Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „ V okalensemble“ í Bústaðakirkju KÓR ERIKS Westberg, Vokalensemble, heldur tónleika í Bústaðakirkju á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík á uppstigning- ardag kl. 20.30. Á efnis- skránni verða verk frá 15. og 16. öld eftir J.S. Bach, Knut Systedt, Jan Sand- ström, Sven-Erik Back og Anders Nilsson. „Sænski kórinn Vokal- ensemble Eriks Westberg var stofn- aður 1993 og samanstendur af 16 röddum. Meðlimir kórsins koma frá Norrbotten og Vásterbotten í Norð- ur-Svíþjóð. Nokkrir kórfélagar eru virkir einsöngvarar í tónlistarheim- inum. Kórinn fór í vel heppnaðar tónleikaferðir til Frakklands 1994 og til Brasilíu 1995 með Hennar hátign Silvíu drottningu sem vernd- ara ferðarinnar. Árið 1996 heldur kórinn í tónleikaferðir til Finnlands, íslands og Japans. Vokalensemble hefur frumflutt verk sænskra nútímahöf- unda eins og Sven-David Sandström, Jan Ferm, Jan Sandström, Gunnar Eriks- son, Sven Ahlin, Monica Dominique og Anders Nils- son. Kórinn hefur komið fram í sænska sjónvarpinu og útvarpinu. Þá hefur Mattias Wager, einn efni- legasti í hópi ungra, sænskra organleikara, unnið með kórnum. Mun hann leika með kórnum á tónleikunum í Bú- staðakirkju og einnig slagverksleik- aripn Anders Ástrand. í júlímánuði á sl. ári flutti kórinn „Sænsku messuna“ eftir J.H. Rom- an og „Singet dem Herrn“ eftir J.S. Bach ásamt hinum heimsþekkta Drottningholm barokk hljóðfæra- hópnum. Nú í maímánuði kemur út fyrsti geisladiskurinn með söng kórsins á verkum eftir Jan Sand- ström og Gunnar Eriksson, segir í kynningu. Erik Westberg VOKALENSEMBLE. Fyrirmæli dagsins EFTIR DAVID MEDALLA FARÐU í skrúðgarð að vorlagi eða um sumar, tíndu þar blóm, dýfðu því í málningu með hvaða lit sem þér sýnist, dýfðu lófanum á þér í málningu af öðrum lit, legðu blómið í lófann, búðu til afþrykk á pappír af lófanum og blóminu, þektu afþrykkið með sólblóma- olíu þegar liturinn á því er þornaður, settu síðan blaðið í plastbakka með tæru vatni, settu plastbakk- ann í frystikistu eða frystihólf í ísskáp, taktu það út þegar ísinn hefur myndast, settu ísblokkina með pappírsblaðinu í gluggakistu þar sem sólin skín. Búðu til eins margar myndir og þú vilt með eins mörgum blómum og þér sýnist og þektu síðan með þeim heilan vegg. • FYRIRMÆLJ dagsins í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós. ÖREBRO Kulturskolas Kammarorkester heldur tvenna tónleika hér á landi á laugardag og sunnudag. Kammersveit menningar skóla Örebro í heimsókn TVENNIR tónleikar með Örebro Kulturskolas Kammarorkester frá Syíþjóð verða haldnirumhelg- ina. Á laugardaginn 18. maí kl. 14 leikur hún í Seltjarnarnes- kirkju ásamt strengjasveit Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsson- ar og sunnudaginn 19. maí leikur hún kl. 17 í Háteigskirkju. Hljómsveitin var stofnuð á sjö- unda áratugnum og eru meðlimir EINLEIKSTÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju á uppstign- ingardag, fimmtudag 16. maí, kl. 17. Douglas Brotchie kemur fram og þreytir einleikarapróf á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. „Douglas var virkur í tónlistarlífi í Skotlandi á námsárunum þar. Hann var fyrst fastráðinn organisti og kórstjóri við Balerno-sókn í Skot- landi, þá 16 ára gamall, en hafði áður spilað lausráðinn í ýmsum kirkjum í Edinborg. Hann fllutti til Islands 1981 og hefur tekið sívax- andi þátt í tónlistarlífi landsins, aðal- lega í Reykjavík en einnig á Rangár- flestir á menntaskólaaldri. Hljóm- sveitin hefur leikið víða um Evr- ópu og lenti meðal annars í öðru sæti í alþjóðlegri tónlistarsam- keppni í Hollandi. Sten-Göran Thorell hefur verið stjórnandi frá árinul971. