Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar HÁTÍÐASÖNGVAR séra Bjarna Þor- steinssonar hafa fram að þessu ætíð ver- ið gefnir út í einni bók. Þetta þýddi það fyrir söngfólk að miklar flettingar voru fram og aftur í bókinni hvort sem um var að ræða jól eða páska eða aðrar hátíð- ir ársins. Nú hefur verið tekin upp sú nýbreytni að gefa hveija hátíð út sérstak- lega og nú fyrir jólin komu út fjórar slík- ar. Voru það „Aðfangadagskvöld jóla“, „Messa á jólum“, „Gamlárskvöld, aftan- söngur“ og „Messa á nýársdag“. Síðan kom „Messa á páskum", „Messa utan há- tíða“ (sem hægt er að flytja á öðrum tíma- bilum kirkjuársins við hátíðleg tækifæri). Einnig er nú komin „Messa á hvítasunnu“ og síðan kom „Samfélagið um Guðs borð“ og að lokum „Litanían og bæn við útför“. Hátíðarsöngvarnir ætlaðir söngflokknum og söfnuðinum Fyrir jólin voru einnig gefin út safn- aðarhefti og þau voru ætluð söfnuðinum til að fylgjast betur með því sem er að gerast í messunni og í reynd verður því mun meiri þátttaka hinna almennu kirkju- gesta við þessar fjölmennustu athafnir ársins sem stórhátíðir kirkjunnar eru ætíð. Er því hér um að ræða að gera söfnuðinn mun virkari í söngnum, enda sagði séra Bjarni Þorsteinsson í formála endurútgáfu hátíðasöngvanna árið 1926, en þá voru þeir endurskoðaðir af honum, að hátíðasöngvarnir séu ætlaðir „söng- flokknum og söfnuðinum". Hátíðasöngv- ar séra Bjarna Þorsteinssonar hafa nú fylgt kirkjunni um 100 ára skeið og er almenn notkun þeirra um allt land. Myndskreytingar Á kápu hvers heftis hátíðasöngvanna eru myndskreytingar eftir kunna ís- lenska og erlenda myndlistarmenn, Jó- hann Briem, Guðmund Thorsteinsson, Barböru Árnason, Jóhannes S. Kjarval og Adrian van der Werff. Myndskreyt- ingarnar sjást hér á síðunni. ALTARISTAFLA í Innrihólmskirkju eftir Jóhannes S. Kjarval. THE Pentecost eftir Adriaen van der Werff. KRISTUR birtist lærisveinunum ALTARISTAFLA í Kvennabrekku- MYNDIN er máluð af Barböru á leið til Emmaus eftir Guðmund kirkju eftir Jóhann Briem. Árnason árið 1967. Thorsteinsson. Styrktartónleikar í Grafarvogskirkju sunnudaginn 19. maí 1996 kl. 17.00 Grafarvogsbúar, tökum þátt í því að byggja „okkar kirkju“ með því að taka þátt í átakinu sem fram undan er. Óskum Grafarvogsbúum til hamingju með þann áfanga kirkjubyggingarinnar sem kominn er. Kór- og barnakór Grafarvogskirkju Karlakór Reykjavíkur Skólahljómsveit Grafarvogs Börn úr Tónlistarskóla Grafarvogs Einleikarar: Gunnar Kvaran og Eiríkur Örn Pólsson Einsöngvarar: Egill Ólafsson, Inga Backman og Sigurður Skagfjörð ARKITEKTASTOFA FINNS BJÓRGVINSSONAR OG HILMARS FÓRS BJÖRNSSONAR ísTAKX/f^ hönnun hf [sísloft w JLá M.M.m VLZXODDB S»umiilal.l08R«ykjavft.Sími.,MU4.1||. PwcStHimo IL.. .Í& 1 \ / VERKFRÆÐISTOFA JÖHANNS INDRIDASONAH Hf. F.n.V Allir listamennirnir gefg Grafarvogskirkju vinnu sína við tónleikahaldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.