Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU ERLEINIT Morgunblaðið/Hörður Andrésson . SKIPVERJAR á japanska túnfiskskipinu Ryuo Maru komnir með íslenskan túnfisk upp að síðu skipsins. „Eftir miklu að slægjast við túnfiskveiðarnar“ JAPÖNSKU túnfiskskipin sem ver- ið hafa við tilraunaveiðar innan ís- lensku landhelginnar djúpt suður af landinu, í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun, komu í höfn í Reykjavik á föstudag. Veiði var fremur dræm enda skilyrði ekki verið eins og best verður á kosið. Skipin komu hingað til lands um síðustu mánaðamót og fóru þá Hörður Andrésson, líffræðingur, og Hafsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri, á vegum Hafrannsóknastofnunar um borð og héldu með skipunum til veiðanna suður af landinu. Eftir miklu að slægjast Að sögn Harðar veiddist túnfisk- ur innan íslensku lögsögunnar og telur hann að íslendingar geti til- einkað sér þessar veiðar á næstu árum enda sé eftir miklu að slægj- ast. Hann segir að Japanamir hafi þó talað um mun betri veiði á haf- svæðinu sunnan við landhelgina síð- ustu tvö ár. Að sögn þeirra hafi Veiðarnar þó dræmar vegna sjávarkulda í sumar sjávarhiti þá verið um 13.5 gráður, allt niður á um 150 metra dýpi en í ár hafi hitastig sjávar farið niður í 10 gráður á sama dýpi. „Japanamir kenna einkum sjáv- arkulda um lélegri veiði en stofninn er einnig í mjög slæmu ástandi, eink- um árgangar eldri en átta ára. Þessi stofn hrygnir í Miðjarðarhafí og þar er stunduð mikil ofveiði í nót, einkum af hálfu Frakka,“ segir Hörður. Jóhann Sigutjónsson, aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunnar segir óvíst hvað verði um framhald samstarfsins við Japanina og ekki hafi verið ákveðið hvort menn frá stofnunni verði um borð í skipunum næstu vikumar. Hinsvegar sé ljóst að framhald verði á þessum rann- sóknum, margar nytsamlegar upp- lýsingar hafí fengist í leiðangrinum og næstu vikur og mánuðir fari i að vinna úr þeim. Japönsk túnfiskskip færð til hafnar í írlandi Japönsku túnfiskveiðiskipin Min- ato Maru og Shushin Maru vom færð til hafnar á Írlandi í síðustu viku eftir að þau voru staðin að ólöglegum veiðum innan írsku land- helginnar, að því er segir í frétt Herald Tribune. Skipstjórum þeirra er einnig gefíð að sök að hafa kom- ið inn í írska landhelgi án heimild- ar. Skipin eru meðal 30 japanskra túnfiskveiðiskipa sem hafa stundað veiðar í Norður Atlantshafi, suð- vestur af ströndum írlands. Athygli manna beindist mjög að þessum skipum í síðustu viku þegar að fimm manns fómst af völdum gaseitrunar um borð í einu þeiira á alþjóðlegu hafsvæði vestur af ír- landi. John F. Kennedy Marilyn Monreo Robert Kennedy Monroe hæddist að bólfimi Kennedys Mafían hljóðrit- aði ástarfund Washington. The Daily Telegfraph. NOKKRUM klukkustundum áður en bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést árið 1962 eftir að hafa tekið of stóran lyfjaskammt heimsótti þáverandi dómsmálaráð- herra, Robert Kennedy hana. John Kennedy forseti, hafði átt í stuttu ástarsambandi við Monroe og ráð- herrann einnig síðar en hann tjáði leikkonunni að samskiptum þeirra væri lokið. Dómsmálaráðherrann kom í þyrlu til bústaðar leikkonunnar í Brentwood í Los Angeles frá Santa Barbara í Kaliforníu. í endurminningum hárgreiðslu- meistara Monroe, Sydney Guila- roff, sem koma út innan