Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Staða Ríkisútvarpsins SIFELLT er hún vakandi umræðan um stöðu Ríkisútvarpsins og starfshætti. Menn gefa sér margvísleg til- efni til umræðunnar og um það er ekkert nema gott að segja. Ríkisút- varpið, hljóðvarp og sjónvarp, er eign allra íslendinga og áhrifa- mesti ljósvakamiðillinn í landinu. Það vitnar um góða heilsu Ríkisút- varpsins, að menn láta sig hagi þess skipta, bendir til að það eigi athygli hlustenda og áhorfenda vísa. Áður en lengra er haldið vil ég vekja athygli á eftirfarandi: Út- varp og sjónvarp allra landsmanna heitir einu nafni „Ríkisútvarpið". Sjónvarpshlutinn hefur frá upp- hafi gengið undir heitinu „Sjón- varpið", en hljóðvarpshlutinn nefnist í daglegu tali „Útvarpið". - Sjónvarpið og Útvarpið eru nöfn tveggja aðaldeilda Ríkisútvarps- ins. Rangt er að nota orðið „Ríkis- útvarp“ um Útvarpið eingöngu. Orðalepp- urinn „Ríkissjónvarp- ið“ á sér og hvergi neina stoð. Þeir, sem vilja Ríkisútvarpinu vel, ættu að hætta að tala um „Ríkissjón- ■varpið“ og taka sér þess í stað eingöngu í munn orðið „Sjón- varpið“. Þannig eru t.d. tvær stórar sjón- varpsstöðvar á ís- landi. Önnur heitir Stöð 2, en hin einfald- lega „Sjónvarpið“. Eitt af því, sem valdið hefur umræð- um í sumar, er íþróttaútsendingar Sjónvarpsins. Mörgum þykir Sjón- varpið ganga allt of langt í þjón- ustu sinni við íþróttaunnendur. Virðist ýmsum sú þjónusta bitna á hinum, er ekki unna íþróttum jafn heitt. Þessar athugasemdir eru sann- girnismál, ekki síst þegar íþrót- taútsendingar beinlínis rugla dag- skrá Sjónvarpsins og t.d. ryðja fréttum til hliðar. Ég hef í sumar ítrekað beðið þá, sem engan hafa áhugann á íþróttum, að auðsýna hinum tillitssemi og þolinmæði, meðan íþróttaöldurnar hveiju sinni eru að ganga yfir. Hér mætti þó ýmsu við auka: Mér varð t.d. hugs- að tij þess er ég horfði á fimleika frá Ólympíuleikunum í sumar, að þar væri trúlega á ferð eitthvert fegursta sjónvarpsefni, sem um getur yfirleitt. Eiginlega þarf Rík- isútvarpið ekki að biðja nokkurn mann afsökunar á því að sýna slíkt. Svo var um margt fleira frá Atlanta. Hér við bætist nú annað: Áhorfskannanir í sumar leiða í ljós, að verulegur hluti landsmanna, jafnvel ríkulegur meirihluti, nýtur íþróttaútsendinganna. Þannig horfðu 49 af hveijum 100 íslend- ingum á Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í júní í sumar. Og 66 af hverjum 100 íslendingum fylgd- ust með Ólympíuleikunum. Reynd- ar segjast 85 af hvetjum 100 hafa virt fyrir sér nokkuð afþeirri mik- ilfenglegu keppni. Fyrir fáum dögum fékk ég í hendur nýja hlustendakönnun Út- varpsins, sem gerð var dagana 24. júlí til 6. ágúst. Niðurstöður könn- unarinnar eru einkar ánægjulegar. Heildarniðurstaðan er sú, að sam- fellt frá kl. 7 að morgni til kl. 24 hlusta að meðaltali 20^ af hveijum 100 íslendingum á Útvarpið. Á sama tíma hlusta að meðaltali 6 af hveijum 100 íslendingum á þá 66 af hverjum 100 ís- lendingum, segir Heim- ir Steinsson, fylgdust með Ólympíuleikunum. stöð, sem næst kemur í röðinni á eftir Útvarpinu. Þegar nánar er hugað að þess- um tölum, kemur í ljós, að 17% íslendinga hlusta á Útvarpið milli kl. 7 og 8 á morgnanna, en 20% milli 8 og 9. Frá 9 til 12 hlusta 