Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bætt afkoma hjá Sæplasti hf. fyrstu sex mánuði ársins þrátt fyrir minnkandi framlegð Hagnaður nam 12 millj- ónum króna Úr milliuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 202 191 5,6% Rekstrargjöld 175 162 8,3% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 16,5 14,5 13,9% Fjármagnsgjöld -2,8 -4,6 -38,6% Reiknaðir skattar -1,4 -1,2 18,6% Hagnaður tímabilsins 12 20 -38,6% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting | Eignir: I Veltufjármunir 267 203 31,4% Fastafjármunir 246 202 22,3% Eignir samtals 513 404 26,8% I Skuidir oa eiaið fé: l Skammtímaskuldir 71 86 -17,2% Langtímaskuldir 147 44 236,9% Eigið fé 301 274 9,5% Skuldir og eigið fé samtals 519 404 28,4% Kennitölur 1996 1995 Eiginf járhlutfall 0,58 0,68 Veltufjárhlutfall 3,73 2,35 * Islenskt firmamerki í alþjóðlegu safnriti GRAFÍSKUR hönnuður, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, fékk ný- lega birt firmamerki (lógó), sem hún hannaði fyrir Póst og síma, í alþjóðlega safnritinu Graphis Logo yfir bestu firma- merki síðustu tveggja ára. Svissneska forlagið Graphis Press er útgefandi ritsins en það gefur einnig út tímaritið Graphis og annála yfir það, sem gerist á sviði grafískrar hönn- unar, svo sem í hönnun firma- merkja, veggspjalda, leturgerð- ar, myndskreytingar og Ijós- myndunar svo eitthvað sé nefnt. Kristín hannaði merkið fyrir auglýsingastofuna Gott fólk en hún starfar nú sjálfstætt. Merk- ið var gert fyrir hraðpóstþjón- ustu Pósts og síma. Kristín hef- ur einnig hannað önnur merki fyrir stofnunina eins og fyrir talhólf, faxhólf og gulu síðurn- ar auk ýmissa annarra merkja. HAGNAÐUR Sæplasts hf. á Dalvík nam rúmum tólf milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og minnkaði um 38,6% miðað við sama tímabil í fyrra. Verri afkoma skýr- ist m.a. af því að fyrstu 6 mánuði síðasta árs nam söluhagnaður af eignum 11,3 milljónum króna en engar eignir voru seldar á sama tímabili í ár. Hagnaður af reglu- legri starfsemi nam 13,7 milljónum króna eða um 6,8% af tekjum og jókst um 38% milli ára. Velta fyrir- tækisins nam 202 milljónum fyrstu sex mánuði ársins ogjókst um 5,6% miðað við sama tímabil í fyrra en rekstrargjöld jukust um 8,3% og námu 175 milljónum. Helstu lykil- tölur úr milliuppgjöri Sæplasts eru sýndar á meðfylgjandi töflu. Ástæða minnkandi framlegðar á tímabilinu má aðallega rekja til mikillar framleiðslu á endurvinnan- legum kerum að sögn Hannesar Garðarssonar, skrifstofustjóra Sæ- plasts. „Kerin eru ný framleiðsla, sem markaðurinn gerir kröfu um en þau eru mun dýrari í framleiðslu en hefðbundin ker, t.d. er ofntími þeirra helmingi lengri. Við höfum mætt þessu með því að auka fram- leiðslugetu verksmiðjunnar og þær ráðstafanir munu koma til góða á síðari hluta ársins. Það má einnig geta þess að á fyrri hluta ársins hefur fallið til óvenju mikill kostn- aður vegna markaðssetningar á nýja kerinu. Þá voru flestar sölusýn- ingar, sem fyrirtækið tekur þátt í á árinu, á fyrri hluta þess.