Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.05.1996, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 16. MAt 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KU R Staða sérfræðings á slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Reykjavík- ur er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og verður staðan veitt frá 1. júlí nk. Umsækjandi skal helst vera með menntun í einni af eftirfarandi sérgreinum: Bráðalækn- ingum, almennum skurðlækningum eða bæklunarlækningum. í starfinu felst vinna á slysa- og bráðamóttöku og göngudeild. Að auki leggi viðkomandi stund á rannsókn- ir og taki þátt í kennslu í samráði við yfir- lækna slysa- og bráðasviðsins. Nákvæm greinargerð um nám og störf sendist, ásamt tilheyrandi fylgiskjölum, til Jóns Baldurssonar, yfirlæknis á slysa- og bráðamóttöku, sem veitir nánari upplýsingar í síma 525 1703. Lausar kennarastöður Við Grunnskólann á Djúpavogi vantar kenn- ara fyrir næsta skólaár. Eftirtaldar stöður eru lausar: Kennsla yngri barna, tölvukennsla, (við skól- ann er kennt á Mackintosh tölvur), kennsla tungumála á unglingastigi og íþróttakennsla. Nýtt og vel útbúið íþróttahús er við skólann. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 478 8836 og hs. 478 8140. Einnig vantar tónlistarkennara við Tónskóla Djúpavogs. Æskilegt er að hann geti tekið að sér organistastarf við Djúpavogskirkju, en á Djúpavogi er nýbyggð kirkja sem verður vígð nú í maí. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 478 8834. Kennarar Annar stýrimaður óskast strax á bv. Akurey RE 3, sem fer til flotvörpuveiða. Þarf að geta leyst af sem fyrsti stýrimaður. Upplýsingar í síma 550 1081 eða 565 6605. Fjarmalastjori Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða fjármálastjóra til starfa nú þegar. Helstu verksvið eru almenn rekstrar- og fjár- málastjórn, framkvæmdaeftirlit ásamt um- sjón og eftirliti með bókhaldi skólans. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Bændaskólans. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist Bændaskólanum á Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Skólastjóri. Rafvirki SMITH & NORLAND vill ráða rafvirkja til afgreiðslustarfa f heild- söludeild sem fyrst. Leitað er að drífandi og snyrtilegum einstakl- ingi með góða vöruþekkingu og áhuga á þjón- ustu og viðskipum. Hér er um að ræða gott framtíðarstarf. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 24. maf. Guðni Tónsson RÁDGTÖF & RÁDNINCARÞÍÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 SÓLVANGUR SJÚKRAHÚS HAFNARFIRÐI Sumarvinna með öldruðum Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði óskar að ráða sjúkraliða til þess að sjá um sumardvöl fyrir hresst heimilisfólk. Dvalið verður í vist- legu húsi Sólvangs tímabilið 10. júní til 19. júlí nk. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Upplýsingar veita Sigþrúður Ingimundardótt- ir og Erla M. Helgadóttir í síma 555 0281 dagana 17. til 24. maí milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi. Kennarar á réttri leið Kópasker - Lundur Við grunnskójana á Kópaskeri og Lundi í Öxarfirði vantar: • Kennara í almenna kennslu í 1 .-10. bekk. • Sérkennara í rúmlega eina stöðu. Umsóknarfrestur er til 26. maí 1996. Upplýsingar um störfin gefa: Formaður skólanefndar, Hildur Jóhannsdóttir, s. 465 2212, skólastjóri Lundarskóla, Finnur M. Gunnlaugsson, s. 465 2244, 465 2245, skólastjóri Grunnskólans á Kópaskeri, Iðunn Antonsdóttir, s. 465 2105, 465 2161, og sveitarstjóri, Ingunn St. Svavarsdóttir, s. 465 2188. Skólanefndirnar. Fyrir hönd tæplega 80 nemenda og annars starfsfólks f Fellaskóla á Fljótsdals- héraði auglýsum við eftir skólastjóra og kennurum til að sinna almennri kennslu, sérkennslu, íþróttakennslu og hafa umsjón með skólasafni. Fellaskóli í Fellahreppi er grunnskóli með 1.