25% landsmanna, en í hádeginu 42%. Síðdegis sveiflast hlustenda- fjöldinn á milli 17 og 20 hundraðs- hluta allrar þjóðarinnar. Heimir Steinsson Sú stöð sem kemur næst á eftir Útvarpinu er hvarvetna víðs fjarri því að komast með tærnar þar sem Útvarpið hefur hælana. Yfirburðir Útvarpsins eru algjörir. Þessar niðurstöður eru fjarri því að vera nokkur nýlunda. Ár hvert eru gerðar tvær reglubundnar kannanir á útvarpshlustun íslend- inga og sjónvarpsáhorfi. Jafnan kemur í ljós, að Útvarpið nær til mun fleiri hlustenda en aðrar stöðvar og að Sjónvarpið ber í sama tilliti af öðrum sjónvarps- rekstri í landinu. Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, er þannig hveiju sinni í fylkingarbijósti - ævinlega. Staða Ríkisútvarpsins meðal þjóðarinnar er því næsta traust. Þetta mega hinir mörgu velunnar- ar Ríkisútvarpsins gjarnan vita. Hveiju sinni sem þeir leggja orð í belg til liðveislu við Ríkisútvarpið eru þeir að skipast í einarða sveit sem sækir fram undir merki bjart- sýni og baráttugleði. Það er hveij- um manni hollt að fylla sh'kan flokk, ekki síst þegar hitt er haft í huga, að Ríkisútvarpið er nú sem jafnan fyrr oddviti íslenskrar menningarbaráttu og hyggst bera þann skjöld á vit nýrrar aldar. Höfundur er útvarpsstjóri. i í I I 1 ákostakiöruin 31dagur 39.365 kr. Verð frá aðeins I-os Caclus 6. nóv. i 1 ilaj<iir 39.365 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og tvö böm á Los Cactus, ef greitt er fyrir 20. sept. Ef greitt er eftír 20.sept 46.865 kr.ámann, m.v. 2 fullorðna og tvö böm. Jardin E1 Atlaiitico 6. nóv. 31 dagur 62.300 kr Verð frá aðeins BMHIMflil á inann m.v. 2 fullorðna á Jardin E1 AtJantico í 31 dag, efgreitt er fyrir 20. sept. Ef greitt er eftir 20. sept. 72.300 kr. á mann m.v. 2 fullorðna. Lis Cainclias /. descmber, 14 dagar 56.900 kr Verð fráHgwfiiiana mann m.v. 2 fullorðna í 14 daga á Iiis Camelias. Nýi Kanaríeyjabæklnigurimi liggur frammi ásöluskrifstofuin Hugleiðaídag. Betra úrval gististaða en áður og þar á meðal tveir nýir gististaðir: Las Camelias n, smátiýsi með góðum garði og sundlaug, og íbúðahótelið Los Cactus. Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, eða söludcild Flugleiða í síma 50 50 100 (mánud. - föstud. ki. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Festina lente - Kapp er best með forsjá GAMALREYNDUR iðnaðarmaður hringdi í höfund þessara lína sama kvöld og ríkis- sjónvarpið sýndi ný- kjörinn forseta lýðveld- isins taka við lyklum að Staðarstað, Sól- eyjargötu 1, nýkeyptu húsi undir skrifstofu forsetaembættisins. Iðnaðarmaðurinn spurði, hvort undirrit- aður hefði séð útsend- inguna, og var það svo. Hann frá þá þess, hvort undirritaður hefði tekið eftir hóli forsetans um iðnaðarmennina, sem unnu að endurbótum á húsinu jafn- hliða því að forsetinn snupraði þá, sem stóðu að smíði Þjóðarbókhlöð- unnar og gaf þeim að sök, að verk- ið hefði tekið fjölda ára. Vegið að iðnaðarmönnum Viðmælandi minn harmaði orð forsetans og sagði, að fyrst ég hefði látið í ljós skoðun mína á því, hvernig menn ættu klæðast við innsetningarathöfnina, væri mér jafnskylt að tjá mig um fyrr- nefnd ummæli forsetans; ekki mætti taka slíkum ummælum með þegjandi þögninni og bæri mér skylda til