Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 33 AÐSEIMDAR GREIIMAR Gleði og vín Svar við fyrirspurn Jakobs Björnssonar orkumálastjóra í MORGUNBLAÐINU 21. ágúst sl. beinir Jakob Björnsson orku- málastjóri fyjjirspurn til mín vegna ummæla minna í pistlinum Orða- bókin, sem birtist hér í blaðinu 11. þ.m. í honum var vikið að fleirtölu orðanna bragð, verð og vín. Að sjálfsögðu vil ég freista þess að svara fyrirspurn Jakobs með nokkrum orðum, enda þótt mér sé ljóst, að við verðum ekki sam- stiga í þessu máli. Það skal hins vegar játað þegar í upphafi, að ég hef sennilega - og örugglega að dómi Jakobs — tekið full- djúpt í árinni, þegar ég tók svo til orða um fleirtölumyndir ofan- greindra orða, að þær ættu „að sjálfsögðu ekki að heyrast í vönd- uðu máli.“ Sennilega hefði verið hlutlausara að segja sem svo, að þær ættu helzt ekki að heyrast í vönduðu máli. Þá hefði Jakob væntanlega ekki hrokkið eins illi- lega við. Hinu verður aftur á móti ekki neitað, að ég mun eiga ófáa skoðanabræður í þessu fleirtölu- máli, sem við getum kallað svo. Jakobi finnst þessi dómur minn skrítinn og nefnir í því sambandi allmorg orð „og gæti nefnt fleiri dæmi“, eins og hann kemst að orði, sem hann fær „ekki betur séð en að megi teljast hliðstæð þessum þremur“. Ég skil Jakob svo, að ég muni helzt vilja fordæma fleirtölu allra þeirra orða, sem hann nefnir í fyrirspurn sinni. Þar gerir hann mér rangt til, enda veit ég eins vel og hann, að fleirtala margra þeirra hefur tíðkazt um aldir. Aft- ur á móti álít ég ástæðulaust að ýta undir þessa fleirtöluþróun, ef í ljós kemur, að hún er óþörf eða e.t.v. þarflítil í máli okkar. Hún getur a.m.k. sjaldnast verið til bóta. Jakob nefnir no. gleði og ft. þess, gleðir. Nú vill svo til, að et. þessa no. merkir samkv. orðabók- um ánægja, gott skap. Menn tala um sorg og gleði og eins að taka gleði sína. Hér held ég fæstir noti fleirtölu í þessari merkingu. Hins vegar er fleirtalan höfð í öðru sam- bandi, þ.e. um veizlugleði, ölteiti, samkomur. Gleðir voru alltíðar á miðöld- um er dæmi í Orðabók Menningarsjóðs. Hér má og bæta við no. gull. Sem eintöluorð merkir það frumefnið sjálft, en er einnig m. a. haft um gullpening eða skartgrip úr gulli. En svo er orðið vissu- lega til í fleirtölu,‘gull- in, en merkir þá allt annað eða leikföng, barnagull; sbr. að leika sér að gullunum sín- um. Það munum við Jakob báðir hafa gert í æsku* okkar og trú- lega án þess að setja orðið í samband við góðmálminn í eintölu. Ef ég skil orð Jakobs rétt, finnst honum ekkert athugavert við að Ég mun eiga ófáa skoð- anabræður, segir Jón Aðalsteinn Jónson, í þessu fleirtölumáli. tala um það, að konfekt fáist með mörgum brögðum, en ég tók það dæmi fyrir í pistli mínum á dögun- um. Nú er það auðvitað svo, að no. bragð er til í fleirtölu, brögð, en þá í allt öðrum samböndum. Má þar m. a. minna á merkinguna aðferð eða ráð, sbr. brögð í glímu, glímubrögð. Ein merking no. er hrekkir eða klækir, sbr. að beita einhvern brögðum. Hins vegar mun þessi ft. tæplega (eða ekki) notuð, þegar bragð merkir útlit eða svipur. Talað er um yfirbragð manns, en aldrei hef ég heyrt í því sambandi talað um yfirbrögð manna. Sama er um merkinguna smekkur; finna bragð að mat. Ef smekkurinn er mismunandi keimur af mat, held ég flestir tali um, að tvenns konar (eða margs konar) bragð sé að matnum, en ekki, að tvö eða fleiri brögð séu að honum. Jón Aðalsteinn Jónsson Á sama hátt vil ég halda því fram, að réttara sé að tala um konfékt með margs konar bragði, en ekki mörgum brögðum, þegar