Morgunblaðið - 16.05.1996, Page 52

Morgunblaðið - 16.05.1996, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREIIMAR FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni Grasfræ • ÁburÖur • Garðáhöld Grænmeti, ávextir og heilbrigði kransæða MR búðin •Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 BLACK £r QECKER GOLFMOTIÐ Opna BLACK & DECKER golfmótið verður haldið á Kiöjabergsvelli, sunnudaginn 19. maí. Skráning hefstí golfskálanum, föstudaginn 17. maí eftir kl. 16:00 í síma 486 4495. ALLT frá því að fyrstu rannsóknir voru gerðar á algengi, ný- gengi og útbreiðslu kransæðasj úkdóma hafa menn veitt því athygli að ríkuleg neysla grænmetis og ávaxta virðist veita vissa vernd gegn kransæðaáföllum. Þessi grunur hefur styrkst og orðið að vissu með víðtækum rannsóknum á ýmsum sviðum; faraldsfræði, næringarfræði lyf- læknis- og hjartasjúk- dómafræði og meina- Guðmundur Þorgeirsson Glæsileq verðlaun ^blackSl SINDRI WBEGKa - sterkur í verki fræði. Ekki er fullkomlega ljóst í hverju þessi hollu áhrif jarðargróð- ans eru fólgin en margt bendir til að ^æðaverndin sé margþætt. í fyrsta lagi er auðveldara að halda fitu- og kólesterólneyslu inn- an hóflegra marka ef dagleg fæða inniheldur drjúgan hlut grænmetis og ávaxta. Segja má að síðasti kaflinn í kólesterólsögunni hafi ver- ið skrifaður nú á allra síðustu árum eftir að sýnt var fram á að kröftug kólesteróllækkandi lyfjameðferð hamlar gegn framvindu kransæða- sjúkdóms og getur í mörgum tilvik- um beinlínis dregið úr kransæða- þrengsium. Fyrsti kafli þeirrar sögu birtist snemma á öldinni þegar menn gerðu sér ljóst að þröngar slagæðar eru jafnan fullar af kól- esteróli. Síðar komu dýratilraunir, faralds- fræðilegar athuganir, erfðarannsóknir, líf- efna- og frumulíf- fræðirannsóknir, sem allar hafa rennt stoð- um undir þá kenningu að hátt kólesteról í blóði sé aðalorsaka- valdur æðakölkunar. Kólesterólmagn í blóði hvers einstakl- ings ræðst af samspili erfða og fæðuvals. Meðal þeirra þjóða sem að jafnaði hafa lág kólesterólgildi í blóði eru kransæðasjúkdóm- m Sumarstarf ’96 Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Skráning hefst á namskeið ITR, sia , ^ laugardaginn 18.maí ki 13.00 (Sjá bæklinginn) ■ Attalus bbkKng4tmmaúng ✓ Plasthúðun - innbinding ✓ Allur vélbúnaður - og efni ✓ Úrvals vara - úrvals verð Ln J. ÁSTVRIDSSON HF. Skiphollí 33,105 Reykjavík, sími 552 3580 Þeir sem hafa ýmsa áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, segir Guðmundur Þor- ar fágætir og grænmeti og ávextir skipa oftast veigamikinn sess í fæð- unni. Þar vegur þungt að slík fæða er jafnframt treljarík. Trefjar í fæðu stuðla að heilbrigðri melting- arstarfsemi, en þær hindra einnig frásog kófesterólríkra efnasam- banda úr meltingarvegi inn í blóð- braut og lækka þar með kólesteról í blóði. Trefjainnihaldið er því veiga- mikill þáttur í hollustugildi græn- metis og ávaxta. í viðamikilli rann- sókn á rúmlega 43.000 bandarísk- um karlmönnum kom á daginn að þeir sem neyttu mestra trefja úr kornvöru, grænmeti og ávöxtum höfðu um 40% minni líkur