Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 35 MINNINGAR + Ásgerður Þor- leifsdóttir fæddist að Efra- Hvoli í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu 9. apríl 1904. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eir 17. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorleifur Nikulás- son, bóndi á Mið- húsum, f. 30.8. 1863, d. 21.8. 1940, og kona hans Krist- ín Þorvaldsdóttir, f. 9.8. 1866, d. 21.8. 1950. Ásgerður átti sjö systk- ini, sem öll eru látin. Hinn 27. júní 1927 giftist hún Valdimar Guðmundssyni, vélstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þeim varð þriggja barna auðið: 1) Arnar Þórir, f. 8.7. 1928, d. 4.7. 1970. Kona hans var Val- gerður Einarsdóttir og áttu þau Ásgerði eða Ásu eins og flestir kölluðu hana, þekkti ég vel frá því ég sem smápatti dvaldi í lengri eða skemmri tíma á heimili foreldra hennar, Miðhúsum. Ég kallaði þau afa og ömmu og þau voru mér svo kær að ég minnist þeirra og systur Þorleifs, Ólafar, ætíð er ég heyri góðs fólks getið. Sem ung stúlka var Ása nokkuð hávaxin og fríð sýnum, að eðlisfari glaðlynd og hæglynd, en þó nokkuð dul. Hún var hjálpsöm og vildi öllum gott gera og fór þá ekki í mann- greinarálit og mátti helst ekkert aumt sjá. Þannig minnist ég þessarar ágætu konu frá æsku minni, er ég dvaldi á sumrin á heimili foreldra tvö börn. 2) Ólöf, gift Val Ásmundssyni, þau eiga 3 börn, og 3) Þorleifur Kristinn, kvæntur Theodóru Þórðardóttur. Þor- leifur á tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Barnabörnin eru orð- in níu talsins og fjöldi langömmubarna. Ás- gerður var í föður- húsum til tvítugs en fór til Vestmanna- eyja um vertíðir, eins og þá var almennt venja fyrir ungt fólk þegar lítið var _ að starfa á sveitaheimilum. í Vestmanna- eyjum kynntist hún eiginmanni sínum. Þau stofnuðu heimili og bjuggu lengst af á Óðinsgötu 16b í Reykjavík. Útför Ásgerðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. hennar, allt til 12-13 ára aldurs. í þá daga var fært frá á sumrin og ég og systurdóttir Ásu, Kristín eða Kidda, vorum látin vaka til skiptis yfir túninu, til að ærnar færu ekki í það. Á morgnana komu svo Ása og systur hennar til að mjólka. Nú, svo voru heyannir með orfaslætti, rakstri og bindingu í bagga, sem fluttir voru heim á hest- um. Þá var oft glatt á hjalla hjá unga fólkinu. Móðir mín og Ása voru alla tfð miklar vinkonur frá því Ása var smátelpa og þá oft í umsjá mömmu, þegar húsmóðirin átti annríkt, enda nokkuð mannmargt heimili og gesta- gangur mikill. Eftir að Ása og Valdi- mar höfðu komið sér upp myndar- legu heimili í Reykjavík, á Óðinsgöt- unni, voru samgöngur greiðar og tryggur vinskapur alla tíð milli okk- ar. Ása bjó ijölskyldu sinni fagurt og hlýlegt heimili og bömin, Arnar, Ólöf og Þorleifur, uxu úr grasi og urðu augasteinar foreldra sinna, en þau á móti mjög hænd að foreldrum sínum og urðu þeirra stoð og stytta er árin færðust yfir þau og heilsan tók að gefa sig. Þar má segja að uppeldið hafi gefið góðan ávöxt. Þeim er líka sárastur missirinn svo og bamabörnum og öðru skylduliði, sem eiga nú á bak að sjá elskulegri ömmu og langömmu, sem allt vildi fyrir þau gera og gladdist er þau komu í heimsókn. En allt er í heiminum hverfult, tíminn líður og áður _en varir er komið að kveðjustund. Árin eru orð- in 92, þrekið farið að dvína, en still- ingin, vinsemdin og hógværðin sú sama allt þar til yfir lauk, studd af þéttu handtaki barnanna þar til for- tjald lífsins skildi leiðir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góða vinkonu. Bið henni blessunar á þeim leiðum, sem hún nú hefur lagt út á. Ég og fjölskylda mín þökkum Ásu áralanga vináttu og samfylgd og vottum börnum hennar og öðmm ættingjum og venslafólki innilega samúð. Blessuð sé minning Ásgerðar Þorleifsdóttur. Geir R. Tómasson. Látin er amma okkar og besti vinur. Þótt dauðinn sé