Morgunblaðið - 09.06.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.06.1996, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ V axandi þungi í baráttunni Segja má að ákveðin tímamót hafi orðið í kosningabaráttu fram- bjóðendanna fimm til embættis forseta íslands með því að þeir eru í vaxandi mæli gestir í um- ræðuþáttum og framboðskynn- ingum í útvarpi og sjónvarpi. Kosningastjórar og aðrir tals- menn frambjóðendanna eru sam- mála um að vaxandi þungi verði í kosningabaráttunni á þeim þremur vikum sem eru fram að kosningunum. Þeir eru einnig sammála um að kosningabaráttan hafi verið háð á drengilegan hátt og vona að svo megi verða áfram. Hallur Þorsteinsson og Þór- mundur Jónatansson heimsóttu kosningaskrifstofurnar fyrir helg- ina og ræddu við þá sem þar eru við stjórnvölinn. Fríðarvökur um allt landíð Morgunblaðið/Ásdís ÖNUNDUR Björnsson fjölmiðlafulltrúi framboðs Ástþórs Magn- ússonar Wium. • • NUNDUR Björnsson §öl- miðlafulltrúi framboðs Ast- þórs Magnússonar Wium segir að friðarboðskapur Ástþórs verði rauður þráður í kosningabar- áttu hans. í því skyni að kynna málflutning hans verði haldnar frið- arvökur um allt land. „Ástþór hefur þá trú,“ segir Önundur, „að hann geti unnið betur að baráttu fyrir friði sem forseti." Önundur segir að lítill tími hafi gefist til að undirbúa kosningabar- áttuna fyrir framboðstilkynningu Ástþórs að öðru leyti en því að safna tilskildum meðmælendafjölda. „Þannig háttaði til að Ástþór ætl- aði ekki í framboð. Hann lýsti eftir stuðningi frá þeim frambjóðendum sem þegar voru komnir fram við friðarmálstað sinn en það felur m.a. í sér að haldinn verði sameigin- legur fundur þjóðarleiðtoga og trú- arleiðtoga alls staðar að úr heimin- um árið 2000 á þúsund ára afmæli kristni," segir Önundur. Hann segir að Ástþór hefði helst viljað styðja eða styrkja einhvern annan fram- bjóðanda en þar sem enginn hafi svarað kalli hans hafi legið beinast við að hann gæfí kost á sér til embættis forseta. Engin eiginleg „kosningaherferð" Önundur segir að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja ekki út í eiginlega kosningaherferð. „Mál- flutningur Ástþórs hefur ekki stefnt að því að berja sér á bijóst sem manneskjan Ástþór heldur mun fremur að leggja áherslu á þá friðarumræðu sem honum finnst hann vera kallaður til,“ segir Ön- undur. Hann segist ekki sjá betur en að kynningarátak Friðar 2000 og síðar framboð Ástþórs hafi þeg- ar haft umtalsverð áhrif með því að aðrir frambjóðendur hafi tekið það upp eftir honum að leggja áherslu á friðarmál. Friðarvökur hafa þegar verið haldnar í Reykjavík, Vestmannaeyj- um, Hveragerði, Akureyri og á Austurlandi. Önundur segir að í undirbúningi sé að halda vökur á Vestfjörðum, Suðurlandi og víðar. Kosningamiðstöð Ástþórs er í Tryggvagötu 26 en kerfisbundið er unnið með tenglum um allt land að sögn Önund- ar. „Okkar fólk hefur unnið gott starf fyrir þennan málstað en við ætlum einnig að nýta okkar alla nútíma kynningartækni, þ.á m. sjónvarp og útvarp að ógleymdum vefnum, en þar erum við með heimasíðu." Kostað verður því sem til þarf Önundur segir að því verði kostað til sem þurfi í kosningabaráttu Ást- þórs. „Það hefur ekki verið gerð nein sérstök fjárhagsáætlun. Ast- þór Magnússon hefur einn staðið straum af þessari baráttu úr eigin sjóðum. Fyrirtækið Friðarland var stofnað um rekstur framboðsins og þá kynningarherferð sem á undan er gengin,“ segir hann. Aðspurður segir Önundur að engra styrkja hafi verið leitað en bætir við að öllum sé frjálst að leggja framboð- inu lið með fijálsum framlögum. Aðspurður segir Önundur einnig að ekki verði leitað í sjóði samtakanna Friðar 2000 sem Ástþór stýri. Hann tekur fram að þær upphæðir sem nefndar hafi verið í tengslum við kostnað vegna kynningarherferðar og kosningabaráttu Ástþórs séu stjarnfræðileg staðleysa. Önundur kveðst ekki geta séð annað en að kosningabaráttan sé drengileg, að minnsta kosti af hálfu frambjóðendanna. Hann seg- ir ýmsa hafa verið með efasemdir eða_ getgátur um manninn Ástþór en þær væru ekki svara- verðar. Hann kveðst ekki geta merkt að framboð Ástþórs fái ósanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum. „Við höfum unnið á jákvæðum forsendum í kosningabaráttunni og munum gera það jafnvel þótt skoð- anakannanir gefi enn til kynna lítið fylgi,“ segir Önundur. „Við erum himinlifandi með það fylgi sem unn- ist hefur. Friður er að okkar viti málefni sem hver einasti maður ætti að geta tekið undir og þess eðlis að hann á að vera gleðimegin í lífinu. Hann á ekki undir neinum kringumstæðum að vera rekinn á öðrum nótum.