Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 19
+ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 19 ERLENT Lebed ræðir Tsjetsjníju-málið við Tsjernomyrdín Reynir að afla frið- aráætlun stuðnings Grosní. Reuter. Pílagrímar urðu úti í Himalaya-fjöllum Srinagar. Rcuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, ræddi í gær við Viktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, til að reyna að afla stuðnings við áætlun um frið í Tsjetsjníju. Lebed kvaðst einnig vilja ræða við Borís Jeltsín en talsmenn forsetans sögðust ekki vita hvenær af fundi þeirra gæti orðið. Fréttastofan Interfax sagði að Jeltsín hefði farið í sumarfrí í gær og dveldist í bústað forsetaembætt- isins nálægt Moskvu. Lebed hefur ekki átt fund með Jeltsín frá því honum var falið að koma á friði í Tsjetsjníju 10. ágúst en þeir ræddust við í síma á föstudag. Fréttastofan Ítar-Tass sagði að Lebed og Tsjernomyrdín hefðu rætt árangurinn af síðustu ferð Lebeds til Tsjetsjníju og hugmyndir um lausn deilunnar um héraðið, meðal annars tillögur tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna. Uppreisnarmennimir vilja að hér- aðið verði sjálfstætt ríki en ráðamenn í Kreml segja að héraðið verði að vera áfram hluti af Rússlandi. Róleg nótt í Grosní Ekki kom til alvarlegra bardaga í Grosní í gær en fréttastofan Interfax sagði að leyniskytta hefði banað rússneskum hermanni og alls hefði verið skotið 16 sinnum á varðstöðvar rússneska hersins í borginni. „Þetta var ef til vill rólegasta nótt- in í Grosní í hálft annað ár,“ var haft eftir talsmanni rússneska innan- ríkisráðuneytisins. Interfax sagði að a.m.k. 450 rúss- neskir hermenn hefðu fallið í bardög- unum um Grosní fyrr í mánuðinum og margra væri enn saknað. Báðir deiluaðilar sögðu að vopna- hléið, sem tók gildi á föstudag, hefði verið virt að mestu en yfirmenn rúss- nesku hersveitanna sögðu þó að að- skilnaðarsinnar hefðu náð vopnum og skotfærum af hópi rússneskra hermanna á laugardag. Þeir sögðu að viðræðum við Aslan Maskhadov, formann herráðs Tsjetsjena, yrði ekki haldið áfram fyrr en vopnunum yrði skilað. Aðskilnaðarsinnar sögðu að tsjetsjenskur klofningshópur hefði náð vopnunum. Flest þeirra væru komin í leitirnar og þeim yrði skilað bráðlega, þannig að viðræðurnar gætu haldið áfram. Ljá máls á þjóðaratkvæði Talsmaður aðskilnaðarsinna sagði að ráðamenn í Moskvu hefðu fallist á að verða við kröfu þeirra um at- kvæðagreiðslu meðal Tsjetsjena um framtíð héraðsins og hún færi líklega fram eftir nokkur ár. Að minnsta kosti 128 indverskir píla- grímar létu lífið um helgina í ill- viðri, sem gerði í Himalayafjöllum. Alls eru um 65.000 pílagrímar strandaglópar í Jammu og Kasmír- fylkjum en fólkið, sem er hindúatrú- ar, hefst nú við í tjöldum. Voru hóp- ar pílagríma komnir í ailt að 3.700 metra hæð að sögn yfirvalda og varð indverski herinn að koma fólkinu til aðstoðar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. EISTNESKA þinginu mistókst að kjósa forseta landsins í gær þar sem hvorugur frambjóðanda fékk nógu mörg atkvæði. I framboði eru Lenn- art Meri, núverandi forseti, og Arn- old Ruutel, varaforseti þingsins. Önnur umferð atkvæðagreiðslunnar fer fram í dag, þriðjudag. Til að ná kjöri verður forseti að hljóta 68 atkvæði af 101 á eistneska þinginu. 