Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 34
34 . ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sexniðurí redobluðu spili Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HESTAMOT sumarsins hafa boðið upp á spennandi keppni þar sem margir hafa komið við sögu verð- launasætanna. Hér fara bestu fjórgangshestar landsins mikinn í breiðfylkingu að lokinni kepppni á Islandsmótinu í Mosfellsbæ. Frá vinstri talið íslandsmeistararnir Ásgeir Svan og Farsæll, Sigurbjörn og Oddur, Höskuldur og Þytur, Þorgeir og Laufi, Gunnar Arnarsson og Snillingur og Bjarni og Eldur. Undir lok keppnistímabilsins Nýjar reglur settu svip sinn á mót sumarsins BMDS Mctropolc Ilotcl BRIGHTON CONGRESS ísland og Bretland spiluðu óformlegan landsleik 22. og 23. ágúst í Brighton. ÞAÐ er ekki á hveijum degi sem talan 3.400 sést við bridsborðið. En þessa tölu skrifuðu Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Amþórsson í sinn dálk í óforrnleg'urn landsleik við breska Ólympíuliðið í síðustu viku. Leikurinn var tengslum við stórt bridsmót í Brighton á Englandi. Hann var 80 spil og íslenska liðið vann örugglega, 226-163. Með Guðlaugi og Emi spiluðu Aðal- steinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson en í breska liðinu voru Tony Forrester, Andy Robson, Jason, Justin og Paul Hackett og Ian Monachen; þeir Justin og Jason em tvíburar og Paul er faðir þeirra. Bretar halda því fram að Forrester og Robson séu besta par Bretlands- eyja og þótt víðar væri leitað. En þeir virðast hafa vanrækt heimavinn- una sína undanfarið ef marka má þetta umtalaða spil: Vestur gefur, allir á hættu. Norður Vestur ♦ 75 Austur ♦ 93 * G8654 4 8642 V 73 ♦ K82 V 92 ♦ DG754 * 932 4 Á9 + ÁD75 ♦ KG864 Suður ♦ ÁKDGIO ▼ ÁKD10 ♦ 1063 + 10 Vestur Norður Austur Suður Forr. Guðl. Robson Örn 2 spaðar pass 3 spaðar dobl redobl pass pass?? pass!!! Forrester og Robson hafa undan- farið spilað mjög eðlilegt sagnkerfí en virðast nú hafa söðlað um því 2 spaðar sýndu veik spil og annað- hvort báða háliti eða báða lágliti. Með 3 spöðum bauð Robson upp á þann samning, ætti vestur hálitina, en 4 !auf að öðmm kosti. Örn dobl- aði til að sýna sterk spil og þá var komið að Forrester. Honum fannst að með passi væri hann að sýna hálitina. Þar af leið- andi myndi redobl sýna láglitina með betri tígul, 3 grönd láglitina með betra laufi og 4 lauf jafnlanga lág- liti. Forrester redoblaði því en Rob- son var ekki með á nótunum. Hann yfírheyrði Örn um sagnir, fékk að vita að pass Guðlaugs sýndi veik spil, og passaði loks, væntanlega í þeirri von að Örn myndi taka út. En Órn var fljótur að passa og hefur væntanlega rekið upp stríðsöskur í huganum. Þegar Guðlaugur spilaði út trompi fékk vömin 5 slagi á spaða og 5 slagi á hjarta. Sex niður redo- blaðir og 3.400 til íslands eins og áður sagði. íslendingarnir tóku þátt í sveita- keppni í Brighton nú um helgina, enduðu í 9. sæti í undankeppni og náðu ekki í 8 liða A-úrslit. Það mun- aði þó ekki miklu því sveitin fékk jafnmörg stig og sveitirnar sem end- uðu í 7. og 8. sæti í undankeppn- inni. Þetta var sterkt mót og meðal þátttakenda var landslið Indónesíu, Bob Hamman frá Ameríku auk sterkra breskra sveita. Jakob sló met , Jakob Kristinsson skrapp til Ameríku í vor til að heimsækja Hjör- dísi Eyþórsdóttur og taka nokkur spil. Nokkrum vikum síðar hafði Jakob ferðast um þver og endilöng Bandaríkin og slegið met sem Sabine Auken setti fýrir 7 áram þegar hann náði nafnbótinni life master á 43 dögum. Met Sabinu var 8 vikur. Jakob gekk í amer- íska bridssambandið 4. júní og vann sér inn fyrstu meistarastigin á móti í Paducah. Síðan spilaði hann í Las Vegas, Springfíeld og Chicago þar sem hann vann tvær útsláttarkeppnir. í annarri þeirra fór Jakob illa með bandarískan atvinnu- mann sem fór 2.600 niður í síðasta spili leiksins. Atvinnumaðurinn flúði úr 4 spöðum redobluðum, sem hefðu farið 4.600 niður - í 5 spaða. Næst var förinni heitið til Fort Lauderdale í Flórída. Þaðan til New Orleans og þann 17. júlí náði Jakob markinu í Grand Rapids þar sem hann vann fjórar sveitakeppnir á sama mótinu. Þennan eina og hálfa mánuð spil- aði Jakob einkum við mann að nafni Brian Gunnell en einnig við Hjördísi og eiginmann hennar, Curtis Cheek, og Julie Bradley. Met Jakobs hefur vakið mikla at- hygli í bandaríska bridsheiminum. Viðtal birtist við hann í mótsblaði sumarlandsmótsins fyrir skömmu og von er á frekari umfjöllun í mál- gagni ameríska bridssambandsins. Kokish þjálfar landsliðið Von er á kanadíska bridsspilar- anum Eric Kokish hingað til lands í vikunni til að aðstoða við þjálfun íslenska landsliðsins fyrir Ólympíu- mótið sem haldið verður á Rhodos í haust. Kokish er eftirsóttur bridsþjálfari og til þess var tekið, að á síðasta heimsmeistaramóti hafði hann þjálfað sex af landsliðunum 16 sem þar tóku þátt. Og öll þessi lið náðu í 8 liða úrslit. Sjálfur spilaði Kokish í kanadíska landsliðinu sem náði 2. sæti á heimsmeistaramótinu. íslenska landsliðið verður skipað þeim Aðaleini Jörgensen, Matthíasi Þorvaldssyni, Jóni Baldurssyni, Sævari Þorbjörnssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni og Þorláki Jónssyni en Björn Eysteinsson og Ragnar Hermannsson verða liðsstjórar. Guðm. Sv. Hermannsson HESTAR RÓTTÆKAR breytingar á gæð- inga- og íþróttakeppninni hafa sett svip sinn á mótahaldið í sumar. Flestir virðast sáttir við þær þótt ekki sé það einhlítt. Með þessum breytingum virðast greinarnar vera að nálgast enn frekar og stutt í sameiningu þeirra ef að líkum læt- ur. Styrkleikaflokkar virðast liggja í loftinu og þá um leið róttækar breytingar á keppnisfyrirkomulag- inu í heild. Senn líður að lokum keppnistíma- bils hestamanna. Að því er best verður séð era tvö mót eftir og verður annað þeirra haldið fyrstu helgina í september enn eitt árið. Vafalítið eru flestir sammála um að þetta hafí verið góður timi hjá hestamönnum, mörg spennandi teikn á lofti að loknu kepnistíma- bili, spennandi keppni á flestum mótum og margir knapar í fram- för. Sem sagt reiðmennskan á sinni árvissu uppleið og hrossaræktin einnig þótt margir vilji þakka rækt- unarframförum aukna snilli knap- anna. Aukin spenna - enginn tímasparnaður Umfram annað eru það marg- háttaðar breytingar sem reyndar vora á tímabilinu sem settu svip sinn á mótahaldið. Hér er átt við breytingu á gæðingakeppninni, þar sem heimild til að hafa fleiri en einn hest á brautinni í senn, og millikaflinn sem kallast fullnaðar- dómur. Svo skemmtilega vill til að svipaðar breytingar voru gerðar á íþróttakeppninni en nánar verður vikið að þessari skemmtilegu „til- viljun“ siðar. Breytingarnar á gæðingakeppn- inni voru gerðar í því augnamiði að spara tíma á stærri mótum, lífga upp á keppnina og um leið auka skemmtan og áhuga mótsgesta. Má því líta á þessa breytingu sem virðingaverða tilraun til að auka aðsókn að mótum. Hvað tímasparn- aði viðkemur hafa ekki verið haldin svo stór mót að þessi breyting spari nokkurn tíma en hins vegar er mun skemmtilegra að horfa á keppnina með þessu formi. En þar sem hinar langdregnu dagskrár hestamótanna eru helsti dragbítur á aðsóknina er spurning hvort þessi ágæta tilraun beri þann ávöxt að auka aðsókn að gæðingakeppninni. Hið ánægju- lega er þó að þarna virðist í fyrsta skipti tekið tillit til áhorfandans þegar breyting er gerð á gæðinga- keppninni. Hvað keppendum við- kemur virðist einnig ánægja með þetta form, í það minnsta hafa ekki heyrst háværar óánægjuraddir úr þeirri áttinni. Þegar litið er yfir þessar breytingar í heildina virðast flestir ánægðir og því mætti ætla að þetta væri komið til með að vera. Hin ómeðvitaða sameining Hin skemmtilega „tilviljun" sem áður var minnst á er sú að í íþrótta- keppninni var einnig fjölgað í for- keppni. Hér er um að ræða enn eina nálgun íþróttakeppni og gæð- ingakeppni. Það