Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Faðir bjargaði tveimur ungum börnum sínum úr brennandi húsi Braut glugga og náði bömunum út FAÐIR bjargaði tveimur börn- um sínum, eins og fimm ára gömlum, úr brennandi húsi við Nönnugötu í fyrrinótt eftir að hann og móðir barnanna höfðu komist út af sjálfsdáðum. Mað- urinn, Guðni Ragnar Þórhalls- son, komst ekki inn í húsið að nýju og braust inn um glugga og náði í börnin, tvo drengi, Daníel Aron og Sverri Frans. Fjölskyldan lá öll á Borgarspíta- lanum í gær þar sem faðirinn gekkst undir aðgerð vegna áverka. Komstekkiinn vegna reyksins Húsið er lítið einlyft timbur- hús. Guðni Ragnar og kona hans, Júlíana Torfhildur Jóns- dóttir, vöknuðu við eldinn á fjórða tímanum og komust fram og út um aðaldyr hússins. Að sögn slökkviliðs reyndi maðurinn síðan að fara að nýju inn í húsið en varð frá að hverfa vegna reyks. Hann braut þá glugga að herberginu þar sem börnin sváfu og náði þeim út. Hann skarst nokkuð við björgunina. Að sögn slökkviliðs kom maðurinn út með seinna bamið í sama mund og slökkvilið kom á staðinn en það var kallað út þegar klukkuna vantaði fjórar mínútur í fjögur. Húsið var þá nánast alelda, logaði út um útidyr og glugga í stofu. Slökkvistarf tók tiltölu- lega skamma stund en miklar skemmdir urðu á húsi og inn- búi af völdum elds, reyks og sóts. Hjónin og böm þeirra vora öll flutt á Borgarspítalann vegna reykeitrunar og vom öll lögð þar inn. Samkvæmt upplýs- ingum frá Borgarspítalanum gekkst maðurinn undir aðgerð í gær vegna áverka sinna sem ekki vom þó taldir meiriháttar. RLR er að kanna eldsupptök en talið er að kviknað hafi í út frá kerti. Morgunblaðið/Júlíus SLÖKKVILIÐSMENN rufu þak hússins við Nönnugötu 5 meðan á slökkvistarfinu stóð. Loggjof sett um tækni- frjóvgun ALÞINGI samþykkti í gær löggjöf um tækniftjóvgun en slík löggjöf hefur ekki verið sett hér á landi fyrr. Samkvæmt lögunum má aðeins framkvæma tæknifijóvgun á konu sem er samvistum við karlmann og þau hafí bæði samþykkt skriflega. Þá eru einnig sett skilyrði um að aldur parsins megi teljast eðlilegur, andleg og líkamleg heilsa og félags- legar aðstæður séu góðar og aðrar aðgerðir til að sigrast á óftjósemi hafi brugðist. Kynfrumugjafi getur óskað eftir nafnleynd og má þá hvorki veita gjáf- anum upplýsingar um parið sem fær gjafakynfrumur eða um bamið, né veita parinu eða baminu upplýsingar um gjafann. Óski gjaft hins vegar ekki eftir nafnleynd getur bam, sem verður til vegna kynfrumugjafarinn- ar, þegar það verður 18 ára óskað eftir upplýsingum um nafn gjafans. Val um nafnleynd Nokkur ágreiningur var meðal þingmanna um hvort tryggja ætti nafnleynd kynframugjafa eða ekki. Fyrir aðra umræðu um málið lagði Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, fram tillögu um að af- létta nafnleynd, en sú tillaga var dreg- in til baka. Fyrir 3. og síðustu umræðu lögðu Hjörleifur Guttormsson og 3 aðrir þingmenn stjómarandstöðuflokkanna fram tillögu um að bam geti við 18 ára aldur fengið aðgang að upplýsing- um um erfðafræðilegt foreldri sitt. Tillaga Hjörleifs var felld, en sam- þykkt tillaga frá allshetjamefnd Al- þingis um að dómsmálaráðherra skipi þriggja manna nefnd sérfróðra manna á sviði læknisfræði, lögfræði og sið- fræði til að fylgjast með framkvæmd laganna og vinna að endurskoðun þeirra. Nefndin skuli hafa hliðsjón af laga- og tækniþróun á sviði tækni- ftjóvgunar m.a. með tilliti til nafn- leyndar. Framvarpið var að lokum sam- þykkt með 46 samhljóða atkvæðum en fjórir þingmenn sátu hjá. Alþingi breytir lögum um fjárfestingu erlendra aðila Óbein fjárfesting leyfð í sjávarútvegi ALÞINGI samþykkti í gær að breyta lögum um fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri þann- ig að óbein erlend fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi verður heimil. Verður erlendum aðilum nú heimilt að eiga allt að 33% hlut í fyrirtækjum sem aftur eiga fyrirtæki sem stunda útgerð eða fiskveiðar hér við land. Stjórnarfrumvarp Þá var einnig samþykkt bráða- birgðaákvæði um að fresta fram- kvæmd laganna til 1. janúar 1998 gagnvart íslenskum fyrirtækjum, sem að hluta til voru í eigu