-10. bekk og er staðsettur við Lagarfljót í 3 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Fellaskóli er lítill, notalegur skóli ífallegu umhverfi og einkunnarorð okkar eru: „Mennt er máttur... ef þú ert sáttur! Nemendaráð og skólastjóri. Umsóknarfrestur er til 31. maí, en aliar nánari upplýsingar veita Sverrir (skólastjóri, s. 471 1015) og Maríanna (formaður skóla- nefndar, s. 471 1609). Okkur vantar nokkra kennara til starfa við grunnskólana í Vestmannaeyjum. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3-4 kennarastöður. Um er að ræða 1 stöðu við almenna kennslu (hluti sérkenna), 1 stöðu við handmenntakennslu (smíðar), 1 stöðu við tónlistakennslu (bekkjarkennsla og skólakór) og 1 stöðu við dönskukennslu. Nánari upplýsingar gefur Hjálmfríður, skóla- stjóri, í símum 481 1944 og 481 1898. Við Hamarsskóla í Eyjum eru lausar 4-5 kennarastöður. Um er að ræða 1 stöðu sérkennara, 2-3 stöður við almenna kennslu (yngri börn) og 1-2 stöður á unglingstigi. Kennslugreinar eru eðlisfræði, stærðfræði og tölvur. Ef þú ert áhugasamur kennari, sem vilt taka þátt í virku skólastarfi, hafðu þá samband við Halldóru, skólastjóra, í síma 481 2644 eða 481 2265. Umsóknarfrestur er til 24. maí nk. Skólastarf í Vestmannaeyjum stendur á gömlum og traustum grunni og tók fyrsti barnaskóli á íslandi til starfa í Eyjum árið 1745. Barnaskóli Vestmannaeyja er heilstæður grunnskóli og eru nemendur 450 talsins. Skólinn er vel búinn kennslutækjum, hressum krökkum og áhugasömu starfsfólki. Hamarsskóli er nýlegur skóli og var fyrsti áfangi tekinn í notkun 1982. I skólan- um eru 360 nemendur á aldrinum 6-16 ára. Þar eru skemmtileg- ir krakkar, hresst starfsfólk og góður starfsandi. Skólanefnd grunnskóla í Vestmannaeyjum. Þjónusta rafeindabúnaðar Garðabær ELTAK ehf., sem sérhæfir sig í sölu og við- gerðarþjónustu fyrir vogir, mælitæki og ann- an rafeindabúnað, óskar eftir starfsmanni til vinnu og við þjónustu á rafeindaþúnaði. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði: □ Rafeindavirki/sambærileg menntun eða reynsla. □ Reynsla í viðgerðum rafeindabúnaðar. □ Þjónustulund. □ Geta unnið sjálfstætt. □ Enskukunnátta. □ Geta hafið störf sem fyrst. í boði er fjölbreytt og skemmtilegt starf með góðum launum fyrir réttan aðila. Umsóknum skal skilað skriflega fyrir 22. maí 1996 til ELTAKs ehf., Síðumúla 13, 108 Reykjavík. HF Vogir eru okkar fag Síðumúla 13,108 Reykjavík, sími 588 2122. Launafulltrúi í tilefni af yfirtöku Garðabæjar á hlut ríkisins í rekstri grunnskólans auglýsir Garðabær laust til umsóknar 50% starf launafulltrúa. í starfinu felst eftirlit og umsjón með fram- kvæmd launaútreiknings á vegum bæjarins. Þá annast launafulltrúi leiðbeiningar til starfsmanna og forstöðumanna vegna launaútreiknings. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja þekkingu á kjarasamningum og reynslu við túlkun þeirra. Starfsmaður þarf að geta hafið störf eigi síð- ar en 1. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 565 8500 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Umsóknir skulu sendar bæjarskrifstofum Garðabæjar og er umsóknarfrestur til og með 24. maí nk. Bæjarstjórinn í Garðabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.