um smekk er að ræða. En Jakob virð- ist annarrar skoðunar en ég um þetta. Mér finnst hins vegar ástæðulaust, að ég segi ekki fárán- legt, að nota fleirtöluna brögð í þessu sambandi. Ekki er ég einn um þá skoðun, að óþarft sé að tala um verð á vöru í ft., svo oft sem menn hafa af ýmsu tilefni rætt um þá fleir- tölu í blöðum, t. d. ekki alls fyrir löngu hér í Víkveija Mbl., ef mig misminnir ekki. Ég fæ ekki skilið, að eitthvað sé betra að tala um mörg verð á sama hlut en margs konar verð á honum. Þá fæ ég ekki heldur skilið, að það séu nokk- ur rök fyrir þessari fleirtölu, sem vissulega er ung í málinu, þótt no. veður þekkist í ft. Ljóst er af niðurlagsorðum Jak- obs, að hann virðist ekki sjá mikla ástæðu til að andæfa svo mjög í málfarslegum efnum, en um leið gætir nokkurs misskilnings hjá honum við orðum mínum. Enda þótt ég hafi bent á, að þau orð, sem orðið hafa kveikjan að þessari umræðu milli okkar, eigi „að sjálf- sögðu“ að vera í eintölu, hef ég hvergi sagt, að mál okkar „geti aldrei tekið breytingum nema til hins verra og að skilyrðislaust eigi því að berjast gegn öllum breyting- um á því“, svo sem Jakob kemst að orði og ég hlýt að taka að ein- hverju leyti til mín. Okkur, sem höfum fengizt við málfræði, er vel ljóst, að tungumál eru á sífelldri hreyfingu, enda orð að koma og fara á öllum tímum eftir breyttum þjóðfélags- og at- vinnuháttum. Hins vegar bið ég engan afsökunar á því, að ég hall- ast að svonefndri hreintungu- stefnu, sem upp kom á síðustu öld með Fjölnismönnum, Jóni Sigurðs- syni o.fl. og hefur fram að þessu átt marga formælendur. Megin- stefna hennar er einmitt sú að varðveita mál okkar sem mest fyr- ir óæskilegum breytingum og hafa það sem bezt í tengslum við fortíð okkar. Hins vegar dettur engum annað í hug en jafnframt verði að horfa bæði til nútíðar og framtíð- ar, en þá um leið með góðu taum- haldi á þróun tungunnar. Það verð- ur hins vegar ekki gert með því að láta allt reka stjórnlítið á reiðan- um, eins og því miður eru of mörg dæmi um nú á dögum. Höfundur er fyrrverandi orðabókarstjóri. ÁSTÆÐAN fyrir því að ég hripa niður þessar línur er stutt viðtal við Gunnar Björnsson, formann samninga- nefndar ríkisins, á síðu fjögur í Morgunblaðinu 20.08.96. Þar segir: Gunnar fullyrðir að það hafí ekki komist nægilega vel til skila að heimilislæknar greiði í lífeyrissjóð af öllum verktakagreiðslum í Lífeyrissjóð lækna sam- hliða greiðslum í lífeyr- issjóð ríkisins. „Þegar heimilislækn- ar komast á eftirlaun fá þeir af þessum sökum greitt úr tveimur lífeyrissjóðum. Þeir hafa á hinn bóginn lagt það upp í viðræðunum að þeir vilji fyrst og fremst fá grunnlaun hækkuð með hliðsjón af lífeyrismálum og nefna til sögunnar að greiðslur af föstum launum séu eini fasti punkturinn sem þeir greiði í lífeyrissjóð,“ sagði Gunn- ar. (Tilvitnun lýkur). Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri því haldið fram að læknar leyni því að þeir greiði í aðra lífeyrissjóði (einkum í Lífeyrissjóð lækna) af taxtagreiðslum. Gætu eflaust líka greitt í „Frjálsa lífeyrissjóðinn“ eða einhveija slíka, ef að þeim sýndist svo. Eins og málið snýr við mér er mergurinn málsins sá, að verið er að hafa af mér allt að helmingi þess lífeyris, sem ég hef lagt til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Það gerist með þeim hætti að lengst af starfsæfinni (sem nú er 30 ár) hef ég greitt í LSR af hátt í helm- ingi hærri föstum launum að raun- gildi, en ég fæ í dag. Lífeyrissjóðs- greiðslum úr LSR er hinsvegar þann- ig háttað að þegar lifeyrisþeginn