Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HOLLUSTA VIÐ
HAGSMUNI?
LAUFEY Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldis-
ráðs, segir í samtali við Morgunblaðið á laugardag
að grænmetisneyzla íslendinga sé enn sú minnsta í Evr-
ópu, þótt hún hafi farið vaxandi undanfarin ár. Laufey
bendir jafnframt á að samkvæmt manneldis- og neyzlu-
stefnu, sem samþykkt hafi verið fyrir sjö árum, hafi ver-
ið sett fram það markmið að auka grænmetisneyzlu og
hafi stjórnvöld ákveðið að hafa markmið stefnunnar til
hliðsjónar við ákvarðanir, sem snertu verðlag matvæla,
til dæmis ákvörðun tolla og niðurgreiðslna.
„Ríkisstjórnin hefur sem sagt samþykkt að það eigi að
taka mið af hollustusjónarmiðum og þess vegna skýtur
mjög skökku við þegar verið er að leggja háa tolla á holl-
ustuvörur, sem Islendingar borða alltof lítið af,“ segir
Laufey.
Full ástæða er til að taka undir þessa gagnrýni forstöðu-
manns Manneldisráðs. Að undanförnu hafa stjórnvöld
staðið fyrir herferð, þar sem fólk er hvatt til að auka
grænmetisneyzlu sína. Ríkisstjórnin getur ekki horft fram-
hjá því að hið háa verðlag á grænmeti, sem meðal annars
er tilkomið vegna tollverndar, hlýtur að draga úr neyzlu
þessarar hollustuvöru. Stjórnvöld hafa hins vegar tæki-
færi til að lagfæra þetta ósamræmi milli manneldisstefnu
og landbúnaðarstefnu í viðræðum við aðila vinnumarkað-
arins um verðmyndun landbúnaðarvara, sem nýlega eru
hafnar. Stjórnvöld geta þurft að velja milli hollustu matar-
ins, sem þjóðin lætur ofan í sig, og hollustu við hagsmuna-
aðila í landbúnaði.
LANDGRÆÐSLA
OG SKÓGRÆKT
FAGNA ber framkvæmdaáætlun fyrir landgræðslu og
skógrækt í samvinnu landbúnaðarráðuneytis og um-
hverfisráðuneytis sem marka mun stefnuna til næstu ald-
ar. Áætlunin var kynnt á aðalfundi Skógræktarfélags ís-
lands um helgina.
Hún er unnin í samræmi við alþjóðlega áætlun Samein-
uðu þjóðanna, Dagskrá 21, um sjálfbæra þróun á öllum
sviðum samfélagsins, þ.e. að fullnægja þörfum íbúa heims
án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til velja sér
eigin lífshætti.
íslendingar verða að herða sig til að draga úr koltvísýr-
ingsmengun, sem ásamt samverkandi þáttum stuðlar að
gróðurhúsaáhrifum með óumflýjanlegum afleiðingum, s.s.
að hitastig og yfirborð sjávar hækki. Ríkisstjórnin hefur
markað þá stefnu, að útstreymi koltvíoxíðs og annarra
gróðurhúsategunda verði ekki meiri um aldamótin en árið
1990 svo og að auka bindingu koltvíoxíðs um 100 þúsund
tonn á ári með ræktun skóga, lúpínu eða annars gróðurs.
Þetta eru eingöngu fyrstu skrefin til að sporna gegn
mengun og búast má við, að kröfur í alþjóðlegum samning-
um um ráðstafanir stjórnvalda aukist til muna þegar í
upphafi næstu aldar.
VÍSINDASAMSTARF
BANDARÍSKA heilbrigðisstofnunin hefur veitt nær 150
milljónum króna til samstarfsverkefnis íslenzkra og
bandarískra vísindamanna til að rannsaka orsök floga-
veiki. Rannsóknirnar munu taka fimm ár og fara fram
bæði hér á landi og við Columbia háskólann í New York.
