Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 51

Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 51 ÍDAG ^rjARA afmæli. I dag, I V/þriðjudaginn 25. júní, er sjötugur Guðmundur Þorsteinsson, útgerðar- maður og bóndi, til heimil- is í Hópi, Grindavík. Hann og eiginkona hans Árný Enoksdóttir taka á móti ættingjum og vinum íu veit- ingahúsinu við Bláa Lón- ið, föstudaginn 28. júní nk. milli kl. 18 og 21. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson í ÆFINGAMÓTI landslið- anna um síðustu helgi freistuðu nokkur pör gæf- unnar í sex tíglum í þessu spili: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G V 52 ♦ ÁKD1092 ♦ ÁKG5 Vestur ♦ 9763 V ÁD4 ♦ 4 ♦ D10632 Austur ♦ D5 V 109863 ♦ G53 ♦ 974 Suður ♦ ÁK10842 V KG7 ♦ 876 ♦ 8 Tígulslemman vinnst ef ekki kemur út hjarta, og auðvitað alltaf ef suður er sagnhafi! Sem gerðist á einu borði, þar sem Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson héldu á spilum NS. Þeir spila biðsagna- kerfi (Iccrclay) og suður varð fyrir tilviljun fyrri til að nefna tígul, sem var við spurnarsögn norðurs. Önn- ur pör urðu að lúta því að spila slemmuna -í norður. • A.einu borði fengu NS viðvörun, þegar vestur do- blaði fyrirstöðusögn suð- urs í hjarta. Þar áttust við landsliðsmennirnir í yngri flokknum, Magnús Magn- ússon og Sigurbjörn Har- aldsson, og kvennalandsl- iðskonurnar Hjördís Sigur- jónsdóttir og Ragnheiður Nielsen: Vestar Norður Austar Suður M.M. H.S. S.H. R.N. Pass 1 tígutl Pass 1 spaði Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 4 tlglar Pass 4 hjðrtu Dobl Pass Pass 4 grönd Pass 6 lauf Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: Lauftvistur. Ekki er slemman góð, en spilið tapast þó a.m.k. ekki í fyrsta slag! Magnús hitti á hvasst útspil, en Ragnheiður spilaði upp á besta möguleikann þegar hún svínaði laufgosa. Sam- gangurinn er svo slæmur að ekki dugir að spila aust- ur upp á drottningu þriðju í spaða. Drottningin verður að vera önnur og því er þörf á viðbótarslag á lauf. Draumalegan var til staðar og Magnús ej farinn að ógna Sverri Ármannssyni í baráttunni um titilinn „óheppnasti spilari lands- ins“. Árnað heilla GULLBRÚÐKAUP. í dag, þriðjudaginn 25. júní, eiga fimmtfu ára hjúskaparafmæli hjónin Kristín Gunnlaugs- dóttir og Ólafur Þ. Stefánsson, frá Víðihóli á Fjöllum, nú til heimilis á Miðvangi 22, Egilsstöðum. Bama- og fjölskylduijósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 8. júní í Dómkirkj- unni af séra Jakobi Hjálm- arssyni Unnur Árnadóttir og Sigurður A. Jónsson. Heimili þeirra er á Blöndu- bakka 13, Reykjavík. Bama- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Háteigs- kirkju af séra Tómasi Sveinssyni Sæunn Óla- dóttir og Viðar Daníels- son. Heimili þeirra er að Fýlshólum 8, Reykjavík. Barna- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Háteigs- kirkju af séra Tómasi Sveinssyni Dagbjört Hlín Sigurjónsdóttir og Guð- mundur Geir Valdimars- son. Heimili þeirra er að Gullsmára 6, Kópavogi. Bama- og fjölskylduljósmyndir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Lágafells- kirkju af séra Jóni Þor- steinssyni Kristín Ásta Hafsteinsdóttir og Ingólf- ur Tómas Jörgensson. Heimili þeirra er að Barr- holti 29, Mosfellsbæ. HÖGNIHREKKVÍSI Og hann, STJÖRNUSPÁ cftir Franccs Drakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Glaðlyndi oggóðvild greiða götu þína og afia þér vinsælda. Hrútur (21. mars - 19. apríl) fl* ' Gefðu þér nægan tíma til umhugsunar áður en þú tek- ur mikilvæga ákvörðun í dag. Réttast væri að hafa samráð við fagmenn. Naut (20. april - 20. maí) Þú átt annríkt í dag, og lítill tími gefst til að umgangast vini. Reyndu að einbeita þér svo þú getir slakað á í kvöld. Tvíburar (21.maí-20.júní) Ferðalangar geta orðið fyrir töfum í dag, og þurfa að áætla sér nægan tíma til að ná áfangastað. Samband ást- vina er náið. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Þú færð góða ábendingu varðandi vinnuna, sem nýtist þér vel í framtíðinni. Breyt- ing verður til batnaðar á fyr- irætlunum þínum. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú ættir ekki að hafa hátt um fyrirætlanir þfnar í við- skiptum, því einhver gæti misnotað sér þær. Mundu að sparsemi er dyggð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú nýtur þín í fjölmenni, og ættir að þiggja spennandi heimboð, sem þér berst. En mundu að hafa gott samráð við ástvin. Vog (23. sept. - 22. október) Vinátta og viðskipti fara ekki vel saman í dag. Varastu óhóflega gagnrýni ! garð þinna nánustu, og hafðu hemil á eyðslunni. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þróun mála á bak við tjöldin í vinnunni er þér hagstæð, og starfsfélagar veita þér góðan stuðning. Gættu hófs í kvöld. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) m Þú hefur ástæðu til að gleðj- ast yfir góðu gengi í vinn- unni, og ættir að láta það 'eftir þér að bjóða ástvini út í kvöld. Steingeit (22.des. - 19.janúar) Þú hefur verið eitthvað miður þfn að undanförnu, en nú rofar til og bjartsýnin fer vaxandi. Njóttu kvöldsins heima með ástvini. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú átt erfitt með að einbeita þér f dag vegna sífelldra truf- lana. Engu að síður tekst þér að ljúka því sem þú ætlaðir þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tSít Reyndu að hafa stjórn á skapinu þótt illa gangi að leysa erfitt verkefni árdegis. Þér tekst það áður en vinnu- degi lýkur. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. BREF • FORSETAKJOR „Það var nú og“ Frá^Þórði Reykdal: ÞETTA orðtak Boga Ólafssonar heitins kom upp í huga minn við lestur greinar Kristínar S. Kvaran í Morgunblaðinu 13. júní. Kristín telur að Ólafur Ragnar hafi að lík- indum ákveðið síðastliðið haust að bjóða sig fram til embættis forseta íslands. „Þar var nú og“ Vera má, að Ólafur hafi ekki tekið endanlega afstöðu til forseta- framboðs, að þessu sinni, fyrr en iá, þótt allnokkru lengra sé síðan framkoma hans fór að breytast, og allt að benda til að hann hygði á framboð nú. Það eru hins vegar tuttugu og fimm ár síðan Ólafur Ragnar Grímsson sagði í sam- kvæmi: „Ég ætla að verða forseti." Eflaust mun Ólafur Ragnar, ef hann ekki reynir að þræta fyrir letta heit, telja það í gamni sagt, en öllu gamni fylgir nokkur alvara, og þarna fer ekki milli mála, að þetta heit var bláköld alvara. Að þessu marki hefur Ólafur Ragnar því býsna lengi stefnt, en vissulega er það frábær árangur, að setja sér ungur það takmark að komast í æðsta embætti þjóðarinnar og leika af slíkri snilld á strengi „þjóðarsálarinnar", að endamarkið virðist nú í sjónmáli. Að lokum, að íslenzkum sið, tvær smá stökur. Aldaríjórðungs ásetning ætlar sér nú upp að fylla. Engin fyrri ávirðing endaspretti má því spilla. Ó, hve verður Óli sæll er til Bessastaða flytur. Orðinn svona undur dæll og allur gleymdur fyrri krytur. ÞÓRÐUR REYKDAL, Stekkjarbergi 9, Hafnarfirði. Forsetinn, karlkynið, nýj ar brautir o g þjóðarsátt Frá Hirti Þór Grjetarssyni: NÚ ER lag að ryðja nýjar brautir. í fyrsta sinn getur íslenska þjóðin nú valið karlmann sem bakhjarl á Bessastaði. Beri þjóðin gæfu til að ná sáttum um eina forsetafram- bjóðandann sem allir.geta sætt sig við og velji Guðrúnu Agnarsdóttur, verður prófessor Helgi Valdimars- son, sonur sjómanns og bóndadótt- ur, fyrsti karlkyns bakhjarl forseta íslands. Valur Pálsson, tónlistar- maður í Stokkhólmi, skrifaði hér í í tilefni for- setakosninga Frá Vígþóri H. Jörundssyni: Fyndist mér það feikna sorg og fækkar stundum glöðum ef við tækjum aðeins 0RG úti á Bessastöðum. blaðið fyrir nokkru: „Það er sorg- legt að sjá hvernig barnalegur sandkassaleikur pólitískra sun- drungarafla hefur fengið að gegn- umsýra þessar forsetakosningar. Ég er sammála þeim sem halda á lofti þeirri skoðun að forsetakosn- ingarnar snúist í dag um það hvort vilji sé fyrir því að breyta embætt- inu í stíu fyrir pólitískan hanaslag eða viðhalda því sem sameiningar- tákni þjóðarinnar." Aldrei hafa þessi orð verið sannari en einmitt í dag. Nú þegar Guðrún Pétursdótt- ir, annar tveggja frambjóðenda sem við gátum valið á milli sem viljum frið um embætti forseta íslands, hefur hrakist burt vegna þessara pólitísku átaka er valið einfalt. Látum skynsemina ráða 29. júní og kjósum hjónin Guðrúnu Agnars- dóttur og Helga Valdimarsson á Bessastaði. HJÖRTUR ÞÓR GRJETARSSON, Bogahlíð 26, Reykjavík. í dag koma út ný frímerki tileinkuö Ólympíuleikunum Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau frá Frímerkjasölunni. auki verður gefin út glæsileg gjafamappa með Ólympíu- frímerkjunum. Þar er að finna fróðleiksmola um þátttöku íslendinga á Ólympíuleikunum frá upphafi til dagsins í dag. PÓSTUR OG SÍMI FRIMERKJASALAN PSgjML Pósthólf 8445, 128 Reykjavík Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.