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Joseph Haydn, Erland von Koch, Mozart, Lennart Lund- én, Bela Bartok og Edward Grieg. völlum og við Árneskirkju á Strönd- um. Hann var um skeið tónlistar- gagnrýnandi DV og er nú annar organisti við Dómkirkju Krists kon- ungs (Kristskirkju við Landakot). Á tónleikunum á fimmtudag mun Douglas spila verk eftir Hieronymus Praetorius, Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen og Petr Eben. Tón- list frá árdögum orgelbókmenntanna í Þýskalandi, þá eftir hinn fremsta allra tónskálda og loks nútímaverk frá Frakklandi og Tékklandi", segir í kynning^i. Áðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nýjar bækur • ÚT er komið fjórða ráðstefnurit Vísin dafélags Islendinga og fjallar um íslendinga, hafið og auðlindir þess. Ritstjóri bókarinnar er Unnsteinn Stefánsson fyrrv. prófessor. Snemma árs 1992 ákvað stjórn Vísindafélagsins að efna til al- mennrar ráðstefnu um þetta efni og var hún haldin 19. september sama ár. Alls voru flutt 16 erindi og eru 15 þeirra prentuð í hinu nýútkomna_ riti; höfundar efnis eru 23 talsins. í erindunum er fjallað um þýðingu sjávarins fyrir búsetu á Islandi, hafís og veðurfarsbreyt- ingar, hafstrauma og ástand sjáv- ar, framleiðni, sjávarplöntur og svifdýr, ástand og afrakstur helstu nytjastofna uppsjávar- og botn- fiska, botndýr og nytjastofna þeirra, sjávarspendýr, fjörur og grunnsævi, og síðasten ekki síst mengun í hafinu við ísland og aðferðir til að meta stærð fiski- stofna og nýtingu auðlinda i fæðu- vistfræðilegu samhengi. Erindin veita góða innsýn í stöðu íslenskra hafrannsókna, og niðurstöður eru margar hveijar mjög áhugaverðar og sýna að rannsóknum á íslandsmiðum hef- ur fleygt fram á síðustu árum. Bókin sem gefin er út ísam- vinnu við Háskólaútgáfuna, er 280 bls. að stærð með mörgum skýr- ingarmyndum og kostar 2.850 kr. • SÖNGLJÓÐ heitir nýútkomin bók eftir Auðun Braga Sveins- son með ljóðum við vinsæl og þekkt lög. I undanfara að bókinni segir höfundur að ljóðin í þessari bók séu að mestu frumort við lög, sem hann hefur hrifist af á löng- um tíma. Fáein ljóð í bókinni eru þýdd og nokkur ljóð eru ort á dönsku. Höfundurgefur bókina út og Skemmuprent prentar hana. DOUGLAS Brotchie. Morgunblaðið/Þorkell Einleikstónleikar í Hallgrímskirkj u Listviðburður í Washington D.C. ÞAÐ var mikið um dýrðir í Martin Luther King-safninu í Washington 2. maí sl., en þá var opnuð sýningin „Building bridges — The Reykjavik Summit, Ten years Later“, sem út- leggst „Brúarsmíði — Reykjavík- urfundurinn, 10 árum síðar“. Áf því tilefni efndu sendiráð íslands og Rússlands til móttöku í safninu og voru hátt í tvö hundruð manns við- staddir. Eins og yfírskriftin ber með sér var sýningin í tilefni þess að á þessu ári eru 10 ár liðin frá því að leiðtogafundur Reagans Bandaríkja- forseta og Gorbatsjovs, Sovétleið- toga var haldinn í Höfða. Á sýningunni eru verk þriggja listamanna, Sigrúnar Jónsdóttur, kirkjulistamanns frá Islandi, Nancy Hamilton, listmálara frá Bandaríkj- unum og Pyotr Shapiro, mynd- höggvara frá Rússlandi. Auk verka sem Sigrún hafði sýnt á sýningu sinni í Seattle, kom hún með ný verk, unnin á þessu ári. Ber sérstaklega að nefna altarisklæði, unnið fyrir Grafarvogskirkju, „Sjá himins opna hlið“, en það vakti mikla athygli. Pyotr Shapiro sýndi m.a. verk sitt, „Pendúll lífsins“, en það verk er gert til minningar um leið- togafundinn. Hefur listamaðurinn sóst eftir því að frumverkið verði sett upp fyrir utan Höfða. „Vinátta" Nancy Hamilton starfar í Was- hington, en maður hennar, Lee Hamilton, öldungadeildarþingmað- ur, var formaður utanríkismáia- nefndar bandaríska þingsins árum saman, og er því mörgum íslending- um kunnur fyrir störf sín að alþjóða- málum. Einnig eru á sýningunni verkið „Vinátta", sem er tréútskurður eftir Gunnar R. Gunnarsson, en dóttir hans, Katrín G. Trotter býr á Was- hington-svæðinu. Tvö eintök eru til af þessu verki og er hitt í eigu Par- ke_r Borg, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og Önnu konu hans. Reag- an-safnið í Kaliforníu og Reykjavfk- urborg lánuðu myndir af leiðtoga- fundinum á sýninguna. í tilefni sýningarinnar færði ís- lenska sendiráðið í Washington safn- inu að gjöf bækur um Island. í ræðu Einars Benediktssonar, sendiherra, kom fram mikilvægi tengsla þessara þriggja þjóða. Birna Hreiðarsdóttir, sem er búsett í Washington, annað- ist allan undirbúning sýningarinnar. NANCY Hamilton, Sigrún Jónsdóttir og Pyotr Shapiro.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.