Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 2i
ERLENT
Demókratar hefja flokksþing í Chicago
Clinton hyg,g,st hrifsa
frumkvæðið af Dole
Chicago, Colombus. Reuter, The Daily Telegraph.
Reuter
BILL Clinton Bandaríkjaforseti veifar til mannfjölda við brottför
sína frá Vestur-Virginíu til Chicago á sunnudag. Hann hyggst
koma viða við og vera fjóra daga á leiðinni. Við hlið hans stend-
ur Hillary, kona hans, og Chelsea, dóttir þeirra hjóna.
FLOKKSÞING demókrata hófst í
gær í Chicago og hyggjast þeir á
næstu fjórum dögum hrifsa frum-
kvæðið frá repúblikönum til að
tryggja að Bill Clinton verði fyrsti
forseti flokksins til að ná endurkjöri
frá því að Franklin D. Roosevelt var
við völd á fímmta áratugnum.
Búast má við því að á flokksþing-
inu muni lítið fara fyrir ágreiningi
meðal demókrata og fremur verði
um að ræða þaulskipulagða sýningu
líkt og á flokksþingi repúblikana í
San Diego fyrr í þessum mánuði.
Höfðað til millistéttarinnar
Áhersla verður lögð á að höfða
til millistéttarinnar og draga fram
baráttumál, sem víst er talið að njóti
stuðnings hins almenna kjósanda.
Samkvæmt skoðanakönnunum
var þingið í San Diego Dole mikil
lyftistöng, en bilið virðist aftur farið
að breikka. í könnun, sem CAWbirti
í gær, hafði Clinton 12 prósentustig-
um meira fylgi en Dole og hafði
aukið forskot sitt um sjö prósentu-
stig á einni viku.
Clinton lagði af stað með lest til
Chicago á sunnudag og í gær hafði
hann viðkomu í Columbus í Ohio þar
sem hann lagði áherslu á tillögur
um að draga úr glæpum og hvatti
til þess að bannað yrði að selja
mönnum, sem dæmdir hefðu verið
fyrir ofbeldi innan veggja heimilis-
ins, skammbyssur.
Með því að leggja áherslu á þetta
mál hyggst Clinton auka það for-
skot, sem hann hefur á Bob Dole,
frambjóðanda repúblikana, meðal
kvenna.
Skotvopn voru einnig á dagskrá
á flokksþinginu í gærkvöldi og átti
Sarah Brady, eiginkona James Brad-
ys, sem var talsmaður Ronalds Re-
agans, fyrrverandi forseta, og lam-
aðist vegna skotsára þegar John
Hinckley reyndi að myrða Reagan
árið 1981.
í gærkvöldi átti að heiðra minn-
ingu Rons Browns, fyrrverandi við-
skiptaráðherra og formann Demó-
krataflokksins, sem fórst í flugslysi
á Balkanskaga fyrr á þessu ári.
Einnig var ráðgert að þar kæmi fram
leikarinn Christopher Reeve, sem
lamaðist er hann féll af hestbaki.
Hillary Clinton, eiginkona forset-
ans, er frá Chicago og mun halda
ræðu á flokksþinginu líkt og Eliza-
beth Dole, eiginkona Bobs Doles, í
San Diego. Þangað er A1 Gore vara-
forseti einnig kominn. Sjálfur mun
forsetinn hins vegar ferðast til
Chicago í lest, sem nefnd hefur ver-
ið Hraðlest 21. aldarinnar, til
Chicago ásamt Chelsea, dóttur sinni
næstu tvo daga.
Auk glæpa hyggst Clinton kynna
stefnu sína í mennta- og umhverfis-
málum á lestarferð sinni.
Clinton gagnrýnir
stefnu Doles
Clinton hefur veitt fjölda viðtala
undanfarna daga. Þar hefur hann
gagnrýnt yfirlýsingar Doles um að
hann muni lækka skatta um 15 af
hundraði og sagt að slíkt myndi af-
drifaríkt fyrir fjárlagahallann og
velferðarkerfið.
Hann hefur einnig veist að repú-
blikönum fyrir að beita fyrir sig
persónulegum árásum og að hund-
elta vini sína og aðstoðarmenn vegna
Whitewater-málsins. Andstæðingar
sínir hefðu varið „milljónum dollara"
í að níða sig niður allt frá því hann
tilkynnti framboð sitt árið 1991.
„Þetta hefur staðið í fimm og
hálft ár,“ sagði Clinton í samtali við
tímaritið Newsweek. „Pólitík hins
persónulega niðurrifs hefur verið
snar þáttur í þeirra herfræði."
