Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 49

Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996 49 MESSUR A MORGUN Guðspjall dagsins; Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) ÁSKIRKJA: Guðstajónusta kl. 11. Hrafnista Guðsþjónusta kl. 13. Arna Grétarsdóttir syngur ein- söng. Árni Bergur Sigurbjörnsson BÚSTAÐAKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 11. Ræðumaður Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans. í messunni verður flutt tónlist Sigfúsar Hall- dórssonar helguð íslenskri sjó- mannastétt. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Kammerkór Dómkirkjunnar syng- ur. Organleikari Kjartan Sigurjóns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 11 á sjómanna- degi og í tilefni af setningu Lista- hátíðar í Reykjavík. Sr. Karl Sigur- björnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tóm- as Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur IV) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Félagar úr Kór Laug- arneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjón- usta kl. 14 í Sjálfsþjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- el og kórstjórn: Reynir Jónasson. Sr. Halldór Reynisson. Aðalsafnað- arfundur Nessóknar á morgun mánudag kl. 18. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Violetta Smid. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Beðið sérstaklega fyrir sjómönnum og starfi þeirra. Organleikari Þóra Guðmundsdótt- ir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. I DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HOLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Hreinn Hjartarson. Organisti dr. Pavel Smid. Prestarnir. Fermingar á sunnudag FERMING í Hjálpræðis- hernum. Fermd verða: Alex Ramos, Mánagötu 23. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Bræðraborgarstíg 13. Margrét Magnúsdóttir, Njálsgötu 55. FERMING í Álftaneskirkju, Borgarprestakalli. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árna- son. Fermd verða: Ólafur Lárus Gylfason, Miðhúsum. Svanhvít Pétursdóttir, Sveinsstöðum. Þröstur Reynisson, Leirulækjarseli. FERMING í Ólafsvalla- kirkju. Prestur sr. Axel Árnason. Fermd verða: Jan-Henrik Winter, Borgarkoti, Skeiðahreppi. María Ósk Ólafsdóttir, Björnskoti, Skeiðahreppi. KÓPAVOGSKIRKJA GRAFARVOGSKIRKJA: Sjó- mannadagsmessa kl. 11. Sigurður Grétar Helgason guðfræðingur prédikar og Lilja Kristín Þórisdóttir guðfræðingur aðstoðar. Organisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður í Hjallakirkju vegna sumarleyfis starfsfólks. Sóknar- börnum er bent á guðsþjónustu afleysingaprests í Breiðholtskirkju. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Sjómanna- guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Aðalsafnaðarfundur Kárs- nessóknar verður haldinn að lok- inni guðsþjónustu í Borgum, safn- aðarheimili sóknarinnar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Ath. breyttan messutíma. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Ár- nesingakórinn í Reykjavík syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðar- árstíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8. Messa á þýsku kl. 18. Messa á ensku kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN FHadelf- ía: Brauðsbrotning kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hafl- iði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttur sam- komutími. HJÁLPRÆÐISHERINN: Ferming- arsamkoma sunnudag kl. 11. Elsa- bet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Mosfellskirkju kl. 14. Kirkjudagur hestamannafélagsins Harðar. Prédikun: Sigurður Ragn- arsson, guðfræðinemi. