Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 6

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 6
6 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Borg friðarins eða sláturhús trúarbragðanna? í Jerúsalem er lykillinn að friði STRANGTRÚAÐIR gyðingar við Grátmúrinn. GÖTULÍF í vesturhluta Jerúsalem. í Jerúsalem koma sam- an pílagrímar úr röðum kristinna manna, gyð- inga og múslima. Borg- in er á mörkum austurs og vesturs, þar mætast ólíkir menningarheimar og telur Karl Blöndal að framtíð friðarferlis- ins fyrir botni Miðjarð- arhafs velti ekki síst á því hvemig Israelum og Palestínumönnum tak- ist að miðla málum í deilunni um hið sögu- lega tilkall til að gera borgina helgu að sínum höfuðstað. • • rlög Jerúsalem og horfur friðar fyrir botni Mið- jarðarhafs eru eitt. Þegar Yasser Arafat hitti Hussein Jórd- aníukonung og Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Aqaba við Rauða hafið á miðvikudag sagði hann að „enginn gæti stöðvað“ stofnun frjáls ríkis Palestínu með höfuðborg í Jerúsalem. Orðum þessum var beint til Benjamin Netanyahus, verðandi forsætisráð- herra ísraels, sem svaraði um hæl: „Aidrei." Bæði Palestínumenn og ísraelar kveðast eiga sögulegt tilkall til Jerúsalem, sem á hebresku nefnist Yerushalayim, sem þýtt hefur ver- ið „borg friðarins" og á arabísku heitir al-Quds eða „hin heilaga". Helg í hugum kristinna, múslima og gyðinga í Jerúsalem eru fleiri helgidagar, en dagar í árinu. Þar mætast öll helstu trúarbrögð mannkyns og ber hæst eingyðistrúarbrögðin: kristni, gyðingdóm og íslam. Saga borgar- innar ber því vitni að hún stendur á krossgötum trúarbragðanna auk þess sem það fer ekki fram hjá neinum í hinu daglega lífi því að eldsnemma á morgnana er kallað til fyrstu bænar múhameðstrúar- manna, því næst ganga gyðingar til bænastundar og þegar kirkju- klukkur kveðja kristna til bænar er sólin enn ekki komin á loft. Annars staðar í ísrael líta marg- ir á Jerúsalem sem byrði. Borgin skiptist í raun í þrennt. í austur- hluta Jerúsalem búa arabar, en í hverfinu Mea She’arim eru strang- trúaðir gyðingar í meirihluta. Þess- ir tveir hópar eiga það sameiginlegt að líta ísraelsstjórn hornauga, þótt ekki séu forsendurnar þær sömu. Þegar 3000 ára afmæli Jerúsalem var fagnað í ár lögðust til dæmis báðir hóparnir gegn hátíðahöldun- um. í þriðja hluta borgarinnar búa gyðingar, sem lítið leggja upp úr trúnni. Þar fækkar fólki ört og er búist við að strangtrúaðir gyðingar og arabar verði 60 af hundraði íbúa árið 2010. Flestir eru helgistaðirnir í Jerú- salem á Musterishæðinni, sem er afgirt með múrum á einum ferkíló- metra í gamla hluta Jerúsalems, og er oft svo þröngt á milli þeirra að veggur er við vegg. I hugum kristinna manna framdi Kain fyrsta morð mannkynssög- unnar í Jerúsalem þegar hann myrti Abel bróður sinn. Þar prédik- aði Jesús, þjáðist og dó. Múslimar segja spámanninn Múhameð hafa komið til Jerúsalem og er hún í trú þeirra þriðja helg- asta borgin á eftir Mekka og Med- ínu. Gyðingar líta til þess að í Jerúsal- em hafi Davíð sameinað þjóðflokka Israels fyrsta sinni og Salómon reist musteri hinna heilögu. Jerú- salem er nefnd á 657 stöðum í Gamla testamentinu. Tákn vonarinnar um heimkomuna Jerúsalem er miðstöð gyðing- dóms og hefur verið tákn vonar gyðinga, sem dreifðir voru um allar jarðir, um heimkomuna. Hvar sem gyðingur reisti sér hús í heiminum skyldi skilinn eftir ókláraður vegg- ur til marks um það að aðeins væri um tímabundið húsnæði að ræða. Davíð tók Jerúsalem herskildi og gerði að höfuðborg ríkis síns um þúsund árum fyrir krist og af því tilefni fagna ísraelar nú þrjú þúsund ára afmæli borgarinnar. Lítið er lagt upp úr því að byggð- ar á þessum stað er getið í egypsk- um textum, sem taldir eru vera frá 1900 til 1800 f.kr, er Egyptar réðu þar ríkjum. Fyrstu merki um mannabyggðir þar sem nú er Jerú- salem eru taldar vera frá um 3000 f.kr., eða um það leyti þegar brons- öld hófst. 40 orrustur hafa verið háðar um borg friðarins og rithöfundurinn Aldous Huxley kallaði hana „sláturhús trúarbragðanna". „Þjóðernishyggja og trúarbrögð mynda hér ákaflega eldfima blöndu,“ skrifar rithöfundurinn Amos Elon í bók um Jerúsalem. „Jerúsalem er táknræn fyrir vald minnisins yfir örlögum mannkyns.