í viðtali í þættinum „60 mínútum"
á sjónvarpsstöðinni CBS kvaðst Clin-
ton andvígur því að heyja persónu-
lega kosningabaráttu. Frammistaða
hans í embætti talaði sínu máli og
þrátt fyrir þrotlausar tilraunir hefði
andstæðingum sínum ekki tekist að
finna neitt gegn sér.
Agreiningur undir yfirborði
Þótt allt eigi eftir að virðast slétt
og fellt á yfirborðinu í Chicago.
Flokkssystkin hans á vinstri vængn-
um gagnrýna harkalega lög um nið-
urskurð í félagsmálum, sem repú-
blikanar keyrðu gegnum þingið og
Clinton undirritaði nokkrum dögum
fyrir flokksþingið.
Daniel Patrick Moynihan, öldunga-
deildarþingmaður demókrata frá
New York, sagði að þeir, sem bæru
ábyrgð á lögunum, myndu „taka
þessa skömm með sér í gröfina".
Repúbiikanar hömpuðu sínum
fyrrverandi forsetum í San Diego
og stigu Gerald Ford, George Bush
og Nancy Reagan, eiginkona Ron-
alds Reagans í ræðustól. Til þess
hefur verið tekið að Jimmy Carter,
eini núlifandi fyrrverandi forseti
demókrata, verður fjarri góðu gamni
í Chicago. Hermt er að Carter hafi
móðgast vegna þess hversu seint
honum var boðið að sitja flokksþing-
ið, en opinberlega er því haldið fram
að hann hafi verið búinn að gera
aðrar ráðstafanir og kæmist því ekki.
Sáttmáli
verði end-
urskoðaður
UNGVERSKIR Rúmenar fullyrtu
í gær að þrýstingur frá Banda-
ríkjamönnum og Evrópusamband-
inu hefði orðið til þess að skrifað
var undir vinarsáttmála Ungverja
og Rúmena, og vilja ungversku
Rúmenarnir að samkomulagið
verði endurskoðað. Formaður Lýð-
ræðisbandalags Ungveija í Rúme-
níu, Laszlo Tokes, sagði þetta á
fréttamannafundi með Gyula
Horn, forsætisráðherra Ungveija-
lands.
Bóndasonur
lítils virði
DÓMSTÓLL á Ítalíu hefur úr-
skurðað að hjónum nokkrum skuli
greiddar sem svarar rúmum 52
þúsund krónum í skaðabætur fyrir
dauða barns þeirra. Var úrskurð-
urinn studdur þeim rökum að
bóndasonur hefði aldrei átt mögu-
leika á að efnast að nokkru marki.
Drengurinn var 12 ára þegar hann
lést í umferðarslysi 1985. Faðir
hans vinnur á búgarði á Mið-ítal-
íu. Sagðist faðirinn myndu senda
peningana aftur til dómsmála-
ráðuneytisins til þess að greiða
mætti fyrir endurhæfingu dómar-
anna sem kveðið hefðu upp þennan
fáránlega úrskurð.
Frekari sann-
anir um holl-
ustu rauðvína
VÍSINDAMENN í Brasilíu
greindu frá því í gær að þeir hefðu
fundið enn frekari sannanir fyrir
því að rauðvínsneysla dragi úr
hættunni á hjartaáfalli. Rannsókn-
ir á 30 kanínum leiddu í ljós að
neysla rauðvíns og rauðvíns sem
inniheldur ekki alkóhól kom í veg
fyrir að fita í blóðinu stíflaði
æðarnar.
Snúið aftur á vettvang
blóðsúthellinganna
Chicago. Reuter.
DEMÓKRATAR héldu síðast
flokksþing í Chicago fyrir 26 árum
og kom þá til blóðsúthellinga þegar
lögregla gekk í skrokk á mótmæl-
endum á meðan fulltrúar á þinginu
tilnefndu Hubert Humphrey for-
setaefni. Rætt er um að atburðirnir
í Chicago forðum séu enn ekki
gleymdir og muni setja svip á
flokksþing demókrata þar nú, þótt
sú kynslóð, sem þá varð fyrir barð-
inu á lögreglukylfum, sé nú komin
til valda og víst sé að allt muni
fara friðsamlega fram.
Á sunnudag komu þeir, sem
mestan svip settu á mótmælin 1968,
til Chicago til að minnast hinnar
örlagaríku ráðstefnu. Borgarstjóri
Chicago, Richard Daley, bauð þar
velkomna Tom Hayden, sem nú er
öldungadeildarþingmaður, Bobby
Seale, David Dellinger og fleiri úr
hópnum, sem gekk undir nafninu
sjömenningarnir frá Chicago og var
sóttur til saka fyrir að eiga upptök
að ólátunum.