á því að fá kransæðastíflu en þeir sem neyttu minnstra treija. Þessi munur hélst þótt inn í reikningana væru tekin ýmis atriði sem gjarnan tengj- ast hollu fæðuvali, eins og minni reykingar, meiri líkamleg hreyfing, o.fl. í þriðja lagi er líklegt að vítamín og ýmis svokölluð andoxunarefni í ávöxtum og grænmeti hafi vernd- andi áhrif gegn æðkölkun. Oxun er efnahvarf sem jafngildir því að efni hvarfist við súrefni. Ýmislegt bendir til að oxun kólesterólrikra, eðlisléttra fitupróteina (LDL) í innsta lagi slagæða sé mikilvægt þrep í æðakölkun og hafi marghátt- aðar afleiðingar. Slík oxuð fituprót- ein hafa aukna tilhneigingu til að ílendast í æðaveggnum. Þau verka á æðaþelsfrumurnar sem tjá á yfir- borði sínu viðloðunarsameindir, sem laða að og binda einkjarna gleypi- frumur úr blóði. Gleypifrumurnar smeygja sér síðan inn í æðavegginn þar sem þær taka upp oxað fituprót- ein, ummyndast í svokallaðar froðu- frumur og virkjast, þannig að þær gefa frá sér ýmis efni með víðtæk áhrif í æðaveggnum. Alla þessa atburðarás hafa menn getað hindr- að í frumu- og dýratilraunum með andoxunarefnum sem hindra oxun fitupróteina. Meðal slíkra efna eru E-vítamín, C-vítamín, A-vítamínið beta-karóten og ýmis flavín, en þau steinsson, ættu að auka neyslu grænmetis. síðastnefndu finnast í m.a. í tals- verðu magni í lauk, eplum og te- laufi. Fjölmargar faraldsfræðilegar athuganir hafa rennt stoðum undir þessa andoxunarkenningu. Þannig reyndist bæði E- og C-vítamin vera miklu lægra í blóði skoskra sjúkl- inga með kransæðasjúkdóm en í heilbrigðum jafnöldrum þeirra. í tveimur stórum bandarískum rann- sóknum á bæði körlum og konum reyndist neysla E-vítamíns í háum skömmtum haldast í hendur við mjög lága tíðni kransæðsjúkdóma. Þótt ýmsar fræðilegar forsendur og margs konar rannsóknir styðji þá hugmynd, að andoxunarefni hamli gegn æðakölkun og að vernd- andi áhrif grænmetis og ávaxta kunni að hluta að skýrast af ríku- legu innihaldi af slíkum efnum vantar upplýsingar til að fullyrða um slíkt. Hugsanlegt er að sömu grænmetis- og ávaxtategundir inni- haldi einhver allt önnur efni sem gætu skipt meira máli í þessu sam- bandi. Hollusta þessara fæðuteg- unda og verndarmáttur gegn hjarta- og æðasjúkdómum er hins vegar studdur ítarlegum rannsókn- arniðurstöðum og verða tæpast ve- fengd. Allir sem hafa kransæðaþrengsli eða aðra æðakölkunarsjúkdóma þurfa að lækka kólesterólið í blóði sínu. Ríkuleg neysla grænmetis og ávaxta ætti að vera þáttur í þeirri viðleitni. Þeir sem hafa háa blóð- fitu, eru haldnir offitu eða hafa aðra áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma ættu að gera slíkt hið sama þótt sjúkdómarnir hafi enn ekki barið að dyrum. Og almennt má álykta, að ríkuleg neysla græn- metis og ávaxta sé áhrifamikill þáttur í heilbrigðum lífsháttum. Höfundur er læknir og formaður Manneldisráðs Islands. Tölvufyrirtækið OZ valdi Stólpa bókhaldskerfið gn KERFISÞROUH HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Scetirsófar á óviðjafnanlegu verði HUSGA GNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.