Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens EVODU SVOUTLUM T|/HA j KAMNSKI EITTHVAD AF'HWU HANS 06 SJAKMA FESTIST 0 >? L<3 _______________ | Tommi og Jenni Ýejj/ndi /i eóia Ljóska Ferdinand BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Efri Barmahlíð - hvers eigum við að gjalda? Frá Svövu Brand: í MORGUNBLAÐINU 20. ágúst var gleðifrétt fyrir íbúa nokkurra gatna í Hlíðunum, nefnilega Barmahlíðar, Mávahlíðar, Drápu- hlíðar og Blönduhlíðar (átt er við kaflann frá Lönguhlíð að Engihlíð, keyrt í vesturátt): að þar væru komnar hraðahindranir og 30 km hámarkshraði. Við í efri Barmahlíð samgleðjumst þeim sem þarna búa að nú skuli bæði hraðahindrun við gatnamót Lönguhlíðar og greinileg skilti sem minna á 30 km öku- hraða á þessum kafla áðurgreindra gatna vera til staðar. En betur má ef duga skal. Um efri Barmahlíð fara ótaldir bílar sem stefna beint á Bogahlíðina og hverf- ið þar í kring. í þessu „efra hverfí" sem hefír að geyma ekki færri en 10 blokkir, eitt félagsheimili (Drangey) og stóra verslunarsam- stæðu (Suðurver) auk annarra íbúð- arhúsa, má gera ráð fyrir að um- ferðarþungi sé óhóflega mikill. Öll þessi umferð býður hávaða, mengun og slysahættu heim. Auð- vitað skiljum við sjónarmið þeirra sem aka bílunum því að hér í efri Barmahlíð er engin hraðahindrun, enginn hámarkshraði og að sjálf- sögðu engin umferðarljós til að tefja för ökumannsins. Nú er tími til úrbóta. Því viljum við allra vinsamlegast mælast til þess að hraðatakmörkun, ásamt hraðahindrun við innkeyrslu í efri hluta Barmahlíðar, verði komið fyrir hið allra fyrsta. SVAVA BRAND, Barmahlíð 48, Reykjavík. Athugasemd frá launþega Frá Guðrúnu Jacohsen: HVERNIG má það vera, reikn- ingsmeistarar góðir, að sóknar- kona með 40 þúsund króna grunn- kaup fyrir 13-14 vinnunætur í mánuði, við umönnun aldraðra síð- astliðin tíu ár, sem getur ekki leyft sér að veikjast lengur, því þá bætist vinna hennar á herðar næsta vinnufélaga, hafi möguleika á að eyða um efni fram? Hvernig má það vera, að þessi sama sóknarkona, sem hefur orðið að bæta á sig viðbótarstarfí og margar eru þær víst sóknarkonum- ar sem eru í fleiri en tveim stöfum til að endar nái saman, til dæmis póstkona með 35 þúsund króna grunnlaun í hlutastarfí, við að koma til skila hótunarbréfunum frá bönkum allra landsmanna, til að mynda ef greitt er ekki innan vissra daga, sigum við lögmönnum bank- ans á yður, í hvaða veðri sem er allan ársins hring síðastliðin fímm ár, geti eytt um efni fram? Nú, nú til að hafa hvorki þurft að veðsetja sál né líkama, hefur þessi sami launþegi sem er langt undir 150 þúsund króna svokölluðum meðal- launum á mánuði orðið að taka líf- eyrissjóðslán. Eitt af lánunum, 135 þúsund krónur, tekið 1982, er að eftirstöðvum í dag, tæpar 600 hundruð þúsund krónur, þótt búið sé að greiða af því 80 þúsund krón- ur árlega síðastliðin 14 ár. Þetta er sú hagfræði sem láðst hefur að kenna við Háskóla ís- lands. GUÐRÚN JACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Rvík. Miklar veðrabreyting- ar munu eiga sér stað Frá Eggerti E. Laxdal ÞAÐ er ekki nokkur vafi á því, að tilraunir með kjarnorku- sprengjur, bæði ofansjávar og í djúpi hafsins, hafa breytt straum- um hafs og lofts verulega. Miklar veðrabreytingar munu því eiga sér stað víða á hnettinum með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum, sumum til góðs, en öðrum til tjóns. Eyði- merkur munu verða að frjósömum ekrum og gróin svæði að auðn. Ganga fískanna mun þar af leið- andi einnig breytast til muna, fengsæl fiskimið munu eyðast og öfugt. Hitastig sjávar mun einnig taka breytingum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Skaparinn hefur sett öllu þessu ákveðnar skorður, sem munu splundrast við þessi inngrip mannsins í sköpun- arverkið og það er ábyrgðarhluti, svo ekki sé meira sagt og mann- kynið á eftir að súpa seyðið af þessu um ókominn aldur. Stemmum því stigu við þessu óráði, áður en lengra er haldið á braut ógæfunnar fyrir marga. EGGERT E. LAXDAL, Hveragerði, box 174. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.