Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 29 LISTIR Manuela Wiesler með Sinóníuhljómsveit íslands Verk eftir Þorkel, Haydn o g Sibelius Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíói á morgun föstudag kl. 20 verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Josef Haydn og Jean Sibelius. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Einleikari Manuela Wiesler. Það er mikið fagnaðarefni fyrir Sinfóníuhljómsveitina að fá flautu- leikarann Manuelu Wiesler sem ein- leikara á tónleika eftir nokkurra ára hlé. Manuela fæddist í Brasilíu en flutti ung til Austurríkis þar sem hún ólst upp. Hún lauk prófi frá tónlistar- háskólanum í Vín árið 1971. Síðar nam hún hjá Alain Marion, James Galway og Auréle Nicolet. Manuela flutti til Íslands árið 1973 og bjó hér til ársins 1983. Árið 1976 vann hún til fyrstu verð- launa í Norrænau kammertónlistar- keppninni í Helsinki og hefur síðan átt einstæðan feril sem alþjóðlegur listamaður. Auk þess að halda ein- leikstónleika í Skandinavíu, Bret- landi og Þýskalandi hefur Manuela komið fram sem einleikari með flest- um sinfóníuhljómsveitum Norður- landa. Hún hefur leikið bæði ein- leiks- og hljómsveitarverk inn á fjöl- marga geisladiska. Manuela hefur spilað mikið af nútímatónlist og hafa mörg tónskáld sérstaklega samið verk fyrir hana. Petri Sakari gegnir nú stöðu aðal- gestastjórnanda S.í. Síðan hann lét af störfum sem aðalhljómsveitar- stjóri S.I. árið 1993 hefur hann stjórnað helstu hljómsveitum Norð- Petri Sakari Manucla Wiesler urlanda auk hljómsveita í Þýska- landi, Hollandi, Englandi, Ungveija- landi og Rúmeníu. Hann hefur starf- að mikið í óperuhúsunum í Stokk- hólmi, Gautaborg og Helsinki. Petri Sakari er nú aðalhfjómsveitarstjóri Lohja hljómsveitarinnar í Finnlandi. Að loknum tónleikunum á föstu- daginn hyggst Petri Sakari ferðast um Island í vikutíma til þess að safna kröftum fyrir hljóðritanir sem hann mun stjórna fyrir NAXOS útgáfufyr- irtækið, en nú eru að hefjast fyrstu upptökur af verkum Sibeliusar en áætlað er að taka upp öll hljómsveit- arverk hans á næstu 3 árum fyrir NAXOS. Tónleikarnir hefjast á Sinfóníu nr. 22 eftir Haydn. Hún þykir sérstæð fyrir óvanalega hljóðfæraskipan en hún er skrifuð fyrir 2 englahorn, 2 horn og strengjasveit. Flautukonsertinn Evridís eftir Þor- kel Sigurbjörnsson er skrifaður fyrir Manuelu Wiesler. Höfundur segir um verk sitt „þessi konsert varð til fyrir áeggjan Manuelu Wiesler og Páls P. Pálssonar. Heitið bendir til að hér sé á ferðinni enn ein „musica'rap- prestentiva" um þekktu goðsögnina- og að þessu sinni frá sjónarhóli Evri- dísar. Ekki þarf að rekja kunnan söguþráðinn. Reynt er að fylgja hon- um. Þar sem heimildum sleppir, er Manuela eiginlega ein tii frásagnar - og það gerir hún orðalaust.“ Tónleikunum lýkur á Lemminkain- en svítunni eftir Sibelius. Tjarnarkvartettinn Kristján Hjartarson, Kristjana Arn- grímsdóttir, Hjörleifur Hjart- arson og Rósa Kristín Bald- ursdóttir Tjarnar- kvartettinn í Gerðubergi TJ ARNARK V ARTETTINN heldur tónleika í Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars ný sönglög eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson samin fyrir kvartettinn og einnig ýmsar nýstárlegar útsetningar á íslenskum söng- og dægurflugum allt frá Sig- valda Kaldalóns til Spilverks þjóð- anna. Allt efni er flutt án undirleiks „a capella". Tjarnarkvartettinn er skipaður þeim Kristjáni Hjartarsyni bassa, Kristjönu Arngrímsdóttur alt , Hjör- leifi Hjartarsyni tenór og Rósu Krist- ínu Baldursdóttur sópran. Þau hafa starfað saman í sjö ár og á þeim tíma komið viða fram bæði hér á landi og erlendis, sungið í útvarpi og sjón- varpi og sent frá sér tvo hljómdiska. „Sjónvarpsþáttur um Tjarnar- kvartettinn sem sýndur var í Ríkis- sjónvarpinu nú á dögunum vakti mikla athygli og munu eflaust marg- ir höfuðborgarbúar taka því fagnandi að fá tækifæri til að hlýða á söng hans nú um helgina," segir í frétt frá Gerðubergi. ------»—♦—«----- Fjórir kórar að Laugalandi FJÓRIR kórar koma fram í Lauga- landi í Holta- og Landssveit næst- komandi laugardag kl. 15. Kórarnir eru Samkór Oddakirkju, Karlakór Rangæinga, Kvennakór Hafnarfjarðar og Kór eldri Þrasta. Kórarnir eiga það allir sameiginlegt að vera stjórnað af Halldóri Oskars- syni. Aðgangseyrir er 1.000 kr. ------» 4------ Sigga Vala sýnir á 22 SIGGA Vala opnar sýningu á veit- ingahúsinu Laugavegi 22 laugardag- inn 18. maí kl 17. Allir velkomnir. víötal víð Hn Blomsterber Guðrún Agnar; Einar Gtprídal og Guðrún Guðmundsi rún K. Einarsdóttir í Saudi Arabí 6906: Hitrvi 1 “A Cfá % IfslÉlvwfr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.