Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 25 LISTIR Gömul og gleymd verk TONLIST II a 11 g r í m s k i r k j a ORGELTÓNLEIKAR David Pizarro lék verk eftir Martín y Coll, John Stanley, Martín Radeck, J.S. Bach, Matthison-Hansen og umritanir á verkum eftir Mozart, Haydn og Bach. Sunnudagurinn 25. ágúst, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á verki eftir Fray Antonio Martin y Coll, er uppi var á 17. og 18. öld. Hann þykir ekki merkilegt tónskáld en eftir hann liggur handrit, óútgefið, alls fimm bindi og er það síðasta eingöngu verk eftir hann sjálfan. Flest verkin í fyrri bindunum eru eftir óþekkt tónskáld og mun Mart- in y Coll hafa unnið að þessari afrit- un á árunum 1706-1709. Ballaða á 1. tóni er Pizarro lék, er undar- lega fábrotin tónsmíð, þar sem þrumað er á sama tóni í 8 og 16 takta með smániðurlagshendingum á milli. Raddvali organistans var lögð megin áherslan á lágraddirn- ar, svo að það litla tónefni, sem verkið er byggt á var vart greinan- legt. John Stanley (1713-1780)var samtímamaður Handels í London og eftir hann lék Pizarro tvö „Vol- untary“, í e-moll og G-dúr. Slíkar tónsmíðar voru notaðar við messu en tilheyrðu ekki sjálfri athöfn- inni, voru ýmist notuð sem inn- ganga en oftast sem eftirspil, til að „leika söfnuðinn út úr kirkj- unni“. Voluntas merkir vilji eða góðvild og voluntate af ftjálsum vilja eða ótilneyddur og gæti því ' merkt eins konar góða kveðju eða einfaldlega „nú máttu í friði fara“. Þessi voluntary eru ekki svipmikil verk en vel unnin og voru ágæt- lega flutt. Það hefur oft mátt draga þá ályktun af vali viðfangsefna að leit- in að nýjum viðfangsefnum sé ekki sótt í samtímann sem virðist hafa svikist um að búa til áheyrileg verk til konsertflutnings. Þessari vöntun hafa margir flytjendur mætt með því að leita uppi óleikin eldri verk sem getur verið fróðlegt en oftar en ekki er um að ræða verk sem ekki verður með neinu móti haldið fram að sé góð tónlist og þá verður flutningur þeirra í hæsta lagi fróð- leg upplifun. Með næsta verki er hálf efnisskráin samansett af slík- um verkum, sem þögnin má svo sem geyma, og orgelútsetning Piz- arros á sálmforleik yfir sálminn Jesus Christus unser Heiland, eftir einhvern Martin Radeck, er frekar ótrúverðug, hvað snertir stíl, þó hún væri ekki óáheyrileg og ágæt- lega flutt. Það af efnisskránni sem hljóm- leikagestum er kunnast var orgel- sónatan nr. 4 eftir J.S. Bach. Sam- skipan radda er sérkennilegt vandamál og þegar óvenjulega er valið í raddir er hætta á að tónst- íll verksins glatist og samskipan radda verði til að tvístra samspili tónhendinganna. Undirritaður man ekki eftir því að hafa heyrt eins ó-bachlega útfærslu á þessu meist- arverki, bæði er varðar hendinga- mótun, hraða og raddval. Orgelkonsert eftir Gottfred Mattison-Hansen, danskan orgel- leikara, er sóttur í geymslukistu gleymdra verka og má sama segja um þetta verk eins og mörg önnur slík að ekki er um bragðmikla tón- smíð að ræða og kom fyrir lítið þó verkið væri leikið af nokkuri reisn. Þtjú síðustu verkin voru umritanir á verkum eftir Mozart, Haydn og Bach. Sérhver tónhugsun á sér sinn sérstaka blæheim og þegar verk er flutt úr sínu upprunalega formi er í raun verið að eyða þessari sér- stöðu tónhugmyndarinnar. Þó eru til góðar umritanir þar sem verkinu er þokað til um set en flestar eru hugmyndalausar og standa frum- myndin langt að baki. Orgelum- skrift Pauls Briggs á verki eftir Mozart er fallega hljómandi og var mjög vel flutt. Ekki er tilgreint úr hvaða verki er umritað og nafngift- in Forleikur að mótettunni Ave verum corpus (K.618) er líklega komin til af því að Mozart samdi Adagio og Rondo (K.617) á undan Ave verum og er það verk samið fyrir glasharmoníku en annað slíkt verk er til og er það einnig nefnt Adagio (K.356). Tónleikun lauk með umskrift á Dona nobis pacem úr h-moll mess- unni eftir J.S. Bach og þar munar miklu á frumgerð og umritun og hallar þar nokkuð mikið á umritun- ina. David Pizarro er reyndur orgel- leikari og lék margt fallega en efn- isskráin var ekki sérlega áhugvekj- andi, að mestu gömul og gleymd verk og umritanir og fyrir utan sónötuna eftir J.S. Bach, reyndi ekki mikið á leikgetu þess ágæta orgelleikara. Jón Ásgeirsson Eftirvænting og bið ÍVAR Brynjólfsson: Mynd frá forsetaframboði 1996. MYNDLIST Gallerí Ingólfsstræti 8 LJÓSMYNDIR Ivar Brynjólfsson Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga tíl 1. september; aðgangur ókeypis. í MYNDLISTINNI gerist það oft að sýningar bjóða heim vangaveltum um eðli