ísland er talið heppilegt til slikra rannsókna eins og reynd-
ar ýmissa annarra á sviði læknisfræðinnar. Prófessorinn
dr. Allen Hauser, sem veitir rannsóknunum forstöðu á
vegum Columbia háskólans, segir, að tilgangurinn sé sá
að finna hugsanleg orsakatengsl flogaveiki og þátta, sem
unnt verði að fyrirbyggja eða draga úr líkum á sjúkdómn-
um.
Hauser segir, að óvenjulegt sé að stofnunin veiti fé til
rannsókna utan Bandaríkjanna og það sýni, að tækifærið
til samstarfs við íslenzka vísindamenn sé einstætt.
Líta verður á þessa styrkveitingu sem mikla viðurkenn-
ingu á íslenzkum vísindarannsóknum og til sóma þeim
einstaklingum sem hlut eiga að.
Síldarvinnslan í Neskaupstað byggir nýtt frystihús
Fjárfestingar fyrir
milljarð á tveimur árum
FJÁRFESTINGAR Sfldar-
vinnslunnar hf. í Neskaup-
stað nema um einum millj-
arði króna á tveimur árum.
Tvennar stórframkvæmdir skýra
þessa háu upphæð. Fyrir skömmu
var lokið miklum endurbótum á fiski-
mjölsverksmiðju fyrirtækisins sem
kostuðu um 450 milljónir króna og
eftir nokkra daga verður hafist handa
við byggingu nýs frystihúss sem
kostar um hálfan milljarð.
Mikil stakkaskipti hafa orðið hjá
fyrirtækinu síðan fyrir tíu árum, þeg-
ar eiginfjárstaða fyrirtækisins var
neikvæð um rúmar þijú hundruð
milljónir króna á núvirði. Á fyrri
hluta þessa árs fimmfaldaðist
hagnaðurinn frá sama tímabili í fyrra
og var um 375 milljónir króna. Eigin-
fjárstaðan var í júní á þessu ári já-
kvæð um 1.526 milljónir króna.
Síldarvinnslan er langstærsti at-
vinnuveitandi í Neskaupstað með að
jafnaði 360 starfsmenn og margir
aðrir bæjarbúar vinna við þjónustu
fyrir fyrirtækið. Uppgangur hjá Síld-
arvinnslunni hefur því óhjákvæmi-
lega mikil áhrif á allt bæjarfélagið.
Það merkja jáfnt stórir sem smáir.
Sjálfvirkni sparar vinnuaflið
Þrátt fyrir vinnuaflsskort er Síld-
aivinnslan að leggja í fjárfestingar
sem munu fimmfalda frystiggtuna,
úr sextíu tonnum á sólarhring í þijú
hundruð. Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir að með aukinni
sjálfvirkni í nýja frystihúsinu sé gert
ráð fyrir að hægt sé að afkasta 300
tonnum af loðnu eða síld á sólarhring
með þeim mannafla sem fyrir er. Á
vertíð í febrúar verður fryst í báðum
húsum og þá vantar um þijátíu
manns í viðbót. Meiri hagkvæmni
næst meðal annars með betri stað-
setningu nýja hússins.
„Við höfum lengi stefnt að því að
færa fiskvinnsluna inn á hafnarsvæð-
ið þar sem fiskimóttakan er. Nú verð-
ur löndun, vinnsla og útskipun á
sama stað. Gamla frystihúsið var á
sínum tíma vel byggt, en síðan eru
liðin tæp 50 ár og kröfurnar orðnar
aðrar. Það ræður líka nokkru að
gamla húsið er á snjóflóðasvæði.
Arið 1974 féll þar flóð, sem frystihús-
ið stóð að vísu af sér, en vélasalur
eyðilagðist."
Finnbogi segir að Síldarvinnslan
hafi verið á hrakhólum með húsnæði
lengi. Með breytingum á loðnu-
bræðslunni hefur þörf á mjölgeymsl-
um enn aukist. Frystihúsið nýja verð-
ur í upphafi að hluta nýtt sem
geymsla og einnig losnar um annað
húsnæði þegar öll fiskverkun færist
í frystihúsið.