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Trompetleikur Ragnar Sigurðsson. Ei'nsöngur Hjálmar P. Pétursson. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organ- isti Guðmundur Sigurðsson. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Vídalínskirkju syngur. Org- anisti Gunnsteinn Ólafsson. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 11. Athöfnin hefst við minnismerki um horfna sjómenn kl. 10.45. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta á sjómannadag í tengsl- um við Vordaga kl. 11. Fjölskyldum barna sem verið hafa á Vordögum sérstaklega boðið. Báðir prestarnir þjóna og leiðtogar Vordaga taka virkan þátt ásamt börnunum. Grill- veisla á kirkjuhlaði eftir guðsþjón- ustuna. Ath. breyttan messutíma. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sjó- mannamessa sunnudag kl. 13. Sjó- menn taka þátt í athöfninni. Ein- söngur Guðmundur Ólafsson. Org- anisti Siguróli Geirsson. KEFLAVIKURKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 11. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Ytri-Njarð- víkurkirkju syngur. Organisti Stein- ar Guðmundsson. Blómakrans verður lagður að minnisvarða sjó- manna í lok messu. Leiksýningin „Heimur Guðríðar" kl. 20.30. Kven- félag Keflavíkur sér um kaffi í Kirkjulundi eftir sýningu og þar mun Steinunn Jóhannesdóttir, rit- höfundur, segja frá rannsóknum sínum á ævi Guðríðar Símonar- dóttur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa á sjó- mannadaginn kl. 13.30. Sóknar- prestur. HVALSNESKIRKJA: Messa á sjó- mannadaginn kl. 10 árdegis. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 11 árdegis. Sjómenn aðstoða og lesa í messunni. Org- anisti Ester Hjartardóttir. Svavar Stefánsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl 11. Úlfar Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 13.30. Úlfar Guðmundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj um: Sjómannamessa kl. 13. Sr. Harold Holtermann frá útgerðar bænum Stamsund í Norður-Noregi prédikar, og flytur kveðju frá söfn- uði sínum. Fulltrúar sjómanna flytja ritningarlestra. Að lokinni guðsþjónustu verður athöfn við minnismerkið um hrapaða og drukknaða. Kl. 20.30 „Guðfræði sjávarútvegsins". Harold Holter- mann flytur erindi og svarar fyrir- spurnum. Heitt á könnunni. HOLTSPRESTAKALL, Önundar- firði: Sjómannadagsmessa kl. 11 í Flateyrarkirkju. Gengiö í skrúð- göngu frá bryggju að kirkju kl 10.45. Gunnar Björnsson. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík vegno sumarleyfis safnaðarprests. Næsta guðsþjónusta verður 16. júni. Nánari upplýsingar í síma 551-4579. BREF • FORSETAKJOR „Að verma sitt hræ við annarra eld...“ Frá Sigurði Helgasyni: í TÍMARITINU Séð og heyrt, nr. 1 1996, sem nú nýlega kom fyrir augu mín, er frásögn Ólafs Ragn- ars Grímssonar af brúðkaupi á vegum aðalræðismanns íslands í New Delhi í Indlándi, Nand Khema. Ólafur var boðinn í brúð- kaup þetta ásamt konu sinni. Þar segir svo: „Að frumkvæði Ólafs Ragnars og Sigurðar Helgasonar, fyrrum forstjóra Flugleiða, var Khemka gerður að aðalræðismanni íslands á Indlandi." Þegar ég las þessa frásögn kom mér til hugar hending úr kvæði Einars Benediktssonar, Fróðar- hirðin, sem hljóðar svo: Að verma sitt hræ við annarra eld að eipa sér bráð, sem af hinum var felld, var grikkur að raumanna geði. Ólafur Ragnar hitti Nand Khemka ekki fyrr en hann var orðinn aðalræðismaður íslands í New Delhi. Átti hann. því engan þátt í útnefningu hans sem ræðis- manns. Við Nand sátum saman i stjórn International House í New York (stofnsett af John D. Rocke- feller, Jr.) og kom með upplýsing- um um Nand Khemka til