eitt það fáa í líf- inu, sem við göngum að vísu, er alltaf jafnsárt að kveðja. Þitt skarð í hjarta okkar systranna verður ekki fyllt. Við viljum þakka þér allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér á Óðinsgötunni, alltaf ríkti svo mikil hlýja og skilningur hjá ykkur afa. Ást ykkar og virðing hvors til annars og allra sem til ykkar komu var svo hrein. Alltaf gátum við leitað til þín með okkar vandamál og sorgir, sem þú greiddir svo vel úr á einstakan hátt. Við munum svo vel eftir ferðalögun- um, sem við fórum í með ykkur á sumrin. Það var svo gott og gaman að ferðast með ykkur. Allt þetta er okkur svo minnis- stætt. Okkur þykir gott að hafa hjálpað til við að hugsa um þig síð- ustu árin og verið þér innanhandar og þar með endurgoldið það sem þú gerðir fyrir okkur á yngri árum. Erfitt er, elsku amma okkar, að lýsa því með orðum hversu góð og yndisleg þú varst, og hversu mikils virði þú varst okkur á meðan þú lifðir. Við kveðjum þig með ást og virð- ingu, elsku amma. Hafðu hjartans þökk mór horfin stund er kær. í minni mínu klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson.) María Kristín og Hafdís Þorleifsdætur. Sár söknuður og þakklæti eru til- fmningar sem^bærast með mér, er ég minnist tengdamóður minnar Ásgerðar Þorleifsdóttur. Þó að hár aldur og alvarleg veikindi og vitað var að hveiju stefndi, eru þeir sem eftir sitja aldrei tilbúnir, þegar kallið kemur. Ég kynntist Ásgerði fyrir 7 árum, þegar Þorleifur sonur hennar kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Er mér sérstaklega minnistætt hversu falleg og virðuleg þessi aldna kona var. Hvítt hárið, fallegt bros, hlýtt handtak og ég skildi strax af hvetju þessi kona var elskuð og dáð af sínu fólki. Böm og bamaböm og síðar barnabarnaböm áttu alltaf at- hvarf á Óðinsgötunni hjá Ásgerði og Valdimar. Lítið en hlýtt og notalegt heimili þeirra var alltaf opið og þeir vom margir _sem leituðu skjóls og huggunar á Óðinsgötunni. Hún tók á móti mér sem ég væri dóttir henn- ar og fannst mér ég eiga greiðan aðgang að hjarta hennar. Naut ég umhyggju hennar og ástúðar ásamt Agnesi dóttur minni sem alltaf kall- aði hana ömmu og þótti óskaplega vænt um hana. Vinátta þeirra var rík. Þakkar Agnes ömmu sinni fyrir samverustundirnar og heilræðin. Tengdamóður minni lýsir enginn í nokkrum setningum, svo stðrkost- leg kona var hún. Allt sitt líf lifði hún fyrir aðra og faðmur hennar stór og hlýr og aldrei fór neinn svangur eða þyrstur frá henni, þótt kjör hennar hafi ekki verið mikil. Hún var dugmikil alþýðukona með yfírbragð hefðarkonu. Ég fékk tæki- færi til að sýna henni þakklæti mitt, er hún flutti til okkar Þorleifs í Ystaselið eftir að Valdimar lést fyr- ir nokkrum árum. Sá tími sem þá fór í hönd, var mér dýrmætur. Hún talaði ekki af sér hún tengdamóðir mín, var orðvör, einlæg og ákveðin í skoðunum. Ráðin hennar voru mér gott veganesti þegar ég tókst á við þá ábyrgð sem fylgir því að ala upp ungling. Kærleikann hafði hún að leiðarljósi og miðlaði hún til mín af reynslu sinni. Ástvinir hennar fjær og nær kveðja hana klökkum huga og í innilegri þökk. Guð blessi alla þá sem unnu henni og voru henni kærir. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ. Það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund. Þá hressti og nærði þín samverustund. Þú trúðir á skaparans miskunnar mátt og móti hans boðorðum starfaðir fátt. Hann blessaða faðm sinn breiðir mót þér. í bústaðinn himneska leiðir með sér. (ÁJ.) Sjálf bið ég Ásgerði tengdamóður minni Guðs blessunar. Theodóra Þórðardóttir. ÁSGERÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR STEINDÓR FINNBOGASON + Steindór Finn- bogason fæddist á Vattarnesi í Múla- sveit 19. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 17. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Finn- bogi og Kristín eignuðust 7 börn: Þorstein, Jón, Guð- björgu Jónínu, Steindór, Unni (dó ung), Ólaf og Unni. Utför Steindórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég vin minn og frænda Steindór Finnbogason. Steindór fæddist að Vattarnesi í Múlasveit og bjó síðar með foreldrum sínum að Skálmarnesmúla í sömu sveit. Sem ungur maður í Múlasveit hafði hann unnið hjá langafa mínum Helga og síðar afa Aðalsteini og ömmu Guðrúnu á Svínanesi á sumr- in við slátt og trygg vinabönd mynd- uðust. Eftir að bærinn á Svínanesi fór í eyði árið 1959, hélt Steindór alltaf við kunningsskap sínum við fjölskylduna. Steindór yfirgaf sjálf- ur sveitina um þrítugt eftir lát for- eldra sinna. Afi og langafi voru látnir þegar ég man fyrst eftir mér, en ljóst var að Steindór hafði fundið nýjan vin. Fyrstu minningar mínar af Stein- dóri eru allar á eina lund. Heimsókn- ir hans til okkar ömmu og mömmu á Hraunteiginn voru ævintýri út af fyrir sig. Þar lék Steindór við litlu prinsessuna á heimilinu allt kvöldið, með sinni einstöku barngæsku og prúðmennsku. Oftar en ekki var farið í bíltúr, en þær minningar geymast eins og bestu heimsreisur, þar sem bíll var að öllu jöfnu ekki á heimilinu. í þess- um ferðum var yfirleitt komið við í söluturnum þar sem keyptur var toppís og síríussúkkul- aði sem ungfrúin hélt á, hvoru í sinni hend- inni og undi vel við sitt. Sú regla var viðhöfð að yngsti einstakling- urinn fékk að sitja fram í, og ef að sást til lög- reglu var stokkið undir mælaborðið á undra- verðum hraða, en þá var umferðar- menningin önnur en hún er í dag. Steindór var alla tíð fróðleiksfús og víðlesinn maður. Þegar árin liðu fóru að berast bókagjafir frá Steind- óri í stað leikfanga. Þetta voru ein- stök ritverk, fyrst í stað fyrir börn og síðar bækur fyrir fullvaxta fólk. Á kvöldin voru þær teknar fram, og upp úr þeim lesið kvöld eftir kvöld í mörg ár, þess á milli voru þær vel geymdar í læstum skáp sem amma Guðrún hafði umsjón með. Gjafmildi Steindórs var einstök, bárust gjafir við minnsta tilefni allt frá viðleguútbúnaði af bestu gerð, sem enn sést ekki á eftir 20 ára notkun, til ritverka sem börn höfðu yfirleitt ekki til umráða. Steindór hefur alla tíð verið ómissandi gestur við stórviðburði í mínu lífi eins og við fermingu, við prófiok úr menntaskóla og háskóla, og nú síðast við giftingu mína í sumar. í hinu daglega lífi var hann tíður kaffigestur og gaman var að ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Þegar þessi stefnumót voru ekki. möguleg sökum fjarlægð- ar tóku bréfaskriftir við. Það sem einkennt hefur Steindór í gegnum árin er einstök manngæska og trú- mennska. Betri og tryggari vin er nánast ekki hægt að eignast því Steindór yfirgaf ekki vini sína, held- ur stóð sem klettur við hlið þeirra í gegnum súrt og sætt. í gegnum árin hafa jólin alltaf gengið í garð með Steindóri, þegar hann heim- sótti okkur á Þorláksmessu eða að- fangadag eftir því hvernig stóð á, og þáði kaffi og jólakökur. Steindór bjó einn eftir að hann fluttist suður og var höfðingi heim að sækja. Hann var skarpgreindur og þekking hans og áhugi á mannkynssögu var einstök. Hann var alltaf tilbúinn tii að rökræða um þróun mannskepn- unnar. Risaeðlur voru honum til að mynda hugleiknar. Hann var manna fyrstur til að sjá myndina „Jurassic park“ og var ekki síður dáleiddur af tæknibrellum myndarinnar en sessunautar hans 50-60 árum yngri. Eimskipafélagið naut starfskrafta Steindórs í meira en þijátíu ár eða allt þar til hann lét af störfum sök- um aldurs. Steindór andaðist á Borgarspítal- anum þann 17. ágúst eftir skamma sjúkralegu þá á 71. aldursári. Komu snögg veikindi hans okkur vinum og aðstandendum hans í opna skjöldu þar sem hann hafði alla sína ævi verið við góða heilsu. Að Iokum vil ég þakka Steindóri fyrir trygga vináttu í gegnum árin, ég og fjöl- skylda mín vottum systkinum Stein- dórs og aðstandendum þeirra okkar dýpstu