sjálfs miðilsins sem notaður er; í hveiju felst hann, hvað er gildi hans í samhengi myndefnisins sem tekist er á við, og hvemig tengist hann nýjum tímum og viðhorfum? Þessum og fleiri spurningum er velt upp á sýningu ívars Brynjólfs- sonar, þar sem miðillinn er svart- hvít ljósmynd. ívar hefur áður haldið þijár einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, en hann hefur gjarna beitt þessum miðli með nokkuð óvenjulegum hætti, og svo er enn hér. í lítilli sýningarskrá fylgja með hugleiðingar um ljósmyndina, sem auka enn á þessar vangaveltur. Tilefni ljósmyndanna má ráða af yfirskrift sýningarinnar: „Myndir af forsetaframboði 1996“. Með slíkum titli eru auðvitað byggðar upp vænt- ingar um myndir af fjörugum fjölda- fundum, fallegum frambjóðendum, brosandi bömum og syngjandi stuðn- ingsmönnum; þannig eru þær ímynd- ir, sem fólk gerir sér af framboðum og kosningabrölti. Ekkert er fjær þeim myndum sem ívar sýnir hér. Allar eru þær mann- lausar, og sýna öðru fremur það ástand biðarinnar, sem framboðin þurfa að þola; yfir þeim er ógnvænleg kyrrð þar sem eftirvænting - eða ör- vænting - verður nánast áþreifanleg áður en yfír lýkur. Biðin er hér mest áberandi þátturinn; kaffívélar, plast- mál, kex, kökur, gosdrykkir og djús- vélar bíða eftir fólkinu, tilkynningar, kort og kosningaspjöld bíða þess að vera póstlögð, og símar eftir að vera notaðir. Blóm í gluggum og kerti á borðum verða í þessu umhverfi að táknum þeirra vona sem framboðin urðu til í, og áttu eftir að blómstra eða fölna þegar úrslitin voru ljós. Það eru hin efnislegu gæði sem hér eru mest áberandi hluti framboð- anna - hlutir sem kosta peninga. Þessu til áherslu hefur ljósmyndarinn sett strikamerki (verðmerkingu) á hveija mynd; allt er þetta brambolt einhveiju verði keypt, og þá er að- eins eftir að sjá hvaða tölur koma í ljós að baki hinum rafrænu strik- um/framboðum. Þannig bjóða efnistök ívars upp á ýmsar vangaveltur sem falla vel að þeim orðum, sem Siguijón B. Haf- steinsson mannfræðingur setur fram í sýningarskrá, og falla öll að yfir- skriftinni „Ljósmyndin er hugsun": „Sé litið til eldri ljósmynda sést t.d. að þær eiga sér eilíft líf og vafa- laust hafa margar þeirra gengið í gegnum mörg tilverustig. Verið handfjatlaðar af nokkrum kynslóðum og notaðar í ólíku samhengi í gegnum tíðina. Það er hugsunin sem gerir ljós- myndina að því sem hún er.“ Þannig kunna myndir Ivars að eiga sér önnur tilverustig í framtíð- inni; myndir frá forsetaframboði í ár eru stundarfyrirbrigði, sem mun verða metið með nýjum hætti í nýju samhengi. Eiríkur Þorláksson • BÓKAFORLAGIÐ Cambridge University Press hefur gefið út bókina „Social Freedom: The Responsibility V7ew“eftir Krist- ján Kristjánsson dósent í heim- speki við Háskólann á Akureyri. Bókn fjallar um merkingu frelsis- hugtaksins og er byggð á doktorsrit- gerð Kristjáns frá árinu 1990 og ýmsum greinum sem hann hefur Nýjar bækur síðan birt um efnið í alþjóðlegum heimspekiritum. I kynningu segir m.a., að auk eig- in kenningar veiti bókin, sem er 221 bls. að lengd, heillegt yfirlit yfír það helsta sem ritað hefur verið um frels- ishugtakið á undanförnum árum. Kristján Kristjánsson hefur starf- að við Háskólann á Akureyri frá árinu 1991 sem sérfræðingur, lektor og nú sem dósent. Auk skrifa sinna á erlendum vettvangi hefur hann birt margar ritgerðir um siðfræði og menntamál á íslensku og kom hluti þeirra út í ritgerðasafninu Þroska- kostir sem tilnefnt var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1992. Flugoghótel 24.930 kr. London — vinsælasta borg Evrópu Lundúnaferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundmðir sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú era fyrstu ferðiritar að seljast upp enda höfum við aldrei boðið jafn ótrúlega hagstæð kjör og nú f vetur með beinu flugi okkar til mestu heimsborgar Evrópu. Glæsilegir gististaðir í boði, spennandi kynnisferðir, ein besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni, sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum Heimsferða síðasta vetur. Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið. Verð frá kr. 19.930 Flugsæti til London með flugvallarsköttum. HEIMSFERÐIR ■HKHk' mmm Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 Verð frá kr. 24.930 M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept, 14./21. okt. Manneldisráð hvetur fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. f 3$wðum gsuewneti og cweacti htilðumuvt uegna Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.