Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÁ hnusaðu bara góði, það er ekki svo mikið sem smá pissulykt úr mínum koppi . . . Morgunblaðið/Golli 54 KANDÍDATAR víðsvegar af landinu voru brautskráðir með B.Ed.-próf úr fjarskóla Kennarahá- skóla Islands á laugardaginn við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju. Fyrsta brautskráningin úr fj amámi á háskólastigi FYRSTU B.Ed.-kandídatarnir voru brautskráðir úr fjarskóla Kennaraháskóla íslands á laug- ardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem háskólakandídatar eru út- skrifaðir úr fjarskóla hér á landi að loknu heildstæðu háskóla- námi, sem byggir á samskiptum um tölvunet. Alls brautskráðust 54 kennar- ar með B.Ed.-próf. Þeir hafa stundað háskólanám undanfarin fjögur ár en hafa þó einungis verið í skólanum, í bókstaflegri merkingu þess orðs, í rúmlega fjóra mánuði. Þórir Ólafsson, rektor Kenn- araháskólans, sagði meðal ann- ars í ræðu sinni við brautskrán- inguna, að fjarskólinn væri fyrsti háskóli dreifbýlisins á ís- landi. Með því að festa fjar- námið í sessi hefði verið stigið stórt skref í byggða- og atvinnu- málum á landsbyggðinni. Krefst mikillar þrautseigju Að sögn rektors er fjarnámið fyllilega sambærilegt við stað- bundna kennaranámið, enda sömu námskröfur gerðar. Brott- fall úr náminu hafi verið heldur meira en í staðbundna náminu. Það krefjist mikillar þrautseigju og dugnaðar að stunda heima- nám samfellt í fjögur ár og sum- ir hafi ætlað sér um of með vinnu samhliða náminu. Þó verði það að teljast mjög góður árang- ur að tveir af hveijum þremur sem hófu fjarnámið skyldu Ijúka því á áætluðum tíma, auk þess sem nokkrir stefni að því að ljúka námi á næsta misseri. Rektor gerði að umtalsefni upplýsinga- og þekkingarþjóðfé- lagið, sem krefst stöðugrar endurmenntunar, sem mun hafa í för með sér aukið framboð af margskonar viðbótar- og fram- haldsnámi. Samsetning stúdenta- hópsins í Kennaraháskólanum hafi sýnt vel hvert stefnir. Þá hafi rúmlega 400 kennaranemar verið innritaðir í staðbundið nám, tæplega 200 í fjarnám, um 100 kennarar í framhaldsnám, flestir í fjarnámi að hluta til og um þúsund kennarar á endur- menntunarnámskeið. Fótbolti gegn fíkniefnum Sýnir árangur forvarnastarfs SÁÁ í verki Guðni Þórisson ELGINA 7.-8. september næst- komandi mun Knattspyrnufélag SÁÁ, KSÁA, í samvinnu við Iþrótta- og tómstundaráð, forvarnadeijd lögreglunn- ar og SÁÁ standa fyrir stóru og miklu knatt- spyrnumóti á gervigrasinu í Laugardal sem bera mun yfirskriftina „Fótbolti gegn fíkniefnum“. KSÁÁ leikur í fjórðu deild Islandsmótsins en auk þess að vera knatt- spyrnulið gegnir félagið þó nokkrum öðrum hlut- verkum. Guðni Þórisson er formaður KSÁÁ og seg- ir hann hugmyndina að stofnun félagsins fyrst hafa komið fram árið 1993 hjá ungu fólki innan SÁÁ. „Hugmyndin að stofnun félags- ins vaknaði fyrst fyrir þremur árum hjá ungu fólki innan SÁÁ en KSÁÁ var svo formlega stofnað þann 3. febrúar 1994. Hlutverk okkar er fyrst og fremst það að taka á móti nýjum félögum og hjálpa þeim að ná tökum á lífinu og tilverunni án vímuefna og erum við þar með í raun vettvangur fyrir unga vímuefnaneytendur, sem vilja byggja upp heilbrigt líf eftir meðferð. Einnig höfum við mikinn hug á taka þátt í forvarnarstarfi SÁÁ í grunnskólum með því að tengja boðskap gegn vímuefnum við já- kvæða íþróttaiðkun. Myndum við að öllum líkindum gera það í sam- vinnu við fulltrúa frá SÁÁ, sem myndi þá væntanlega halda sig við fræðilegu hlið málsins á meðan við myndum segja okkar sögu og halda okkur við raunveruleikann. Þá reynum við að taka mikinn og virkan þátt í starfí félagsmið- stöðvar SÁÁ, sem ber nafnið „Úlf- aldinn", en þar fer fram mjög mikilvægur stuðningur við ungt fólk sem hefur nýlokið meðferð hjá SÁÁ.