Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 23
MYND eftir Hörpu
Blástemmur
MYNPLIST
Sjónarhóll
VATNSLITIR
Harpa Bjömsdóttir. Opið alla daga
frá 11-18. Lokað mánudaga. Til 1.
september. Aðgangur ókeypis.
LISTAKONAN Harpa Björnsdótt-
ir hefur víða komið við í myndlistinni
og á stundum finnst manni verk
hennar vega salt á milli hins mynd-
ræna og hugmyndafræðilega. Ekki
svo að hugmyndafræði sé ekki líka
á bak við málverkið, og það í ríkum
mæli, heldur á ég hér við hin and-
stæðu skaut er menn einangra hug-
tökin við hreint málverk og algjöra
hugmyndafræði, sem gefur allri fag-
urfræði langt nef.
Ekki er þetta þó línudans að mínu
mati, heldur virðist Harpa hafa til-
hneigingu til hvorutveggja í ríkum
mæli, og væri trúlega farsælast að
hún samræmdi þessa þætti á líkan
hátt og hún gerir á sýningu sinni í
Sjónarhóli að Hverfisgötu 12, ein-
ungis með ótvíræðari áherslum.
Harpa virðist líka hafa tilhneiging-
ar til fleiri átta, því stutt er i hið ljóð-
ræna í sumum myndverkum hennar
og hún á létt með að tjá hugsanir
sínar í rituðu máli.
Á sýningunni eru 30 myndir, sem
flestar eru unnar í vatns- og gvass-
lit. Og eins og hún segir sjálf, eru
blástemmurnar af sama toga og ljóð-
ið, ekki frásögn heldur lítil mynd-
hvörf úr hvunndeginum ummynduð
í lit, og er ætlað að vekja ákveðin
hughrif frekar en að gefa til kynna
lausn eða hvetja til skilnings.
Myndverkin flytja þannig ekki
boðskap, heldur eru eins konar
skeggræða í tíðinni og skara ýmsar
tuggur og hugtök sem eru orðin hluti
af hugsanaferli margra okkar hvort
sem okkur líkar betur eða verr, eins
og hún segir.
Þetta er alveg rétt, og þannig eru
ensku textarnir í myndum hennar
vel réttlætanlegir eins og aðrar smá-
legar lifanir og hrif augnabliksins
sem birtast á myndfietinum líkast
hægum Ijóðrænum stígandi og hljóð-
látum skilaboðum til skoðandans.
Skarar einnig ógrynni upplýsinga,
staðlað flæði tölfræðilegra kannana
og vísindalegra rannsókna, sem nú-
tímafólkið burðast með, og hafa tak-
markað gildi þegar öllu er á botninn
hvolft. Fylgja okkur þó eins og
skugginn.
Harpa er mjög trú þessum upp-
hafspunkti, auk þess, sem tvíhyggj-
an, andstæð frumöfl tilverunnar,
andi og efni, yang og jin, sem geta
hvorugt án annars verið velkjast
mjög fyrir henni og hafa samleið um
myndflötinn annað hvort í tölum eða
mannsmynd.
Það er málari í Hörpu, eins og
myndirnar bera með sér og hún er
á réttri leið, dýpkar myndmálið og
vinnur á afmörkuðu sviði sem hún
leitast við að gjörkanna. Maður sakn-
ar einungis stærri mynda og skilvirk-
ari úrvinnslu, því á stundum eru
myndirnar eins og felumyndir, þar
sem hin mörgu brotabrot sjónrænna
tákna greinast fyrst við gaumgæfi-
lega og helst endurtekna skoðun.
Bragi Ásgeirsson
Bandarískir tónar
í Sigurjónssafni
Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í
Listasafni Siguijóns Olafssonar,
þann 27. ágúst klukkan 20.30, mun
bandaríski sellóleikarinn Nína Flyer
leika ásamt Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur píanóleikara. Á efnis-
skrá eru eftirtalin verk: Tilbrigði um
þema frá Slóvakíu eftir Bohuslav
Martinu, verk eftir Joan Tower til-
einkað Olivier Messiaen, Sónata opus
6 eftir Samuel Barber og Capriccio
eftir Lukas Fsos. „Þetta eru nokkur
af mínum eftirlætisverkum," sagði
Flyer í samtali við Morgunblaðið, „ég
var beðin um að leika aðallega
bandaríska tónlist en ég vildi endi-
lega spila fyrir ykkur þetta verk eft-
ir Martinu líka. Það er frábært."
