Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 36

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÖST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS ÖRLYGUR LÁRUSSON + Magnús Örlyg- ur Lárusson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1980. Hann lést af slys- förupi 17. ágúst síð- astliðinn í Grafn- ingshreppi við Þingvallavatn. For- eldrar Magnúsar eru Lárus Kjart- ansson, lögreglu- maður, f. 30.5. 1955, og Ragnhild- ur Jónsdóttir, f. 6.7. 1955. Systur hans eru Jónina Ósk, framleiðslunemi, f. 19. júlí 1977, og Matthildur, nemi, f. 1. ágúst 1984. Magnús ólst upp í Mosfellsbæ, Húsa- vík og Reykjavík. Hann lauk grunn- skólaprófi frá Laugarlækjarskóla sl. vor og starfaði í Kassagerð Reykja- víkur í sumar. Magnús hafði gert ráðstafanir til þess að hefja nám við Menntaskólann við Sund í haust. Utför Magnúsar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kveðja til sonar Laugardagur 17. ágúst klukkan 11.35, sólríkur dagur, fallegt veður. Ég að fara að vinna, best að líta inn til þín, ég opna dyrnar, þú lást þá í rúminu þínu, sofandi, ég vakti þig ekki. Hvíslaði „bless Maggi minn“. Klukkan 15.30, ég á leið upp í Breiðholt, sólríkur dagur, fallegt veður. Best að hringja í þig. Sló inn númerið. „Halló“. „Blessaður Maggi minn“. „Blessaður gamli“. „Hvað segir þú“. „Allt gott, ég er að fara með Ein- ari og foreldrum hans austur í sum- arbústað, við komum aftur á morg- un.“ „Hvað eruð þið að fara að gera austur í bústað?“. „Bara, kannski förum við á sjó- skíði á Þingvallavatni og svoleiðis“. „Þú verður að fara varlega, ekki fara út á vatnið án þess að vera í vesti og fara varlega". „Já, já, við förum varlega, pabbi hans Einars fer með okkur út á vatnið, við förum aldrei einir, við förum varlega". „Jæja, Maggi minn. Heyrðu, þú átt svo mikið af peningum að mér fínnst að þú ættir að bjóða okkur upp á tveggja lítra kók til að eiga í kvöld.“ „Tveggja lítra kók, ég að bjóða ykkur. Jú, auðvitað býð ég ykkur upp á kók. Heyrðu ég ætla að flýta mér út í búð, þau eru að koma að sækja mig. Sé þig á morgun, bless.“ „Bless Maggi minn, farðu var- lega“. „Geri það.“ Nokkrum mínútum seinna kom einhver ónotatilfinning yfir mig, það kemur eitthvað fyrir þig. Ég á að hringja í þig og biðja þig að fara ekki, það kemur eitthvað fyrir. Hvaða vitleysa, hugsaði ég, þeir fara var- lega, pabbi Einars verður með þeim, það kemur ekki neitt fyrir. Þetta eru svo stórir strákar sem fara varlega. Tíminn líður. Um klukkan tíu um kvöldið var ég að þvo mér um hendurnar, þá kom aftur einhver ónotatilfinning yfir mig. Það hefur orðið slys, þetta var eins og neyðarkall frá þér. Ég hugsaði „Maggi er slasaður, það þarf búnað, það þarf þyrlu. Eitthvað er að. Það hefur orðið slys.“ Ég leit í spegilinn fyrir framan mig. „Ertu orðinn ruglaður. Það kom ekki neitt fyrir, þetta er bara vitleysa." Skömmu síðar hringdi ég í mömmu þína en hún var að vinna eins og þú veist. Við ákváðum að ná í Möttu í afmæli sem hún var í, fara og kaupa okkur ís og fara svo til að horfa á flugeldasýninguna. Klukkan tuttugu mínútur yfir tíu var ég kominn upp í vinnu til mömmu þinnar, ég beið fyrir utan þegar Helga Sigríður kom hlaupandi út, ég sá að eitthvað var að. „Lalli, Maggi lenti í slysi, hann er á leiðinni með þyrlu“. Ég hljóp upp til mömmu þinnar, spurningar hlóðust upp. „Hvað kom fyrir“. „Ég veit það ekki, mamma hans Einars hringdi og sagði að Maggi hefði slasast alvarlega og það væri verið að flytja hann með þyrlu til Reykjavíkur." „Þyrlan er ekki komin, förum yfir á slysavarðstofuna, þyrlan er fljót í förum.“ Við flýttum okkur yfir á slysa- varðstofuna, til að vera tilbúin þegar þyrlan lenti, svo við gætum verið tilbúin að taka á móti þér og styðja en þyrlan kom ekki. Enginn vissi neitt. Okkur var vísað inn í her- bergi, yndisleg kona, Hrefna, var hjá okkur og reyndi að aðstoða á allan hátt en enginn vissi neitt. Ég hringdi í Tobbu til að biðja hana að ná í Möttu í afmælið, og gerði hún það með glöðu geði og fór strax. Ég hringdi síðan austur á Selfoss í lögregluna til að reyna að fá ein- hveijar upplýsingar um þig og Ein- ar. Hvað hafði komið fyrir, voruð þið mikið slasaðir. Þegar var svarað, þá kynnti ég mig og sagði að slys hefði orðið á þeirra svæði og