skamms, segir hann að til rifrildis hafí kom- ið og Monroe hafi hótað að skýra frá samskiptunum við bræðuma. „Ef þú ert að hóta mér, Marilyn, skaltu vita að það er hægt að þagga niður í þér,“ sagði ráðherr- ann þá. Forsetinn hafði komist að því að mafían hafði gert hljóðupptökur af fundum hans með Monroe í strandhúsi breska leikarans Peters Lawfords, mágs Kennedys, í Santa Monica. Einnig hafði hann fengið að vita að leikkonan fræga hefði sagt að bólfimi forsetans væri ekki meiri en hjá lítt þroskuðum ungl- ingi. Hann bað því bróður sinn, dómsmálaráðherrann, að tjá leik- konunni að sambandinu væri lokið. Varð þetta til þess að Robert Kennedy gerðist elskhugi hennar. Guilaroff rifjar upp samtal sitt við Monroe sem var í öngum sínum eftir fundinn með ráðherranum. „Robert Kennedy var hérna, hann hótaði mér, æpti að mér ... Ég veit nefnilega um mörg leyndarmál í Washington ... hættuleg leynd- armál", sagði Monroe. Hár- greiðslumeistarinn segist hafa orð- ið fyrir áfalli er hún brotnaði niður og skýrði honum frá sambandinu við bræðuma. Hún hafði talið sér trú um að Rbbert Kennedy myndi skilja við eiginkonuna og giftast sér. Morguninn eftir fann sálfræð- ingur Monroe, Ralph Greenson, hana látna og Guilaroff dregur ekki í efa að um sjálfsvíg hafí ver- ið að ræða. Á hinn bóginn hafí það verið Kennedy-bræðumir, með að- stoð Greensons, sem hafí hrakið hana í dauðann. ■ SPORT * Víð ófkum Jóni flmari til haminp með áianpinn á Ólppíuleikunum o? þökkum um leið öllum þeim er tóku þátt í Ritter Sport' 'Ólppíutu?þrautinni'' iSP VINNINGSHAFAR í RtTTER SPORT TUGÞRAUTINNI 21“ PANASONIC SJÓNVARP Hólmar D. Skúlason Gilstúni 1b. RITTER SPORT REIÐHJÓL Helga Gfsladóttir Hrlsbraut 10 Sigurlaug Þorsteinsdóttir Hllðarbraut 7 Aðalsteinn Jóhannson Dalshrauni 13 Jón Hjörtur Stefánsson Raftahlíð 62 Birgir Már Bragason Langholt 7 Borghildur Pálsdóttír Miklagarði Svanhildur Helgadóttir Látraströnd 30 Aron Jóhannsson Hásteinsvegi 64 Hulda Arnsteinsdóttlr Þórshamar Sverrir Gestsson Ullartanga RITTER SPORT TASKA, BOLUR, HÚFA, ÚR OG RITTER SPORT SÚKKULAÐI Sturla F. Birkisson Engjavegi 13 Elín Grlmsdóttir Digraneshelði 20 Valur Smárason Sigtúni 10 Kristinn Halldórsson Hjarðarlandi 6 Elsa Hannesdóttir Kjarrvegur 1 Sigurður Magnússon Sólheimar 26 Guðlaug D. Magnúsdóttir Laugabrekku 12 Albert Már Vesturvangi 28 Heiðrún Björgvinsdóttir Reynibergi 1 Guðfinna Skúladóttir Suðurvöllum 8 EINNIG HLUTU 20 HEPPNIR PÁTTTAKENDUR i BOU, HÚFUR OG SÚKKULAÐI * Hulda S. Jóhannsdóttir - Austurgötu 10b Jóhanna Gunnarsdóttir - Fljótasel 20 Vilhjálmur Halldórsson - Aflagranda 23 Maria Hafsteinsdóttir - Heiðarbóli 33 Öm Erfingsson - Frostafold 24 Emma Elríksdóttir - T úngötu 32 Ögn Þórarinsdóttir - Sunnubraut 5 María Gunnlaugsdóttir - Hafraholt 16 Heimir Þór Andrason - Ósabakka 15 Hulda Ámadóttir - Byggðarholt 3c Herdís Hermannsdóttir - Kambasel 56 Hlynur-Eyþór-Bryndís - Ástún 8 Margrét Bjömsdóttir - Fagrahjalla 19 Benedikt Kolbeinsson - Votamýri Davíð Jónsson - Skógargötu 2 Linda Nína Haraldsdóttir - Háuhlíð 7 Ómar H. Ólafsson - Kaldaseli 9 Stefán Þór Pétursson - Heiðarból 37 Ingþór Halldórsson - Hjallabraut 35 Jónas Bjamason - Hringbraut 56 „ttw S”®” StKKOUoi | NASTU BÖO'- KARL KJCARLSSON EHF. STOFNÁÐÍ946 Skúlatúni 4 -121 Reykjavík - S(mi 511 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.