“ - Nú er þetta í annað skiptið, sem þetta mót er haldið. Hvernig kom það til að KSÁÁ ákvað að halda knattspyrnumót með yfir- skriftinni „Fótbolti gegn fíkniefn- um“? „Hugmyndin að þessu knatt- spyrnumóti kviknaði í framhaldi af auglýsingu, sem birtist í fyrra og gaf í skyn að alsæla væri holl og góð fyrir krakka á öllum aldri. Þá var okkur eiginlega nóg boðið og við vildum reyna að leggja okkar af mörkum til þess að stýra þessari þróun. Við vildum gera eitthvað sem vekti athygli og skildi eitthvað eftir sig og í framhaldinu ákváðum við að komaá fót knatt- spyrnumóti, sem bæri yfírskrfítina „Fótbolti gegn fíkniefnum“. Við vildum láta í okkur heyra og sýna árangur forvarnastarfs SAA í verki en einnig töldum við þetta vænlega fjáröflunarleið því það kostar mikla peninga að halda þessu gangandi.“ - Hvernig tókst mótið í fyrra? „Þetta tókst mjög vel í fyrra og voru þátttakendur þá í kringum eitt hundrað. Við eigum von á hátt í 250 þátttakendum í ár og ætlum við að hafa sama háttinn á og síðast, það er að segja að fá fyrrverandi fíkniefnaneytendur til þess að spila opnunarleik mótsins við fíkniefnalögregluna. Þá hefur einnig komið upp sú ► Guðni Þórisson fæddist þann 1. júní 1955 í Reykjavík og er hann því 41 árs gamall. Hann lauk múraraprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1979 og starfar nú sem múrari í höfuð- borginni þar sem hann er jafn- framt búsettur. Þá hefur hann einnig verið formaður í Knatt- spyrnufélagi SÁÁ um nokkurt skeið en félagið var stofnað fyr- ir tveimur árum. Guðni er frá- skilinn og á einn son, Rlkharð 11 ára. hugmynd að stilla upp einum riðli, en leikið verður í fjórum fimm liða riðlum, þar sem myndu leika sam- an fyrrverandi fíkniefnaneytend- ur, fíkniefnalögreglan, ÁTVR, lög- fræðingar og Rannsóknarlögregla ríkisins því við höfum mikinn hug á að reyna að mynda einhvers konar samstöðu milli þessara hópa.“ -Eru margir félagar í KSÁÁ? „í dag eru líklega um 50 félag- ar í KSÁÁ en við tökum mjög vel á móti öllum nýjum meðlimum og reynum að gera okkar besta til þess að allir falli samstundis inn í hópinn. Það má því í raun segja að knattspyrnufélagið sem slíkt sé eins og nokkurs konar „verndað umhverfi“ þar sem mönnum líður vel og það er mikil samheldni í hópnum. Þarna eru t.d. mjög góðir knatt- spyrnumenn, sem eiga að baki marga leiki með unglingalandslið- um okkar íslendinga en hafa svo eyðilagt sig með vímuefnaneyslu. Það má í raun segja að aðstöðu- leysið sé það eina sem háir okkur en við eigum engan heimavöll og hefur því oft verið sagt að við séum með eitt af þess- um liðum, sem æfa á umferðareyjum." - Nú á KSÁÁ sæti í fjórðu deild íslands- mótsins og er alltaf að verða sterkara og sterkara með hverjum leiknum sem líður. Er markmið félagsins að færast yfir í þá átt að leika knattspyrnu ein- ungis til þess að ná árangri eða er hið upprunalega markmið enn númer eitt?“ „Við stöndum í þessu fyrst og fremst til þess að halda hópinn, veita hver öðrum styrk og taka á móti strákum, sem vilja byggja upp líf án vímuefna. Við viljum reyna að tengja þá inn í nýjan félagsskap og auðvelda þeim að koma undir sig fótunum á ný. en auðvitað er oft mikið kapp í mönn- um og það skemmir ekkert fyrir að ná góðum árangri." Eigum von á upp undir 250 þátttakendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.