samúð. Guðrún Aldís Jóhannsdóttir. Steindór ólst upp á Vattamesi þar til á fimmtánda ári, að hann flutti með foreldrum sínum árið 1940 að Skálmarnesmúla í sömu sveit. Hann byrjaði snemma að vinna öll algeng sveitastörf eins og venja var með börn á þessum árum. Oft var þetta erfið vinna, enda eng- ar vélar til að vinna verkin eins og tíðkast núna til sveita. Þegar ég man fyrst eftir Steindóri bjó hann með foreldrum sínum á litlu býli sem kallað er Finnstún í landi Múla, en Jón bróðir hans var þá tekinn við sjálfri jörðinni. Þar komum við Fjarðarbræður oft i póstferðum og dvöldum lengi í viðræðum við Steindór og var þar lagður grunnur að vináttu sem aldr- ei bar skugga á og entist alla tíð. Steindór var vel gefinn maður, víðlesinn, fróður og minnugur og ólatur að fræða unga frændur sína um sögu lands og þjóðar gegnum aldir, enda sérstaklega barngóður og tillitssamur og lét þau aldrei finna að börnin væru minni en full- orðna fólkið. Árið 1956, eftir lát foreldra sinna, flutti hann suður til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Á síldarárunum fór hann á sumr- in norður í land og vann á síldarplön- um, víkkaði sjóndeildarhringinn og kynntist atvinnuháttum og lífi sjáv- arþorpanna. í Reykjavík vann hann ýmsa verkamannavinnu en lengst af öllu hjá Eimskip hf. Steindór kom sér allstaðar vel hvar sem hann fór enda einstakt ljúfmenni og gæða- sál, hann var greiðvikinn og hjálp- samur með afbrigðum og gerði aldr- ei neitt á hlut annarra. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur kom ég oft til Steindórs og ævinlega kom hann einu sinni í viku í fiskbúðina að spyrja frétta og ræða málin yfir kaffibolla og mun ég lengi sakna þeirra stunda. Ég vil að lokum þakka Steindóri Finnbogasyni, frænda mínum og vini, fyrir alla hans góðmennsku í minn garð. Guð blessi minningu um góðan dreng. Einar Óskarsson. Mig langar til að minnast móður- bróður míns Steindórs Finnbogason- ar. Upp í hugann koma margar minningar. Hann Steindór hef ég þekkt alla mína ævi. Hérna áður fyrr þegar við systkinin vorum lítil, var svo gaman þegar Steindór kom á jeppanum og fór með okkur 5 bíl- túr, þá áttum við ekki bíl, svo það var kærkomið að fá að fara þótt ekki væri nema smáhring. Ég man að oft fórum við öll saman til Hvera- gerðis. Það var líka alltaf mikil til- hlökkun hjá mér þegar til stóð að fara til Keflavíkur með Steindóri að heimsækja frændfólkið. Þegar ég flutti að heiman og fór að búa var Steindór fyrsti matar- gesturinn minn. Hann heimsótti mig oft og var duglegur að heimsækja ættingja sína og vini og maður gat alltaf frétt hjá honum um þá sem maður hafði ekki mikið samband við. Steindór unni landinu sínu og hafði ekki áhuga á því að ferðast erlendis. Hann las mikið og þá helst fræðandi bækur og hafði einnig gaman af því að tala við fólk. Stein- dór var alltaf sjálfsagður gestur í öllum afmælum, fermingum, brúð- kaupum og öðru sem fjölskyldan hélt upp á. Ég hafði alltaf gaman af því þegar hann kom í kaffí og spjölluðum við mikið. Hann hafði einnig gaman af þvi að heimsækja Erlu dóttur mína í Grafarvoginn. Hann var ávallt mjög barngóður og hafði gaman af að hlusta á böm- in segja frá. 28. júlí bárust mér þær fréttir að Steindór hefði verið lagður inn á spítala daginn áður. Ég heim- sótti hann nær daglega. Það er svo skrítið að hugsa til þess að sjá hann ekki aftur. Steindór minn. Ég vil þakka fyrir að hafa þekkt þig. Þú varst uppáhalds frændi minn. Nú ertu farinn til annarra staða en minningin um þig lifir. Það er sárt að vita að þú komir ekki aftur í Þingásinn. Ég bið góðan Guð að geyma þig um alla eilífð. Kristín Ólafsdóttir. • Elsku Steindór minn. Okkur lang- ar til að þakka þér þær mörgu stundir sem við áttum saman. Guð veri með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla, Eiður, Anna, Alexander og Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.