Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ellefu karmelsystur í Hafnarfirði fá ríkisborgararétt Morgunblaðið/Sverrir „VIÐ ERUM mjög glaðar yfir því að fá að verða íslenskir ríkis- borgarar. Fréttirnar koma á óvart og á skemmtilegum tíma af því að nú er að koma stórhá- tíð í kirkjunni," sagði móðir Vikt- ima, príorinna í Karmelklaustr- inu í Hafnarfirði, þegar henni voru færðar fréttir af því að Gleðjast yfír fréttum gert væri ráð fyrir að ellefu Karmelsystur í Hafnarfirði fengju ríkisborgararétt. Viktima sagði að daglegt líf karmelsystranna myndi ekkert breytast við ríkisborgararéttind- in. „Við erum hér sérstaklega fyrir Islendinga og höfum beðið fyrir þeim frá fyrsta degi. Núna förum við áfram með sömu bæn,“ sagði hún. Kynning á flutningi grunnskóla í Hafnarfirði frá ríki Ákvarðanir í samráði við foreldra og kennara Tillaga að skðlaskipan í Hafnarfirði BARNA- og UNGLINGASKÓLAR BARNASKOLAR 1.-7. bekkur BARNASKOLAR 1.-7. bekkur 1.-7. bekkur Engidalsskóli Setbergsskóli Lækjarskóli Hvammaskóli Hvaleyrarskóli Skóli í Áslandi Á ALMENNUM kynningarfundi undirbúningsnefdar um flutning grunnskólans í Hafnarfirði frá ríki til sveitarfélaga kom fram gagnrýni frá fulltrúum foreldrafélaga vegna hugmynda um einsetningu skólanna en allir skólar eiga að vera einsetnir árið 2003. Ingvar Viktorsson bæjar- stjóri sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar nema í samráði við foreldra, kennara og skólastjóra. Að sögn Steinunnar Guðnadóttur, sem situr í stjórn foreidraráðs Hafnarfjarðar, stendur Hafnarfjarðarbær einna verst miðað við önnur sveitarfélög hvað varðar einsetningu skólanna. Umræðan á fundinum snerist mest um hugmyndir að framtíðar- skipulagi grunnskólanna í Hafnar- firði en þeir eru sex. Kynntar voru þijár tillögur að skólaskipan í bænum en samkvæmt úttekt nefndarinnar þyrfti að auka skólahúsnæðið veru- lega með einsetningu og er áætlaður kostnaður 1,3-1,5 milljarðar, sama hvaða tillaga yrði valin. Flestir skólar stækkaðir um helming Ein tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri skólaskipan og að allir skól- ar verði heildstæðir nema Engidals- skóli sem áfram yrði bamaskóli. Víði- staðaskóli yrði áfram safnskóli fyrir Norðurbæ. Bæjarstjóri sagði að til- lagan fæli í sér að stækka þyrfti flesta skóla um helming. „Við erum mjög illa settir hvað þetta varðar," sagði hann. „Við erum búnir að byggja við, eða byggja nýjan skóla fyrir hvert einasta haust síðastliðin tíu ár.“ Benti hann á að íbúum hafi fjölgað verulega á undanfömum árum og að 18% þeirra væru á grunn- skólaaldri. Tveir unglingaskólar Önnur hugmynd er að halda skól- unum eins og þeir em en setja á stofn tvo unglingaskóla, annan fyrir Suðurbæ/Setberg og hinn fyrir Norðurbæ/Miðbæ. I þessum skólum yrðu allir 8.-10. bekkir. Unglinga- skólinn í Norðurbæ yrði í Víðistaða- skóla og tæki hann nemendur úr Norðurbæjarskólunum og Lækjar- skóla. Unglingaskóli í Suðurbæ tæki nemendur úr Setbergsskóla, Öldu- túnsskóla og Hvaleyrarskóla. Vegna framtíðarskipulags í Áslandi og við Ásvelli yrði gert ráð fyrir unglinga- skóla í Grísaneslandi, sem tæki nem- endur úr Hvaleyrarskóla og úr Ás- landi. Ef Víðistaðaskóla yrði breytt í unglingaskóla er nauðsynlegt að byggja nýjan barnaskóla í Norðurbæ. Þijú skólahverfi Þriðja hugmyndin er að komið yrði upp þremur skólahverfum með þremur heildstæðum skólum sem tækju við nemendum í 8.