Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bundið slitlag verður lagt á 33 vegarkafla í öllum landsfj órðungum í ár Malbikaðir vegir lengj - ast um 133 kílómetra Lengsti ómalbikaði kaflinn er yfir Möðrudalsöræfi VEGIR með bundið slitlag lengjast um 133 km á þessu ári í fjölmörg- um malbikunarframkvæmdum Vegagerðar ríkisins. Að sögn Ey- mundar Runólfssonar hjá Vega- gerðinni verður þó aðeins unnið í einu verkefni á hringveginum á árinu, á kafia milli Fjallsár og Hrútár í Öræfum. Við þessa lögn lengist bundið slitlag á hringvegin- um um tæpa fimm kílómetra, úr 1.106 km í 1.111 km af heildar- lengd vegarins sem er 1.382 km. Bundið slitlag er því á 80,4% hringvegarins. Eymundur segir að nú sé hægt að keyra á bundnu slitlagi rúmlega 890 km leið frá Hrolllaugsstöðum í Suðursveit á suðaustur-homi landsins í suður, vestur og norður að Fosshóli við Skjálfandafljót. Lengsti malbikaði vegurinn er aft- ur á móti rúmlega 930 km leið frá Hrolllaugsstöðum í Suðursveit og norður á Húsavík. Enn sem fyrr er lengsti ómalbikaði vegurinn á hringveginum yfir Möðrudalsöræfi á Austurlandi á um 125 km kafla frá vegamótum Norðausturvegar og Uppsveitarvegar við Búrfells- hraun að Jökulsárhlíð skammt vestan vegamóta Hlíðarvegar og Norðausturvegar. Lokið við Skálholtshring Vegna mikils niðurskurðar á vegaáætlun segir Eymundur nokkuð hafa hægt á framkvæmd- um Vegagerðarinnar. Eftir sem áður verður unnið á 33 mislöngum vegaköflum, á bilinu 0,9-12 km. I ár tekst m.a. að ljúka við að leggja malbik á Skálholtsveg og klára svokallaðan Skálholtshring. í síðasta áfanganum var lagt mal- bik á 7,8 km kafla frá Helgastöð- um, um Hvítárbrú, Laugarás, framhjá Skálholti og upp á Bisk- upstungnabraut. Þá verður í ár lokið við að binda veginn suður fyrir Mývatn slitlagi en lokaáfang- inn var 4,2 km kafli frá Garði að Geiteyjarströnd. Ytri hringurinn í Eyjafirði verð- ur allur malbikaður í lok árs með því að 5 km kafli frá Þverá að Laugalandi verður lagður bundnu slitlagi. Áfram unnið á Þingvallavegi og Laugarvatnsvegi Af öðrum þekktum ferða- mannaslóðum má nefna að vinna við malbikun Þingvallavegar og Laugarvatnsvegar þokast áfram. Eymundur segir að 4 km af bundnu slitlagi verði bætt við á leiðinni frá Laugarvatni að Geysi á kafla frá Brúará að Miðhúsum en eftir það verk á einungis eftir að leggja malbik á um 4-5 km kafla til að samfelldur malbikaður vegur sé frá Reykjavík að Geysi. Lengsti kaflinn sem lagður er bundnu slitlagi í ár er í Djúpunum, nánar tiltekið á kafla vestur af Ögri að Gilseyri. Samtals verður 12 km kafli malbikaður en það verk er þáttur í því framtíðar- markmiði að malbika aðalvegi um Djúpið. Þá hefur verið lokið við að malbika vegi í Vestfjarða- göngum, samtals um 9 km. Óljóst með næsta ár Eymundur segir óljóst hver verkefni Vegagerðarinnar verða á næsta ári. Hann segir að í vega- áætlun sem samþykkt var á Al- þingi í fyrra hafi verið lögð drög að verkefnum næstu fjögurra ára. Aftur á móti hafi þegar í vor ver- ið samþykkt á Alþingi að lækka almennar fjárveitingar til vega- mála og af fyrstu fréttum af fjár- lagagerð fyrir árið 1997 að dæma sé ljóst að vegaáætlun verði ekki fylgt að fullu á næsta ári. Eymundur segir að vegaáætlun verði endurskoðuð í haust en nefna megi nokkur verkefni sem séu ofarlega á forgangslista. Hann segir að þegar sé búið að bjóða út verk á Fljótsdalsheiði, í Þjórs- árdal og á Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Á Suðurlandi er stefnan sett á að halda áfram átaki við að mal- bika Þingvallaveg, Laugarvatns- veg og Landveg. Á Reykjanesi var í síðustu vegaáætlun áætlað að vinna að endurbótum á Reykjanes- braut. Á Vesturlandi er stefnt að því að leggja bundið slitlag á kafla á Borgarfjarðarvegi, Ólafsvíkurvegi og á veg um Búlandshöfða við Grundarfjörð. Á höfuðborgarsvæðinu er ráð- gert að halda áfram framkvæmd- um við Höfðabakka og á Miklu- braut en einnig er búið að bjóða út verkefni á Fífuhvammsvegi. Áfram verður unnið við Vest- fjarðagöng og á vegum um Djúpið á Vestfjörðum. Þá verður áfram unnið við Gilsfjarðarbraut sem tengir Vesturland og Vestfirði. Á Norðvesturlandi er áætlað að þoka áfram framkvæmdum við lagningu samfellds bundins slit- lags frá Sauðárkróki til Siglufjarð- ar. Á þeirri leið á eftir að binda kafla norðan við Hofsós og um Fljótin slitlagi. Á Norðausturlandi er Fljóts- heiðin efst á forgangslista en einn- ig er ætlunin að vinna á Mývatns- heiði og malbika kafla við Greni- vík. Á Austurlandi er stefnan sett á að klára Seyðisíjarðarveg og halda áfram að malbika Suðurfjarðarveg til Fáskrúðsfjarðar. . Suðurlands- skjálft- inn 1896 í GREIN um Suðurlandsskjálftann 1896 í sunnudagsblaði kemur m.a. fram að hjónin á Selfossbænum, Am- björn Þórarinsson og Guðrún Magn- úsdóttir, fórust er bær þeirra hrundi. Tveir drengir björguðust á lífi út úr rústunum. í þeim gömlu heimildum, sem greinin er byggð á, er ekki að finna nöfn beggja piltanna. En nú hefur blaðið verið upplýst af Sigrúnu Ambjamardóttur, afkomanda annars þeirra, um að sá eldri var Sigurgeir Ambjamarson, sonur hjónanna sem fómst, og var hann á 19. ári. En hann tók við búi foreldra sinna og bjó á Selfossi með konu sinni, Jó- hönnu Andreu Bjamadóttur. Svo sem stendur í greininni var hinn drengur- inn átta ára dóttursonur þeirra, Arn- björn Gunnlaugsson, síðar skipstjóri. Börn þeirra Ambjamar Þórarins- sonar og Guðrúnar Magnúsdóttur vom Magnús lögfræðingur, sem var við nám í Kaupmannahöfn þegar jarð- skjálftinn varð, Guðrún, móðir drengsins, Ambjamar Gunnlaugsson- ar, og yngstur var Sigurgeir sem eft- ir jarðskjálftann bjó á Selfossi. ---------» ♦ ♦--- Reglum um úti- vist barna framfylgt LÖGREGLAN mun fylgja ákveðið eftir reglum um útivist bama nú þeg- ar dregur að því að skólar byiji- Regl- ur um útivist bama breytast 1. sept- ember. Lögreglan hvetur foreldra til samvinnu og samstöðu um að fram- fylgja reglunum. Tólf ára og yngn mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 frá 1. september og börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.