“ Davíð lagði Jerúsalem undir sig og braut vald Fílisteanna á bak aftur. Við honum tók Salómon, sem reisti múra umhverfís borgina. Mikið er gert úr hans þætti í Bibl- íunni, en Kóraninn lofar hann einn- ig fyrir visku og nefnir hann Sulei- mann. Nebúkadnesar 3. Babylóníukon- ungur lagði borgina í rúst árið 586 f.kr. og íbúarnir voru herleiddir. Niðurlægingunni lauk ekki fyrr en hálfri öld síðar þegar Kýrus 2. Persakeisari lagði Babýlon undir sig og leyfði gyðingum að snúa aftur til Jerúsalem. Einn af marskálkum Alexanders mikla lagði Jerúsalem undir sig 198 f.kr. og var það upphaf innrása frá Vesturlöndum. Rómveijar héldu innreið sína þegar Pompeius lagði borgina und- ir sig árið 63 f.kr. og þandist borg- in út í tíð Heródesar, sem var kon- ungur í 36 ár. I tíð Títusar, herstjóra Rómveija, gerðu gyðingar uppreisn og sátu Rómverjar um borgina. Árið 70 var gert áhlaup og enn á ný var Jerú- salem jöfnuð við jörðu. Áðeins hluti vesturmúrsins var eftir og heitir nú Grátmúrinn. Árið 135 hugðist- Hadríanus þurrka Jerúsalem út úr minningunni og sögubókunum með því að brenna borgina til grunna. Árið 638 tóku Persar borgina á ný og reyndist sambúð múslima og gyðninga byggð á nokkru umburð- arlyndi. Krossfarar valda blóðbaði Öðru máli gegndi um gyðinga og kristna menn. Þegar krossfar- arnir gerðu árás árið 1099 upp- hófst mikið blóðbað. Þeir höfðu borgina á valdi sínu í 88 ár, 18 árum lengur en Davíð og Salómon. Lengst var borgin þó á valdi araba, 1300 ár, en aldrei var hún höfuð- borg arabaríkis. Næstu aldir var barist um borg- ina, en 1517 varð Jerúsalem hluti Tyrkjaveldis og það var ekki fyrr en 400 árum síðar að Bretar náðu henni úr höndum þeirra með Ed- mund Allenby herforingja í broddi fylkingar. Jerúsalem varð höfuð- borg á ný og var á valdi Breta. Þar bjuggu þá 80 þúsund manns, um helmingur gyðingar og restin kristnir menn og múslimar. Borgin dafnaði þrátt fyrir skærur milli araba og gyðinga allt fram að heimsstyrjöldinni síðari. Árið 1947 blossaði upp ófriður á ný og 1948 ákváðu Bretar að hafa sig á braut. Sameinuðu þjóð- irnar ákváðu að skipta Palestínu í tvennt. Jórdanar náðu gamla hluta borgarinnar á sitt vald ásamt því svæði, sem ætlað hafði verið Pal- estínuaröbum, en ísraelar héldu hinum hlutanum og lýstu hann höfuðborg Ísraelsríkis. ísraelar hröktu Jórdana á braut árið 1967 og náðu þá allri borginni á sitt vald. Þremur vikum síðar var því lýst yfir í þinginu, Knesset, að Jerúsalem hefði verið sameinuð. ísraelar létu mótmæli Sameinuðu þjóðanna sem vind um eyru þjóta. Sameinuð Jerúsalem lýst höfuðborg ísraels Þegar Knesset lýsti sameinaða Jerúsalem opinberlega höfuðborg ísraels árið 1980 var því harðlega mótmælt um allan heim og fjöldi ríkja neitaði að viðurkenna höfuð- borgina. David Be_n-Gurion, fyrsti forsæt- isráðherra ísraels, ákvað að sætta sig við skiptingu Palestínu og Jerú- salem árið 1947 því að í hans aug- um var hún óhjákvæmileg fórn, sem færa þurfti til að draumurinn um gyðingaríkið rættist. Þegar Israelar og Frelsissamtök Palestínu (PLO) undirrituðu friðar- samkomulagið 1993 var samþykkt að staða Jerúsalem yrði meðal þess, sem yrði rætt í framhaldsviðræð- um. Þar með höfðu dyrnar verið opnaðar fyrir þeim kosti að Israelar kæmu til móts við kröfur PLO um Jerúsalem. Shimon Peres og Verkamanna- flokkurinn samþykktu í síðasta mánuði að láta af andstöðu við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu og telst slík samþykkt marklítil án vilja til samninga um Jerúsalem. Peres hafði það að leiðarljósi að vilja tryggja öryggi og frið um ísra- elsríki. Tónninn í Netanyahu er annar. Hann leggur áherslu á „andstöðu við stofnun palestínsks ríkis með Jerúsalem að höfuðborg" og bætir við að staða ísraela sé sú „að Jerú- salem verði aldrei skipt aftur og verði áfram sameinuð undir stjórn ísraels“. Sú afstaða samræmist ekki mál- flutningi Arafats, leiðtoga Palest- ínuaraba, sem í yfirlýsingu sinni á miðvikudag kallaði Jerúsalem arab- íska nafninu: „Sú stund nálgast og er mjög nærri að við lýsum Palest- ínu sjálfstætt ríki og al-Quds höfuð- borg hennar. Það er vilji palest- ínsku þjóðarinnar." Heimildir: Newsweek, Reuter og Der Spiegel. LISTHUS í LAUGARDAL Glæsilegar gjafir fást hjá okkur 4 afbragðs verslanir undir sama þaki. LIST Gallerí sími S53 2886 z W irF-ust sími 553 1580 sími 568 3750 KATEl myndir, innrömmun sími 568 0969 1 | > > > ! i I I I l » f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.