Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 56

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn Jön Sipunisson SkQr($ripdverziun 14 k gull Verð kr. 3.400 Laugavegi 5 - sími 551 3383 Ekta teppi á verði gervimottu! Sölusýning á Hótel KEA, Akureyri föstud. 17. mai kl. 12-19, laugard. 18. maíkl. 11-16, sunnud. 19. maí kl. 12-19. Hvemig er hægt að vera svona miklu ódýrari? Fyrst og fremst er það vegna þess, að við kaupum teppin okkar beint í Austurlöndum fjær, milliliðalaust frá einu, stóru verkstæði. Þessi sambönd eru meira en 20 ára gömul. Þar að auki hefur það eitthvað með kostnað að gera. Okkur þykir það skemmtilegast að leggja minna á vörurnar, selja mikið í einu og halda þannig kostnaði í lágmarki. Það er ætlun okkar að þekja þannig meirihlutann af öllum þeim þúsundum fermetra af parketi, sem íslendingar hafa lagt undanfarin ár, með þessari einstaklega skemmtilegu og fallegu, austurlensku menningu. Visa, Euro raðgreiðslur Austurlenska teppasalan hf. MINNIIMGAR + Friðrik Þórar- inn Jónsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 18. maí 1920. Hann lést í Landspítalan- um að kvöldi 10. maí síðastliðins. For- eldrar hans voru Arnfríður Guð- mundsdóttir frá Laugum við Suður- eyri og Jón Hálfdán Guðmundsson bóndi frá Gelti við Súg- andafjörð. Friðrik var yngstur tíu systkina og átti hann einn bróður, Ingólf, á Hfi. 11. október 1942 kvæntist Friðrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Jónu Guð- mundsdóttur. Þau eignuðust þrjá syni; Marvin Helga, kvænt- ur Kolbrúnu Sigurbjörnsdóttur og eiga þau einn son, Hilmar, Snemma á föstudagsmorgun hringdi amma í mig til að segja mér að afi hefði verið fluttur á spítala kvöldið áður. Mér brá að sjálfsögðu mjög mikið og ég held að ekkert okkar hafi grunað að veikindi afa væru það alvarleg að hann mundi ekki lifa af. Þegar ég var lítil bjuggu afi og amma á Tómasarhaga og voru að sjálfsögðu „afi og amma á Tómó“. Við frændsystkinin komum oft í heimsókn og var það mikið kapps- mál hjá okkur að fá að vera eftir og sofa sem allra oftast enda ailtaf tekið vel á móti okkur og afi og amma alltaf til í að láta allt eftir okkur og enduðu þar af leiðandi oft með marga næturgesti. Ég var alltaf viss um að í ástríki afa og ömmu á Tómó væri allra best að vera og þegar ég var sjö ára tók ég þá bestu ákvörðun sem ég hef tekið um ævina, að á Tómó skyldi ég búa. Þá var ekki annað að gera en að trítla ofan úr Mosfellssveit og vestur á Tómó. Afi og amma voru nú frekar hissa þegar þau sáu mig en tóku að sjálfsögðu vel á móti mér. Þegar á reyndi var ekki nóg húsrými á Tómó og til að nýja heima- sætan fengi sérherbergi var keypt á Hrísateignum og hjónin í skyndi endurnefnd „afí og amma á Hrísó“. Þar fékk ég síðan að alast upp sæl og glöð við ást og umhyggju afa og ömmu. Fyrir utan að vera mjög myndar- legur maður var afi alltaf kátur og skemmtilegur og ekki að furða þótt amma hafi steinfallið fyrir honum. Mottóið hans afa var „vinnan göfgar manninn" enda var hann alltaf dug- legur bæði að vinna og heima fyrir og það sem honum líkaði verst í fari fólks var það sem hann kallaði „ómennsku og leti“. Afi var opinn og vel liðinn maður hvar sem hann kom og þekkti kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur og eiga þau þrjú börn, og Jón Orn sem á þijú börn. Einnig ólu þau að mestu upp sonardóttur sína, Guðbjörgu M. Jónsdóttur. Friðrik fór snemma á sjóinn og tók vélsljórapróf frá Þingeyri árið 1945. Fjölskyldan flutti til Akraness árið 1946 og síðan til Reykja- víkur 1964, þar sem Friðrik starfaði lengstum sem verkstjóri í Hrað- frystistöð Reykjavíkur og Ishúsi Hafnarfjarðar. Síðustu starfsár- unum eyddi hann svo hjá Ríkis- mati sjávarafurða. Útför Friðriks fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun, og hefst athöfnin klukkan 15. óhemju mikið af fólki. Hann var allt- af vel inni í öllum þjóðfélagsumræð- um og hafði mjög gaman af að ræða og æsa sig örlítið yfir málefnum líð- andi stundar. Það var fátt skemmti- legra en að hlusta á eða vera aðiii að þessum samræðum þegar afí var kominn í ham. Afi var líka mjög barngóður og vorum við frændsystkinin öil mjög hænd að honum. Hjá Nonna litla syni mínum er langafi alltaf númer eitt. Hann kom reglulega á Hofteig- inn og æsti litla kútinn upp úr öllu valdi. Það á eftir að vera mjög erf- itt fyrir Nonna að missa þennan mikla félaga sinn. Afa á eftir að verða sárt saknað bæði af fjölskyldu og vinum