95 þingmenn tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, Meri hlaut 45 atkvæði en Ruutel 34. Segja stjórn- málaskýrendur að Ruutel hafi hlotið Um 112.000 hindúar héldu til Kasmír í ár til að sækja heim hinn heilaga Amamath-helli, þar sem heit- trúaðir tilbiðja dropasteinskerti sem talið er formbirting guðsins Shiva. Á meðal hinna látnu voru margir helgir menn sem hylja líkama sinn einungis með ösku en ekki klæðum. Er veðrinu, snjókomu og úrhelli, slotaði á sunnudag var um 2.000 manns bjargað um borð í þyrlur en þá hafði það staðið í fjóra daga. mun fleiri atkvæði en spáð hafi verið. Gengið verður að nýju til atkvæða- greiðslu í dag og geta nýir frambjóð- endur blandað sér í slaginn með Meri og Ruutel. Kosið verður í þriðju umferð á milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði hljóta í annarri umferð- inni, síðar í dag. Takist ekki að kjósa forseta með þessum hætti, mun forseti þingsins kalla til alla þingmenn landsins og 273 fulltrúa héraðsstjórna til at- kvæðagreiðslu. Getur kjör forseta þá dregist um allt að mánuð. Erfitt forsetakjör Reuter. Tallinn. Reuter. Italir deila um EMU-skilyrðin Prodi segir end- urskoðun óþarfa Róm.Reuter. SKIPTAR skoðanir eru innan ítölsku rikis- stjórnarinnar um þá stefnu, sem mörkuð hefur verið, að sækjast eftir aðild Ítalíu að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU). Walter Veltr- oni, varaforsætisráð- herra, sagði í blaðavið- tali á sunnudag að til greina kæmi að endur- skoða skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir EMU-aðild. Ro- mano Prodi, forsætis- ráðherra, bar þetta til baka í gær og sagði engrar endur- skoðunar þörf. Veltroni sagði í viðtali við Corri- ere della Sera að Ítalía ætti ekki að taka neina einhliða ákvörðun um að seinka aðild sinni að EMU, sem á að ganga í gildi í ársbyrjun 1999. Hins vegar hefði efnahags- lægðin í Evrópu gert mörgum að- ildarríkjum Evrópusambandsins +★★★*. EVRÓPA^ erfiðara fyrir að uppfylla skiiyrði Maastricht um fjárlagahalla, verð- bólgu, vexti og ríkisskuldir. „Við þurfum að skoða hvort það gæti ekki verið skynsam- legt' að setjast að samningaborði og endurskoða skilyrðin eða túlkun þeirra, eða jafnvel tímasetningu gildistöku mynt- bandalagsins,“ sagði Veltroni. Fjárlögin forsenda vaxtalækkana Varaforsætisráð- herrann kemur úr röðum Vinstrisinnaða lýðræðisflokksins, sem áður kenndi sig við kommúnisma. Ummæli hans hafa verið talin við- brögð við yfirlýsingum ítalskra athafnamanna, t.d. Cesare Romiti, stjórnarformanns FIAT, sem hefur sagt að seinka megi aðild Ítalíu að EMU, verði það til að auka atvinnu í landinu. „Viljum ekki biðja um endurskoðun skilyrða" Romano Prodi forsætisráðherra sagði í viðtali við La Repubblica í gær að hann hefði alls ekki hugs- að sér að sækjast eftir endurskoð- un á skilyrðunum í Maastrieht- sáttmálanum. „Við getum ekki og viljum ekki biðja um endurskoðun Maastricht-skilyrðanna," segir Prodi. „Við hvorki getum það né viljum af þeirri einföldu ástæðu að fjárlögin [fyrir 1997] eru skila- boðin, sem markaðirnir þurfa, skilaboðin sem þeir verða að fá eigi vextir að lækka.“ Romano Prodi Emile Noel látinn Brussel. Reuter. EMILE Noel, sem var um í því sem næst 30 ár aðalritari framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, áður Evrópubandalagsins og þar áður Efnahagsbandalags Evrópu, lézt síð- astliðinn laugardag á sumardval- arstað sínum á Italíu. Hann var 73 ára að aldri. Noél, sem var Frakki, var fyrsti yfirmaður starfsliðs framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalags Evrópu við stofnun þess árið 1958, og gegndi þeirri stöðu sem óx að um- fangi samhliða vexti Evrópubanda- lagsins óslitið allt til ársins 1987. Noél var allt að því þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi meðal þeirra sem komu nærri starfsemi Evrópubanda- lagsins. I skeyti, sem Jacques Sant- er, forseti framkvæmdastjórnarinn- ar, sendi ekkju Noéls, segir: „Evrópa er í sorg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.