Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsætisráðherrafundur Norðurlanda í Helsinki
Morgunblaðið/Lehtikuva
FORSÆTISRÁÐHERRAR Noröurlanda á blaðamannafundi i Helsinki. Fremstur situr Davíð Oddsson, íslandi, þá Poul Nyrup Rasmuss-
en, Danmörku, Paavo Lipponen, Finnlandi, Gro Harlem Brundtland, Noregi og Göran Persson, Svíþjóð. Á minni myndinni heilsar
Davíð Oddsson Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, er ráðherrarnir heimsóttu hann í forsetahöilina.
Ahyggjur af því að
Schengen-aðild seinki
ÁHYGGJUR af því að aðild nor-
rænu ríkjanna að Schengen-vega-
bréfasamkomulaginu geti seinkað
um eitt ár komu fram á sumar-
fundi forsætisráðherra Norður-
landanna, sem haldinn var í Hels-
inki í gær. Að sögn Davíðs Odds-
sönar forsætisráðherra er ástæða
hugsanlegrar seinkunar fyrst og
fremst sú að undirbúningur fyrir
Schengen-aðild er tæknilega flók-
inn.
Norðurlöndin fengu síðastliðið
vor áheyrnaraðild að Schengen-
samstarfmu. Áformað hefur verið
að fullgild aðild norrænu Evrópu-
sambandsríkjanna þriggja og sam-
starfssamningar íslands og Nor-
egs við Schengen-ríkin taki gildi
á miðju ári 1998.
„Staða Schengen-samstarfsins
var rædd og með hvaða hætti regl-
ur Schengen yrðu lögteknar í við-
komandi ríkjum," sagði Davíð
Oddsson í samtali við Morgunblað-
ið. „Einhveijar áhyggjur komu
fram um að tímasetning aðildar
kynni að dragast, ef til vill fram
til 1999.“
Davíð sagði að málið væri flók-
ið og undirbúningur tæki því lang-
an tíma. „Á íslandi þurfum við
að þýða 1.500 síður áður en þetta
samkomulag getur gengið upp.
Við höfum lagt til hliðar um 55
milljónir til að vinna að þessu verk-
efni, að minnsta kosti er fyrirvari
í fjárlögum næsta árs af þeim
sökum. Málið er bæði tíma- og
fjárfrekt," sagði hann.
Á fundi forsætisráðherranna
var meðal annars rætt um sam-
starf við grannsvæði Norðurlanda,
þar á meðal samvinnuna í Barents-
ráðinu og Eystrasaltsráðinu.
Rætt um öryggismál
Eystrasaltsríkja
Að sögn forsætisráðherra var
ákveðið að norrænu forsætisráð-
herrarnir myndu eiga fund með
forsætisráðherrum Eystrasalts-
ríkjanna þriggja í tengslum við
þing Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn í nóvember næstkom-
andi. Forsætisráðherrarnir sam-
þykktu sérstaka ályktun um lán
Norræna fjárfestingarbankans til
umhverfisverkefna á Eystrasalts-
svæðinu.
Rætt var um ýmis mál á vett-
vangi Evrópusambandsins og
gang mála á ríkjaráðstefnu sam-
bandsins. Þá íjölluðu forsætisráð-
herrarnir um stöðu öryggismála í
Evrópu og stækkun NATO. Rætt
var sérstaklega um öryggismál
Ey strasaltsríkj anna.
Fiskur snæddur,
ekki ræddur
Að loknum reglubundnum fundi
forsætisráðherranna áttu þeir
fund með Martti Ahtisaari, forseta
Finnlands, og ræddu einkum utan-
ríkismál, að sögn Davíðs.
Aðspurður hvort hann hefði
rætt fiskveiðideilur við forsætis-
ráðherra Danmerkur og Noregs,
sagði Davíð: „Nei, ég svaraði því
til á blaðamannafundi að við hefð-
um að vísu snætt fisk í hádeginu,
en ekki rætt hann.“
Stakk 21 árs gaml-
an mann í brjóstið
Vopn
fundust í
farang-
ursrými
17 ÁRA gamall piltur af tæ-
lenskum uppruna, sem stakk
mann með hnífi aðfaranótt
sunnudagsins, hefur verið
úrskurðaður í 24 daga gæslu-
varðhald. Maðurinn stakk 21
árs gamlan íslending með
hnífi í bijóstið eftir að þeim
varð sundurorða aðfaranótt
sunnudags í Barmahlíð. Við
leit í bíl árásarmannsins fund-
ust í farangursrýminu kylfur
með keðjum, hnúajárn og
fleiri barefli.