þú, sonur minn, hefðir slasast. Það varð þögn í símanum, lög- reglumaðurinn spurði hvort ég væri lögreglumaður í fíkniefnadeildinni og sagði síðan að þeir hefðu verið að reyna að ná í mig. Það varð aftur þögn. Það varð banaslys, sagði lög- reglumaðurinn. Banaslys, hver dó? spurði ég. Það var sonur þinn, svar- aði lögreglumaðurinn. Sonur minn, Magnús, það getur ekki verið. Jú, sagði hann, það var sonur þinn. Hvað kom fyrir? Ég veit það ekki ennþá, sagði hann, ég samhryggist þér. Ég sneri mér við. Mamma þín sat í stól í herberginu, angistin var í andliti hennar. Maggi okkar er dáinn, sagði ég. Nei, nei, nei, það getur ekki ver- ið. Jú, ástin mín, drengurinn okkar er dáinn. Vi sátum þama, héldum utan um hvort annað og grétum. Mikið vorumn við lítil, drengurinn okkar dáinn. Hvers vegna, hvers vegna, hvers vegna? Eftir þetta er mikil þoka hvað gerðist, Hrefna, Helga Sigríður og fleiri komu strax til okkar og reyndu að styrkja okkur. Þetta gat ekki verið, það gat ekki verið að þú vær- ir dáinn, sextán ára. Þú varst svo glaður og hlakkaðir svo til að fara austur. Hvað hafði gerst? Hlutirnir skýrðust síðan smám saman, þið Einar vora á ferð í bílnum sem amma hans átti. Eitthvað gerð- ist, bfllinn valt, og þú lást látinn við hliðina á honum þegar lögreglan kom. Ég fór og náði í Jónínu niður í vinnu til hennar og sagði henni hvað hafði gerst. Ég náði í Tobbu og sagði henni hvað hafði gerst, og bað hana að koma með Möttu niður á slysa- varðstofu. Þegar hún kom sagði ég henni hvað hafði gerst. Síðan hringd- um við í ættingja og vini sem komu og voru með okkur í sorginni. Kjartan prestur kom og var hjá okkur um nóttina. Þegar við fréttum að Olöf mamma Einars var komin, þá fóram við strax og tókum utan um hana. Um leið og Einar kom fóram við til hans, til að hugga hann, því við vitum hvað þið vorað góðir vinir. Við ætlum okkur að reyna að styrkja hann og styðja eins og við getum. Ykkar vinátta mun halda áfram. Seinna um nóttina var komið með þig á slyadeildina. Við fórum inn til þín og sátum hjá þér og fórum með bæn. Elsku drengurinn minn, það var svo mikil ró yfir þér, það var eins og þú værir bara sofandi og myndir vakna rétt bráðum. Við erum þess fullviss að það vora góðir sem tóku á móti þér þeg- ar þú komst yfir. Við eigum góða að þar eins og hér. Maggi minn, ef þú getur viltu þá styrja mömmu þína, systur þínar, ömmu og afa, Einar og foreldra hans og alla þá sem syrgja þig. Maggi minn, þakka þér fyrir allt, ég sakna þín. Bless elsku drengurinn minn, við sjáumst. Þinn, pabbi. 17. ágúst sl. urðu tímamót í lífí mínu, lífí fjölskyldu minnar og vina. Ástkær bróðir minn, Magnús Órlyg- ur Lárusson lést. Maður verður alveg orðlaus þegar svona hlutir gerast, strákur í blóma lífs síns er tekinn burt. Maggi var strákur sem átti allt lífíð framundan og hann var drengur sem hafði allt til að bera á öllum sviðum. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt leysti hann vel. Sama hvort það var skólinn eða körfuboltinn sem hann æfði með 1. flokki KR. Mér er alltaf minnisstætt að hann hafði aldrei mikið fyrir lærdómi. Það var eins og það væri nóg fyrir hann að leggja hendur sínar á lokaðar skólabækur, hann kunni þær sam- stundis utan að. En aftur á móti gekk honum ekkert sérlega vel að skrifa á sínum yngri árum og þegar hann fékk einkunnir sínar fyrir skrift, þá sagði hann alltaf að skrift- in væri ekki mælikvarði á greind. Það sama gilti um margt annað, hann var svo réttlátur á allt. Hann skildi t.d. ekki þegar fólk var með þetta kynþáttahatur út í litað fólk. Núna, þegar minningarnar streyma, þá veit ég varla hvað ég á að festa á þetta blað mitt, því ég og Maggi brölluðum svo margt saman. Ég man eftir einu atviki sem lýsir réttlætis- kennd hans og hvernig hann hugs- aði alltaf um minnimáttar. Þegar við bjuggum á Húsavík langaði okkur eitt sumarið að byggja lítinn kofa. Við byggðum kofann loks eftir að við voram búin að safna timbri í hann út um allan bæ. Og kofínn reis. Síðan kom að því að mála kofann. Matthildur litla systir okkar, sem þá var fjögurra eða fímm ára, vildi auðvitað hjálpa til. Hún stóð uppi á þakinu og var eitthvað að sletta málningu á þakið en vildi af einhverri ástæðu ekki færa sig úr stað. Einn vinur okkar varð svo