“ Áfram stefnt að 10% veltuaukningu á árinu Hannes segir að rekstrarafkom- an fyrstu sex mánuðina hafí valdið stjórnendum fyrirtækisins vissum vonbrigðum. „Það voru uppi vænt- ingar um betri útkomu en við kvört- um ekki þar sem hagnaður af reglu- legri starfsemi eykst og fjármagns- kostnaður lækkar. Við erum því sæmilega sáttir við niðurstöðuna og ekkert bendir til annars en að áætlun fyrirtækisins um 10% veltu- aukningu milli ára muni ganga eft- ir og að þokkalegur hagnaður verði af rekstrinum í árslok." Sala á fiskikerum innanlands jókst um tæp 10% á milli ára og útflutningur kera jókst einnig lítil- lega að sögn Hannesar. „Sala á rotþróm og tönkum jókst um 86% milli ára og rörasala um 6%. Hins vegar varð um 16% samdráttur í sölu trollkúlna. Útflutningur nam um 53% af heildarveltu fyrirtækis- ins á tímabilinu en það er svipað hlutfall og í fyrra.“ í lok júní voru heildareignir Sæ- plasts hf. bókfærðar á tæpar 513 milljónir króna en skuldir námu tæpum 219 milljónum. Eigið fé var rúmar 300 milljónir og eiginfjár- hlutfall 0,58. Gengi hlutabréfa í félaginu var skráð 5,80 í síðustu viðskiptum með þau á Verðbréfa- þingi íslands og jafngildir það um 40% hækkun frá áramótum. Alnetsþjónusta Pósts og síma Símtalsflutningiir á öllum gjaldsvæöum utan Reykjavíkur PÓSTUR og sími hefur ekki enn komið upp neinum innhringibúnaði fyrir alnetsþjónustu sína á lands- byggðinni. Þess í stað er notast við símtalsflutning á ölium gjaldsvæð- um utan Reykjavíkur. Að sögn Karls Benders, yfirverkfræðings hjá gagnaflutningadeild Pósts og síma, er hluti búnaðarins kominn til lands- ins og kveður hann það sem á vant- ar vera á leiðinni. Hann segir stefnt að því að Ijúka uppsetningu búnað- arins á næstu tveimur vikum. Eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins um helgina eru keppinautar Pósts og síma óánægð- ir með að alnetsþjónusta stofnunar- innar skuli notast við símtalsflutn- ing í stað þess að koma upp inn- hringibúnaði á hveiju gjaldsvæði. Segja þeir þetta fyrirkomulag á skjön við yfirlýsingar forráðamanna samkeppnissviðs Pósts og síma um hvernig alnetsþjónustu stofnunar- innar yrði háttað á landsbyggðinni. Jafnframt telja þeir að með þessu sé Póstur og sími að niðurgreiða alnetsþjónustu sína, þar sem um- talsverður kostnaður fylgi því að notast við símtalsflutning Karl segir þetta þó aðeins vera tímabundið ástand. „Það var aldrei gefín upp nein ákveðin dagsetning á það hvenær búnaðurinn yrði kom- inn upp. Hann er að hluta til kom- inn til landsins og þetta er því spum- ing um viku eða tvær. Það hafa verið sumarfrí hér og því höfum við ekki getað farið í það að ganga frá þessu fyrr,“ segir Karl. Suburban Turbo Diesel 6.51 LT '95 • 7 manna • vél 6.51 turbo, diesel • sjálfskiptur • Dana 60 hásingar • leðurklæddur • cruise control • fjarstýrður startarí • þjófavamakerfi • útvarp/segulb./CD • rafstýrð sæti • ABS bremsukerfi • fjarstýrð dyraopnun • Rafstýrðir speglar • loftkæling (A/C) sem sagt einn með öllu, orginal frá framleiðanda. Verd 4.950.000. Upplýsingar í síma 568-9900 og 897-8820. Rúmt ár liðið frá lækkun gjaldskrár P&S vegna gagnaflutninga Afsláttarkjör enn ekki komin til framkvæmda AFSLÁTTARKJÖR Pósts og síma á leigulínum undir gagnaflutninga til útlanda, sem leigðar eru til 5 ára í senn, hafa enn ekki nýst viðskipta- vinum stofnunarinnar þrátt fyrir að rúmt ár sé liðið frá því samgöngu- ráðuneytið kynnti þessa lækkun. I fréttatilkynningu sem ráðuneyt- ið sendi frá sér þann 28. mars 1995 segir að þessi lækkun taki gildi þann 1. apríl sama ár. Þar kemur m.a. fram að auk almennrar lækkunar verði veittur 30% afsláttur á þessum leigulínum, séu þær leigðar til 5 ára í