er dálítið fyndið að um leið og flestir eða margir telja það jaðra við landráð að sam- eina þessar greinar eru menn að því er virðist óafvitandi að sameina hægt og bítandi. Stærsta skrefið í þessa átt var án efa stigið á síðasta ári þegar umræddar breytingar voru samþykktar. Áður hefur verið á það minnst í hestaþætti Morgun- blaðsins hveijir séu kostir samein- ingar greinanna og verður ekki far- ið út í það að svo komnu máli. Á svipaðan hátt og áhorfendur eru ánægðir með breytt form gæð- ingakeppninnar gildir hið sama um íþróttakeppnina. Keppendur eru hins vegar margir hveijir afar óánægðir með fjölgun á vellinum í forkeppninni íþróttakeppninnar. Rökin era þau að öll íþróttaleg ná- kvæmni sé farin út í veður og vind þegar fleiri en einn keppandi er inni á vellinum í senn. Gangskipt- ingar séu framkvæmdar samkvæmt skipun þular og útilokað sé fyrir dómara að fylgjast með gangskipt- ingum af þeirri nákvæmni sem gert var með gamla forminu. Tvö stærstu _ mót ársins, fjórð- ungsmót og íslandsmót, tókust bæði með miklum ágætum. Hesta- kostur var góður á báðum mótum og framkvæmd mótanna tókst með miklum ágætum. Tæplega er þó hægt að segja að afgerandi stjörnur hafi komið fram að þessu sinni. Þar kemst þó Laufi frá Kollaleiru næst því er hann og knapinn, Þórður Þorgeirsson, unnu íslandsmeistara- titil í tölti. Samfara aukinni tækni í reiðmennsku og batnandi hesta- kosti virðist alltaf erfiðara að slá almennilega í gegn. Keppnin hefur harðnað að því leyti til að fleiri blanda sér í keppni hinna fremstu. Háværar óskir um styrkleikaflokka Stöðugt gerast raddir háværari um að fjölga þurfi opnum mótum. Slíkt muni hleypa meiri spennu í keppnina og er þá helst verið að tala um íþróttamótin. Einnig er mikið rætt um að koma þurfi á styrkleikaflokkaskiptingu í keppn- inni svo finna megi sem flestum góðan farveg til þátttöku í keppni. A þessu ári hafa sést tilburðir í þessa átt, sérstaklega á það við um vetrarmótin en einnig er þróunin byijuð á félagsmótum svo sem í gæðingakeppni einstakra félaga. Virðast liggja í loftinu miklar breyt- ingar á keppnisfyrirkomulagi hesta- manna á næstu árum. Allt virðist óbreytt í málefnum kappreiðanna, stökkið áfram í and- arslitrunum, brokkið orðið langt leitt og virðast örlög stökksins bíða brokksins. Skeiðið heldur velli en vissulega mætti vegur þess vera meiri. Endurnýjun hesta í skeiðinu er ekki mikil og undirstrikar það kannski best lægð kappreiðanna. Enginn virðist hafa burði til þess að rífa þessar skemmtilegu greinar upp úr stónni, mönnum virðist duga að tala um hversu illa sé nú fyrir kappreiðunum komið og það sé ansi leitt. Vafalaust verður lagt mat á hvernig ofangreindar breytingar hafi komið út á þingum hestamanna í haust og vetur. Mun þá ráðast hvort hin jákvæða þróun sem kom- in er af stað fái að dafna eða hvort einhverjum takist að fá meirihlut- ann til að stíga á afturhaldsbrems- una. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Arnór SVEITIN sem vann Bretana, þeir Aðalsteinn, Matthías, Guðlaug- ur og Orn. Lokasprettur í Varmadal LOKASPRETTUR Harðar verður haldinn í Varmadal á Kjalarnesi á iaugardag og er það næstsíð- asta hestamót ársins. Að venju era það Varmadalsmenn sem munu sjá um framkvæmd móts- ins enda svæðið í þeirra eigu. Þetta mun vera þriðja mótið sem haldið er í Varmadal og verður nú boðið upp á töltkeppni í opnum flokki, flokki unglinga og barna og ef næg þátttaka næst verður keppt einnig í ungmennaflokki. Tveir keppendur verða inni á velli í forkeppninni. Einnig verður keppt í 150 og 250 metra skeiði og verður fljót- andi ræsing hesta. Er þess skemmst að minnast að höggvið var nærri Islandsmeti í fyrra á vellinum svo gera má ráð fyrir að góðir tímar muni nást að þessu sinni. Skráning í mótið hefst í kvöld í síma 566-6672 en einnig verður skráð á miðvikudags- kvöldið. Jakob Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.