Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 33

Morgunblaðið - 30.03.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ Minning- argreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minningargreinar um 235 ein- staklinga. Ef miðað er við síðu- fjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostn- aður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verð- hækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar ijölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem geng- ur til birtingar bæði á minn- ingargreinum og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörk- un á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakl- ing birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama ein- stakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. I mörgum tilvikum er sam- ráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. DRATTARBEISLI Bílavörubúðin FJÖÐRIN. Skeifunni 2 — Sími 588 2550 LAUGARDAGUR 30. MARZ 1996 33 Rvmingarsala—notaðir vélsleðar Ríflegur afsláttur og bónuspakki að verðmæti 25.000,- með hverjum vélsleða. Tryggið ykkur sleða fyrir páska. Opið laugardag frá kl. 10-16 V tMraS® útuvogi 12A, simi 581 2530.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.