pirraður að hann málaði yfir skóna hennar en hún var í rauðum inni- skóm með mynd af Mikka mús á og allt í einu voru rauðu skómir orðnir gráir af málningu. Maggi varð svo reiður að hann bannaði stráknum lengi vel að koma í kofann okkar því að hann skemmdi skóna en svona var Maggi alltaf. Hann passaði alltaf sína og sitt. En nú ert þú horfínn á braut, elsku Maggi minn, og ég bið guð og alla látnu ættingjana okkar um að passa þig og styrkja, ástin mín. Og ég þakka þér fyrir þessi yndislegu 16 ár sem við höfðum átt saman í faðmi yndislegrar íjölskyldu og ættingja. Og ég vona að þú verðir mér til trausts og halds þegar ég á bágt. Ég veit að þú munt taka á móti okkur með opnum örmum þegar okkar tími kemur. Mundu bara að ég elska þig og okkar góðu stundir gleymast ei. Þín systir, Jónína Ósk. Elsku Maggi. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum línum. Það er erfitt að koma orðum að því sem maður helst vildi segja. Við voram alltaf stolt af þér, elsku vinur, því þú varst duglegur og góður drengur. Það eru margar minningar sem þjóta í gegn- um hugann á þessari stundu. Þegar þú varst lítill vildir þú allt- af vera að dunda við eitthvað og rifjast þá fyrst upp stundirnar í bíl- skúrnum með Siguijóni afa þar sem þið gátuð verið saman heilu tímana við að tálga og smíða. Þú lærðir víst mörg handtökin þar og afi ekki síður af þér. Ég gleymi því ekki hvað þú varst montinn þegar afi lánaði þér svo sinn vasahníf og þá varð alveg ómögulegt að fá þig inn úr bílskúrnum. Meistaraverkið ykkar var svo kofinn sem þið smíðuðuð saman fyrir kanínurnar sem þú komst með frá Húsavík. Það var gaman að fylgjast með þér vaxa og dafna. Þú varst glaðlyndur drengur, jákvæður og duglegur námsmaður. Það sem átti hug þinn allan var körfuboltinn og þar varst þú búinn að ná langt. Þú áttir þér stóran draum að klára skólann hér heima og komast út í háskóla og spila þar körfubolta. með góðu liði sem kannski kæmi þér áfram. Þetta hefði þér tekist elsku vinur því allt sem þú tókst þér fyrir hendur og gerðir, gerðir þú vel. Það var aðdáunarvert að sjá hversu samrýnd þið systkinin voruð og hversu góður þú varst við Möttu litlu systur þína. Elsku Maggi, við gætum sagt margt fleira, en við munum varð- veita þær ljúfu minningar sem við eigum um þig til að hlýja okkur um hjartarætur þegar skammdegið verður sem mest hjá okkur. Maður spyr sjálfan sig af hverju fékkst þú ekki að vera lengur hjá ok.kur en sjálfsagt fáum við aldrei svar við þeirri spurningu. Elsku börnin okkar: Ragnhildur, Lárus, Jónína og Matthildur við biðj- um algóðan guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Amma og Siguijón afi. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson ) t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, ÞORGEIR JÓNSSON bóndi, Möðruvöllum, Kjós, lést að morgni 24. ágúst á elliheimilinu Grund. Jarðarförin verður auglýst sfðar. Ingibjörg Sveinbjörnsd Eygló Þorgeirsdóttir, Reynir P Ólöf Þorgeirsdóttir, Sigurðui Jón Þorgeirsson, Orapin C Hugrún Þorgeirsdóttir, ÓlafurS Kári Jakobsson, Elin Ingi Jónmundur Jónssor barnabörn og barnabarn / \ mm óttir, álmason, Ásgeirsson, haksukheuw, gurjónsson, mundardóttir, abörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA JÓHANNSDÓTTIR, Hólmgarði 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 28. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra. Dóra Camilla Kristjánsdóttir, Ari Kar Magnús Már Kristjánsson, isabell Mari'a Björg Kristjánsdóttir, Loftur og barnabörn. sson, 3 de Bisschop, Dlafsson t Astkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR IMGIBJÖRG JAKOBSDÓTTIR frá Árbakka, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, áður IMjáisgötu 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir, Torfi Guðmundsson, Ellen Andersson, Jakob Guðmundsson, Helga Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, amma og langamma, ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Kópabogsbraut 1a, er lést þann 19. ágúst sl. veröur jarð- sungin frá Digraneskirkju miðvikudag- inn 28. ágúst kl. 13.30. Gréta Björg Sörensdóttir, Anna Gréta Eyþórsdóttir, Birgir Bjarnason, Sigrún Eyþórsdóttir, Sigurður Ingi Hauksson, Elias Örn Eyþorsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.