Árásarmaðurinn hefur
ekki komið við sögu lögregl-
unnar áður, en hann hefur
verið búsettur á íslandi í
nokkur ár. Maðurinn var í för
með fjórum félögum sínum
og hugðust þeir heimsækja
vin hans í Barmahlíð, sam-
kvæmt upplýsingum lög-
reglu. Tveir ölvaðir menn
komu að þeim og kröfðust
þess að hann æki þeim. Árás-
armaðurinn neitaði þeim um
far og varð þeim þá sund-
urorða. Árásarmaðurinn sótti
þá hníf í hanskahólf bifreiðar-
innar og stakk annan mann-
inn í bijóstið.
Maðurinn sem varð fyrir
hnífslaginu stöðvaði leigubíl
sem kom að og fór sjálfur á
slysadeild. Hann var lagður
inn á gjörgæsludeild og
gekkst þar undir aðgerð. Tal-
ið var að hann hefði innvortis
blæðingar. Hann er talinn
hafa sloppið án lífshættu-
legra meiðsla því lagið skar
ekki í sundur æðar og fór
ekki í hjartað. Hnífar, eins
og sá sem notaður var við
árásina, eru ólöglegir hér á
landi.
I
>
Seiðabúskap-
ur í laxveiði-
ám góður
SEIÐABÚSKAPUR í íslenskum lax-
veiðiám er víðast góður og sterkur
árgangur gönguseiða gekk til sjávar
fyrr í sumar að sögn fiskifræðinga
VeiðimáJastofnunar sem stundað hafa
seiðamælingar í ánum í sumar. Segja
þeir seiðabúskapinn lofa góðu fyrir
næstu sumur, en minna þó á að
ástandið í hafinu skipti miklu máli
varðandi heimtur laxa úr hafi að ári.
Sigurður Már Einarsson, hjá Vest-
urlandsdeild Veiðimálastofnunar í
Borgamesi, segir að seiðabúskapur
í þeim ám sem hann hefur skoðað sé
í ágætu lagi. „Ég hef litið á Norð-
urá, Gljúfurá, Langá og Laxá í Leir-
ársveit, svo einhveijar séu nefndar,
og ástandið er alls staðar gott og
seiðin feit og falleg eftir hlýtt og
gott sumar. Það hefur verið betri
vöxtur en oft áður. Síðustu sumur
hafa nokkuð sterkir hópar göngu-
seiða farið úr þessum ám og á því
varð engin breyting nú,“ sagði Sig-
urður.
Hann bætti við að hann ætti eftir
að rannsaka ástandið í ám í Dölunum
betur og vildi því ekki tjá sig um þær.
Sigurður Guðjónsson deildarstjóri
hjá Veiðimálastofnun í Reykjavík
hefur verið við seiðamælingar í
Vopnafirði og Þistilfirði síðustu ár
og hann sagði ástandið í Þistilfirði
gott, en þeir félagar hefðu viljað sjá
meira af seiðum og betra ástand i
ánum í Vopnafírði. „Það er ekki
slæmt, en ég hefði viljað sjá það
betra,“ sagði Sigurður. 1 Þistilfirði
hafði Sigurður athugað ástandið í
Hafralónsá, Svalbarðsá og Sandá.
Ástandið er einnig gott í ám á Norð-
urlandi.
Böðvar Sigvaldason, formaður
Landssambands veiðifélaga, hefur
fylgst með störfum fískifræðinga við
seiðatalningu í Núpsá í Miðfírði.
Hann sagði að munurinn á þessu
sumri og því síðasta væri eins og
svart og hvítt. „í fyrra fóru seiðin út
í lok ágúst og byijun september, en
um mánaðamót júní og júlí í sumar
var allt á fullri ferð. Um það leyti
sópuðust út 4.000 seiði á stuttum
tíma, en á svipuðum tíma í fyrra
voru farin kannski eitthvað um 10
seiði niður,“ sagði Böðvar.
Morgunblaðið/Golli
1
I
Í
50 metra há möstur
SEGLSKIPIÐ Khersones, sem á sunnudag og heldur héðan á
skráð er f Úkraínu, liggur nú við brott á morgun. Þetta er 109
Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. metra langt skip með þremur
Skonnortan, sem er tæplega 3.000 möstrum og tilheyrði áður sov-
tonn að stærð, lagðist að bryggju éska sjóhernum en er nú rekið
sem farþegaskip. Hæsta mastrið
er um 50 metrar. Almenningi gafst
kostur á að skoða skipið á sunnu-
dag og lögðu margir leið sína um
borð í þeim erindagjörðum.