hættir störfum fær hann 60% af föst- um launum eftirmannsins. Það hlýtur því að vera hveijum manni ljóst að lífeyrisgreiðslumar lækka um helming, ef föstu launin eru lækkuð um helming. Það má vel vera að Gunnar Björns- son myndi glaður taka slíkum trakt- eringum við lífeyrisaldur, en ég sætti mig ekki við þær. Þrátt fyrir það að vera með meist- aragráðu í heimilislækningum og hafa starfað við þær í 30 ár voru fastalaun mín sem heilsugæslulækn- is við síðustu útborgun einungis 86.720 kr. Ef ég hætti störfum nú og fengi full eftirlaun yrðu þau 52.032 kr. á mánuði. Það má vel vera að mér hafí tekist að öngla saman ein- hveiju í Lífeyrissjóð lækna, og að ég fái því hærri lífeyrisgreiðslur en þetta. Hver veit líka nema ég eigi einhveijar eignir, eða mér leysist jafnvel arfur? Ef til vill fer Gunnar Björnsson að athuga það næst. Það er með ólíkind- um hvers konar siðferði ríkir orðið í samskiptum ríkisvaldsins við þegn- ana. Að minnsta kosti hefði ég látið segja mér tvisvar á árum áður að ríkisvaldið kæmi með þessum hætti í bakið á mér þegar starfslok nálgast. Með kaldrifjuðum hætti virðist hafa verið reiknað út hvemig það gæti haft af mér allt að helmingi lífeyrisins sem ég hef sparað í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Satt að segja hélt ég að ennþá væru til heiðurs- menn innan ríkisstjórnar íslands sem Með ólíkindum er, segir Gísli G. Auðunsson, hvers konar siðferði ríkir orðið í samskiptum ríkis- valdsins við þegnana. sæju að svona meðferð á þegnunum gengur ekki upp. Að svona lagað gerir maður einfaldlega ekki. En lengi má manninn reyna, eins og þar stendur. ... Að lokum örlítil upprifjun. Fyrir rúmum áratug þáðu læknar svokallaðan bílastyrk fyrir lægri laun. Það var samið um að þetta væri greiðsla fyrir þjónustu. Það „heiðursmannasamkomulag" hélt í nokkur ár, en síðan var það svikið og nú er innheimtur af þessu fullur skattur eins og af öðrum launum. Mér fínnst rétt að rifja þetta atriði upp, samninganefnd okkar heilsu- gæslulækna til áréttingar. Maður gerir nefnilega ekki heiðursmanna- samkomulag við aðra en heiðurs- menn. Höfundur er fyrrverandi heilsugæslulæknir. Uppsagnir heilsu- gæslulækna - Nokkur orð að gefnu tilefni Gísli G. Auðunsson Launamál eru mannréttindamál í KOSNINGABARÁTTU for- setaframbjóðendanna á dögunum lýsti Guðrún Agnarsdóttir því ítrek- að yfir, að það teldist til mannrétt- inda að geta framfleytt sér af dag- vinnulaunum sínum. Hún benti á í fram- haldi af því, að það væri hluti af mannrétt- indum að fá að njóta eðlilegra samvista við ijölskyldu sína og að taka þátt í félagslífi samféalgsins. Sam- kvæmt því er það mannréttindabrot, ef fólk neyðist til að vinna yfirvinnu til að sjá fyr- ir sér og sínum, en það er hlutskipti margra íslendinga i dag. Það lá í orðum frambjóð- andans, að hún teldi sig geta hagnýtt að- stöðu sína sem forseti Islands til að ráða bót á þessum mannréttindabrotum. Ég geri ráð fyrir, að flestir ís- lenskir launþegar hafi verið henni sammála um þessi mannréttinda- brot og telji brýna þörf á úrbótum. Það getur hins vegar orkað tvímæl- is, hvort forsetaembættið sé ákjós- anlegur vettvangur til að beita sér í þessum málum. Ef ráða á bót á mannréttindabrotum af þessu tagi, þarf að hækka lægstu launin það mikið, að hægt sé að lifa af dagvinnulaunum einum saman. Með öðru móti verður það ekki gert. En getur forsetinn beitt sér í al- mennum launadeilum? Eitt af góðskáldum okkar kvað: „Því þessu var aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar.“ Eg hygg, að það muni seint reynast svo, að láglaunafólk fái léið- rétting sinna mála gegn um Bessastaði, og skiptir þá ekki höf- uðiháli, hver er hús- bóndi á þeim bæ. Ég get ekki séð að staða forseta bjóði upp á mikla möguleika til tilþrifa í málefnum láglaunafólks. Ef mér skjátlast ekki því meir, býr forseti íslands við meiri skerð- ingu á tjáningafrelsi og athafna- frelsi en aðrir íslendingar. Hann má ekki halda fram skoðunum, sem bijóta í bága við stefnu sitjandi rík- isstjórnar. Það hlýtur að gilda sér- staklega um grundvallarmál eða pólitísk átakamál. Fátt veldur meiri átökum í þjóðfélagi okkar en launa- mál og þá ekki síst átökin um laun hinna lægstlaunuðu, fólksins, sem býr við skert mannréttindi sam- kvæmt skilgreiningu Guðrúnar Agnarsdóttur. í þeirri baráttu stendur slagurinn milli launþega og atvinnurekenda, en ríkisvaldið leggst að jafnaði á sveif með at- vinnurekendum og lendir þar með í andstöðu við launþega. Þessi sam- staða atvinnurekenda og ríkisvalds hefur m.a. komið fam í því, að launadeilur hafa verið leystar með lagasetningu, oftast bráðabirgða- lögum, á kostnað launþega til að bjarga „atvinnulífinu“ þ.e. atvinnu- rekendum. Sem dæmi mætti nefna lausn flugfreyjuverkfallsins forð- um, sem forseta mun ekki hafa verið ljúft að staðfesta, eins og á stóð. Én það voru aðrir, sem réðu. Hér og nú skyldu lögin undirskrif- uð. Sá forseti, sem færi í dag að halda því fram í alvöru, að það sé mannréttindabrot að skammta fólki Hinir ríku verða ríkari, segir Guðmundur Helgi Þórðarson, og hinir fátæku æ fátækari. dagvinnulaun, sem ekki entust til framfærslu, hann myndi brátt lenda í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn og auk þess við atvinnurekendur og kannske fleiri. Honum yrði ekki vært. Mannréttindabrot af þessu tagi eru nefnilega útbreidd á ís- landi í dag, og það mun ekki ganga átakalaust að afnema þau. En málið bjargaðist. Guðrún Agnarsdóttir lokaðist ekki inni á Bessastöðum með þessa þörfu og tímabæru ályktun sína, og ég óska henni til hamingju með það. Fyrir bragðið er hún fijáls að því að vinna að framgangi hennar. Og sannar- lega er þarna verk að vinna, verk, sem verður að vinnast á pólitískum vettvangi. Hin grimma samkeppni markaðsþjóðfélagsins hefur valdið því, að tekjumunur fólks eykst jafnt og þétt, hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku æ fátækari og eru nú komnir niður fyrir velsæmismörk í þúsundatali og þar með sviftir þeim mannréttindum, sem Guðrún Ágn- arsdóttir talar um. Og aukinn hag- vöxtur virðist aðeins auka á þennan mun. Ef þessi barátta á að vinnast, þarf að koma til kasta löggjafans. Guðrún hefur nú á að skipa ötulum hópi fólks, sem barðist vasklega fyrir kjöri hennar til forseta m.a. undir þeim formerkjum að hungur- laun séu mannréttindabrot. Mér skildist á henni, þegar viðtal var haft við hana eftir kosningarnar, að þessi hópur vildi gjarnan halda áfram baráttunni með einhveijum hætti. Hvernig væri, að þetta fólk beitti sér fyrir því, að sett verði inn í íslensku stjórnarskrána ákvæði um, að ekki megi semja um laun, sem ekki endast til framfærslu mið- að við dagvinnu. í framhaldi af því þarf svo Alþingi að tryggja þessi mannréttindi með því að lögfesta lágmarkslaun, sem kvæðu nánar á um það, við hvað væri átt. Og þá sakar ekki að geta þess, að frumvarp um lágmarkslaun hef- ur verið lagt fram á Alþingi, en hefur ekki hlotið afgreiðslu. Þar er markið að vísu sett of lágt, en það má hækka það. Höfundur er fyrrv. heilsugæslulæknir. Guðmundur Helgi Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.