Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Brúarhlaup gegn reykingum Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN brúarhlaupsins á Tryjg-gvatorgi á Selfossi ásamt Rafni Haraldssyni, stjórnarformanni Isfugls, með kjötverðlauna- gripi hlaupsins, holdakjúklinga. Selfossi - Brúarhlaup Selfoss fer fram 7. september næstkomandi. Hlaupið er orðinn fjölmennasti íþróttaviðburðurinn á Selfossi og hefur skapað sér ákveðinn sess í bæjarlífinu. í ár er hlaupið einn af burðarásum dagskrárinnar Sumar á Selfossi en laugardagurinn 7. sept- ember er einmitt einn af sumardög- unum með skemmtilegri dagskrá fyrir bæjarbúa og gesti. Hlaupið fór fyrst fram 1991 á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar. Upp frá því hefur þátttakendafjöldinn farið vaxandi ár frá ári og í fyrra voru þátttakendur í þessum viðburði ríf- lega 1.100 talsins. í ár hafa forráða- menn hlaupsins sett sér það takmark að þátttakendur verði 1.500. Bæj- arbúar og ailir þeir sem áhuga hafa á hollri hreyfingu eru.hvattir til að taka þátt í hlaupinu og sameinast um að gera það að skemmtilegum viðburði þar sem holl áreynsla ræður ríkjum í góðum félagsskap. Hlaupið gegn reykingum Einkunnarorð hlaupsins að þessu sinni eru: Fyrir betra líf án tób- aks. Með þessum orðum leggja hlauparar Brúarhlaupsins og reið- hjólafólk sitt af mörkum til barátt- unnar gegn reykingum. Þátttakend- ur geta hlaupið, hjólað, skokkað eða gengið, allt eftir því hvað hver vill. I boði eru 10 kílómetra hjólreiðar, 2,5 km hlaup, 5 km og 10 km hlaup og síðan 21 km hálfmaraþon. Þátt- takendur í hálfmaraþoni þurfa að hafa náð 16 ára aldri. Skráning í hlaupið hefst 30. ágúst klukkan 16 í Kjarnanum í KA á Selfossi. 31. ágúst er skráningartími klukkan 11 - 14. 5. september frá klukkan 16 og 6. september frá klukkan 12. í Reykjavík getur fólk skráð sig á skrifstofu Ungmennafé- lags Islands að Fellsmúla 26. Fyrir utanbæjarfólk og þá sem eru seinir fyrir er gefinn möguleiki á skráningu að morgni 7. september í Tryggva- skála. Skráningargjald er 800 kr. fyrir 12 ára og eldri og 400 kr. fyr- ir 11 ára og yngri og greiðist það við skráningu en þá fær hver þátttak- andi merktan bol til að hlaupa í. Einnig gefst hlaupurum kostur á að fá keyptar húfur merktar hlaupinu. Númer verða síðan afhent frá klukk- an 10 á hlaupadaginn í bækistöð hlaupsins, Tryggvaskála. Sigurvegarar fá kjúkling Allir sem Ijúka hlaupinu fá verð- launapening en auk þess fá karl og kona sem eru fyrst í hverri vega- Iengd kjúklingapakka frá Ísfugli og í hálfmaraþoni fá sigurvegarar fría gistingu í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði í Gesthúsum á Selfossi eða á Hótel Vík í Mýrdal. Hlaupið hefst á Ölfusárbrú, hlaup- ið er um Austurveg, Langholt, Foss- heiði, Gagnheiði, Lágheiði og því lýk- ur síðan á Eyravegi framan við Hót- el Selfoss. Á hótelplaninu geta hlaup- ararnir hresst sig á vatni eða drykkn- um Garpi eftir hlaupið og þar fer verðlaunaafhending fram strax að loknu hlaupi. Þátttakendur í hlaupinu geta farið frítt í Sundhöllina og skol- að af sér svitann eftir átökin. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæðamjólkurframleiðendur í Austur-Húnavatnssýslu. Viðurkenningar fyrir gæðamjólk Blönduósi - Ellefu mjólkurfram- leiðendur í A-Húnavatnssýslu fengu viðurkenningu Sölufélags A-Hún- vetninga (SAH) fyrir hágæðamjólk framleidda á árinu 1995. Þetta er í níunda sinn sem SAH veitir mjólk- urframleiðendum slíka viðurkenn- ingu og á þessum níu árum hafa ábúendur í Austurhlíð í Blöndudal sex sinnum hlotið viðurkenningu fyrir gæðamjólk. Mjólkurbússtjóri mjólkursam- lagsins á Blönduósi, Páll Svavars- son afhenti þessar viðurkenningar í samsæti á Sveitasetrinu fyrir skömmu. Auk ábúenda í Austurhlíð fengu ábúendur eftirtalinn'a jarða viðurkenningu fyrir hágæðamjólk: Haustvörurnar streyma inn WÍJ&3 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Auðólfsstaða, Árholts, Blöndudals- hóla, Steinnýjarstaða, Steinár II, Neðri-Harrastaða, Hróarsstaða, Skinnastaða, Syðri-Grundar og Syðri-Löngumýrar. Páll Svavarsson mjólkurbússtjóri sagði að til að verða þessarar viðurkenningar að- njótandi þyrftu mjólkurframleið- endur að uppfylla mjög strangar gæðakröfur hvað varðar fjölda gerla og frumna í mjólkinni „og þessar kröfur uppfylla menn ekki nema með mikilli nákvæmni í dag- legum rekstri kúabúsins". Templarahöllin Eiríksgata 5 og byggingarréttur til sölu Húsið er kjallari og þrjár hæðir samtals um 1694 fm. í kjallara er samkvæmissalur, eldhús, snyrtingar o.fl. Götu- hæð gæti hentað fyrir hvers kyns skrifstofur og þjónustu. Á 2. og 3. hæð eru skrifstofur og fundarsalir. Byggingarréttur er áætlaður fyrir u.þ.b. 3200 fm byggingu. Allar nánari upplýsingar veita Þorleifur eða Sverrir í Eignamiðlunni og Kári á Garði. EIGNAMIÐIUNIN «.f Abyrg þjónusta í áratugi Sími 588 9090 - Fax 588 9095 Síðumúli 21. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. ^ejgnas^/ GARfíUR S. 562-1200 562-1201 Skipholti 5 Sveif seglum þöndum Vopnafirði - Það var glæsilegt far sem sigldi í höfn á Vopna- firði nýlega. Þar var á ferðinni Avance, 150 tonna skúta frá Noregi, af gerðinni Jongert 30M, ein af þeim glæsilegustu. Skútan var smíðuð í Hollandi fyrir 6 árum. Eigandi skútunnar, Jacob Stolt-Nielsen, er norskur skipa- flotaeigandi en skip hans ann- ast efnaúrgangsflutninga um heiminn. Níu menn voru um borð. Þeir sögðust ætla að sigla á slóðum víkinga og lögðu upp frá Hauganesi i Noregi, sigldu þaðan til Hjaltlandseyja, Fær- eyja og íslands. Til Vopnafjarðar komu þeir fyrst og fremst til að komast í veiði í Hofsá. Veiðin tókst með ágætum því um borð fóru 20 dáindis bleikjur. Frá Vopnafirði var ferðinni heitið til Akureyrar og þaðan til Vínlands og síðan til Ný- fundnalands. Það var tilkomu- mikil sjón að sjá skipið sigla fjörðinn undir fullum seglum. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Vegagerð í Vopnafirði Vopnafirði - Þeir voru ekki í nein- um vandræðum með vegagerðina, þeir Valgeir Mar Friðriksson og Ivar Örn Grétarsson þar sem þeir hrærðu steypu úr sementi, sandi og vatni. Þeir unnu að endurbótum á vegum sem þeir höfðu lagt um kletta á Vopnafirði en voru í svo- litlum vandræðum á einum stað vegna skriðufalla. Þeir voru að íhuga gangagerð með því að leggja plastflösku á hliðina og steypa svo yfir. Það væri ekki ónýtt ef ráða- mönnum landsins tækist að finna jafneinfalda lausn á vegasambandi Vopnfirðinga yfir á Hérað. Vegir eru lífæðar fólks í afskekktum sveitum landsins til annarra lands- hluta og nú þegar haustar að lok- ast brátt heiðarvegurinn frá Vopnafirði yfir Hellisheiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.