Lítið hefur verið nýbyggingar á
frystihúsum á síðustu árum. Undir
lok áttunda áratugarins byggði ís-
björninn í Reykjavík frystihús sem
nú er í eigu Granda. Nýtt frystihús
var einnig byggt á Rifi árið 1985,
eftir að eldra hús brann. Það má einn-
ig nefna að tvær rækjustöðvar voru
byggðar á ísafirði fyrir nokkrum
árum, en þróunin hefur öll verið í
átt frá landfrystingu að frýstitogur-
um. Það vekur því nokkra athygli
þegar Síldarvinnslan leggur í stórar
fjárfestingar í landfrystingu. „Við
erum að veðja á ákveðna möguleika
og vitum auðvitað ekki ennþá hvort
það er rétt mat. Það er stutt í loðnu-
og síldarmiðin frá Neskaupstað og
við höfum verið að útbúa skipin þann-
ig að þau geti komið með hráefnið
kælt og ferskt að landi.“
Norðfirðingar veðjuðu snemma á
hraðfrystingu, því eitt fyrsta frysti-
hús landsins, utan Reykjavíkur, var
reist á vegum Ishúsfélags Norðfirð-
inga árið 1937. Sá rekstur var þó
allur minni í sniðum en í dag. Fryst
voru þijú tonn á sólarhring, eða einn
Síldarvinnslan hf.
Eigið fé 1989-1995
Milljónir króna á
meðalverðlagi
ársins1995
-107
1990 1991 1992 1993 1994 1995
1989
Gróska er í atvinnulífí í Neskaupstað og fólk
vantar til vinnu. Síldarvinnslan, sem er lang-
stærsti vinnuveitandi bæjarins, hefur nýlokið
endumýjun loðnubræðslu og er að hefja bygg-
ingu nýs frystihúss. Helgi Þorsteinsson
heimsótti Norðfjörð og ræddi við heimamenn.
FINNBOGI
Jónsson
GUÐMUNDUR
Bjarnason
JÓN Gunnar
Signrjónsson
hundraðasti af áætlaðri afkastagetu
Síldarvinnslunnar þegar byggingu
nýja hússins lýkur.
Nýja frystihúsið verður um 4.500
fermetrar að stærð. Það er stál-
grindarhús, flutt inn frá Skotlandi,
en ístak sér um framkvæmdir hér
á landi. Fyrst í stað verður frysting
á loðnu og síld flutt í húsið, en bol-
fiskfrysting verður fyrst um sinn í
gamia húsinu.
Losna við loftmengnnina
Finnbogi segir að ákveðið hafi
verið að byggja nýtt frystihús vegna
þess að það þótti hagkvæmari og
varanlegri lausn heldur en endur-
bætur á því gamla. Við endurbætur
á loðnubræðsjunni nýlega var farin
svipuð leið. í stað þess að koma
nýjum þurrkurum fyrir í gamla hús-
inu, sem hefði hentað illa, var byggt
nýtt hús yfir þau, enda segir Finn-
bogi að leitað hafi verið að framtíð-
arlausn.
„Loftmengun var mikil fyrir breyt-
ingarnar og við vorum á undanþág-
um lengi vel. Þá voru tveir möguleik-
ar; að fjárfesta í dýrum mengunar-
varnabúnaði fyrir þijátíu ára gamla
eldþurrkara, eða að gjörbreyta sjálfri
þurrkaðferðinni. Við völdum seinni
leiðina og fórum út í svokallaða
óbeina loftþurrkun. Með þessu
vannst tvennt. Mengunin er horfin
og við getum framleitt hágæðamjöl.
Það skiptir miklu, því verðmunur á
hágæðamjöli og venjulegu mjöli hef-
ur verið um 15-30 prósent."
Helmingur útsvarstekna frá
Síldarvinnslunni
í Neskaupstað búa 1.650 manns
en þar er þó eitt af fimm stærstu
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum
landsins. Meira en helmingur út-
svarstekna bæjarins koma frá starfs-
mönnum Síldarvinnslunnar og hún
greiddi um hálfan milljarð í laun
fyrstu sex mánuði ársins. Það var
fjórðungs hækkun frá sama tímabili
í fyrra.
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
FREYSTEINN Þórarinsson, vaktformaður í loðnubræðslunni í
mörg ár, stendur hér við nýjan þurrkara. Með nýju þurrkunartækn-
inni verður mengunin minni og mjölið betra.
