Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ I i I A I 1 ! ERLEIMT Lögreglumaður handtekinn í Belgíu Naut bamaklámshópur verndar embættismanna? Brusse!.. Reuter. Ósló. Morgunblaðið. LÖGREGLA.N í Belgíu handtók á sunnudag enn einn manninn í tengsl- um við rannsókn á ránum og morð- um á nokkrum bömum en glæpirnir voru framdir af fólki er tengdist framleiðslu á barnaklámi. Tíundi maðurinn heitir Pierre Rochow og er sonur brotajámssala. Háttsettur lögreglumaður, Georges Zicot, var handtekinn í Charleroi fyrr um dag- inn vegna tengsla við bílþjófahring ásamt tveim öðrum mönnum. Marc Dutroux, dæmdur nauðgari er sagð- ur er hafa misþyrmt nokkrum stúlk- um og myrt þær, tengdist einstakl- ingum í þjófahringnum. Zicot er sérfræðingur í að rann- saka bílþjéfnaði, 45 ára gamall. Sagt er að hann verði sakaður um aðild að þjófnaði, tryggingasvikum og skjalafalsi. Handtaka Zicot gaf orðrómi um að þátttakendur í barnaklámshópn- um hefðu notið verndar háttsettra manna og þannig komist upp með illræðisverk sín byr undir báða vængi. Fjölmiðlar hafa skýrt frá ótrúlegum mistökum lögreglu er urðu til þess að ekki komst upp um morðingjana, samskipti milli lög- regluhéraða hafa verið í molum og ákveðin gögn benda til þess að um vísvitandi yfírhylm- ingu hafi verið að ræða. Fundist hafa um 300 myndbandsspólur þar sem sýnd er misþyrm- ing á börnum er og á nokkrum þeirra sést Dutroux. í dagblöðum kom fram ótti um að sak- sóknarinn í málinu, Michel Bourlet, myndi rekast á hindranir í við- leitni sinni til að upp- lýsa málið vegna af- skipta háttsettra manna er tengdust barnamorðunum og klámhringnum með einum eða öðrum hætti. Bourlet sagði í sjón- varpsviðtali á föstudag að allir sem sæjust á myndböndunum yrðu sóttir til saka að því tilskildu að hann fengi leyfi til þess. Stefaan De Clerck dómsmálaráð- herra viðurkenndi í liðinni viku að yfirvöld hefðu gert ýmis mistök og lét hefja rannsókn á málinu. Han vildi hvorki játa því eða neita að Dutroux hefði notið verndar á æðri stöðum, sagði aðeins að hann hefði engar upp- lýsingar er staðfest gætu þann orðróm. Vægir dómar? Grete Faremo, dóms- málaráðherra Noregs, hefur krafist þess að kannað verði hvers vegna 36 ára gamall karlmaður, sem viður- kennt hefur að hafa minnst 50 sinnum mis- Georges Zicot notað drengi á aldrinum 7-10 ára, var sleppt úr varðhaldi í Ósló á föstudag. Maður- inn hefur hlotið dóm fyrir kynferðis- afbrot gegn börnum. Málið komst upp tveim dögum eftir að tvær stúlk- ur, fórnarlömb bamaníðinga, voru jarðsett í Belgíu og hefur valdið uppnámi í Noregi. Margir krefjast hertra refsinga en í ljós hefur komið að bamaníðingar þar í landi fá nær aldrei langa fangelsisdóma þótt refsirammi sé allt að 21 ár. PLO lokar stofnunum Jerúsalem, París. Reuter. EMBÆTTISMENN Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sögðu í gær að ísraelar hefðu engan rétt til að krefjast þess að samtökin lokuðu þremur stofnunum í Austur-Jerú- salem en sögðu _að tveimur þeirra yrði lokað til að ísraelar hefðu ekki átyllu til að hægja á friðarumleitun- um. Talsmenn Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra ísraels, vís- uðu á bug fréttum um að hann hefði ákveðið að ræða við Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, innan hálfs mán- aðar. Embættismenn PLO sögðust ætla að loka tveimur stofnunum í Austur-Jerúsalem, landmælinga- stofnun og íþrótta- og æskulýðs- skrifstpfu, en neituðu að verða við kröfu ísraela um að loka verknáms- skóla. Þeir sögðu þó ekkert hæft í stað- hæfingum ísraela um að stofnan- irnar væru á vegum yfirvalda á sjálfstjórnarsvæðunum, sem mega aðeins reka stofnanir á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum samkvæmt friðarsamningum ísraela og Palest- ínumanna. „Við ætlumst til þess af ísraelum að þeir hefji viðræðurnar að nýju og standi við skuldbindingar sínar,“ sagði einn embættismannanna og bætti við að ísraelar hefðu nú enga „tylliástæðu" til að hafna viðræðum við Palestínumenn. Fundi með Arafat hafnað Ríkissjónvarpið í ísrael sagði á sunnudag að Netanyahu hefði sam- þykkt að ræða við