Morgunblaðið - 27.08.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.08.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 27 MENNTUIM Morgunblaðið/Úr safni NEMENDUR á ferðamálabraut Menntaskólans á Egilsstöðum læra m.a. að undirbúa veislur á Húsmæðraskóianum á Hallormsstað. Samvinna framhaldsskóla á Egilsstöðum Ferðamálabraut að hluta í hús- stjórnarskóla NEFND sem fjallaði um sameiningu Hússtjómarskólans á Hallormsstað og Menntaskólans á Egilsstöðum hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tímabært að sameina skólana að sinni, að sögn Helgu Hreinsdóttur heilbrigðisfulltrúa á Egilsstöðum, sem sæti átti í nefnd- inni. „Aftur á móti er stöðugt verið að auka samstarfíð á milli skól- anna,“ sagði hún. Skólamir hafa átt samvinnu um nám á hússtjómarsviði í nokkur ár, þar sem hluti námsins hefur farið fram á Hallormsstað. Til viðbótar því er nú hafín samvinna um nám á ferðamálabraut. „Nemendur af ferðamálabraut munu búa á Hall- ormsstað á haustönn og taka þar verklega þáttinn auk næringar- fræði, örvemfræði, vömfræði o.fl.,“ sagði Signý Ormarsdóttir nýráðinn skólastjóri Hússtjómarskólans. „Auk þess er hótellínan sérstaklega tekin fyrir, þar sem t.d. er farið í gegnum hvernig veislur em skipu- lagðar. Einu sinni í viku sækja nem- endur bóklegt nám til Egilsstaða." Fullsetinn skóli Mikil aðsókn er að hússtjórnar- náminu á Hallormsstað og koma nemendur alls staðar af landinu. Að sögn Signýjar er skólinn nú þegar fullsetinn og langt komið með að fylla vorönnina. Hægt er að taka inn 24 nemendur á önn og í haust eru sex þeirra nemendur af ferða- málabraut menntaskólans. „í vetur verður einnig boðið í fyrsta skipti eingöngu upp á fatasaum, þ.e. sex vikna nám, þar sem kenndur er fatasaumur, efnisfræði, hönnun o.fl. Aðeins sex nemendur komast að á námskeiðinu í einu og nú þeg- ar hafa þrír sótt um. Hefðbundið hússtjórnarnám þar sem fatasaum- ur er hluti náms verður þó einnig áfram í boði.“ Heilsukaffi á Hallormsstað Signý tekur fram að á Héraði sé nú mikil áhersla lögð á vistvænt umhverfi og skólinn muni taka þátt í því. „Við munum flokka rusl í fyrsta skipti í vetur og lífræni hluti sorpsins fer í endurvinnslu í Vallar- nes. Einnig verðum við með heilsu- fæði og í samvinnu við pakkaferðir Flugleiða og sveitarfélagsins mun- um við bjóða upp á heilsukaffi á Hallormsstað,“ sagði Signý Orm- arsdóttir. • Tímariti^ Heimili & skóli kom út fyrir skömmu. Meðal efnis er viðtal við Sig- rúnu Magnús- dóttur þáver- andi formann skólamálaráðs Reykjavíkur, þrjá foreldra í foreldraráði Hlíðaskóla við- tal við Unni Halldórsdóttur formann samtakanna Heimilis og skóla. Þá er rætt við Einar Guð- Ný tímarit mundsson deildarstjóra RUMog Hólmfríði Guðjónsdóttur kenn- . ara í Seljaskóla. Einnig er rætt um foreldrarölt, hver sér um hvað í skólakerfinu o.fl. Tímaritið Heimili & skóli ergefið út af samnefndum samtökum. 0 Útmið skólablað nemendafélags útflutningsmarkaðsfræðinema við Tækniskóla íslands er nýkomið út. Að þessu sinni er það gefið út á síðum alnetsins og því hefur það verið nefnt vefrit. Hægt er að nálg- ast ritið eftir slóðinni: http://www.ti.is/utmid. I ritinu eru greinar um útflutning og mark- aðsmál á innlendum og alþjóðleg- um grundvelli. Stefna nemendur að því að birta nýjar greinar í hveij- um mánuði. Einnig verður um- ræðuvettvangur um markaðsmál, útflutning og alþjóðaviðskipti. Fyrst um sinn verður tekið við tölvupósti á netfangið: gud- manbti.is og pósturinn birtur dag- inn eftir á síðum vefsins, að því er segir í fréttatilkynningu. Verzlunarskóli íslands Oldungadeild Innritað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 27. ágúst - 2. sept. kl. 08.30-18.00. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á haustönn: Bókfærsla Danska Efna- og eölisfræði Enska Franska íslandssaga íslenska Lögfræði Mannkynssaga Verslunarréttur Markaðsfræði Milliríkjaviðskipti Rekstrarhagfræði Ritvinnsla Spænska Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Verðbréfaviðskipti Vélritun (á tölvur) Þýska Ekki er nauðslynlegt að stefna að ákveðinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnu möguleika sína eða sér til ánægju. Skólagjald er í hlutfalli við kenndar kennslustundir. Kennsla í öldungadeildinni fer fram frá kl. 17.30 - 22.00 mánudaga til fimmtudaga. Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrífstofu skólans, Ofanleiti 1. Námslán í Hollandi Niðurskurður boðaður ÆTLUNIN er að hefja víðtækar umræður í Hollandi í haust um fjármögnun menntunar og náms- lánakerfið til langs tíma, að sögn Jo Ritzen menntamálaráðherra. Verða útgjöld til lánakerfisins lækkuð um 10% á næstu árum. Ráðherrann vill að námsmenn greiði stærri hluta kostnaðarins sjálfir með tilliti til þess hve mikið þeir hagnist á að læra. Stjórnvöld vilja reyna að komast hjá róttækri uppstokkun og forð- ast ógnvekjandi breytingar. Málið snýst um hvernig nota megi núver- andi fjárveitingar betur.Um 200.000 manns fá námslán og var sérfræðinganefnd falið í sumar að koma með tillögnr um framkvæmd niðurskurðarins. Samdrátturinn hefur áhrif hjá þem sem hefja nám 1997 eða síðar. JWoronnMaíuti -kjarni málsins! fyrir líkama og sál Rómantík á síkjum, lífsgleði og gaflmjór sjarmi Verð frá 27.360 kr. á mann í tvíbýli í 3 cffya*. Amsterdam 7tmifalið: Flug, gisting mcð morgunverði ogJlugvaUarskattar. Haföu samband viö söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifstofumar cöa söludeild Flugleiöa í síma SO SOÍOO (svaraó mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.