Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÓHÁÐA LISTAHÁTÍÐIN hefur verið haldin í Reykjavík síðan árið 1992 er hún fór fram í gamla Málar- anum á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis, þar sem nú er Veit- ingahúsið Sólon íslandus. Sólon varð reyndar til í framhaldi af fyrstu hátíðinni; hugmyndin var að staður- inn yrði fyrst og fremst fjölnota list- hús en með tímanum hefur meira farið að bera á kaffihúsinu. For- sprakki hátíðarinnar, Halldór Auð- arson, tónlistarmaður sem hefur allar götur síðan 1992 verið í stjórn hennar, segir að Sólon sé samt sem áður glöggt merki þess sem hátíðin geti áunnið. „Óháða listahátíðin hefur ávallt verið töluverður frjó- angi fyrir listastarfsemi í borginni, hún hefur verið vettvangur fyrir bæði þekkta og óþekkta listamenn, unga sem eldri og reyndari, hún hefur verið atvinnuskapandi og ýtt undir bjartsýni." Óritskoðuð og ópólitísk Halldór segir að hugmyndin að hátíðinni hafi kviknað þegar hann var á gangi í kringum Tjörnina vor- ið 1992. „Hátiðin varð í raun til í kringum Iðnó þótt hún hefði ekki verið haldin þar, heldur á Sólon og í Héðinshúsinu. Iðnó hafði verið tölu- vert í umræðunni þessa daga; menn voru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við húsið. Mér datt í hug að það væri hægt að setja af stað einhvers konar listahátíð í hús- inu, mynda breiðfylkingu listamanna til að setja upp listahátíð. Það vildi þannig til að Listahátíð í Reykjavik var einmitt þetta ár en ég ákvað að láta það ekki stöðva mig og kall- aði þessa hátið óháða. Hún átti sem sé að vera óháð Listahátíðinni í Reykjavík. Að öðru leyti var hún hins vegar háð alveg sömu lögmál- um og aðrar hátíðir; hún þarfnast peninga, styrktaraðila og athygli ijölmiðla. En reynslan hefur hins vegar kennt okkur að það borgar sig að hafa hana óháða pólitískum öflum. Það eru því engir pólitískir aðilar í stjóm hennar eins og oft er um hátíðir af þessu tagi. Stjóm Iðnó óháð listhús Hugmyndin að Óháðu listahátíðinni, sem nú er haldin í Qórða sinn, kviknaði í kringum Iðnó. Þröstur Helga- son ræddi við Halldór Auðarson, tónlistamann og hugmyndafræðing Óháðu, sem segist vona að Iðnó verði það hús sem geti hýst hátíðir eins og þessa í framtíð- inni, svo og aðra óháða menningarstarfsemi. Morgunblaðið/Halldór HALLDÓR AUÐARSON, framkvæmdastjóri Óháðrar listahátíðar, segir að framtíð Óháðu listahátíðarinnar sé í höndum grasrótarinnar. hátíðarinnar hefur verið mjög breyti- leg, í henni hafa tugir einstaklinga setið og það hefur held ég aldrei komið fyrir að sama fólkið hafi setið í stjórn tvö ár í röð. Ég hef reyndar verið í stjórn öll fjögur árin en þetta er í síðasta skiptið í ár. Það mætti kalla þetta aðra meg- inreglu hátíðarinnar en hin er sú að hún er óritskoðuð. Það er með öðrum orðum engum vísað frá há- tíðinni; allir sem hafa áhuga á að koma fram á henni mega það. Há- tíðin er því að vissu leyti stjóm- laus, stjórnin kemur fremur að utan og neðan en að innan og ofan. Vegna þessa getur breidd hátíðar- innar verið mjög mismunandi frá ári til árs og gæðin líka; hér hafa bæði komið fram gamlir og reyndir listamenn en einnig ungir og óreyndari. Þessir hópar hafa svo lært af hvor öðrum en hugmyndin er einmitt sú að etja saman ólíkum listgreinum." Iðnó opin menningarmiðstöð Halldór segist ekki vera ánægður með þær óljósu hugmyndir sem eru uppi hjá borgaryfirvöldum um nýt- ingu Iðnó. „Það er ákveðin hug- myndafræðileg skekkja í útfærslu þeirra teikninga sem samþykktar voru af húsinu árið 1994. Það er löngu tímabært að borgaryfirvöld leggi fram tillögur að frágangi hússins og gefi borgarbúum kost á að leggja mat sitt á þær. Húsið hefur verið tekið í gegn að utan og reistur við það þessi gler- skáli. Eg hef heyrt ávæning af hug- myndum þess efnis að gera húsið að eins konar móttökusetri fyrir út- valda gesti. Það er afskaplega slæm hugmynd og þýddi að húsið yrði lokað mest allt árið, það yrði að ein- hvers konar skrautskála sem fáir útvaldir fengju að heimsækja við hátíðleg tækifæri. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að gera húsið að safni, eða „dúkkuhúsi". Hugmyndir okkar sem höfum staðið að Óháðri listahátíð eru þær að þarna verði fjölnota menningar- miðstöð, helst frjáls og óháð. Hætt- an er sú að Iðnó verði aldrei opið hús, það verði lokað hús með póli- tíska nefnd yfir sér sem velur og hafnar, segir til um hveijir fá að koma þar fram. En það er nóg til af slíkum listhúsum í borginni og um allt land sem eru meira og minna miðstýrð. Iðnó var opnað árið 1897 og á því 100 ára afmæli á næsta ári. Það verður vonandi tilbúið til notk- unar fyrir þann tíma. Þegar húsið var opnað voru meðal annars haldn- ir þar dansleikir eins og eldri borg- arbúar muna og það væri gaman ef hægt væri að taka það upp að nýju. Húsið þyrfti þannig ekki að vera opið listamönnum einum held- ur færi þar fram almenn starfsemi, jafnvei ráðstefnur ef svo ber undir. Aðalatriðið er að húsið fái að þroskast sjálft; það má ekki búa til sviðsmyndina áður en búið er að ákveða hvaða starfsemi á að fara fram þarna. Það mætti alveg hafa húsið tiltölulega hrátt og leyfa því svo að þróast hægt og hægt. Það er nóg fyrir borgina að gera húsið þannig úr garði að það standist öryggis- og hreinlætiskröfur og sé búið viðunandi tæknibúnaði. Þannig mætti spara mikla peninga í frá- gangi hússins. Síðan þyrfti að setja ákveðnar starfsreglur fyrir húsið; ein af þeim reglum gæti verið sú að það mætti ekki ritskoða starf- semina, það ættu sem sé allir inn- gengt í húsið með sína list, hvort sem það væru myndlistarmenn, leikhópar, kammersveitir, rokk- sveitir eða aðrir. Svo þyrfti auðvitað að ráða umsjónarmann með húsinu en þarna þyrfti ekki að skipa ein- hveija nefnd eða stjórn sem réði því hvað færi fram í húsinu. Með litla eða enga yfirbyggingu getur Iðnó skilað tekjum; listamenn sem fá þar inni greiða ekki fyrir húsið en skila ákveðnu hlutfalli af ágóða til reksturs hússins." Framtíð óháðu Framtíð Óháðu listahátíðarinnar segir Halldór að sé í höndum lista- mannanna sjálfra, einkum þeirra sem eru í grasrótinni. „Mín helsta ósk er hins vegar sú að hátíðin fái inni í Iðnó, að Iðnó verði það hús sem geti hýst hátíðir eins og þessa ásamt annarri óháðri menningar- starfsemi. Það hefur í raun verið aðaláhugamálið alveg síðan hug- myndin að þessari hátíð varð til.“ Fimmtugasta Edinborgarhátíðin HIN árlega Edinborgarhátíð stend- ur nú yfir, sú fimmtugasta í röð- inni. Hún stendur til 31. ágúst og myndlistarsýningamar nokkru lengur. Of langt mál er að telja upp allt það sem stendur til boða á henni en nefna má nokkur atriði sem telja má víst að freisti listunn- enda. Leikkonan Miranda Richardson fer með hlutverk Orlandos í sam- nefndri leikgerð Darryl Pinckney og Robert Wilson á sögu Virginiu Woolf. Áður hefur verið gerð kvik- mynd með sama nafni, en hún seg- ir frá manni sem fæðist er Elísabet I. var við völd og lifir í þijár aldir, verður að lokum kona, tákn um líf og vonir kvenna í upphafí aldarinn- ar. Þá