þess að taka svari þeirra, sem að hefði verið vegið að ósekju og gætu ekki borið hönd fyrir höf- uð sér. Þessum tilmælum var fálega tekið og felldum við talið. ítrekuð tilmæli Skömmu eftir að hér í blaði birtist grein undirritaðs um kúlupenna þann, sem Hæstiréttur Islands valdi forseta til handa, hringdi sami maður enn. Hann sagði sem svo, að þrátt fyrir fálæti mitt við tilmælum hans, hefði ég nú á opinber- um vettvangi fjallað um tvö atriði, sem snertu hinn nýkjörna forseta, en kysi þá að standa til hlés, þegar góðir og vandaðir menn hefðu ver- ið auri attir og það af sjálfum for- seta Islands. Fleira tíndi maðurinn til, sem ekki verður rakið. Skír- skotaði m.a. til orðatiltækisins „svo má deigt járn brýna að bíti“. Eftir nánari íhugun og að öllu framan- greindu gættu, get ég ekki undan vikist og leyfí mér að benda á nokkur atriði, sem þetta snerta. Ólíku saman að jafna Það skal fyrst nefnt, að ríkis- stjórn og þar með fjárveitingavald- ið vildi láta nauðsynlegar breyting- ar á hinu nýkeypta skrifstofuhús- næði hafa algjöran forgang. Ekk- ert var til sparað, svo að forseti gæti hafið störf sín við betri að- stöðu en verið hafði. Þetta tókst. Annan veg var farið með Þjóðar- bókhlöðuna. Þrátt fyrir, að hún væri gjöf til þjóðarinnar á hátíðar- stund í sögu hennar, dróst vinna við hana á langinn vegna þess, að fjármálaráðherrar kunnu ekki sóma sinn og skáru fjárveitingar til hennar við nögl, og gekk svo árum saman. Hinn nýkjörni forseti var einn þessara naglskurðar- manna. Því var samanburðurinn óheppilega valinn; fjármálaráð- herrann fyrrverandi og núverandi forseti vissi betur. Sennilega hefur sneiðin verið öðrum ætluð. Það var Olafur G. Einarsson, fv. menntamálaráðherra, sem var for- göngumaður þess, að byggingar- Núverandi forseti, segir Gunnlaugnr Þórðar- son, var einn nagl- skurðarmanna. mál Þjóðabókhlöðunnar voru tekin réttum tökum og fyrir atbeina hans tókst að ljúka því verki. Verk þeirra manna, sem unnu að Þjóðarbókhlöðu, lofa sig sjálf, eins og hver einn sá sér, sem í það hús kemur. Orð forsetans voru því illa við hæfi, og víst má lofa einn án þess að lasta annan. í þeim var einhver tónn af gömlum stríðssöng og stór- yrðum, þjóðin vill gleyma og for- setinn ætti sístur manna upp að vekja. Menn hrasa stundum og gæta sín ekki, og íslendingar eru umburðarlyndir og fýrirgefandi, eins og úrslit forsetakosningaflna sanna. En ef ábyrgðarleysi og stór- yrði þessa fyrrverandi þingmanns og ráðherra rísa nú enn upp, þegar hann á tignarstóli situr, þá verða þær vofur ekki niður kveðnar eins og í síðastliðnum júnímánuði. Þær munu eflast og sundur slíta frið og þel þjóðar og forseta. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Blað allra landsmanna! Poruimíilteíiiíi -kjarnimálsins! Til sölu Á frábærum stað við Laugaveg er til sölu glæsileg tískufata- verslun með eigin innflutning á notuðum og nýjum fötum frá París, London, og New York, einnig er um eigin framleiðslu að ræða. Þarna er á ferðinni vel rekið fyrirtæki með góða framlegð. Frábær sölutími framundan. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu. Hóll - Fyrirtækjasala, Skipholti 50b, S. 551 9400. * Gunnlaugur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.