er- Útlendingar mega nú eiga allt að þriðjungs óbeina aðild lends aðila um síðustu áramót og sem eiga hlut í fyrirtæki sem stundar veiðar eða vinnslu. Þetta ákvæði gekk undir nafn- inu Olísákvæðið á Alþingi en að óbreyttu hefði verið óheimilt fyrir Olíuverslun íslands að eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem erlendur aðili á meira en 33% hlut í Olís. Um var að ræða stjórnarfrum- varp en tvö þingmannafrumvörp komu fram sem gerðu ráð fyrir að heimila takmarkaða beina er- lenda eignaraðild að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Var annað frá fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokks og hitt frá tveimur þingmönnum Þjóðvaka. Fjallað var um frumvörpin í efna- hags- og viðskiptanefnd ásamt stjórnarfrumvarpinu en þau voru ekki afgreidd út úr nefndinni. Fulltrúar stjórnarflokkanna og Alþýðubandalags greiddu at- kvæði með frumvarpinu en full- trúar Alþýðuflokks, Kvennalista og Þjóðvaka sátu hjá. Mokveiði í Síldarsmugunni 28.0001 komin að landi BÚIÐ var að tilkynna löndun á tæp- lega 28.000 tonnum af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum fyrir hádegi í gær til Samtaka fiskvinnslustöðva (SF). Júpíter var væntanlegur í nótt með 1.300 tonn og þá voru Hákon, Albert og Víkurberg á leið til lands með um 2.300 tonn, að sögn Lárus- ar Grímssonar, skipstjóra á Júpíter. Erlend skip hafa landað rúmlega 7.000 tonnum. Milli 30 og 40 nótabátar hafa verið á veiðum í Síldarsmugunni og eiga þeir stærstu eftir að fara eina ferð til þess að klára kvótann. Júpít- er var væntanlegur inn til Vopna- fjarðar í nótt með fullfermi, að sögn skipstjórans, og ætlaði strax á veið- ar aftur. „Við hendum tveimur spott- um í land, bíðum þangað til síðustu kvikindin fara og höldum þá beint út,“ segir hann. Júpíter á eftir rúmlega eina ferð og segir Lárus að nú verði haldið enn norðar. „Síldin hefur haldið sig við mörkin á Jan Mayen-lögsögunni en er að færa sig. Árni Friðriksson fann mikla síld inni í lögsögunni, talsvert norðar, og reiknum við með að fara þangað næst.“ MEÐ blaðinu í dag á höfuðborgar- svæðinu fylgir átta síðna auglýs- ingablað frá Teppalandi, „Teppa- land-tilboðsfréttir“. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 18. maí. Einkavæðingarnefnd vinnur að nýrri verkefnaáætlun fyrir ríkisstjórnina 300-500 míllj. sparast verði opinber þjónusta boðin út EINKAVÆÐINGARNEFND vinnur nú að nýrri verkefnaáætlun fyrir ríkisstjómina í samræmi við verklagsreglur sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Nefndinni verður falin umsjón með útboðum á ýmiss konar þjónustu og verkefnum sem ríkið hefur fram til þessa innt af hendi, auk hefðbundinna einka- væðingaráforma. Markmiðið með slíkum útboðum er að spara ríkinu um það bil 3-500 milljónir á ári, að sögn Hreins Loftssonar, lögmanns og for- manns einkavæðingamefndar. Hreinn segir að með útboðum Stefnt að því að verkefnaáætlunin verði lögð fram í haust af þessu tagi verði einkaaðilum falið að sinna ýmiss konar þjón- ustu og verkefnum sem ríkið hafi hingað til séð um. Sé þar um að ræða þjónustu við ríki og stofnan- ir þess, sem og þjónustu við al- menning. Hann segir stefnt að því að verkefnaáætlunin verði lögð fyrir nú í haust. Að svo stöddu sé ekki rétt að upplýsa hvaða verkþætti eigi að bjóða út. Einkavæðing banka og sjóða mikilvægustu verkefnin Eins og fram hefur komið stend- ur nú til að selja hlut ríkisins í Jarðborunum og hefst sala þeirra hlutabréfa síðar í þessum mánuði. Hreinn segir að næstu skref í einkavæðingunni verði endanlega ákveðin í tengslum við verkefna- áætlun nefndarinnar. „Það hefur legið fyrir um nokk- urt skeið að mikilvægustu einka væðingarverkefnin nú liggja banka- og sjóðakerftnu,“ segi Hreinn. „Fyrsta verkefnið er a breyta rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana og láta þæ starfa við það um nokkurn tím áður en farið verður að tala ur raunverulega einkavæðingu, ser felst í sölu. Síðan sjá menn fyri sér ýmis fyrirtæki á borð við ríkif verksmiðjur sém augljósa kosti o þá öðru fremur þau fyrirtæki ser eru í samkeppnisrekstri.“ Tæp 40%/Bl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.