þetta fmmvarp gengur enn lengra í þá átt en áður hefur verið og hefur verkalýðshreyfingin þó átt nógu erfítt um vik að beijast fyrir bættum kjömm félagsmanna sinna eins og allir vita og er varla á þætandi. Verði þetta fmmvarp að lögum, em þeir sem það samþykkja að leggj- ast á sveif með samtökum vinnuveit- enda, sem hafa fagnað þessu fmm- varpi, og stuðla að því að festa í sessi þá láglaunastefnu, sem leitt hefur til þess að laun á íslandi em með því lægsta sem þekkist í allri Evrópu. Frumvarpið er því alvarleg atlaga að verkalýðshreyfingunni og launakjör- um fólks. Ýmislegt horfir til betri vegar Þótt ýmislegt sé í frumvarpinu sem horfir til betri vegar og er í samræmi við það sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu rætt um og ekki var mikill ágreiningur um, em þau atriði sem hér hefur verið bent á svo alvarlegs eðlis og stríða svo gróflega gegn þeim markmiðum sem talsmenn fmm- varpsins hafa haldið fram, að við það verður ekki unað. Nauðsynlegt er að fmmvarpið verði „sa!tað“ og aðilum vinnumarkaðarins gefið tækifæri til að halda áfram þeirri vinnu sem var vel á veg komin um samskiptareglur við gerð kjarasamninga, þegar félags- málaráðherra tók málið illu heilli frá þeim og henti fram þessu fmmvarpi. Það er hins vegar viðbúið að vinnu- veitendur verði tregir til slíks, eftir að ráðherra hefur lagt fram þetta óskafrumvarp þeirra, sem gengur svo langt til móts við óskir vinnuveitenda en gegn hagsmunum launþega. Höfundur er formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. fróðleg og spennandi sýníng um þœr heimsfrœ íslensk/dönsku boranir í GrœnlandsjökU. Leyndardómar íssins: Nöttúruviðburðir fortíðarinn eldgos og skögareldar. Kvikmyndasýning frö Grœnlandi ö ktukkutíma fresti Sýningin er opin daglega fró kl. 1 um helgar fró kl. 11—18. Miðaverð 200 kr., ökeypis fyrir börn yndir 12 öra aldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.