Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slitlag á 133 km VEGAGERÐ ríkisins leggur bundið slitlag á 33 vegarkafla í öllum landsfjórðungum á þessu ári og við það lengjast malbikað- ir vegir sem nemur 133 km. Aðeins á einum stað er malbikað á hringveginum. í Öræfum er 4,7 km kafli bundinn slitlagi frá Fjallsá að Hrútá. Þessi stutti malbikaði kafli lengir samfellt slitlag á hring- veginum nokkuð. Nú er hægt að aka tæplega 900 km á hring- veginum á bundnu slitlagi frá Hrollaugsstöðum í Suðursveit og norður að Fosshól við Skjálf- andafljót ef ekin er suður- og vésturleið. ■ Malbikaðir/10 Aukning á kortaviðskiptum og útlánum til heimila TÖLUVERÐ aukning hefur orðið á kreditkorta- viðskiptum það sem af er þessu ári miðað við í fyrra og útlán bankakerfisins til heimila voru 11,5% hærri f júlílok en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Staðgreiðsluskyldar tekjur hækkað um 12,5% Á fyrsta ársfjórðungi jókst velta kreditkorta- fyrirtækjanna um 11,8% miðað við sama tíma í fyrra og um 15,4% á öðrum ársfjórðungi. Aukn- ingin er meiri erlendis en innanlands. Veltan er- lendis á öðrum ársfjórðungi jókst um 25% frá sama tíma í fyrra. Heildarveltan jókst meira milli áranna 1994 og 1995 en hún hefur gert áður frá árinu 1992. Þjóðhagsstofnun teiur að skýring á þessu sé að hluta til batnandi efnahagur og að hluta til fjölgun korta. Útlán bankakerfisins til heimila voru 11,5% meiri í júlílok en á sama tíma í fyrra. Til saman- burðar nam umrædd tólf mánaða breyting 9,3% fyrir þremur mánuðum og 8,2% fyrir sex mánuð- um. Þjóðhagsstofnun segir að þessi stígandi í útlánum til heimila virðist eiga sér samsvörun í vexti innflutnings og einkaneyslu undanfarið. Launavísitala Hagstofunnar var 5,9% hærri í júlí sl. en á sama tíma í fyrra og 7,5% hærri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en í fyrra. Stað- greiðsluskyldar tekjur hafa hækkað um 12,5% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Frá og með september í fyrra urðu atvinnuleysisbætur og ýmsar félagslegar bætur staðgreiðsluskyldar og rekur Þjóðhags- stofnun um 2 prósentustig af hækkuninni til þess. Verkföll í fyrra gætu einnig skýrt um 0,5 pró- sentustig hækkunarinnar. Að teknu tilliti til þessa og áætlaðrar fjölgunar starfa um 2-2,5% á árinu er útlit fyrir 7,5% hækkun atvinnutekna á mann á þessu ári. Þjóðhagsstofnun telur að af þeim gögnum er fyrir liggja um launaþróun það sem af er árinu verði ekki séð að umtalsvert launa- skrið hafi hafíst. Morgunblaðið/Golli íbúðakaup Húsnæðisstofnunar ríkis- ins á nauðungarsölum síðustu ár 367% fjölgnn frá árinu 1991 KRÖFULÝSINGAR hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins vegna nauðungar- sölu á seinasta ári voru 628 talsins og er það 16% aukning frá árinu á undan. Nauðungarsölur sem stofn- unin þurfti að undirbúa voru alls 1.058 og samsvarar það íjórum kröfulýsingum á hveijum virkum degi ársins. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Húsnæðisstofnunar fyrir árið 1995. Kröfulýsingarnar skipt- ust þannig að 40% krafna voru frá Byggingarsjóði ríkisins, 23% frá Byggingarsjóði verkamanna og 37% frá húsbréfadeild. í Reykjavík og á Reykjanesi voru þær 446 talsins eða 68% af heildarfjölda. í skýrslunni segir að hátt hlutfall lána Húsnæðisstofnunar af mark- aðsverði íbúða skýri að nokkru leyti þessa fjölgun kröfulýsinga en fjöldi þeirra hefur aukist um ríflega 114% frá árinu 1991. íbúðarkaupum á nauðungarsölum hefur fjölgað um tæplega 367% á sama tímabili og fjöldi íbúða sem eru í eigu stofn- unarinnar hefur aukist um 312%. 198 íbúðir í eigu Húsnæðis- stofnunar um áramót Á seinasta ári þurfti Húsnæðis- stofnun að leysa til sín 140 íbúðir óg í árslok átti stofnunin samtals 198 íbúðir víðs vegar um landið. Á árinu seldi stofnunin 102 íbúðir, sem hún hafði leyst til sín á nauðungar- sölu. Brúin að verða tilbúin Stöðug fundar- höld í læknadeilu UMFERÐ verður hleypt á nýja Elliðaárbrú á Vesturlandsvegi 1. september samkvæmt áætl- un ef veðurguðir leyfa verka- mönnum að mála brúna í upp- styttu. Ljúka á framkvæmdum við brúna í vikunni og þessi mynd var tekin þegar verið var að setja upp vegrið í rigning- unni. Endanleg verklok verða í byijun október en í september verður gengið frá umhverfí brúarinnar og gengið frá svæði milli akreina í hvora átt á Vest- urlandsveginum. Magnús Ein- ALLT stefnir í góða kartöfluupp- skeru vegna góðrar tíðar í sumar að sögn Gunnars Kristjánssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Matthías Guðmunds- son framkvæmdastjóri Ágætis tekur í sama streng, en segir hins vegar ekki merki um metupp- skeru. Kartöflubændur taka mest upp af kartöflum frá og með næstu mánaðamótum