Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 2

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slitlag á 133 km VEGAGERÐ ríkisins leggur bundið slitlag á 33 vegarkafla í öllum landsfjórðungum á þessu ári og við það lengjast malbikað- ir vegir sem nemur 133 km. Aðeins á einum stað er malbikað á hringveginum. í Öræfum er 4,7 km kafli bundinn slitlagi frá Fjallsá að Hrútá. Þessi stutti malbikaði kafli lengir samfellt slitlag á hring- veginum nokkuð. Nú er hægt að aka tæplega 900 km á hring- veginum á bundnu slitlagi frá Hrollaugsstöðum í Suðursveit og norður að Fosshól við Skjálf- andafljót ef ekin er suður- og vésturleið. ■ Malbikaðir/10 Aukning á kortaviðskiptum og útlánum til heimila TÖLUVERÐ aukning hefur orðið á kreditkorta- viðskiptum það sem af er þessu ári miðað við í fyrra og útlán bankakerfisins til heimila voru 11,5% hærri f júlílok en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Staðgreiðsluskyldar tekjur hækkað um 12,5% Á fyrsta ársfjórðungi jókst velta kreditkorta- fyrirtækjanna um 11,8% miðað við sama tíma í fyrra og um 15,4% á öðrum ársfjórðungi. Aukn- ingin er meiri erlendis en innanlands. Veltan er- lendis á öðrum ársfjórðungi jókst um 25% frá sama tíma í fyrra. Heildarveltan jókst meira milli áranna 1994 og 1995 en hún hefur gert áður frá árinu 1992. Þjóðhagsstofnun teiur að skýring á þessu sé að hluta til batnandi efnahagur og að hluta til fjölgun korta. Útlán bankakerfisins til heimila voru 11,5% meiri í júlílok en á sama tíma í fyrra. Til saman- burðar nam umrædd tólf mánaða breyting 9,3% fyrir þremur mánuðum og 8,2% fyrir sex mánuð- um. Þjóðhagsstofnun segir að þessi stígandi í útlánum til heimila virðist eiga sér samsvörun í vexti innflutnings og einkaneyslu undanfarið. Launavísitala Hagstofunnar var 5,9% hærri í júlí sl. en á sama tíma í fyrra og 7,5% hærri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en í fyrra. Stað- greiðsluskyldar tekjur hafa hækkað um 12,5% fyrstu sex mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra. Frá og með september í fyrra urðu atvinnuleysisbætur og ýmsar félagslegar bætur staðgreiðsluskyldar og rekur Þjóðhags- stofnun um 2 prósentustig af hækkuninni til þess. Verkföll í fyrra gætu einnig skýrt um 0,5 pró- sentustig hækkunarinnar. Að teknu tilliti til þessa og áætlaðrar fjölgunar starfa um 2-2,5% á árinu er útlit fyrir 7,5% hækkun atvinnutekna á mann á þessu ári. Þjóðhagsstofnun telur að af þeim gögnum er fyrir liggja um launaþróun það sem af er árinu verði ekki séð að umtalsvert launa- skrið hafi hafíst. Morgunblaðið/Golli íbúðakaup Húsnæðisstofnunar ríkis- ins á nauðungarsölum síðustu ár 367% fjölgnn frá árinu 1991 KRÖFULÝSINGAR hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins vegna nauðungar- sölu á seinasta ári voru 628 talsins og er það 16% aukning frá árinu á undan. Nauðungarsölur sem stofn- unin þurfti að undirbúa voru alls 1.058 og samsvarar það íjórum kröfulýsingum á hveijum virkum degi ársins. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Húsnæðisstofnunar fyrir árið 1995. Kröfulýsingarnar skipt- ust þannig að 40% krafna voru frá Byggingarsjóði ríkisins, 23% frá Byggingarsjóði verkamanna og 37% frá húsbréfadeild. í Reykjavík og á Reykjanesi voru þær 446 talsins eða 68% af heildarfjölda. í skýrslunni segir að hátt hlutfall lána Húsnæðisstofnunar af mark- aðsverði íbúða skýri að nokkru leyti þessa fjölgun kröfulýsinga en fjöldi þeirra hefur aukist um ríflega 114% frá árinu 1991. íbúðarkaupum á nauðungarsölum hefur fjölgað um tæplega 367% á sama tímabili og fjöldi íbúða sem eru í eigu stofn- unarinnar hefur aukist um 312%. 198 íbúðir í eigu Húsnæðis- stofnunar um áramót Á seinasta ári þurfti Húsnæðis- stofnun að leysa til sín 140 íbúðir óg í árslok átti stofnunin samtals 198 íbúðir víðs vegar um landið. Á árinu seldi stofnunin 102 íbúðir, sem hún hafði leyst til sín á nauðungar- sölu. Brúin að verða tilbúin Stöðug fundar- höld í læknadeilu UMFERÐ verður hleypt á nýja Elliðaárbrú á Vesturlandsvegi 1. september samkvæmt áætl- un ef veðurguðir leyfa verka- mönnum að mála brúna í upp- styttu. Ljúka á framkvæmdum við brúna í vikunni og þessi mynd var tekin þegar verið var að setja upp vegrið í rigning- unni. Endanleg verklok verða í byijun október en í september verður gengið frá umhverfí brúarinnar og gengið frá svæði milli akreina í hvora átt á Vest- urlandsveginum. Magnús Ein- ALLT stefnir í góða kartöfluupp- skeru vegna góðrar tíðar í sumar að sögn Gunnars Kristjánssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Matthías Guðmunds- son framkvæmdastjóri Ágætis tekur í sama streng, en segir hins vegar ekki merki um metupp- skeru. Kartöflubændur taka