Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 39 ævi. „Gættu vináttunnar. Ekkert er fegurra á jörðinni, engin liuggun betri í jarðnesku lífi. Vini geturðu tjáð hug þinn allan og veitt honum fyllsta trúnað.“ (Ambrósíus) Þótt nú sé sorg, tár og tregi tómlegt allt sé nú um stund. Þá lifir minning bjðrt sem bióm á sumardegi um blíðan dreng, sem horfmn er á guðs síns fund. (Guðmundur Skúlason.) Hvíl í friði, elsku vinur. Auður María og Embla. Skúli minn, nú ert þú farinn burt og eftir stendur minningin um þig, minn besti vinur. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Þegar við heimsóttum hvor annan eða töluðumst við í síma, þá gátu samtölin oft orðið ansi löng. Það var gott að geta létt á hjarta sínu við þig og talað um lífið og tilveruna. Og oft var það sem þú reifst mig upp úr neikvæðum hugs- unum með glaðværð þinni. Þessi góðu ár sem við höfum verið vinir varst þú til staðar fyrir mig þegar ég þurfti að stíga yfir erfiða hjalla í lífinu. Þegar ég sá stundum ekki fram úr vandamálunum einfaldaðir þú þau fyrir mig og sagðir svo oft: „Þetta fer allt vel.“ Það er sárt að horfa á eftir ung- um manni sem hafði þroskast svo mikið og átti svo mikið að gefa öðrum. Þú last nokkrum sinnum fyrir mig úr Biblíunni og sagðir mér frá því góða og jákvæða. Síðasta daginn sem þú lifðir hitti ég þig og við hlógum saman. Ég man enn eftir brosinu þínu. Ég vonaði að við ættum eftir að vera vinir í nokkra tugi ára 5 viðbót, en þegar mitt kall kemur þá hittumst við kannski og jjetum hlegið saman. Eg votta foreldrum Skúla, bræðr- um hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Guð blessi ykkur og styrki á þessum sorgartímum. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt; kjark til að breyta því, sem ég get breytt; og vit til að greina þar á milli. Minningin um góðan dreng lifir. Arnar Heimir. Skúli Friðriksson hóf störf í Blómavali í mars 1993 og hafði því aðeins unnið hjá okkur í þrjú og hálft ár þegar hið hörmulega slys, sem leiddi hann til dauða, átti sér stað. Með orðum er ekki hægt að lýsa því áfalli sem allt samstarfsfólk Skúla varð fyrir að morgni hins 16. ágúst, þegar sú fétt barst að hann væri allur. Skúli var mjög nákvæm- ur i öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Framkoman var einstaklega ljúfmannleg - og það er ekki svo lítið atriði í því starfi sem hann gegndi hjá okkur, sem einkum fólst í að aka út blómasendingum. í því starfi mæta menn óhjákvæmilega bæði gleði og sorg samborgaranna. Hveiju fyrirtæki er dýrmætt að hafa í þjónustu sinni fólk með lynd- iseinkunn Skúla heitins. Hann var hvers manns hugljúfi og hreif fólk með sér með léttleika sínum og skemmtilega kankvísri kímnigáfu. Fólk með hans eiginleika og fram- komu getur ekki eignast óvini. Við eigum erfitt með að sætta okkur við svo skyndilegt fráfall ungs manns, en þegar kallið kemur verð- ur engu breytt. Ég vil votta foreldrum Skúla, bræðrum hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum - en þau kynni voru allt of stutt. Bjarni Finnsson. Hann var bjartur, heiðarlegur og hreinskilinn. Hjá okkur í Blómavali hefur myndast tómarúm. Hann er horfinn. Þegar við stöndum frammi fyrir þessari staðreynd, skynjum við fýrst stærð þess rúms sem hann skipaði meðal okkar í þau ár sem hann starfaði hér. Það er erfitt að sjá á eftir ungum manni, fullum af lífs- gleði og styrk til að takast á við ókomnu árin og verkefnin framund- an. Vandamál voru fátíð, því Skúli lifði í lausninni og braut alla hluti til mergjar á sinn heimspekilega hátt. Hann var áhugasamur um sögu og trúmál - og oft gaf hann okkur hlutdeild í uppgötvunum sín- um, en húmorinn var aldrei langt undan og komu skemmtilegar at- hugasemdir ætíð í kjölfarið. Það var gaman að fylgjast með þegar hann flutti úr föðurhúsum og fór að búa upp á eigin spýtur. Gam- ansamar vangaveltur um hvað hann þyrfti raunverulega að eiga til að halda sér heimili - fyrstu diskarnir og bollarnir keyptir og fljótt kom í ljós að strákurinn var mjög smekk- legur f sér - allir hlutir valdir að fagurfræðilega ígrunduðu máli. Hér stöndum við full vanmáttar gagnvart æðri máttarvöldum og vilj- um með fátæklegum orðum minnast góðs samstarfsfélaga sem kippt var burt frá miðju dagsverki á þennan sviplega hátt. Það er ekki laust við að við fyllumst sektarkennd yfir því hversu sjaldan við þökkum fyrir að fá að klára daginn — því hveiju og einu okkar er aðeins úthlutað einn dagur í einu. Við erum þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast Skúla. Minningin um hið hlýja viðmót hans mun lifa með okkur alla tíð. Hann var fljótur að tileinka sér ný verk- efni og við erum viss um að það verður hann áfram á sínu nýja til- vistarsviði. Með orðum Einars Benediktsson- ar skálds viljum við votta foreldrum, bræðrum og öllum ástvinum Skúla okkar dýpstu samúð: Hvað bindur vom hug