Sparnaði í framhaldsskólum á m.a. að
ná með fækkun kennslustunda
600 millj. niður-
skurður í rekstri
sj úkrahúsanna
Enn er óútfærður 100 milljóna króna
niðurskurður í heilbrigðisráðuneyti
stjóri, sem jafnframt er stjórnarmað-
ur í Síldarvinnslunni, segist fagna
uppbyggingunni, en segir ýmsar
hættur og vandkvæði fylgja henni.
„Við hefðum þurft að draga úr opin-
berum framkvæmdum til að draga
úr þenslunni, en þetta hefur gerst
svo hratt að við höfum ekki náð að
bregðast við. Það þarf að klára ýmis
verkefni sem ákveðin hafa verið en
stundum getur reynst erfitt að fá
fólk í vinnu. Fjárfestingar Síldar-
vinnslunnar hafa -haft áhrif á okkar
framkvæmdaáætlanir. Til dæmis
þarf að bæta hafnaraðstöðuna fyrir
fimmtán milljónir króna vegna bygg-
ingar nýja frystihússins.“
Guðmundur segir að uppgangur-
inn hafi ekki endilega orðið til þess
að fleira fólk hafi farið út á vinnu-
markaðinn. „Það eru ýmis dæmi um
það að þegar vinna er mikil þá verða
tekjurnar hjá körlunum svo háar að
konurnar verða frekar eftir heima.
Ég vona að konurnar komi meira
út á vinnumarkaðinn og ég vona líka
að fleira fólk komi hingað í bæinn.
Það virðast margir vera tregir til
að flytjast um set, en mér finnst
eðlilegt að fólk komi þangað sem
vinna er.“
Síldarvinnslan á engan vörubíl
í Neskaupstað er ekki um auðugan
garð að gresja hvað varðar vinnuafl.
Finnbogi segir í mörgum tilfellum
hafi fyrirtækið dregið sig út úr starf-
semi sem ekki tengist beint fisk-
vinnslunni.
„Við rákum áður bílaverkstæði,
en lögðum það niður, því við töldum
að nóg væri af fólki sem gæti sinnt
þeirri þjónustu. Það má nefna sem
dæmi að Síldarvinnslan á engan vö-
rubíl, sem er sennilega mjög fátítt
hjá öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum
af þessari stærðargráðu. Við höfum
keypt þá þjónustu utan frá. Það hef-
ur verið sagt að við viljum gína yfir
öllu, en það hefur að mínu mati frek-
ar verið á hinn veginn, eins og þessi
dæmi sýna.“
Síldarvinnslan keypti í fyrra 15
prósent hlut í hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, en seldi tvo þriðju hans fyrir
skömmu. Hagnaður af þessum við-
skiptum var um tvö hundruð milljón-
ir og segir Finnbogi að þessar auka-
tekjur hafi ráðið miklu um að félagið
sá sér fært að ráðast i byggingu á
nýju frystihúsi. Eignarhlutir Síldar-
vinnslunnar í öðrum fyrirtækjum eru
fáir og tiltölulega litlir, ef undanskild-
ir eru hlutir í sölufyrirtækjunum SH
og SÍF. Fjárfestingarnar hafa að
langmestum hluta verið í Neskaup-
stað en fyrirtækið er að stórum hluta
í eigu heimamanna.
„Það er mikilvægt að mína mati
að heimamenn eigi ráðandi hlut í
fyrirtækinu og að ábyrgðin sé að
stærstum hluta í höndum þeirra.
Heimamenn hafa þá hag af því að
það sé vel rekið og geta jafnframt
haft áhrif á framvindu mála. Það er
Iíka jákvætt að Síldarvinnslan er á
opnum hlutabréfamarkaði því það
veitir gott og nauðsynlegt aðhald.“
Víða vantar fólk í vinnu
í frystihúsi Síldarvinnslunnar er
glímt við manneklu og þar er meðal
annars horft til útlanda í því sam-
bandi, segir Jón Gunnar Siguijónsson
yfirverkstjóri. „I fyrrahaust sagði ég
frá því í sjónvarpsviðtali að við ætluð-
um að fá útlendinga til vinnu, því
ekki fengist nóg af Islendingum. Það
vakti á sínum tíma deilur og Páll
Pétursson félagsmálaráðherra var
óánægður með innflutninginn. Það
er alls ekki minni skortur nú en í
fyrra, þannig að hingað eiga eftir
að koma 18-20 útlendingar."
