Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 7 FRÉTTIR Atvinnuleyfi útlendinga Fáar um- sóknir eins og er ALLS hefur verið gefíð út 651 atvinnuleyfi til útlendinga fyrstu sjö mánuði þessa árs. Á síðasta ári voru leyfin alls 1.172. Að sögn Gunnars Sigurðsson- ar, deildarstjóra Vinnumáiaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins, liggur ekki mikið fyrir af um- sóknum sem stendur. Hann gerir þó frekar ráð fyrir að þeim íjölgi í september, þegar nýtt kvótaár hefst, en nokkuð mikið sé um að að útlendingar sæki um atvinnú- leyfi til að starfa í fiskvinnsluhús- um víða um land. Einnig sé tölu- vert af útlendingum í störfum tengdum íþróttum, tónlistar- og tungumálakennslu, svo eitthvað sé nefnt. Atvinnuleyfin 651 skiptast. þannig að 345 eru ný tímabundin atvinnuleyfí, sem veitt eru í hæsta lagi til eins árs, 187 eru framlengingar á tímabundnum leyfum, 101 eru óbundin atvinnu- leyfi, 3 eru atvinnurekstrarleyfi, 14 eru námsmannaleyfí og eitt er vistráðningarleyfi, samkvæmt nýlegri skýrslu Vinnumálaskrif- stofu um atvinnuástandið. Kannabis- ræktun stöðv- uð í íbúð STARFSMENN fíkniefnadeildar lögreglunnar fundu töluvert magn af kannabisefnum í húsi í Reykjavík um helgina. Fyrirtæki er staðsett í húsinu og íbúð á efstu hæð þess. Þar kom lögregl- an að kannabisræktun sem var í fullum gangi. Fundust þar yfir 30 plöntur og einnig fundust merki um að þarna hafði verið töluvert mikil ræktun áður. Mikið fannst einnig af muldum og þurrkuðum kannabisplöntum. Alls voru þarna um þijú kg af kannabisefnum. Faglega var staðið að rækt- uninni hvað varðar lýsingu og Ioftræstingu. í kjölfar þessa fór fíkniefnadeildin í tvær húsleitir í bænum. Annað húsið tengdist umráðamanni húsnæðisins þar sem ræktunin fór fram. Þar var handtekinn piltur sem var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. september nk. í seinni húsleit- inni var lagt hald á ræktunarbún- að sem lögregluna grunar að hafí verið notaður áður. Einnig var lítilræði af kannabisplöntum í ræktun á staðnum. ísafjörður Söfnun til styrktar Kolbrúnu HAFIN er söfnun til styrktar Kolbrúnu Sverrisdóttur er missti sambýlismann sinn, Hörð Bjarna- son skipstjóra, og föður sinn þeg- ar Æsa frá Flateyri fórst fyrir skömmu. Það er Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Bylgjan á Isafírði, sem stendur að söfnuninni, og hefur verið opnaður reikningur númer 2222 í nafni Kolbrúnar í Landsbankanum á ísafirði þar sem tekið er á móti framlögum. Auk þess er hægt að snúa sér til allra sparisjóða á landinu sem sjá munu um að koma framlögum til skila. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson I hesta- kerru suður með sjó FERÐALANGAR í Qrindavík og nágrenni geta nú komist leiðar sinnar í hestakerru, en það er nýjung sem hestaleigan Vík hefur bryddað upp á nú í sumar. Meðfylgjandi mynd er tekin við Bláa lónið einn góðviðris- daginn og er ekki annað að sjá en að unga fólkið láti sér þenn- an gamla og góða ferðamáta vel líka. Um taumana heldur Guðmundur Sigurðsson. EFTIR BREYTINGAR vegi 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.