má nefna kanadíska leik- stjórann Robert Lepage, sem sýnir afar óvenjulega og tæknivædda eins manns túlkun sína á Hamlet. Nottingham Playhouse sýnir verkið „Tímann og rýmið“ eftir Svisslend- inginn Botho Strauss og Teatro di Roma og Teatrro Stabile di Parma sýna uppsetningu sína á „Vanja frænda" eftir Tsjekov. Enginn stór dansflokkur kemur á hátíðina þar sem San Francisco ballettinn komst ekki eins og til stóð. Af þeim sem fram koma er helst að nefna dansflokk Mörthu Graham og hið hollenska Dans Theater, svo og dansflokka Mark Morris og Pinu Bausch. Átjánfaldur Haydn Mikið verður um að vera í tónlist- inni og er það mál manna að vel hafi tekist til við val á listamönnum og Verkum þetta árið. Fiuttar verða tvær óperur eftir Gluck; Orfeus og Evridís og Ifigení frá Tauris, ópera eftir James Mac- Millian „lnes de Castro" og upp- færsla óperunnar í Houston á „Fjórir helgir menn í þremur þátt- FRÁ Salzborgarhátíðinni: Cheryl Studer og Ruth Ziesak í „Fidelio' um“ eftir Virgil Thompson. Alls verða verk Haydns flutt á átján tónieikum, sinfóníur og strengjakvartettar. Níunda sinfón- ía Beethovens verður á efnis- skránni, Stríðssálumessa Benjam- ins Brittens, Gurrelieder eftir Schönberg og Elijah eftir Mend- elsohn. Á meðal þeirra hljómsveita sem fram koma, eru Fílharmónían í New York undir stjórn Kurt Mas- ur, Sinfóníuhljómsveit Cleveland sem Christoph von Dohnányi stjórnar og Óslóarfílharmónían. Af einsöngvurum má nefna Walesbúann Bryn Terfel, hinn danska Boje Skovhus, Tom Krause, Renée Fleming, Ian Bostridge og Ann Murray. Og á meðal hljóð- færaleikaranna er ekki úr vegi að nefna Andreas Schiff og Alicia de Larrocha. Að síðustu má tína til myndlist- MIRANDA Richardson í hlutverki sínu í „Orlando". arsýningar en þær standa flestar fram í október. Sýnd verða verk svissneska meistarans Giacomettis, verk sem Velázquez málaði í upp- hafi ferils síns í Sevilla, kyrralífs- myndir Helen Chadwick og mál- verk Callum Innes. List, ekki skemmtun Onnur listahátíð, ekki síður þekkt, stendur fram til mánaðar- loka, tónlistarhátíðin í Salzburg í Austurríki. Yfírbragð hennar er öllu alvarlegra að mati blaðamanns The Daily Telegraph sem segir ein- kunnarorð þeirra sem sækja hana vera: Við viljum list, ekki skemmt- un. Framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar síðustu fjögur árin, Belginn Gerard Mortier, hafi framfylgt henni af röggsemi en hann tók við hátíðinni eftir lát Herberts von Karajan. „List á ekki að vera þægi- leg,“ segir Mortier, en það er nokk- ur breyting frá stefnu Karajans. Mortier hefur aukið vægi tónlistar frá tuttugustu öldinni, fengið unga og efnilega tónlistarmenn til liðs við sig og hefur auk þess tekist að halda fjármálunum í sæmilegu horfi. Mortier hræðist ekki átök og hann hefur átt í illdeilum við tvo þekkta stjórnendur, þá Claudio Abbado og Nikolaus Hamoncourt um efnisskrá hátíðarinnar, auk þess sem Peter Stein, sem hafði yfirum- sjón með leikverkum á hátíðinni, hefur sagt af sér. Þá hefur Mortier rofið öll tengsl við stjórnandann Ricardo Muti. Eftir standa hins veg- ar stjómendur á borð við Sir Georg Solti, Lorin Maazel, Christoph von Dohnányi og Simon Rattle. Þá má nefna andstöðu Mortiers við það að upptökufyrirtækin leiki of stór hlutverk á hátíðinni en hann hefur sakað þau um að hafa allt of mikil áhrif á efnisskrá og val á tónlistarmönnum á hátíðinni. Sló í brýnu með honum og Deutsche Grammophone en sættir náðust um síðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.