Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 17 VIÐSKIPTI Alvarlegt spillingarmál komið upp hjá Statoil í Noregi Fjórir Bretar hand- teknir fyrir mútur Ósló. Morgunblaðið. ALVARLEGT spillingarmál hefur komið upp í tengslum við ríkisrekna olíufélagið Statoil. Fyrir helgi var deildarstjóri í fyrirtækinu hnepptur í varðhald í Stavanger, sakaður um sviksamlegt athæfi en talið er að hann hafi þegið allt að 7 milljónum ísl. kr. í mútur. Peningana fékk deildarstjórinn, sem er breskur ríkis- borgari, greidda inn á bankareikning í Guernsey. Þá hefur annar Breti, framkvæmdastjóri og eigandi ráð- gjafafyrirtækisins Idavoll í Sandnes, verið handtekinn, en hann er grun- aður um að að hafa greitt múturn- ar. Mennirnir hafa verið dæmdir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögregla telur að mennirnir hafi átt við samninga að andvirði tug- milljarða ísl. kr. Deildarstjórinn hjá Statoil hefur verið fulltrúi fyrirtæk- isins í samningum við McDermott- ETPM West Onc, sem leggur olíu- leiðslur. Árið 1995 fékk það samning um lagningu leiðslna fyrir 20 millj- arða ísl. kr. Frá árinu 1988 hefur Idavoil gert 40 samninga við Statoil og fengið alls um 790 milljónir ísl. kr. fyrir. Fullyrt er að upphaf málsins megi rekja til vinskapar forstjóra Idavoll og deildarstjórans. Mun sá fyrr- nefndi'hafa leigt íbúð af deildarstjór- anum langt yfir markaðsverði. Hon- um bárust einnig annars konar greiðslur en neitar að hafa endur- goldið þær á nokkurn hátt. Lögmað- ur forstjóra Idavoll segir hann neita því að hafa brotið lög og að hann hafi ekki greitt mútur. Annað spillingarmálið á fimm árum Tveir Bretar til viðbótar voru handteknir í Yorkshire á föstudag. Báðir eru starfsmenn fyrirtækis sem er að hluta til í eigu forstjóra Ida- voll. Að því er segir í frétt Aftenpost- en er ástæða til að ætla að þeir hafi verið milligöngumenn fyrir for- stjórann og séð um að borga inn á reikning starfsmanns Statoil. Þetta er í annað srnn á fáeinum árum sem spillingarmál tengist Statoil. Árið 1992 var yfirverkfræð- ingur fyrirtækisins fundinn sekur um spillingu og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Var talið sannað að hann hefði þegið um 6,3 milljónir ísl. kr. í greiðslu frá þýska fyrirtæk- inu Mannesmann. Að sögn talsmanns Statoil mun fyrirtækið enn á ný verða að endur- skoða reglur fyrirtækisins en það telur þó ekki ástæðu til að ætla að fleiri starfsmenn þess séu flæktir í spillingarmál. Telur Statoil málið ekki síst alvarlegt fyrir þá sök að það hafi orðið til þess að fyrirtækið hafi greitt hærra verð fyrir þjónustu en ástæða hafi verið til og að hún hafi verið síðri en vænst hafi verið. Ukraína fær nýjan gjaldmiðil Kænugarði. Reuter. ÚKRAÍNA mun, löngu síðar en áætlað var, taka upp nýjan gjaldm- iðil frá og með öðrum september nk. Þetta tilkynnti seðlabanki Úkraínu í gær. Nýi gjaldmiðillinn, hryvnan, mun byggja á bráðabirgðagjaldmiðli þeim, sem notaður hefur verið hing- að til í hinu fyrrverandi sovétlýð- veldi, en 5 núll verða skorin aftan verðgildi hans. „Tilgangur breytinganna nú er að breyta bráðabirgðagjaldmiðli okkar í sannkallaðan nýjan gjald- miðil, til þess að jafna verð og skapa stöðugan gjaldmiðil," sagði seðla- bankastjóri Úkraínu, Viktor Jús- jenkó. Nýju hryvna-seðlunum mun verða skipt út fyrir seðla karbovanets- bráðabirgðagjaldniiðilsins á tímabil- inu frá 2. til 16. september, sagði seðlabankastjórinn. Ein hryvna mun jafngilda 100.000 karbovanets, sem voru teknir upp árið_1991 til að koma í stað rúblunn- ar. Óðaverðbólga hefur gert verðgildi þessa bráðabirgðagjaldmiðils að nán- ast engu síðan. Reiknað er með að gengi hryvnunnar gagnvart banda- ríkjadollar muni ná jafnvægi í kring um 1,75 hryvnur fyrir dollarann. Yfir 20 tegundir af sófaborðum ó lager -Ýmsarviðartegundir Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866 Verðstríð minnkar hagnað Lufthansa Frankfurt. Reuter. ÞÝZKA flugfélagið Lufthansa segir 37 prósentustiga samdrátt í hagnaði félagsins á fyrsta árs- helmingi 1996 vera orsakaðan af miklum verðlækkunum hjá samkeppnisflugfélögum en tals- menn félagsins segja hagnaðinn á ársgrundvelli eiga að samsvara væntingum. Hagnaður fyrir skatta var 119 milljónir marka, um 5,3 milljarð- ar króna, á fyrstu sex mánuðum þessa árs, sem er verulega miklu minna en hagnaður á sama tíma- bili í fyrra, sem var 189 milljón- ir marka. Hlutabréf í Lufthansa lækkuðu um 1,5 prósentustig við fréttirnar, niður í 208 mörk. Takmarkaður vöxtur bæði á fragt og farþegafjölda setti út- þenslu félagsins hömlur og tals- menn félagsins segja rekstur félagsins á Þýzkalandsmarkaði hafa orðið fyrir áfalli vegna mikils framboðs á ódýrum far- gjöldum frá niðurgreiddum evr- ópskum flugfélögum auk þess sem bruninn á Dusseldorf-flug- velli í apríl sl. setti strik í reikn- inginn. | Við byggjum UPP fÓlh og fólkið I byggir upp fyrirtcekin I Dale Carnegie® Þjálfun Fólk-Arangur-Hagnaður hjdlpíi? þér abi • Verða hœfari í starfi. • Öðlast meiri eldmóð. • Verða betri í mannlegum samskiptum. • Losna við áhyggjur og kvíða. • Skerpa minnio. • Veroa betri rœðumaður • Setja þér markmið. KYNNINGARFUNDUR FIMMTUDAG KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI 69, REYKJAVÍK I FJÁRFESTING ÍMENNTUN SKILARÞÉR ARÐIÆVILANGT Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 ^ STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson - Einkaumboð á Islandi ávöxtun s hjá Kaupþingi Nafnávöxtun á ársgrundvelli m.v. 23. ágúst Skammtímabréf Frá áramótum 8,9% Síðustu 12 mánuði 8,5% Einingabréf 1 Frá áramótum 10,0% Síðustu 12 mánuði 9,6% Einingabréf 2 Frá áramótum 9,6% Síðustu 12 mánuði 9,7% Einingabréf 6 Frá áramótum 8,6% Síðustu 12 mánuði 11,9% Einingabréf 10 Frá áramótum 5,7% Síðustu 12 mánuði 10,8% Með því að ávaxta fé i verðbréfasjóðum, nýtur þú mikillar áhættudreifingar og góðrar ávöxtunar á einfaldan og öruggan hátt. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Kaupþings hf. i síma 515 1500 og hjá sparisjóðunum. KAUPMNG HF Ármúla 13A*I0S Reykjuvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.