mest upp af kartöflum frá og með næstu mánaðamótum til 15. september. „Ég held engan vafa leika á að þetta verði toppár í framleiðslu og það mun slaga upp í metupp- skeru, því tíðin hefur verið kjörin fyrir ræktunina, bæði sól og væta á réttum tíma,“ segir Gunnar. arsson hjá Vegagerð ríkisins segir að búið sé að Ieggja þijár akreinar í vestur um nýju brúna. Umferð verði þó ekki hleypt á eina akrein fyrr en þriðja áfanga framkvæmda á Vesturlandsvegi er lokið með byggingu brúar yfír Sæbraut og tengingar á Miklubraut. Það sé gert til að tryggja eðlilegt flæði inn á Miklubraut. Magnús segir að aðeins tvær akreinar verði opnar í austur í septem- ber vegna lokafrágangs en þijár akreinar eftir það. Matthías segir verð á íslensku grænmeti og kartöflum hafa far- ið lækkandi undanfarið og hann eigi von á að sú þróun haldi áfram, þótt framboð hafi vita- skuld áhrif. Kornuppskera Gunnar segir svipuðu máli gegna um kornuppskeru, þar sem hægt hafi verið að sá á réttum tíma og veðurfar nú sé kjörið fyr- ir þessa ræktun. „Komi ekki frosthörkur í sept- emberbyijun er ekki útlit fyrir annað en mikla framleiðslu," seg- ir hann. Gunnar kveðst gera ráð fyrir að sáð hafi verið komi í hátt ÓBREYTT staða er í samningavið- ræðum lækna og stjómvalda að því er Gunnar Ingi Gunnarsson, formað- ur samninganefndar Læknafélags íslands, taldi seint í gærkveldi, en samninganefndir lækna og ríkisins hittust að nýju í gær eftir tveggja daga hlé. Samninganefndimar fund- uðu í allan gærdag og var fundinum ekki lokið um miðnætti. í 500 hektara lands í ár. Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna segir grænmetisupp- skem nú verða á við gott meðalár en þó megi setja þann fyrirvara að ekki þurfí fneira en eina slæma frostnótt til að skemma uppskeru. „Það hefur tekist betur til með sumarafbrigði nú en í fyrra þegar snemmsprottið grænmeti varð að engu, ef svo má segja. í samræmi við það var grænmetisverð frekar hátt í fyrra, til dæmis á káli, en það hefur verið mun lægra í sum- ar. Það stefnir því í ágæta fram- leiðslu á flestöllum tegundum," segir hann. Þórir Einarsson, ríkissáttasemj- ari, segir að samninganefndirnar hafí um helgina farið hvor í sínu lagi yfir útreikninga og útfærslu- leiðir og síðan borið saman bækur sínar. „Það hefur ekki Ieitt til neins enn,“ sagði Þórir seint í gærkvöldi. Læknafélag íslands hafnaði í gærmorgun ósk samstarfsnefndar heilbrigðisráðuneytisins, sem dag- lega fylgist með stöðu mála í heil- brigðisþjónustunni, þess efnis að læknar yrðu fengnir til daglegra starfa á Egilsstöðum og Höfn. Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að ástandið sé smám saman að versna og að nefndin hafi metið stöðuna svo að bæta þyrfti mönnum við á Austurlandi. Sigurbjörn Sveinsson, sem situr í stjórn Læknafélagsins, segir að stjórnin hafi ekki séð ástæðu til þess að hafa milligöngu um að fá lækna til daglegra starfa, hvorki á þessum stöðum né annars staðar. Læknar á neyðarvakt á Vopnafírði og Djúpavogi? Samstarfsnefndin Iagði ennfrem- ur fram þá ósk að læknum yrði bætt við á neyðarvakt á Vopnafírði og Djúpavogi. Sigurbjörn segir að stjórnin hafi ekki viljað hafna þess- ari bón en jafnframt óskað eftir skýringum á því hvað hafi breyst í landsfjórðungnum frá því að fyrri ákvörðun um tilhögun neyðarvaktar var tekin. Hann segir að jafnskjótt og skýringar berist verði ósk ráðu- neytisins tekin til umfjöllunar. Forsætis- ráðherra flýti fyrir afgreiðslu BÆJARSTJÓRAR Neskaup- staðar og Eskifjarðar og sveit- arstjóri Reyðarfjarðar hafa beðið forsætisráðherra að flýta fyrir afgreiðslu á skipulagi opinberrar þjónustu á svæði þeirra. Unnið hefur verið að svæðisbundinni byggðaáætlun á vegum Byggða- stofnunar og sveitar- og bæjarfé- laganna að undanförnu. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, bæjar- stjóra í Neskaupstað, hefur sú vinna gengið mjög hægt vegna skorts á svörum frá ráðuneytum um opinbera þjónustu. „í janúar á þessu ári skrifaði Byggðastofnun bréf til átta ráðu- neyta með spurningum um af- mörkuð efni sem snerta áætlana- gerð. Aðeins eitt þeirra hefur svarað. Við erum mjög óánægðir þvi við þurfum að fá svör um þessi mál áður en okkar skipu- lagsvinna getur haldið áfram. Þetta varðar til dæmis það hvernig heilbrigðisþjónustu verð- ur fyrir komið og aðra nauðsyn- lega þætti." Fyrsta ágúst skrifuðu bæjar- og sveitarstjórarnir forsætisráð- herra bréf þar sem farið var fram á aðstoð við að fá svör frá ráðu- neytum. Að sögn Kristjáns Andra Stefánssonar, deild- arstjóra . í forsætisráðuneytinu, er málið í athugun en ekkert hægt að segja til um það hvenær niðurstaða fæst. Stefnir í góða kartöflu- uppskeru í haust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.