Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 9 FRETTIR Forseti Islands til Vestfjarða fsafirði. Morgunblaðið. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eru væntan- leg í opinbera heimsókn til Vestflarða í vikulokin. Forsetahjónin fljúga að morgni föstudagsins 30. ágúst til Þingeyrar þar sem æðstu embættismenn svæð- isins taka á móti þeim. Þaðan verður farið til Hrafnseyrar, þar sem blóm- sveigur verður lagður að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, og síðan aftur til Þingeyrar þar sem snæddur verður hádegisverður. Á Þingeyri skoða forsetahjónin og fylgdarlið þeirra sig um auk þess sem móttaka verður í íþróttahúsinu á Þingeyri. Frá Þingeyri halda forseta- hjónin til Flateyrar. Þar leggja þau krans við kirkjuna í minningu lát- inna. Flateyri verður skoðuð og síðan verður haldið að Holti þar sem farið verður til kirkju. Frá Holti aka for- setahjónin í gegnum jarðgöngin til Suðureyrar. Þar skoða þau atvinnu- líf staðarins og þiggja kaffi og veit- ingar í félagsheimilinu með íbúum staðarins. Síðar um kvöldið verður ekið til ísafjarðar en forsetahjónin gista á Hótel ísafirði. Laugardaginn 31. ágúst _gengur forsetinn og fylgdarlið um Isafjörð og heimsækir fiskvinnslufyrirtæki en síðan liggur ieið þeirra til Bolung- arvíkur með viðkomu í Hnífsdal. í Bolungarvík heimsækja forsetahjón- in Ósvör, Bakka og Árborg, íbúðir aldraðra, auk þess sem þau þiggja hádegisverð í safnaðarheimili Hóls- sóknar. Opið hús verður í Árbæ og þar gefst heimamönnum kostur á að hitta forsetahjónin. Síðdegis verður ekið aftur til ísa- fjarðar og munu forsetahjónin þá sækja íbúa Hlífar heim auk nýbú- anna við Pollgötu. Þá verður Neðsti- kaupstaður heimsóttur og síðan verð- ur kvöldverður í boði bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar. Síðar um kvöldið verður hátíðarsamkoma í íþróttahús- inu í Torfnesi fyrir íbúa ísafjarðar- bæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkur- hrepps. Þar verða flutt ávörp, tónlist og söngur. Farið til Súðavíkur Á sunnudeginum halda forseta- hjónin áleiðis til Súðavíkur, minnast látinna og skoða nýju byggðina á staðnum. Þá halda þau til messu í Súðavíkurkirkju og síðan sem leið liggur út í Vigur. Þar verður þeim boðið til hádegisverðar í boði Súða- víkurhrepps. Frá Vigur verður haldið aftur til Súðavíkur og þar verða for- setahjónin við opnun grunnskólans á staðnum auk þess sem boðið verður til almennrar samkomu. Frá Súðavík halda forsetahjónin til ísafjarðar og verða viðstödd skóla- setningu Framhaldsskóla Vestfjarð- ar og halda síðan til kvöldverðar á Hótel Isafirði. Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Vestfjarða lýkur á mánudagsmorgun. 20-50% afsláttur af húsgögnum. Rýmum til fyrir nýjum vörum. við Ingólfstorg, sími 552 4211 Athugið: Vantar málverk eftir gömln meistarana í söln! Nýjar peysur, blússur og toppar, gallajakkar, pils og vesti í stærðum 10 -18 (38-46). Enn má gera góð kaup á átsölufatnaði. Opið mánud. til föstud. kl. 10 -18 omiarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 LAURA ASHLEY ÚT5ÖLUNNI lýkur á morgun miðvikudag. Lokað vegna breytinga fimmtudag og föstudag. Opnum með nýjan haustfatnað mánudaginn 2. æptember. Kistan VI Laugavegi 99, sími 551 6646 Mikiá úrvd rf fallegum rúmffltnaái SkóLavöröastig 21 Sáml 551 4050 Reykjavlk. Mibvikudaginn 28. ágúst 1996 fer fram útbob spariskírteina og skiptiútbob vegna innlausnar á 2.fl. D 1988 - 8 ár, sem kemur til innlausnar 2. september 1996 HAUST VÖRUR frá EPISODE Sími 553-5522 ALGJÖRT DÚNDUR Verötryggb Verbtryggb Verbtryggb spariskírteini ríkissjóbs spariskírteini ríkissjóbs spariskírteini ríkissjóbs 2. fl. D 1990,* 1. fl. D 1995, Árgrei&sluskírteini 1. fl. B 1995, Nú 5 ár. 20 ár. 10 ár. 10 ár. Útgáfudagur: 1. febrúar 1996 (endunitg. n.j Útgáfudagur: 29. september 1995 1. febrúar 1995 Útgáfudagur: 27. október 1995 Lánstími: Nú 5 ár Lánstími: 20 ár 10 ár Lánstími: 10 ár Gjalddagi: 1. febrúar 2001 Gjalddagi: 1. október 2015 10. apríl 200S Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta Grunnvísitala: 2932 Grunnvísitala: 173,5 3396 sinn 2. maí 1997 Nafnvextir: 6,0% fastir Nafnvextir: 0,00% 4,50% fastir Grunnvísitala 174,1 Einingar bréfa: 3.000,5.000,10.000, Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 5.000, 10.000, 50.000, Nafnvextir: 0,00% 50.000, lOO.OOOj 10.000.000 kr. 100.000,1.000.000, Einingar bréfa: 500.000,1.000.000, 1.000.000 kn 10.000.000 kr. 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- Skráning: Skráð á Verðbréfa- Skráð á Verðbréfa- Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi íslands þingi íslands þingi íslands þingi íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í þau aö því tilskyldu aö lágmarksfjárhæö tilboösins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að söluveröi. Öörum aðilum en veröbréfafyrirtækjum, verðbréfamiölurum, verðbréfasjóðum, bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga- lánasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum er heimilt í eigin nafni að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða enda sé slíkt tilboð gert í eigin nafni og án milligöngu síðast greindra aðila. * Spariskírteini í 2.fl. D 1990, nú 5 ár, eru einungis í boði í skiptum fyrir innleyst spariskírteini í 2.fl. D 1988 - 8 ár. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 á morgun, miðvikudaginn 28. ágúst. Útboðsskilmálar, tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 564070. LANASYSLA RIKISINS llverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.