og mun ég alltaf minnast hans sem besta manns sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Elsku afi, takk fyrir allt. Guðbjörg (Gugga). Okkur langar til að kveðja elsku afa með nokkrum orðum. Við vitum öll að enginn er eiiífur, en það er samt erfitt að sætta sig við svo snöggan viðskilnað. Afi hefði orðið 76 ára 18. maí nk. og við vorum nýbúin að kaupa afmælisgjöf handa honum þegar við fengum þessar sorgarfréttir. Við höfum ætíð haft mikið samband við ömmu og afa og það var alltaf glatt á hjalla þeg- ar við heimsóttum þau. Nokkur undanfarin ár höfum við verið bú- sett í Hollandi og í september var fyrirhugað að afi og amma kæmu í heimsókn til okkar þar sem við eigum von á okkar fyrsta barni. Því miður verður amma að koma ein og það er sorglegra en tárum taki að hugsa til þess að barnið okkar skuli ekki kynnast langafa sínum því hann var barnavinur mikill. Við verðum bara að treysta því að hann geti fylgst með barninu okkar að ofan. Afi var maður sem við gátum allt- af treyst á. Hann var sívakandi yfir öllum okkar gjörðum og tilbúinn að aðstoða hvenær sem þess gerðist þörf. Hann var þessi trausti, heiðar- legi og vinnusami maður af gamla skólanum og hann gerði sitt besta til að innræta hjá okkur barnabörn- unum virðingu fyrir vinnusemi og trúnaði. Við biðjum góðan Guð að hjálpa ömmu á þessum erfiðu tímum. Eisku afi, við vonum að þú sért hamingjusamur í öðrum heimi og vakir yfir okkur. Við munum sakna þín mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Aðalheiður Liesting Hilmarsdóttir, Eric Liesting. í dag verður kvaddur frá Víði- staðakirkju afi minn, Friðrik Þ. Jóns- son. Það er erfitt að trúa því að hann elsku afi minn sé dáinn. Hann sem lék við hvern sinn fingur í heim- sókn hjá okkur helgina á undan, ræddi um landsins gagn og nauð- synjar, og var hann svo sannariega inni í dægurmálum líðandi stundar. Afi minn var maður fríður sýnum, traustur og grandvar, og mikið höfð- um við Gunni gaman af því að hlusta á hann segja frá gömlu sjómanna- dögunum, en á sínum yngri árum var afi árum saman til sjós. Glettn- isglampinn sem skein úr fallegu augunum hans, þegar sá gállinn var á honum, mun aldrei hverfa okkur úr minni. Mamma hafði oft orð á því að þó hún hefði getað valið úr öllum heimsins tengdaforeldrum hefði hún ekki getað fengið þá betri og þannig líður mér einmitt gagn- vart afa mínum og ömmu. Óteljandi eru þær nætur sem ég hef dvalið heima hjá afa, þegar hann og amma bjuggu á Hrísateignum, og margir hafa bíltúrarnir okkar verið niður á bryggju, en þangað sótti afí mikið. Afi var mjög ijölskyldukær maður, og fram á þennan dag hef ég verið umvafin ástúð og umhyggju, hafi foreldrar mínir brugðið sér bæjar- leið. Afi lagði mikla áherslu á að maður stæði sig vel í vinnu og námi, og allt slugs var honum fjarri skapi. Afí þurfti að fara í hjartaaðgerð fyr- ir nokkuð mörgum árum, og þótt hann hafi ekki gengið alheill til skóg- ar, gleymdi maður því einatt og fannst hann fær í flestan sjó. Mikið fannst mér gaman þegar ég fór með afa til Noregs að heimsækja Friðrik bróður minn og fjölskyldu hans, hvað afí tók eftir öllu og var heillaður af umhverfínu og dugnaði nafna síns. Undanfarin ár hafa afi minn og amma búið hér í Hafnarfírði og mik- ið hefur mér fundist notalegt að hafa þau svona nálægt mér. Tómlegt verð- ur nú að afa gengnum. Elsku amma mín, megi guð vera með þér á þess- FRIÐRIK ÞORARINN JÓNSSON fÉr stefnt að útrýmingu gæludýrahalds í þéttbýli eða er strangt aðnald nauðsynlegty m Dýraverndunarfélag Reykjavíkur gengst fyrir borgarafúndi um (gÆLUDÝRAHALD í ÞÉTTBÝLI Sunnudaginn 19. maí nk. kl. 14.00 á Hótel Borg • Stutt framsöguerindi flytja: Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður, höfúndur frumvarps um gæludýrahald. Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, höfundur fjöieignahúsalaganna. • Auk þeirra sitja fyrir svörum: Sigurður Sigurðsson, dýralæknir að Keldum. Halldór Runólfsson, heilbrigðisfúlltrúi í Mosfellsbæ. Sturla Þórðarson, fúlltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kristbjörg Steffensen, lögfrseðingur Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Sigurborg Daðadóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Umræðum stjórnar Þorgeir Astvaldsson, fréttamaður, en fúndurinn er ölluni opinn og eru menn hvattir til að koma og spyrja ofangreinda aðila. Stjórn Dýraverndunarfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.