Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 80

Morgunblaðið - 16.05.1996, Síða 80
<Ö> m AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda vidskiptatölvan í dag cO> NÝH E R J I SKAFTAHUÐ 14 . siMi Í69 OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HP Vectra MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK. SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Norðurheim- skautsráðið Ráðherrar við stofn- fund í júlí UTANRÍKISRÁÐHERRAR Banda- ríkjanna og Rússlands, þeir Warren Christopher og Jevgeníj Prímakov, munu að öllum líkindum sækja stofnfund Norðurheimskautsráðs- ins, sem nú er ákveðið að verði í Ottawa í Kanada 9.-10. júlí. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem er í vinnuheimsókn í Kanada, segir að stofnun ráðsins muni nú ekki frestast frekar. „Það er ljóst að utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til að undir- rita stofnyfirlýsinguna, sem er mjög mikilvægt því að Bandaríkjamenn hafa ekki viljað taka þátt í málinu með þeim hætti fram að þessu. Þetta mun hafa mikla þýðingu og þetta mál er að komast á meiri skrið en nokkru sinni fyrr,“ segir Halldór. Stofnríki Norðurheimskautsráðs- ins verða norrænu ríkin fimm, Rúss- land, Bandaríkin og Kanada. Gert er ráð fyrir að utanríkisráðherrar allra ríkjanna átta sæki stofnfund- inn. NAMMCO-aðild rædd Halldór hitti í gær að máli Ron Irwin, ráðherra málefna Norður- svæða og frumbyggja í Kanada, Fred Mifflin sjávarútvegsráðherra og Lloyd Axworthy utanríkisráð- herra. Meðal þess, sem Halldór færði í tal við ráðherranna var hugsanleg aðild Kanada að Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðinu (NAMMCO). Halldór segir Kanada- menn ekki hafa gefið nein skýr svör, en fram hafi komið að þeir séu jákvæðir í garð aukins sam- starfs á sviði nýtingar sjávarspen- dýra. Góður andi í garð íslands „Það ríkir góður andi í garð ís- lands hér og við teljum að þessi dagur í Ottawa hafi verið mikilvæg- ur til að koma á góðu sambandi við Kanadamenn fyrir framtíðina," segir Halldór. Hann var í gær viðstaddur fyrir- spurnatíma Chrétiens forsætisráð- herra í þinginu í Ottawa. Þingheim- ur vottaði utanríkisráðherra virð- ingu sina með lófataki. Morgunblaðið/Jón Stefánsson SLÖKKVILIÐSMAÐUR sprautar vatni inn um brotinn glugga og félagi hans brýtur rúður til þess að hægt sé að koma vatni að eldinum. Tuga milljóna króna tjón er trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði brann Húsið fullt af timbri og fuðraði upp á svipstundu TUGA milljóna króna tjón varð i stórbruna í Glugga- og hurðasmiðju Sigurðar Bjarnasonar við Dalshraun 17 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Húsið, sem er eitt stærsta trésmíðaverk- stæði bæjarins og var fullt af timbri, fuðraði upp á svipstundu og fengu slökkviliðsmenn úr Hafnarfirði og Reykjavík ekki við neitt ráðið. Mik- ill eldsmatur var einnig í lakk- og límbirgðum. Eldsupptök eru ókunn. Húsið var mannlaust en eigna- tjónið er gífurlegt. Jónas Sigurðsson framkvæmdastjóri segir tjónið nema tugum milljóna og ólíklegt að trygg- ingar bæti það að fullu. Slökkviliðið í Hafnarfirði fékk til- kynningu um eldinn kl. 20.06. Eldur- inn var svo mikill að biðja varð um aðstoð og sendi Reykjavíkurslökkvil- iðið tvo bíla á staðinn. Breiddist ótrúlega hratt út Slökkvistarfið beindist ekki sízt að því að veija næstu hús, en um tíma óttuðust menn að rúður spryngju í veitingastaðnum Kentucky Fried Chicken, sem stend- ur örskammt frá trésmiðjunni. Slökkvistarfi lauk að mestu um kl. 22 í gærkvöldi. Vakt, var höfð við brunarústirnar í nótt. Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri á Kentueky Fried Chicken, sá loga koma upp úr þaki húss trésmiðjunnar. „Húsið varð al- elda eins og skot. Eldurinn breiddist ótrúlega hratt út,“ sagði Kristín. Hún sagði að klukkustund eftir að hún varð eldsins vör hefði húsið virzt brunnið til kaldra kola. Gífurlegan hita lagði af eldinum og sagði Kristín að starfsfólk veit- ingastaðarins hefði þegar í stað beð- ið gesti að forða sér og vísað bílum frá. Bílalúgur staðarins snúa að húsinu sem brann og eldurinn kom upp á kvöldmatartíma þannig að mikil umferð var við veitingahúsið. Kristín sagði stefna í að þrífa yrði staðinn vegna sóts. Mökkinn lagði yfir Kaplakrikavöll Fjöldi fólks varð vitni að brunan- um, enda var knattspyrnuleikur að hefjast á Kaplakrikavelli, sem er nokkurn spöl frá trésmiðjunni. Reykjarmökkinn frá eldinum lagði yfir völlinn. Slökkviliðið kvartaði undan því að fótboltaáhugamenn af yngri kynslóðinni hefðu misst áhug- ann á íþróttinni um stundarsakir og þvælzt fyrir slökkvistarfinu. Verkalýðsfélög eitt hundrað starfsmanna við gerð Hvalfjarðarganga Kröfur um sérstakan kjara- samning kynntar Fossvirki Sólin eyk- ur fram- leiðslu GRÍÐARLEG grænmetisfram- leiðsla er í gróðurhúsum þessa dagana vegna sólar. Verð á kílói af tómötum og gúrkum er nú 50% lægra en á sama tíma í fyrra, að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Kolbeinn segir að mikið ber- ist að af gúrkum og þó sérstak- lega tómötum vegna bjartviðr- isins og enn meira sé á leið- inni. Algengt verð á tómötum út úr stórmarkaði er nú tæpar 400 krónur ogtæpar 200 krón- ur á gúrkum. Gæðin eru einnig mikil, vegna góðrar tíðar. VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna við Hvalfjarðargöng hafa samræmt kröfugerðir um kaup og kjör. Kröfugerðirnar voru kynntar Foss- virki, sem annast gerð ganganna, í gærmorgun. Loftur Árnason yfir- verkfræðingur staðfesti við Morg- unblaðið í gær að kröfugerðin hefði verið afhent og sagði að hún væri til skoðunar hjá Vinnuveitendasam- bandi Islands. Rafiðnaðarsamband íslands kynnti hinum verkalýðsfélögunum sína kröfugerð fyrr í mánuðinum og þar kom meðal annars fram að ef viðræður yrðu ekki hafnar í gær, 15. maí, yrði heimildar leitað til verkfalls. Segir Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðar- sambandsins að framhaldið ráðist af viðbrögðum forsvarsmanna Fossvirkis. Erfiðara að koma frá sér vatni Kröfurnar varða um 100 starfsmenn og segir Guðmundur þær koma til af því að ekki hafi verið unnið við framkvæmdir á borð við fyrirhugaða gangagerð áður. „Göngin halla niður á við og verða undir sjávarmáli. Það er mun erfiðara að eiga við göng af því tagi, til dæmis að koma frá sér borvatni og vatni sem hugsanlega kemur fram í göngunum. Hingað til hafa menn verið að bora gegnum fjöll og þó að vatn bijóti sér leið inn í göngin rennur það bara út aftur. Þarna verður um þveröfug áhrif að ræða,“ segir liann. Verkalýðsfélögin vilja að settur sé saman sérstakur kjarasamningur um vinnu við slíkar aðstæður, að sögn Guðmundar. „Við höfum nefnt þetta áður í óformlegum viðræðum við Fossvirki og látið í það skína við Vinnuveitendasambandið fyrr í vetur en þeir hafa svarað því á þann veg að óþarfi sé að semja sérstaklega. Þetta séu venjulegar byggingaframkvæmdir."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.