við heimsins glautfi, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum én látumst þó aliir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Guð blessi minningu Skúla Frið- rikssonar. Með kveðju og þökk. Vinnufélagar í Blómavali. Lífið er ekki alltaf réttlátt. Því höfum við öll fengið að finna fyrir nú þegar yndislegum strák í blóma lífsins er svipt frá okkur. Það var líkt og eldingu lysti beint í hjarta- stað. Missirinn er mikill og sorgin ótrúleg. í huganum heyrum við enn- þá brakið í skónum hans og sjáum svo fyrir okkur hvar hann birtist, segir eitthvað gáfulegt eins og hon- um var tamt - hlær svo innilega og axlirnar hristast um leið. í kaffitímanum fékk hann sér alltaf tvo banana og Trópí og var svo vanur að koma að afgreiðslu- kassanum og segja: „Þú veist núm- er hvað ég er!“ Það var líka alltaf svo skemmtilegt þegar Skúli sagði brandara. Einhvernveginn voru þeir alltaf fyndnir. Ekki af því að þeir væru beinlínis fyndnir - heldur vegna þess hvemig hann sagði þá. Og svo hló hann manna mest sjálfur - og hláturinn hans kom öllum til að hlæja! Hann var alltaf mjög þægilegur, svo almennilegur, hlýr, yfirvegaður og umfram allt traustur og hress. Ekkert okkar man nokkurntíma eft- ir að hafa séð Skúla öðmvísi en brosandi eða hlæjandi. Hann tók nýju starfsfólki hér í Blómavali opn- um örmum og var sérlega vingjarn- legur við okkur „sumarkrakkana" og hjálpaði okkur til að fínnast við vera velkomin á þennan stóra vinnu- stað. Öllum leið vel í návist Skúla. Okkur er öllum mikils virði að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Hann gaf okkur gott vega- nesti og var okkur frábær fyrir- mynd. Ættingjum hans og vinum vott- um við okkar dýpstu samúð. Hans er sárt saknað. „Sestu við ána og gráttu þegar sorgin knýr á dymar. Támm sorgar og hamingju og gleymdu ekki þeim stundum sem hamingjan og gleðin hafa vafíð þig hlýjum örmum sínum. Allir dagar taka enda, minningin situr eftir. Eins er það með lífíð. Það er ekki eilíft - _en dýrmæt minn- ingin hún lifír.“ (Á.R.J) Elsku Skúli. Minning þín lifír. Sumarkyakkarnir í Blómavali. Þegar okkur er mikið niðri fyrir er oft erfítt að fínna réttu orðin. En við viljum fá að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Alla skólaskylduna vomm við bekkjarsystkynin mjög samrýnd og áttum hvert bein hvert í öðm. Við gerðum svo margt saman eftir að skóladeginum lauk, fómm í bíó og í Alþingishúsið ef okkur datt það í hug. Okkur datt svo margt í hug á þessum ámm þegar við vomm að læra á lífið. Og þú varst alltaf tilbú- inn að taka þátt í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Við munum minnast þín sem brosmilds og létts stráks sem gaf okkur svo margt. Kæri skólabróðir, það er sárt að vita til þess að þú ert farinn og við getum ekkert gert nema kvatt þig í hinsta sinn. Við munum alltaf minnast þín í hjarta okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Foreldram, bræðram og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. skólasystkina úr Mosfellsbæ: Guðbjörg Níelsdóttir, Sigrún Edda Theodórsdóttir, Aðalheiður D. Matthíasdóttir. Erfidrykkjur B?fíéjsé jm Fjölbreytt úrval af tertuín og bakkelsi SafnaðmTidmílí Háteígskírkju I 1 1 á afar hagstasðu veröi. kí Sími: J 1 { Gotta kökugerð, 3£10j sími 565 8040. 551 1399 imiimir m m m m m Erfidrykkjnr * P E R L A N Slmi S62 0200 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, dr. med. STEFÁN HARALDSSON fyrrverandi yfirlœknir, Laufásvegi 63, Reykjavik, andaðist á heimili sínu þann 18. ágúst. Útför fer fram í Dómkirkjunni þann 29. ágúst kl. 13.30. Sveinrún Árnadóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Hjörtur Sigvaldason, Stefán Hjartarson, Andri Hjartarson. t Útför mannsins míns, SVEINS SIGURÐSSONAR frá Skarðdal, , Ásgarði 125, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 28. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Bergþórsdóttir. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, BJARNA EINARS BJÖRNSSONAR, Silfurtúni, Djúpavogi. “■ Guð blessi ykkur öll. Erna Einarsdóttir, Sigriður Björg Bjarnadóttir, Jón Gísli Lárusson, Klara Bjarnadóttir, Eygló Bjarnadóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS S. ÞORLEIFSSONAR fv. verkstjóra, Grandavegi 47. Emilia Jónsdóttir, Duane K. Anderson, Jón Hákon Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Anna Ágústa Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR, Blómsturvöllum 14, Neskaupstað. Aðalheiður Árnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, og systkini hins látna. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 "A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek Erfidrykkjur Glæsileg kafíi hlaðborð, fallegir salir og mjög g(ið þjóniista Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIIITEL LOFTLEIDIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.