“ Önundur sagði að kjósendur mættu búast við jákvæðri og lifandi kosningabaráttu en vildi ekki lýsa nánar í hveiju það fælist. Höfum unnið á jákvæðum forsendum VIÐ LEGGJUM höfuðáherslu á að kynna Guðrúnu Agn- arsdóttur eins og hún kem- ur fyrir auk þess sem við bregðum ljósi á reynslu hennar og allt það sem hún hefur áorkað," segir Sæ- mundur Norðfjörð kosningastjóri Guðrúnar Agnarsdóttur um kosn- ingabaráttu hennar. Af þeim sökum snúist kosningastarfið einkum um það að fólk fái tækifæri til að hitta eða sjá Guðrúnu á óformlegum vinnustaðafundum eða í heimsókn- um víða um land. Allt á floti síðustu 2 vikurnar Kosningastjórinn kveðst telja að kosningabaráttan hafi verið drengileg en umfang hennar eigi enn eftir að aukast. Sæmundur segir að fjölmargir sjálfboðaliðar vinni að framboðinu en síðustu daga hafi áhugi fólksins aukist mikið. „Það verður allt á floti síð- ustu tvær vikurnar fyrir kosningar en sjálfboðaliðum hefur fjölgað stöðugt í takt við aukið álag,“ seg- ir hann. Baráttu Guðrúnar Agnarsdóttur er stýrt úr kosningamiðstöðinni í Ingólfsstræti 5 en að sögn Sæ- mundar er kosningastarfinu skipt á nokkra vinnuhópa. I hópunum Sjálfboðaliðum stöðugtfjölgað Morgunblaðið/Kristinn SÆMUNDUR Norðfjörð kosningastjóri Guðrúnar Agnarsdóttur. sé unnið að kynningu, fjáröflun, stofu og samskiptum við tengla og útgáfu, móttöku á kosningaskrif- loks sé starfandi skemmtinefnd sem sjái um allar uppákomur og skemmtanir. Fyrirhugað er að opna kosninga- skrifstofur á nokkrum þéttbýlis- stöðum en skrifstofur hafa þegar verið opnaðar á Akureyri og í Stokkhólmi. „í Stokkhólmi er kosn- ingabaráttu okkar á Norðurlöndum stýrt en Guðrún hefur lagt sig eftir því að ná til |slendinga í nágranna- löndunum. í því skyni -------------------- höfum við einnig dreift FÓIk sýnir upplýsingum á heimasíðu kosningunum framboðsins. Gestir mikinn áhuga heimasiðu okkar geta meðal annars boðið annars boðið sig fram sem sjálfboðaliðar og fengið úthlutað verkefni við þeirra hæfi,“ segir Sæmundur. Mikill áhugi greinilegur Hulda Finnbogadóttir sér um að skipuleggja ferðir Guðrúnar um landið og heimsóknir á vinnustaði. „Guðrún hefur þegar farið víða og ferðir okkar um landið hafa verið einstaklega lærdómsríkar. Það er sama hvert komið er, móttökur eru miklar og góðar og greinilegt er að fólk sýnir kosningunum mikinn áhuga,“ segir Hulda. „Á ferðum okkar höfum við fremur kosið óformlega fundi þar sem Guðrún kynnir sig stuttlega en gengur síðan á milli borða og ræðir við fólkið. Við teljum að Guðrún nái betur til fólksins með þessum hætti en með fastmótuðum fundahöldum." Sæmundur segir að kostnaður vegna framboðsins hafí í upphafi verið áætlaður á bilinu 10-13 millj- ónir króna. Nú stefni aftur á móti í að hann verði nær 10 milljónum enda væri áhersla lögð á að reka hófsama kosn- ingabaráttu. „Vegna fjármögnunar höfum við leitað til einstaklinga og fyrirtækja um styrki en Glæsileg sending af sófasettum og hornsófum (D Valhúsgögn ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 einnig er nokkuð um fijáls framlög. Þá erum við með happdrætti í gangi og loks má nefna að við höfum feng- ið að gjöf listaverk en ágóði af sölu þeirra rennur óskiptur í kosninga- sjóð.“ Aðspurður segir Sæmundur fyr- irhugað að auglýsa í sjónvarpi en þegar hafi verið gefið út blað og bæklingur. „Við erum að vinna sjónvarpsauglýsingar en við mun- um ekki kaffæra landsmenn í þeim efnum.“ Að öðru leyti verði vinnu- staðafundum framhaldið en einnig sé fyrirhugað að Guðrún heimsæki Akureyri, Snæfellsnes, Vestmanna- eyjar og staði á Norðausturlandi svo nokkuð væri nefnt. Skoðanamyndandi kannanir Sæmundur sagði skoðanakann- anir hafa verið talsvert skoðana- myndandi. „Hjá okkur var lengi á brattann að sækja en síðustu 3 vik- ur hefur fylgið aftur á móti verið stígandi. Kannanir staðfesta að Guðrún er í sókn en marktækari staðfesting þess er hve margir bjóða sig fram til aðstoðar í baráttunni og hversu góð viðbrögð Guðrún fær í heimsóknum sínum," segir Sæ- mundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.