Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 43 FRÉTTIR MICHAEL Evans t.v. og Chris Johnson fengu þessa fallegu morg- unveiði fyrir neðan Ægissíðufoss í Ytri-Rangá fyrir skömmu. Lifnar yfir Grímsá Fór 61 metra utan vegar Kynlífs- könnun á eigin vegum KONA kærði nýlega tii lög- reglu upphringingu frá manni sem spurði hana nærgöngulla spurninga um kynlíf hennar. Maðurinn kynnti sig sem starfsmann Mannfræðiskrif- stofu Háskóla íslands og kvaðst vera að framkvæma kyníífskönnun á hennar veg- um. Svo virðist sem maðurinn hafí að undanförnu hringt í konui' og spurt slíkra spurn- inga. Engin könnun af þessu tagi er framkvæmd af Há- skóla íslands. Engin handtaka í FRÉTT í blaðinu sl. sunnu- dag um skemmdir sem unnar voru á róðukrossi í Viðeyjar- kirkju var því ranglega haldið fram að pilturinn sem hlut átti að máli hefði verið hand- tekinn. Hið rétta er að lögregl- an í Reykjavík, sem kvödd var út í Viðey, leysti málið á staðnum án þess að til hand- töku kæmi. LEIÐRÉTT Með lögum skal land byggja í STUTTRI grein eftir Vil- hjálm Alfreðsson í Velvak- anda sl. sunnudag var rangt farið með lokasetninguna en rétt er hún svona: „Með ólög- um skal landi eyða.“ Árheitið misritaðist í viðtali við Svanhildir Steins- dóttur í sunnudagsblaði varð villa í árheiti. Guðrún Lárus- dóttir og dætur hennar fórust í Tungufljóti ekki Brúará. Þá var það misskilningur að Lára Sigurbjörnsdóttir hafi verið skólastjóri í Hallormsstaða- skóla. Hún var kennari fyrir austan 1934-35. En það er rétt að hún og maður hennar komu til Reykjavíkur að aust- an þegar slysið varð. GRÍMSÁ í Borgarfirði hefur þegar gefíð meiri veiði en allt síðasta sumar þó svo að illa hafi veiðst stóran hluta ágústmánaðar. Maðkaveislan í byijun ágúst tók sinn toll, 150 laxa á þrem- ur dögum og veiði dalaði verulega um tíma eftir það, svo mjög að eitt hollið fór niður í 6 laxa á tíu stangir á tveimur dögum. En síðustu daga hefur veiði aftur glæðst, nýgengnir fískar eru áberandi á neðri svæðunum og í kaupbæti hafa verið mjög iífleg- ar sjóbirtingsgöngur. Eru það allt að 7 punda fískar. „Þetta hefur verið í heild verið skemmtilegt sumar. Það eru komnir 1.243 laxar á land, en allt síðasta sumar fór heildarveiðin rétt yfir 1.100 físka. Það er vaxandi straumur og nýir laxar hafa verið að koma í ána, þeir fyrstu í nokkuð langan tíma. Veðrið hefur breyst til hins betra, það fór að rigna í morgun og veiðin glæddist strax. Ef það verð- ur dimmt yfír með úrkomu fram yfir strauminn gæti ég trúað að veiðin tæki góðan kipp,“ sagði Ingi Þór Jóns- son kokkur í veiðihúsinu Fossási við Grímsá í gærdag. Ingi Þór sagði meðalvigt smálaxins hafa farið vaxandi að undanförnu. Algengur smálax framan af hafí ver- ið 3-5 pund, en nú væri algengara að fá 5-7 punda físka. Ætti það eink- um við nýrri físka í ánni. Sjóbirtingur- inn væri einnig vænn, mest 3-4 pund og allt að 7 punda. Stærstu laxamir í sumar hafa komið úr Kotakvörn, einn 20 punda og annar 16,5 punda. Góð útkoma á vatnasvæði Lýsu Svava S. Guðmundsdóttir að Görð- um sagði í samtali við Morgunblaðið um helgina að laxveiði teldist góð á vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi í sumar. „Ég held eina veiðibók og þar eru komnir yfír 90 laxar. Veiðivörður- inn er með aðra bók og ég reikna með að það sé annað eins af laxi komið á skrá þar. Annars hefur verið róleg veiði í sólinni síðustu daga. Fólk sækir ekki eins mikið í svæðið okkar þegar þannig viðrar. Um leið og dregur fýrir fer laxinn að taka aftur,“ sagði Svava. Hún sagði litla silungsveiði þessa dagana, en góð bleikjuveiði hefði verið í júní og júlí. Tölur úr ýmsum áttum Stóra-Laxá í Hreppum hafði gefíð 313 laxa um helgina. Neðstu svæðin tvö höfðu þá gefíð nokkuð vel síðustu daga, en rórra var efra. 158 laxar voru komnir af svæðum 1 og 2, 84 laxar af svæði 3 og 71 lax af efsta svæðinu. Veiði er enn lítil í Soginu og hafa heyrst tvær skýringar öðrum fremur. Vatnsborðssveiflur