senn. Óskað eftir tryggingum fyrir afslætti Helgi Jónsson, framkvæmda- stjóri Internets á íslandi hf., sem haft hefur fasta línu til Sviþjóðar á leigu hjá Pósti og síma undanfarin ár vegna alnetstengingar, segir að fyrirtækið hafi strax í kjölfarið ósk- að eftir upplýsingum frá Pósti og síma um þau ákvæði sem fylgdu þessum kjörum. Að sögn Helga svaraði Póstur og sími þessari fyrirspurn með því að fara fram á tryggingar fyrir þeim afslætti sem veittur yrði frá gjaldskrárverði þar sem um langt tímabil væri að ræða. Afslátturinn af þeirri línu sem fyrirtækið hefur til leigu í dag nemur rúmiega 300 þúsund krónum á mánuði. „Okkur var hins vegar ekki fært að taka þessum kjörum vegna þess- arar tryggingar sem farið var fram á. Við könnuðum þetta hjá Verslun- arráði og fengum þau svör þar að þeir hefðu aldrei séð farið fram á slík kjör áður.“ Helgi segir að í kjölfarið hafi fyrirtækið leitað til samgönguráðu- neytisins vegna þessa nú í vor og beðið ráðuneytið að ganga í málið. í framhaldi af því hafi P&S boðað forráðamenn fyrirtækisins á sinn fund þar sem lofað hafí verið að endurskoða fyrri skilyrði en ekkert hafí hins vegar heyrst frá stofnun- inni síðan. Engar fyrirstöður fyrir lausn málsins Guðmundur Björnsson, að- stoðarpóst- og símamálastjóri, seg- ir að nú sé unnið að málinu innan stofnunarinnar. „Ég lýsti því yfir við þá sjálfur að það yrði staðið við þennan afslátt. Það er nú verið að vinna að frágangi málsins og samningsdrögum." Guðmundir segist ekki hafa fylgst með málinu upp á síðkastið en engar fyrirstöður eigi að vera fyrir því að þetta mál leysist. Ekki sé lengur farið fram á neinar tryggingar frá INTÍS. „Málið er það að ef sambandið er leigt til ákveðins árafjölda er veittur ákveðinn afsláttur og við vorum að velta því fyrir okkur hvaða skil- yrði viðkomandi aðili þyrfti að upp- fylla til þess að fyrirséð yrði að það verði af þessari fimm ára leigu. Það verður hins vegar ekki vanda- mál í þessari útfærslu," segir Guð- mundur. Aðspurður hvort samkeppnis- svið Pósts og síma njóti þessara afsláttarkjara á þeirri línu sem það leigir undir alnetsþjónustu sína, segist Guðmundur ætla að sam- keppnissvið muni fá slíkan afslátt, verði leitað eftir því. Markaðsvirði hlutabréfa í Flugleið- um lækkar um 1.234 milljónir HLUTABREF í Flugleiðum hafa lækkað um 17% frá því á miðviku- dag í síðustu viku. Það jafngildir því að markaðsvirði hlutafjár í fé- laginu hafi lækkað um 1.234 millj- ónir króna. Gengi hlutabréfa í Flugleiðum féll í síðustu viku í kjölfar frétta um að heildartap þess hefði numið 844 milljónum á fyrstu sex mánuð- um ársins. Við lokun Verðbréfa- þings íslands á miðvikudag var gengi bréfanna skráð 3,50 en í gær hafði það fallið í 2,90 eða um 17%. Á miðvikudag nam markaðsvirði hlutafjár í félaginu 7.198 milljónum króna en 5.964 milljónum í gær. Jafngildir þetta því að markaðsvirði hlutafjár í félaginu hafi lækkað um 1.234 milljónir króna. Viðskipti gærdagsins með hlutabréf í Flug- leiðum námu 3,4 milljónum króna og varð minnsti hluti þeirra, eða fyrir 250 þúsund krónur að mark- aðsvirði, á genginu 2,9. Gengi í öðrum viðskiptum með hlutabréf í félaginu í gær var hins vegar nær 3,0. Stærstu viðskiptin urðu t.d. á genginu 3,05 og nam markaðsvirði þeirra rúmri milljón króna. ft i ( 9 9 m m c m m m ! ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.