Arafat innan hálfs mánaðar en talsmenn forsæt- isráðherrans vísuðu því á bug í gær. Ezer Weizman, forseti Israels, tilkynnti á sunnudag að hann myndi bjóða Arafat til viðræðna bráðlega en nefndi ekki fundardag. Reuter Beðið eftir bensíni BÚRÚNDÍ-búar bíða í kílómetra langri röð eftir bensíni í Bujumb- ura. Mikill skortur er á bensíni í höfuðborginni vegna þeirrar ákvörðunar Afríkuríkja að setja við- skiptabann á landið vegna valda- ráns hersins 25. júlí. Um 4.000 rúandískir Hútúar voru fluttir úr flóttamannabúðum í Búrúndí til Rúanda í gær og aðeins 6.000 manns eru nú eftir í búðun- um. í byrjun ársins voru 100.000 Hútúar í búðunum og þeir voru á meðal tveggja milljóna manna sem flúðu Rúanda vegna grimmilegrar styijaldar Tútsa og Hútúa árið 1994. Ráðgert er að senda 100-120 vörubíla í búðimar í dag til að flytja þá sem eftir eru til heimalandsins. Fólksflutningarnir hófust eftir valdarán hersins í Búrúndí, sem er undir stjórn Tútsa. Flóttafólkið sagðist hafa sætt látlausum ofsókn- um hermanna. Karl prins í helgarleyfi ásamt Camillu Parker Bowles Vonar að Bretar sætti sig við að ástkona hans verði drottning London. The Daily Telegraph, Reuter. KARL prins og erfingi bresku krúnunnar sætir vaxandi gagnrýni en talið er, að hann hyggist reyna að fá væntanlega þegna sína til að sætta sig við, að hann kvænist Camillu Parker Bowles, hjákonu sinni í langan tíma. Á morgun, miðvikudag, verður endanlegur skilnaður hans og Díönu kominn í gegn. Ástarævintýri þeirra Karls og Camillu hefur staðið í 26 ár og ljóst Jiykir, að því sé alls ekki lok- ið. A sunnudag birti dagblaðið News of The World mynd af Karli í helgarleyfi ásamt Camillu og tveimur vinum þeirra og eru jafn- vel getgátur um, að myndin hafí verið tekin með vitund og vilja Karls í þeim tilgangi að venja fólk við samband þeirra. Talsmaður Buckingham-hallar hefur þó vísað því á bug. Almenningsálitinu ögrað Sir James Hill, formaður stjóm- arskrámefndar neðri deildar breska þingsins, sagði í gær, að með því að láta sjá sig í fylgd með Camillu væri Karl að gefa almenningsálitinu, sem enn væri á bandi Díönu, langt nef og Blake lávarður, sérfræðingur í bresku stjómarskránni, sagði, að enn myndu einhver ár líða áður en Bretar sættu sig við ástkonuna sem drottningu. Hann taldi þó hugsanlegt, að þau Karl gætu smám saman vanið fólk við sam- band þeirra svo fremi þau gengju ekki of langt og létu aðeins sjá sig saman endmm og eins til að byrja með. Samband þeirra Karls og Cam- illu, sem er 49 ára gömul, hefur hneykslað marga Breta, sem ekki skilja, að hann skuli taka þessa konu fram yfír þokkadísina Díönu. Karl, sem er 47 ára að aldri, hitti hana fyrst 1970 og virðist hafa haldið sambandi við hana meira eða minna alla tíð síðan. Sagt er, að hann hafí nýlega gefíð henni demantshring og reiðhest og varla líði sá dagur, að hann sendi henni ekki blómvönd. Trúmennska og þagmælska Samkvæmt könnun, sem birtist í Sunday Telegraph, eru enskir biskupar andvígir því, að Karl kvænist aftur og telja þeir, að margt kristið fólk muni ekki sætta sig við það. Dagblaðið The Sun sagði hins vegar í gær, að trú- mennska Camillu og þagmælska hefðu áunnið henni rétt til að verða drottning en varaði jafn- framt Karl við að flíka sambandi þeirra um of. Þeirra tími kæmi ekki fyrr en eftir fímm eða kannski tíu ár. Camillu Parker Bowles hafa oft verið boðnar háar fjárupphæðir fyrir að segja sögu sína en hún hefur alltaf hafnað því. Díana peinsessa neitaði í gær fréttum um, að hún ætlaði að koma fram í bandarískum spjall- þætti með Barböru Walters en samkvæmt frétt í Daily Express WORID PICTIIRE EXtlUSIVE NEWSæ WORLD infflTfti . < í 1 Mtifmw ALAtTAM HAl ««• -* FORSÍÐA News of The World. Til vinstri á myndinni eru þeir Nic Paravicini, fyrrverandi mágur Camillu, og Karl prins en til hægri Sukie, eiginkona Paravicinis, og Camilla. átti hún að fá 70 milljónir ísl. kr. samþykkti hún að tjá sig ekki fyrir vikið. Þess má geta, að þeg- meira um samband þeirra hjón- ar hún féllst á skilnaðinn við Karl anna fyrrverandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.