til 15. september. „Ég held engan vafa leika á að þetta verði toppár í framleiðslu og það mun slaga upp í metupp- skeru, því tíðin hefur verið kjörin fyrir ræktunina, bæði sól og væta á réttum tíma,“ segir Gunnar. arsson hjá Vegagerð ríkisins segir að búið sé að Ieggja þijár akreinar í vestur um nýju brúna. Umferð verði þó ekki hleypt á eina akrein fyrr en þriðja áfanga framkvæmda á Vesturlandsvegi er lokið með byggingu brúar yfír Sæbraut og tengingar á Miklubraut. Það sé gert til að tryggja eðlilegt flæði inn á Miklubraut. Magnús segir að aðeins tvær akreinar verði opnar í austur í septem- ber vegna lokafrágangs en þijár akreinar eftir það. Matthías segir verð á íslensku grænmeti og kartöflum hafa far- ið lækkandi undanfarið og hann eigi von á að sú þróun haldi áfram, þótt framboð hafi vita- skuld áhrif. Kornuppskera Gunnar segir svipuðu máli gegna um kornuppskeru, þar sem hægt hafi verið að sá á réttum tíma og veðurfar nú sé kjörið fyr- ir þessa ræktun. „Komi ekki frosthörkur í sept- emberbyijun er ekki útlit fyrir annað en mikla framleiðslu," seg- ir hann. Gunnar kveðst gera ráð fyrir að sáð hafi verið komi í hátt ÓBREYTT staða er í samningavið- ræðum lækna og stjómvalda að því er Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur samninganefndar Læknafélags íslands, taldi seint í gærkveldi, en samninganefndir lækna og ríkisins hittust að nýju í gær eftir tveggja daga hlé. Samninganefndimar fund- uðu í allan gærdag og var fundinum ekki lokið um miðnætti. í 500 hektara lands í ár. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna segir grænmetisupp- skem nú verða á við gott meðalár en þó megi setja þann fyrirvara að ekki þurfí fneira en eina slæma frostnótt til að skemma uppskeru. „Það hefur tekist betur til með sumarafbrigði nú en í fyrra þegar snemmsprottið grænmeti varð að engu, ef svo má segja. í samræmi við það var grænmetisverð frekar hátt í fyrra, til dæmis á káli, en það hefur verið mun lægra í sum- ar. Það stefnir því í ágæta fram- leiðslu á flestöllum tegundum," segir hann. Þórir Einarsson, ríkissáttasemj- ari, segir að samninganefndirnar hafí um helgina farið hvor í sínu lagi yfir útreikninga og útfærslu- leiðir og síðan borið saman bækur sínar. „Það hefur ekki Ieitt til neins enn,“ sagði Þórir seint í gærkvöldi. Læknafélag íslands hafnaði í gærmorgun ósk samstarfsnefndar heilbrigðisráðuneytisins, sem dag- lega fylgist með stöðu mála í heil- brigðisþjónustunni, þess efnis að læknar yrðu fengnir til daglegra starfa á Egilsstöðum og Höfn. Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að ástandið sé smám saman að versna og að nefndin hafi metið stöðuna svo að bæta þyrfti mönnum við á Austurlandi. Sigurbjörn Sveinsson, sem situr í stjórn Læknafélagsins, segir að stjórnin hafi ekki séð ástæðu til þess að hafa milligöngu um að fá lækna til daglegra starfa, hvorki á þessum stöðum né annars staðar. Læknar á neyðarvakt á Vopnafírði og Djúpavogi? Samstarfsnefndin Iagði ennfrem- ur fram þá ósk að læknum yrði bætt við á neyðarvakt á Vopnafírði og Djúpavogi. Sigurbjörn segir að stjórnin hafi ekki viljað hafna þess- ari bón en jafnframt óskað eftir skýringum á því hvað hafi breyst í landsfjórðungnum frá því að fyrri ákvörðun um tilhögun neyðarvaktar var tekin. Hann segir að jafnskjótt og skýringar berist verði ósk ráðu- neytisins tekin til umfjöllunar. Forsætis- ráðherra flýti fyrir afgreiðslu BÆJARSTJÓRAR Neskaup- staðar og Eskifjarðar og sveit- arstjóri Reyðarfjarðar hafa beðið forsætisráðherra að flýta fyrir afgreiðslu á skipulagi opinberrar þjónustu á svæði þeirra. Unnið hefur verið að svæðisbundinni byggðaáætlun á vegum Byggða- stofnunar og sveitar- og bæjarfé- laganna að undanförnu. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, bæjar- stjóra í Neskaupstað, hefur sú vinna gengið mjög hægt vegna skorts á svörum frá ráðuneytum um opinbera þjónustu. „í janúar á þessu ári skrifaði Byggðastofnun bréf til átta ráðu- neyta með spurningum um af- mörkuð efni sem snerta áætlana- gerð. Aðeins eitt þeirra hefur svarað. Við erum mjög óánægðir þvi við þurfum að fá svör um þessi mál áður en okkar skipu- lagsvinna getur haldið áfram. Þetta varðar til dæmis það hvernig heilbrigðisþjónustu verð- ur fyrir komið og aðra nauðsyn- lega þætti." Fyrsta ágúst skrifuðu bæjar- og sveitarstjórarnir forsætisráð- herra bréf þar sem farið var fram á aðstoð við að fá svör frá ráðu- neytum. Að sögn Kristjáns Andra Stefánssonar, deild- arstjóra . í forsætisráðuneytinu, er málið í athugun en ekkert hægt að segja til um það hvenær niðurstaða fæst. Stefnir í góða kartöflu- uppskeru í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.