Nína Flyer er íslendingum að góðu
kunn því hún starfaði um árabil með
Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún hefur
einnig verið fyrsti sellóleikari í sinfó-
níuhljómsveitunum í Bergen og Jerú-
salem og er nú fyrsti sellóleikari í
Filharmóníuhljómsveit kvenna í Kali-
forníu. „Þetta er eina atvinnumanna-
hljómsveit kvenna í Bandaríkjunum.
Okkur hefur gengið mjög vel upp á
síðkastið, höfum meðal annars nýlega
sent frá okkur geisladisk. Það virðist
sem konur eigi erfiðara uppdráttar í
tónlistinni í Evrópu en í Bandaríkjun-
um, að minnsta kosti benda fréttir
um að konum liafi fyrst í sumar ver-
ið hleypt inn í Vínarfílharmóníuna.
Kannski kemur að því að við hleypum
körlum inn í hljómsveitina okkar.“
Nína er eftirsótt í kammertónlist
og sem einleikari og hefur komið
fram víða í Bandaríkjunum og Evr-
ópu. Nýlega var gefinn út geisladisk-
ur hjá Koch International Classic þar
sem Nína leikur meðal annars selló-
konsert eftir ísraelska tónskáldið
Shuiamit Ran áamt ensku kammer-
sveitinni. Nina hlaut góða dóma
gagnrýnenda og var diskurinn til-
nefndur til tveggja Grammy-verð-
launa.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk
námi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík og Guildahall Scholl of
Music í London. Frá árinu 1982 hef-
ur hún starfað sem píanóleikari í
Reykjavík. Hún hefur komið fram
sem einleikari meðal annars með
Sinfóníuhljómsveit íslands, Kamm-
ersveit Reykjavíkur og Islensku
hljómsveitinni, en með Kammersveit-
inni frumflutti hún á íslandi verk
Olivier Messiaen „Des canyons des
étoiles“ og „Turangalila". Anna
kennir við Tónlistarskólann í Reykja-
vík en starfar einnig sem kammer-
tónlistarmaður og sem meðleikari
með söngvurum. Hún hefur komið
fram víða í Evrópu og í Japan. Anna
nýtur starfslauna listamanna á yfir-
standandi ári.
Flyer sagðist aldrei hafa_ leikið
með Önnu Guðnýju áður. „Ég hef
hins vegar heyrt mjög góða hluti um
hana og hlakka mikið til að spila
með henni."
•ÁHUGINN á bókaútgáfu virð-
ist aldrei hafa verið meiri en
nú í Danmörku. Á síðustu árum
hefur bókaforlögum og útgáfu-
fyrirtækjum fjölgað um meira
en þriðjung, árið 1900 voru þau
329 en eru nú 1059. Þá virðist
allur þessi fjöldi lítilla forlaga
ekki hafa tekjur af þeim stóru,
að því er segir í Politiken, því
þær hafa stóraukist á sama
tíma. Að sögn blaðsins er ástæð-
an fyrir fjölguninni auknar
kröfur stóru bókaforlaganna og
tölvuvæðing, sem gert hefur
útgáfuna aðgengilegri.
Fjölgunin er ekki síst athygl-
isverð í ljósi þess að á sama tíma
og litlu útgáfunum hefur fjölg-
að, hafa stóru útgáfurnar; Gyld-
endal, Egmont, Bonnier og
Munksgaard, keypt minni út-
gáfur og er staða þeirra sterk
í dag.
afsláttur
af öllum notuðum bílum
ef um bein kaup er að ræða.
Lyklarnir okkar ganga aðeins
að góðum notuðum bílum.
Mikið úrval af góðum notuðum Hyundai, Renault,
Lada og mörgum öðrum tegundum.
Þú getur því verið viss um að gera góð kaup.
NOTAÐIR BÍLAR
SUÐURLANDSBRAUT 12
SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 581 4060