-10. bekk úr tveimur minni skólum ásamt eigin nemendum. Hugmyndin gerir ráð fyrir að af núverandi skólum yrðu Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli safn- skólar. Víðistaðaskóli tæki nemendur úr Engidalsskóla og Lækjarskóla, en Öldutúnsskóli úr Setbergsskóla og Hvammaskóla, sem yrði nýr skóli. Steinunn Guðnadóttir situr í stjóm foreldrafélags Setbergsskóla og í foreldraráði skólans og að auki í for- eldraráði Hafnarfjarðar. Sagði hún að foreldrasamtökin teldu að undir- búningur fyrir yfirtöku skólanna færi allt of seint. Benti hún á að í Hafnarfirði væri engin áætlun til en að á tveimur árum sé búið að ein- setja fimm skóla af sjö í Kópavogi. Foreldrafélögin hafi óskað eftir að taka þátt í störfum undirbúnings- nefndar en skýrslan fyrst verið kynnt þeim í lok apríl. Steinunn sagði að í tillögunum fælist gjörbreyting á skólaskipan. Ein leiðin væri að flytja unglingastig- ið úr grunnskólanum og safna þeim saman í tvo skóla. „Við teljum ekki jákvætt að stefna öllum unglingum saman í einn skóla," sagði hún. „Það er rnun heppilegra að halda þeim í minni einingum.“ Að sögn Steinunnar eru 29 grunn- skólar í Reykjavík, þar af væru tíu einsetnir. Nemendur væru um 14 þúsund og þurfi því að byggja rúm- lega 100 kennslustofur í Reykjavík. „Við erum með rétt rúmlega 3 þús- und nemendur og eigum eftir að byggja um 70 stofur,“ sagði hún. Steinunn sagði að athugasemdum foreldrafélaganna hafi verið vel tekið á fundinum. Heilsubótardagar á Reykhólum Okkur getur alltaf liðið betur Sigrún Olsen HEILSUBÓTAR- DAGAR á Reykhól- um hefjast nú níunda sumarið í röð, 23. júní næstkomandi, og verða út júlímánuð. Sem fyrr eru það hjónin Sigrún Olsen myndlistarmaður og Þórir Barðdal myndhöggvari sem sjá um og skipuleggja nám- skeiðin, en hvert námskeið stendur yfir í sjö daga. Haft var samband við Sigr- únu Olsen og hún beðin um að segja nánar frá starf- seminni. „Markmið þessara námskeiða er annars vegar að bæta heilsuna líkamlega sem og andlega og hins vegar að kynnast sjálfum sér með því að doka við og hugsa um lífið og tilveruna. Á hveiju námskeiði er fylgt ákveðinni dagskrá frá morgni til kvölds, en þó eru frítímar inn á milli þar sem fólk getur til dæmis farið í gönguferðir eða sund.“ -Hvað er nákvæmlega gert á námskeiðinu ? „Á hvetjum morgni er hug- kyrrð þar sem fólk lærir að slaka á og róa hugann og síðar um morguninn er jóga og sjálfsnudd. Þá fræðum við fólk um áhrif við- horfa og hvernig við getum breytt hugmyndum okkar til að bæta líf okkar. Einnig munum við fá fræðimann í hverri viku til að halda fyrirlestra. Auk þess mun þekkt tónlistarfólk halda tónleika í Reykhólakirkju í hverri viku. Á staðnum eru einnig nuddarar og geta þeir sem þess óska valið um að fara annaðhvort í svæðanudd eða nudd fyrir allan líkamann eða hvort tveggja. Á þann hátt bygg- ist hvert námskeið á því að fólk nái að slaka á og hvíla sig, jafn- framt því sem það lærir eitthvað nýtt um líkama og sál. Á meðan á námskeiðinu stendur er boðið upp á hollt fæði, sem aðallega samanstendur af korn-, grænmet- is- og fiskréttum. Stefnt er að því að hafa eins mikið af lífrænt ræktuðu fæði og hægt er og jafn- framt því er reynt að hafa matinn bragðgóðan og fjölbreyttan. Allir sem vilja geta fengið uppskriftir að matnum með sér heim.