hafí verið óvenju- miklar vegna vinnu við raforkuverin og auk þess telja margir að það sé einfaldlega lítið af laxi. Aftur á móti hefur Sogið löngum gefíð vel í sept- ember og afar lífleg bleikjuveiði á köflum hefur bætt mörgum veiði- manninum laxekluna upp. Annað áberandi við Sogið í sumar er skortur á stórlaxi. Þar ku þó hafa veiðst ann- ar af tveimur stærstu löxum sumars- ins, 25 punda lax fýrir landi Þrastar- lundar. Rólegt hefur verið á Brennunni í ágúst, laxar veiðst á stangli, en þokkalegar sjóbirtingsgöngur hafa haldið mönnum við efnið. Samkvæmt upplýsingum veiðimanna sem veiddu á svæðinu um helgina voru þá komn- ir um 100 laxar á land og talsvert af sjóbirtingi sem er yfirleitt 2-4 pund. Á sunnudaginn urðu menn varir við smálaxagöngu sem hraðaði för sinni upp Þverá. MAÐUR slasaðist alvarlega í bílveltu við Dragháls í Hvalfirði sl. laugar- dagskvöld. Maðurinn missti stjórn á bílnum sem hentist út af veginum og fór 61 metra leið utan vegar. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi flaug bíllinn yfir girðingu, sem þarna er, og yfir læk. Þegar komið var að manninum var hann meðvitundar- laus í aftursæti bílsins. Hann komst þó fljótt til meðvitundar. Talið var að maðurinn væri axlarbrotinn og rifbeinsbrotinn auk þess sem hann hafði meiðst innvortis. Á RÁÐSTEFNU miðflokkakvenna á Norðurlöndum sem haldin var í Kópa- vogi um síðustu helgi var rætt um heimilisofbeldi og leiðir til að vinna bug á því. I ráðstefnunni tóku þátt sextán konur frá Svíþjóð, Noregi, Eistlandi og íslandi. Það var Freyja, félag fram- sóknarkvenna í Kópavogi, sem var gestgjafi ráðstefnunnar. í sameiginlegri ályktun ráðstefn- unnar segir m.a. að ofbeldi gagnvart konum og bömum sé útbreitt vanda- mál á Norðurlöndum. Sú kvennasýn sem endurspeglist í þessu ofbeldi sé ekki samræmanleg jafnréttismarkm- iðum samfélagsins. I jafnréttissamfé- lagi eigi konur ekki að vera fóm- arlömb ofbeldis, þvingana, nauðgana eða annarrar misnotkunar. Talið er að bíllinn hafi komið á talsverðri ferð niður hálsinn, þar sem er malarvegur, og ökumaðurinn misst stjórnina í beygju. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið ölvað- ur, samkvæmt upplýsingum lög- reglu. Til þess að ná manninum úr bílnum þurfti að klippa þakið af og er bíllinn talinn gjörónýtur. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, til Reykjavíkur og lenti hún við Sjúkra- hús Reykjavíkur í Fossvogi klukkan tæplega hálftíu. Konur í miðflokkum vilja beijast á móti þeim fordómum sem beint eða óbeint endurspegla hugmyndir um vald karla yfír konum, þar sem þeir fordómar séu ástæða ofbeldis og kyn- ferðislegra brota gagnvart konum. Á ráðstefnunni kom fram að sænskar rannsóknir sýni að þriðjung- ur allra morða sem framin eru í Sví- þjóð flokkist undir heimilisofbeldi. Ennfremur kom fram að fjöldi kvenna sem myrtar eru þar í landi af eigin- mönnum eða sambýlismönnum sam- svari því að tíunda hvem dag sé kona myrt af maka sínum. Kristjana Bergsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, segir það afar athyglisvert að á ís- landi vanti allar rannsóknir á ofbeldi gegn konum og börnum. Ráðstefna norrænna miðflokkakvenna Morgunblaðið/Golli MIÐFLOKKAKONUR frá Svlþjóð, Noregi, Eistlandi og Islandi hitt- ust á ráðstefnu í Kópavogi um helgina og ræddu ofbeldi á heimilum. Alyktað gegn ofbeldi Ur dagbók lögreglunnar 22 unglingar færðir í athvarf TÆPLEGA fjögur hundruð mál voru færð til bókunar um helgina. Af þeim eru 10 líkamsmeiðingar, 14 innbrot, 23 þjófnaðir og 14 eign- arspjöll. Afskipti vora höfð af 36 einstaklingum vegna ölvunarhátt- semi. Vista þurfti 43 í fangageymsl- unum, bæði vegna ölvunar, annarr- ar háttsemi sem og afbrota. Þannig vora 17 einstaklingar vistaðir vegna mála, sem rannsóknar þurftu við hjá RLR. Níu ökumenn vora kærðir fýrir of hraðan akstur og 21 öku- maður er granaður um ölvunarakst- ur. Tilkynnt var um 32 umferðar- óhöpp og eitt umferðarslys. Þá var 