Faðir Daleys og nafni var borgar-
stjóri þegar flokksþingið var haldið
í Chicago 1968 og var sannkallað
hörkutól. Þetta var árið, sem Rob-
ert Kennedy og Martin Luther King
voru myrtir og mótmælin gegn Ví-
etnam-stríðinu voru í algleymingi.
Um tíu þúsund manns höfðu safn-
ast saman í Chicago til að mótmæla.
í ráðstefnuhöllinni voru nokkrar
sviptingar og hafði hópur demó-
ÞJOÐVARÐLIÐAR taka á
mótmælendum í Chicago
1968.
krata gert sér vonir um að Ted
Kennedy tæki upp merki bróður
síns og yrði frambjóðandi flokksins
í stað Humphreys, sem reyndar
hafði tryggt sér nægan stuðning.
Mótmæli yfirskyggðu
En atburðirnir fyrir utan höllina
yfirskyggðu allt, sem fór fram inn-
an dyra. Mótmælendur höfðu safn-
ast saman í borginni og hugðust
ganga að samkomustað demókrata.
Borgaryfírvöld höfðu hins vegar
bannað gönguna og þegar mótmæl-
endurnir lögðu af stað biðu þeirra
hópar lögregluþjóna og þjóðvarðliða.
Mótmælendunum tókst að komast
fram hjá þeim og vörpuðu um leið
fýlubombum, flöskum og hlandfyllt-
um blöðrum að laganna vörðum, sem
misstu stjórn á sér og beittu barefl-
um og táragasi óspart. Þessir at-
burðir voru sýndir beint í sjónvarpi
í sama mund og gengið var til at-
kvæða á þinginu. Óhætt er að full-
yrða að ólætin í Chicago áttu þátt
í að Richard Nixon bar sigurorð af
Humphrey þá um haustið.
Tveir af sjömenningunum eru nú
látnir, þeir Abbie Hoffman og Jerry
Rubin. Sonur þess fyrrnefnda,
Andrew Hoffman, var á samkund-
unni á sunnudag, en neitaði að fara
upp á svið þegar hylla átti sjömenn-
ingana vegna þess að það hefði
„faðir minn ekki gert“. Þess í stað
stóð hann við innganginn og seldi
„lögregluboli", sem á var letrað:
„Við lumbruðum á pabba þínum
1968. Bíddu bara eftir að röðin
komi að þér.“
Sjömenningarnir fengu þunga
fangelsisdóma, sem síðar voru
ógildir. Opinber nefnd komst síðar
að þeirri niðurstöðu að lögreglan í
Chicago hefði átt sök á því hvernig
fór.
Saksóknarar voru nasistar
Bonn. Reuter.
KOMIÐ hefur í ljós að þýskir sak-
sóknarar, sem létu hjá líða að
ákæra Erich Priebke fyrir rúmum
20 árum, voru sjálfír nasistar.
Herréttur á Ítalíu fann Priebke,
fyrrverandi foringja í SS-sveitum
nasista, sekan um aðild að drápum
á 335 ítölum nálægt Róm árið
1944 en dæmdi hann ekki í fang-
elsi vegna þess að mál hans væri
fyrnt.
Þýskir saksóknarar í Dortmunt
hafa viðurkennt að þeir hafi klúðrað
tækifæri til að ákæra Priebke fyrir
rúmum 20 árum. Dagblað í borg-
inni skýrði frá því að Rolf Krumsi-
ek, dómsmálaráðherra Nordrhein-
Westfalen, hefði sagt í svari við
fyrirspurn á þingi í fyrra að þrir
saksóknarar hefðu fjallað um mál
Priebke á árunum 1947-73 og þeir
hefðu allir verið í flokki nasista.
Opið virka
daga kl. 9-18
551 9400
10 öflug fyrirtæki á söluskrá okkar.
• Öflugur söluskáli við sundlaug á R. svæðinu (10042)
• Rótgróin hverfisverslun í eigin húsnæði (11018)
• Bóka-, rit- og leikfangaverslun (12000)
• Glæsileg blómaverslun miðsvæðis (12050)
• Öflug snyrtivöruverslun í verslunarkjarna (12061)
• Glæsilegur skyndibitastaður í Kringlunni (13061)
• Vöruflutningabifreið á styttri leiðum (16049)
• Fyrirtæki í plast og álgiuggagerð (19010)
• Vel rekin, góð og falleg hárgreiðslustofa (21008)
• Pizza heimsendingar þjónustufyrirtæki (13074)
Erum með fjölmörg fyrirtæki á söluskrá okkar, einnig getum við
bætt við fyrirtækjum á skrá. Framundan er góður
sölutími.
Verið velkomin á Hól og fáið nánari upplýsingar. .
Skipholti 50b