Jón Gunnar segir að margir komi
einnig til vinnu af öðrum landshorn-
um, sérstaklega af Suðurnesjum.
Aðeins um helmingur starfsmanna
frystihússins er frá Neskaupstað.
j,Það vantar mýgrút af fólki í bæinn.
I sumar hefðum við þurft þijátíu
manns í viðbót í húsið og í haust
vantar okkur 40-50 fyrir síldarvertíð-
ina.“
ÞINGFLOKKAR ríkisstjórnar-
flokkanna fóru yfir drög að fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 1997 á
fundum á laugardag og veittu ríkis-
stjórninni umboð með fyrirvörum
til að ganga frá frumvarpinu í
meginatriðum. Forystumenn
stjórnarflokkanna og formaður og
varaformaður fjárlaganefndar
vinna áfram að frágangi nokkurra
atriða sem ekki hefur tekist að leiða
til lykta. Þurfa þeir m.a að finna
leiðir til að spara 100 millj. kr., sem
enn eru óútfærðar í útgjaldaramma
heilbrigðisráðuneytisins, þar sem
ráðuneytið hefur ekki gert tillögu
um hvernig þeim viðbótarniður-
skurði verður náð, skv. heimildum
Morgunblaðsins.
Staðið er fast við markmiðið um
hallalaus fjárlög en það þýðir rúm-
lega fjögurra milljarða kr. sparnað
og niðurskurð í ríkisrekstrinum á
næsta ári frá því sem orðið hefði
að óbreyttu miðað við óskir ráðu-
neytanna og sjálfvirka aukningu
útgjalda á milli ára.
Tekjuauki auðveldar
fjárlagagerð
„Við teljum að við getum lagt
fram hallalaust fjárlagafrumvarp á
grundvelli samþykkta ríkis-
stjórnarflokkanna, en þeir sam-
þykktu tillögur ríkisstjórnarinnar,
með þeim fyrirvörum að það þarf
að skoða nákvæmar suma þætti,“
segir Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra. „Það sem gerir okkur
léttar nú en áður að ná þessu jafn-
vægi er að tekjurnar aukast veru-
lega í takt við þjóðarútgjöld en við
áætlum að útgjöld ríkisins hækki
margfalt minna. Fyrir vikið tekst
okkur að jafna tekjur og gjöld með
þeim tekjuauka sem fæst af veltu-
breytingum í þjóðfélaginu,“ sagði
fjármálaráðherra en vildi ekki
greina frá innihaldi fjárlagatillagn-
anna. Ekki er gert ráð fyrir neinum
skattabreytingum á næsta ári og
þ.a.l. engum tekjubreytingum af
þeim völdum í forsendum frum-
varpsins.
Sé niðurskurður ríkisútgjalda í
frumvarpinu miðaður við óskalista
ráðuneytanna um fjárþörf á næsta
ári er, skv. heimildum blaðsins,
samtals um rúmlega 4 milljarða
sparnað að ræða, sem skiptist
þannig milli ráðuneyta: Æðsta
stjórn ríkisins verður skorin niður
um 20 millj., forsætisráðuneytið
um 30-40 millj., menntamálaráðu-
neytið um 470 millj. kr., utanríkis-
ráðuneytið um 30 millj., landbúnað-
arráðuneytið 150 millj. kr., sjávar-
útvegsráðuneytið um 150 millj.
kr., dóms- og kirkjumálaráðuneytið
120 millj., félagsmálaráðuneytið
um 450 millj. kr., heilbrigðisráðu-
neytið 1.600 millj. kr., ijármála-
ráðuneytið 150 millj. og umhverfis-
ráðuneytið 120 millj. kr. Þá er gerð
tillaga um að samgöngumál verði
skorin niður um 800 millj. kr. mið-
að við áætlaða þörf en þar er fyrst
og fremst um að ræða mikinn nið-
urskurð frá vegaáætlun. Vakti sú
tillaga miklar deilur í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekj-
ur af samgöngumálum hafa reynst
mun meiri en áætlað hafði verið,
m.a. vegna minni kostnaðar af
snjómokstri. Framlög til vegagerð-
ar á næsta ári eru hins vegar nær
óbreytt á milli ára ef miðað er við
upphæð til þess málaflokks á íjár-
lögum á þessu ári.