30 sinnum tilkynnt um hávaða og ónæði innan dyra og utan. Auk þessa var m.a. tilkynnt um stuld á einu ökutæki, 2 fíkniefnamál, 5 brana, 1 vinnuslys og 7 heimilis- ófriðartilvik. Ofbeldi hafði verið beitt í þremur þeirra. í 37 tilvikum veittu lögreglumenn fólki aðstoð ýmiss konar, s.s. vegna veikinda, vatnsskemmda og við að opna læst- ar hurðir. Talsvert var um unglinga á ferð í og við miðborgina á föstudags- kvöld. Lögreglumenn höfðu afskipti af 22 þeirra og færðu í athvarf ÍTR þangað sem þeir vora sóttir af for- eldram. Auk þess höfðu lögreglu- menn afskipti af 5 ungmennum á ferð með áfengi í fóram sínum. Því var hellt niður á staðnum. í 14 innbrotum var m.a. brotist inn í bifreið við Ægisíðu, geymslu- húsnæði við Flugvallaveg, í bifreið við Brekkubæ, í verslun við Fálka- götu, í verslun við Klapparstíg, í bifreiðir við Geirsgötu, Fjölnisveg og Sölvhólsgötu og í verslun við Austurstræti. Maður var handtek- inn eftir að hafa brotist inn í veit- ingahús við Pósthússtræti aðfara- nótt laugardags. Aðfaranótt mánu- dags var maður handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað við Laugaveg og stolið þaðan áfeng- isflöskum. Þá vora einnig tveir menn handteknir eftir að þeir höfðu brotist inn á dagheimili við Grænu- hlíð og stolið þaðan ýmsum hlutum. Auk þess þýfís fannst talsvert af öðrum hlutum í fóram þeirra. Aðfaranótt laugardags handtóku lögreglumenn átta manns í húsi við Frakkastíg eftir að sést hafði til manna vera að bera hluti inn í hús- ið. I Ijós kom að hlutimir reyndust vera þýfi eftir innbrot í verslun. Á staðnum fundust einnig fíkniefni, fíkniefnaleyfar og áhöld til neyslu fíkniefna. Sérstakt eftirlit mun verða haft með húsnæðinu næstu daga. Um 5.000 manns voru í miðborg- inni þegar flest var aðfaranótt laug- ardags og u.þ.b. eitt þúsund færri aðfaranótt sunnudags. Unglingar sáust þar ekki á ferli síðari nóttina, en þá þurfti að handtaka þijá vegna ýmissa mála. Hins vegar þurfti að handtaka sex aðfaranótt laugar- dags. Talsverð ölvun var á meðal hinna fullorðnu. Á föstudagskvöld kom til slags- mála stráka í Mjóddinni, en meiðsli -reyndust óveruleg. Um nóttina sló eiginmaður eiginkonu sína á veit- ingastað í miðborginni. Mikið blæddi úr konunni, en að aðhlynn- ingu lokinni hélt hún áfram að skemmta sér, Þá var maður færður í fangageymslu eftir að hafa veist að öðram í Austurstræti og tárag- asi var sprautað í andlit manns í Bergstaðastræti. Sá sem það gerði var handtekinn undir morgun og var látinn afhenda úðabrúsann. I hádeginu á laugardag veittust 4-5 menn á einum í Austurstræti og meiddu hann lítilsháttar. Aðfaranótt sunnudags veittist vegfarandi að öðram á Laugavegi við Frakkastíg. Einhveijar skrokkskjóður hlutust af. Til slagsmála kom á milli manns og konu í húsi í Breiðholti. Hún hlaut áverka á kinn og hann bitsár á hendi. Einn aðili var handtekinn og vistaður í fangageymslum. Tvö reiðhjólaslys urðu á föstudag. Níu ára drengur datt af reiðhjóli í Reykjabyggð og hjólreiðamaður varð fyrir bifreið á Háaleitisbraut við Miklubraut. Þeir vora báðir flutt- ir á slysadeild með sjúkrabifreið. Meiðsli vora minniháttar í báðum tilvikum. Samstarfsnefnd lögreglunnar á Suðvesturlandi kemur saman til fundar í dag (þriðjudag). Ætlunin er að leggja drög að sérstöku eft- irliti lögreglu með umferð í ná- grenni við skóla í tilefni þess að þeir era bráðum að byija starfsemi á ný eftir sumarfrí. Morgunblaðið/Árni Sæberg TALIÐ er að kveikt hafi verið í fjölbýlishúsi í Rimahverfi sl. sunnudagskvöld. Eldur í fjöl- býlishúsi TALSVERÐUR eldur kom upp í fjöl- býlishúsi í Rimahverfí sl. sunnudags- kvöld. Eldurinn komst í þak hússins og varð að ijúfa það á kafla. Grunur leikur á um að kveikt hafí verið í. Húsið hefur staðið nokkuð lengi óklárað. Þakið er talsvert skemmt en slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig. Um eina klukkustund tók að slökkva eldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.