utanríkis- ráðuneytisins. Mælti ég eindregið með honum þar sem ég þekkti vel til hans og vissi hve áhrifamikill hann var í heimalandi sínu. Það hefur aldrei þótt góður siður að eigna sér annarra verk — og þær kröfur verður að gera til fram- bjóðenda til embættis forseta ís- lands að hann sé sannsögull og vammlaus. Mér eru enn í fersku minni ham- farir Ótafs Ragnars gegn Flugleið- um á árinu 1980, en þá barðist fyrirtækið fyrir lífi sínu í kjölfar olíukreppunnar sem leiddi af sér stórfelldan taprekstuur. Málefni félagsins voru til meðferðar Al- í þingis — þar lét Ólafur Ragnar- mörg og stór orð falla um hvers- konar skúrkar við værum, sem þá .’ veittum félaginu forystu. Þar var margt sagt ósatt. Við vorum varn- ‘ arlausir vegna þinghelgi Ólafs Ragnars. Ef ætlunarverk Ólafs Ragnars og félaga hans um að þjóðnýta ' félagið hefði orðið að veruleika, i sætum við hugsanlega enn uppi með enn eitt ríkisbáknið. Og framf- arir í flugmálum og ferðamanna- > þjónustu hefðu orðið allt aðrar og ; minni en reyndin er í dag. Ég er í miklum vafa um hvort þjóðinni verður greiði gerður með því að velja Ólaf Ragnar forseta landsins — ég efast stórlega um heiðarleik hans og vammleysi. SIGURÐUR HELGASON, Skildinganesi 52, Reykjavík. Skilaðu kveðju til Yigdísar forseta Frá Ásgeiri R. Helgasyni: í ÞAU rúm fjögur ár sem ég hef búið meðal frænda okkar Svía hef ég merkt svo ekki verður um villst að hér eru menn afar hrifnir af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Svíum er algerlega fyrirmunað að skilja hvers vegna þessi „glæsilega, virðulega og greinda kona" ákveður nú að draga sig í hlé. Ég held nefnilega að margir hér telji sig eiga svolítið í henni og séu stoltir þegar hún kemur fram opinberlega á erlendri grund. Við á kosningaskrifstofu Guð- rúnar Agnarsdóttur hér í Stokk- hólmi höfum orðið þess vör að Svíum finnst mikið til þess koma að nú skuli vera tvær konur í fram- boði sem væntanlegir arftakar hennar, „Þið hljótið að vera komin langt í jafnréttismálum." Ég kinka bara kolli og brosi og forðast allar frekari umræður um kynjahlutföllin á Alþingi og í öðrum valdastöðum heima. Guðrún og Guðrún Þar sem við rekum einu opinberu kosningaskrifstofu frambjóðanda á Norðurlöndum hafa fjölmiðlar og almenningur snúið sér nokkuð til okkar með ýmiskonar fyrirspurnir um forsetakosningarnar og fram- Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta Jyrir brúðkaupiö P bjóðendur. Við reynum að svara öllu eftir bestu getu og gæta hlut- leysisþegar þetta ber á góma. Hins- vegar hef ég orðið var við að menn eiga erfitt með að skilja milli Guð- rúnar og Guðrúnar. Það sló því út á mér köldum svita þegar einhver stakk uppá því hér í blaðinu um daginn að Guðrún Helgadóttir færi líka í framboð. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti Guðrúnu Helgadótt- ur, ég held bara að það yrði mér um megn að svara fyrirspurnum um þijár Guðrúnar. Annars var efni þessa bréfs fyrst og fremst að koma til skila til frú Vigdísar og þjóðarinnar allrar þeim fjölmörgu kveðjum og vinsamlegu ummælum sem ég hef verið beðinn fyrir til frú Vigdísar. Ég hitti Vig- dísi nú um daginn í móttöku í Borgarminjasafninu í Stokkhólmi Og sá hana síðan í sjónvarpsviðtali ásamt nokkrum konum í valdastöð-1 um (vonandi hefur íslenska sjón-' varpið sýnt þann þátt). Að mínumi dómi hefur hún aldrei verið betrii en einmitt nú. Hún hefur virkilegaí vaxið með embættinu og ég er inni- í lega sammála sænsku þjóðinni í i því að það er mikill sjónarsviptir að frú Vigdísi Finnbogadóttur. ÁSGEIR R. HELGASON, Stokkhólmi. Glœsileg kristallsglös í miklu úrvali i SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.