Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 27 ERLENT Leitað að þýfi SAMEINUÐU þjóðirnar hafa krafist þess að hafin verði leit í nígeríska farþegaskipinu sem flutti um 2.000 flótta- menn í Takoradi í Ghana, vegna gruns um að þýfi frá Líberíu sé um borð. Stofnanir SÞ í Líberíu hafa verið rændar skipulega á meðan borgara- styijöldinni hefur staðið. Hafa yfirvöld í Takoradi sagt að ísskápar, sjónvörp og annað góss hafi verið um borð í skip- inu, sem hafi verið affermt þar sem farþegarnir hafi átt hlutina. • Stjórnar- skrár- umræðum frestað UMRÆÐUM um stjórnarskrá Færeyja, sem hefði getað orð- ið stjórn eyjanna að falli, hef- ur verið frestað um einn mán- uð. Beðið var álits þingnefnd- ar um málið en hún skilaði ekki áliti sínu fyrir mánaðar- sumarfrí, sem hófst í gær. Harka í kosn- ingaslaginn ILIE Nastase, tennisleikarinn fyrrverandi sem býður sig fram til borg- arstjóra í Búkarest, sagði í gær að harka væri hlaupin í kosninga- slaginn. Hefði einn stuðnings- manna hans verið barinn og hellt yfir hann lími er hann hugðist festa upp kosninga- spjöld fyrir Nastase. Handtökur hjá Fininvest FIMM framkvæmdastjórar sem tengjast Fininvest fyrir- tækjasamsteypu Silvios Ber- lusconis voru handteknir í gær. Eru menninir ákærðir fyrir að falsa bókhald sjón- varpsstöðvarinnar Telepiu, sem er stærsta áskriftarstöð landsins. Bosníu-Króatar og múslimar fallast á að sameina heri sína Ekki öll deilumál þjóðanna leyst Washington. Reuter. LEIÐTOGAR Bosníu-Króata og múslima náðu á þriðjudag sam- komulagi um að sameina heri sína. Þar með er rutt úr vegi einni stærstu hindruninni fyrir því að þeir fái alþjóðlega styrki til þjálfun- ar hermanna og endurnýjun her- gagna. Samkvæmt samkomulaginu verða herirnir sameinaðir í næstu viku, þann 21. maí. Samkomulagið náðist á fundi Bosníu-Króata og múslima í Wash- ington. Tilkynnti Warren Christop her, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að það hefði náðst og jafn- framt að hinn nýi viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Mickey Kantor, myndi brátt fara fyrir hópi frammá- manna úr bandarísku viðskiptalífi til Balkanskagans til að halda áfram starfi fyrirrennara síns, Rons Browns, sem fórst í Króatíu í síð- asta mánuði. Auk samkomulags Bosníu-Kró- ata og múslima um sameinaðan her, var samið um nokkrar sameig- inlegar stofnanir í tengslum við banka, einkavæðingu og skatta. Þá var samið um sameiginlegar stofn- anir til að sjá um kosningar og að tryggja „pólitískt hlutlaust um- hverfi og málfrelsi“.' Ekki tókst þó að leysa öll deilu- mál þjóðanna. Meðal þess sem ekki samdist um, var timasetning kosn- inga í borginni Mostar, þar sem mikill fjandskapur hefur verið á milli Króata og múslima. Ganga á til kosninga 31. maí nk. en múslim- ar hafa óskað eftir þvi að þeim verði frestað. Er með öllu óljóst hvort orðið verður við þeirri ósk. - i^iy/ssfa 'S'f/t/i . EINI ÞYSKI 4X4 BILLINN I ÞESSUM VERÐFLOKKI • "SYNCRO", ALDRIF MEÐ SEGJUTENGSLI . STYRKT FJÖÐRUN . AUKIN VEGHÆÐ . SÉRSTYRKT YFIRBYGGING . STYRKTARBITAR í HURÐUM . ÖRYGGISBELTASTREKKJARI . 4 STILLANLEGIR HÖFUÐPÚÐAR » 1800cc VÉL . HREYFILTENGD ÞJÓFNAÐARVÖRN . LÚXUS INNRÉTTING • HLIF YFIR FARANGURSRYMI • HÆÐARSTILLANLEGT BÍLSTJÓRASÆTI • VELTISTÝRI • FRJÓKORNASÍA Á LOFTINNTAKI . ÚTVARP / SEGULBAND . GÚMMÍMOTTUR • RAFSTÝRÐIR SPEGLAR M/HITA . SAMLÆSINGAR MEÐ ÞJÓFNAÐARVÖRN . LITAÐ GLER . TOPPBOGAR . 14" FELGUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.