Lyfjakostnaður lækkaður
um 300 millj. kr.
Séu fjárlagatillögurnar aftur á
móti reiknaðar út frá fjárlögum
yfirstandandi árs hækka heildarút-
gjöld heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytisins um 2% eða um einn
milljarð kr. á næsta ári frá fjárlög-
um þessa árs. Stærstu sparnaða-
raðgerðir heilbrigðisráðuneytisins
felast annars vegar í að ná á niður
kostnaði í rekstri allra sjúkrahúsa
landsins um 600 milljónir króna á
næsta ári og gert er ráð fyrir að
lyfjakostnaður verði skorinn niður
um 300 milljónir frá fjárlögum
yfirstandandi árs.
Gert er ráð fyrir að fjárhags-
vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur
verði leystur til bráðabirgða til
áramóta með aukafjárveitingu á
þessu ári en náð verði 400-450
milljóna kr. sparnaði í rekstri
sjúkrahúsanna í Reykjavík á næsta
ári með endurskipulagningu stofn-
ananna. Starfshópur um samhæf-
ingu og verkaskiptingu milli
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis-
spítalanna skilar tillögum sínum á
allra næstu dögum. Þá á að spara
150 millj. kr. hjá sjúkrahúsum á
landsbyggðinni með ýmsu móti,
s.s. fækkun minni sjúkrahúsa,
sameiningu heilsugæslustöðva og
sjúkrahúsa og annarri hagræð-
ingu.
Gert er ráð fýrir að Fram-
kvæmdasjóður aldraðra fjármagni
að verulegu leyti rekstur hjúkr-
unarheimila á næsta ári.
Tillaga um sparnað í fram-
haldsskólum sætti gagnrýni
Ná á niður kostnaði í framhalds-
skólum um 200 millj. kr. frá fjár-
lögum yfirstandandi árs í tillögum
menntamálaráðuneytisins og mun
það fyrst og fremst hafa í för með
sér fækkun kennslustunda, skv.
heimildum blaðsins. Ráðuneytið
mun vera tilbúið með þá útfærslu.
Sætti sú tillaga gagnrýni á þing-
flokksfundi sjálfstæðismanna en
skv. heimildum blaðsins munu þau
sjónarmið ekki hafa fengið undir-
tektir í þingflokki framsóknar-
manna.
Tekjur ríkissjóðs voru í júlí 600
milljónir króna yfir áætlun
Einnig var farið yfir stöðu ríkis-
sjóðs á yfirstandandi ári á þing-
flokksfundum stjórnarflokkanna.
Heildarútgjöld ríkissjóðs eru nú
1.320 millj. kr. umfram greiðslu-
áætlun ársins. Vaxtagreiðslur eru
350 millj. kr. yfir áætlun, útgjöld
heilbrigðisráðuneytis tæplega
1.000 millj. kr, félagsmálaráðu-
neytið um 270 millj., samgöngu-
ráðuneytið rúmlega 100, æðsta
stjórn ríkisins um tæpar 50 millj.
og dómsmálaráðuneytið 30-40
millj. yfir áætlun ársins. Útgjöld
eftirtalinna ráðuneyta eru hins
vegar undir áætlun fjárlaga: Land-
búnaðarráðuneytið er 170 millj. kr.
undir áætlun, fjármálaráðuneytið
190 millj. kr., menntamálaráðu-
neytið um 60 millj. kr. og iðnaðar-
ráðuneytið um 50 millj. kr.
Samkvæmt nýrri úttekt voru inn-
heimtar tekjur ríkissjóðs um 600
millj. kr. yfir áætlun í júlímánuði.