“ -Hvers vegna ákvaðst þú upp- haflega að koma á slíkum Heilsu- bótardögum? „Fyrir tólf árum greindist ég með krabbamein og má segja að við það hafi orðið kaflaskil í lífi mínu. Auk þess sem ég fór í lyfja- meðferð þurfti ég að vinna mig út úr þessum veikind- um tilfinningalega. Ég velti því mikið fyrir mér hver væri orsök krabbameinsins og hvað ég hefði getað gert til að koma í veg fyrir það. Sú sjálfsskoðun var í raun upp- hafið að Heilsubótardögunum því starfið þar gengur mikið út á að gera allt sem við getum til að fyrirbyggja slík veikindi. -Hvers konar fólk mætir á námskeiðin og hverjar eru vænt- ingar þess? „Til okkar kemur alls konar fólk og í öllum aldurshópum, þó að flestir séu komnir yfir þrítugt. Undanfarin sumur hefur það auk- ist að hjón komi saman á nám- skeiðin og svo er eitthvað um að vinkonur taki sig til og mæti, en einnig mæta margir einir síns liðs. Um helmingur af því fólki sem tekur þátt í námskeiðunum hefur komið áður. Það fólk sem til okk- ar kemur er að leita að betra lífí °g er tilbúið til að taka ný skref ► Sigrún Olsen er fædd í Reykjavík 4. maí 1954 og varð stúdent frá Verslunarskóla ís- lands 1974. Síðar hóf hún mynd- listarnám í Listaakademíunni í Stuttgart, Þýskalandi og lauk því námi 1984. Hún starfaði nokkur ár sem myndlistarmað- ur í Houston, Texas og síðar í Portúgal. Jafnframt því kom hún heim til íslands á sumrin til að starfa að Heilsubótardög- um á Reykhólum. Sigrún vinnur nú fyrir félagið Sjálfefli á Nýbýlavegi í Kópavogi, sem hún kom á fót í mars síðastliðn- um ásamt Kristínu Þorsteins- dóttur. En auk þeirra starfar að því félagi hópur af fólki. Félagið hefur það að markmiði að bæta andlega og líkamlega líðan fólks. Sigrún Olsen er gift Þóri Barðdal og vill svo skemmtilega til að þau eiga sjö ára brúðkaupsafmæli í dag, fimmtudag. til að ná því marki. Ég held því einmitt fram að okkur geti alltaf liðið betur og orðið hamingjusam- ari, hversu vel sem okkur líður." -Hvers vegna eru námskeiðin haldin á Reykhólum? „Fyrst mætti kannski nefna að þar er afar fallegt umhorfs, en auk þess er öll aðstaða mjög góð. Þar er til dæmis nýuppgerð sund- laug, nuddpottar og gufubað. Þá hafa Reykhólar þann kost að vera á afskekktum stað og því ríkir þar ró og friður. Það hjálpar til við að halda fólki í ein- angrun á meðan á nám- skeiðinu stendur. Þarna er hvorki útvarp, sjón- varp né dagblöð og ekki er ætlast til þess að þátttakendur fái til sín heimsókn- ir. Það hefur einmitt verið svolítið gaman að fylgjast með því að þegar fólk kemur heim eftir viku- dvöl á Reykhólum kemst það að því að það hefur ekki misst af neinu. Meira að segja við sem störfum þarna og erum á Reyk- hólum í fimm eða sex vikur finn- um fyrir því sama.“ -Er mikill áhugi fyrir því að komast á námskeiðin ? „Jú, eftirspumin er mjög mikil og hefur aukist smátt og smátt á milli ára. Enn er þó laust í flest námskeiðin í sumar og kostar ein vika 37 þúsund krónur. Allt er innifalið í því, nema nuddið. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér Heilsubótardagana enn frekar geta náð í mig á skrifstofu Sjálf- eflis í Kópavoginum.“ Mikilvægt að slaka á og hvílast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.