Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 11

Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 11 Aðalfundur Skógr æktar félags Islands Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞÁTTTAKENDUR á Skógræktarþingi fóru víða í vettvangsferð- ir, m.a. í sumarbústað til Guðrúnar Bjarnason við Hvaleyrarvatn, en hún er ekkja Hákonar Bjarnasonar, fyrrum skógræktarstjóra. Sljómvöld hvött til að auka fjárveitingar Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Islands, sem lauk í Hafnarfirði á sunnudag, voru samþykktar þrjár tillögur þar sem stjórnvöld eru hvött til að auka fjárveitingar til skógrækt- armála. Samþykkt var á fundinum að vekja athygli fjárveitingarvaldsins á því að árlegar fjárveitingar til Land- græðslusjóðs hafi verið felldar úr íjárlögum sl. tvö ár. Fundurinn skor- aði á Alþingi að taka upp slíka fjár- veitingu að nýju enda væru þær góður íjárhagslegur bakhjarl skóg- ræktarfélaganna í landinu. Einnig var skorað á Alþingi, land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra að sjá til þass að tryggð verði ijárveiting til plöntukaupa til Land- græðsluskóga í því skyni að ná því takmarki að gróðursetja a.m.k. 1 milljón plantna. Loks var samþykkt tillaga frá Skógræktarfélagi Árnes- inga að skora á landbúnaðarráðherra að leggja fram ijármuni í tilrauna- verkefni um skjólbeltarækt á Skeið- um í Árnessýslu. Aðalstjóm Skógræktarfélagsins var öll endurkjörin á fundinum og stjórnarmenn næsta árs eru því: Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjörn Dag- finnsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Björn Árnason, Vignir Sveinsson, Sædís Guðlaugsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir. Stjórnarmenn munu skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en Hulda Valtýsdóttir var formaður. Ákveðið hefur verið að næsti aðal- fundur verði haldinn að ári í Dýra- firði í boði Skógræktarfélags Dýra- íjarðar. FRÉTTIR Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Ályktað gegn yfir- töku heilsugæslunnar SAMBAND sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, ályktaði á ársþingi sínu sem haldið er á Löngumýri í Skaga- firði gegn flutningi heilsugæsl- unnar frá ríki til sveitarfélaga. Björn Valdimarsson, varafor- maður SSNV, sagði að það væri mat sambandsins að betra væri í okkar fámenna landi að rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu væri á einni hendi hjá ríkinu, ekki síst með tilliti til tækniþróunar. „Þessi starfsemi byggist æ meira upp á hátæknisjúkrahúsum. Sjúkrahús úti á landi eru oft meiri greiningarstaðir og eftir- meðferðarstaðir,“ sagði Björn. Hann sagði að umræðan væri vissulega ekki í sama anda og samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga gekk út á á síðasta landsþingi. „Þetta mál hefur ekki verið mikið rætt með sveit- arfélögunum og við erum líka að hvetja til þess að menn ræði málið í alvöru,“ sagði Björn. Á þinginu var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Ársþing Sambands sveitarfélaga á Norð- urlandi vestra, SSNV, skorar á stjórn SSNV að leita samráðs við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og önnur lands- hlutasambönd sveitarfélaga um endurskoðun á framkomnum hugmyndum um yfirtöku sveit- arfélaga á rekstri heilsugæslu í landinu. Þrátt fyrir samþykkt 15. landsþings Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um hugs- anlega yfirtöku sveitarfélaga á rekstri heilsugæslu hafa sveitar- stjórnir yfirleitt fjallað lítið um málið og því er eðlilegt að stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga undirbúi frekari umfjöllun á næsta landsþingi sem haldið verður 1998.“ Samanburður við aðrar þjóðir á ekki við í greinargerð með ályktuninni segir: „Víða eru heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús samrekin og ljóst að óhagkvæmt og kostn- aðarsamt yrði að skilja þar á milli. Með aukinni tæknivæð- ingu og uppbyggingu hátækni- sjúkrahúsa eykst mikilvægi þess að öll heilbrigðisþjónusta lúti sömu yfirstjórn. Þannig verður jafnræði meðal þegnanna best tryggt ásamt rekstrarlegri hag- kvæmni. I umræðum um ný rekstrarform er mikilvægt að hafa í huga að í jafnfámennu landi og íslandi er nauðsynlegt að hafa heilsugæslu og sjúkra- húsþjónustu á einni hendi. Sveit- arfélög á íslandi eru fámenn og því á samanburður við aðrar þjóðir ekki við.“ Björn sagði að þingstörfin hefðu gengið vel. Auk heilsu- gæslumálanna var fjallað um yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum, einkum hvað varðaði þætti sem snúa að fjár- málum og stjórnun. Mikil um- ræða var um atvinnumál á föstu- dag og kynnt voru tvö verkefni sem eru í gangi í kjördæminu, annars vegar varðandi atvinnu- málefni sem félagsmálaráðherra hefur hleypt af stokkunum og hins vegar Ritts-verkefni sem Evrópusambandið er aðili að. Um er að ræða atvinnuþróunarverk- efni sem er verið að undirbúa á Norðurlandi vestra og Suður- landi með þátttöku Byggðastofn- unar og fleiri aðila. „Verkefnið miðar að því að skapa nýja möguleika í atvinnu- málum með tækni- og þekkingar- yfírfærslu í samstarfí aðila innan ESB-svæðisins,“ sagði Björn. Laguna. 5 dyra fólksbíll og skutbíll. Laguna. Fyrir þá sem kunna að meta glæsileika, fágun og gæði Staðalbúnaðurinn er ríkulegur: • 2.0 1 vél með beinni innspýtingu. • 115 hestöfl. • hækkanlegt bílstjórasæti með stillanlegum stuðningi við mjóhrygg. • strekkjari á öryggisbeltum. • öryggisbitar í hurðum. • rafdrifnar rúður. • fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. • útvarp og kassettutæki með fjarstýringu og 6 hátölurum. • þokuljós að aftan og framan. • höfuðpúðar í aftursæti. • kortaljós við framsæti. • litað gler. Laguna kostar aðeins frá 1.T9B.000 kr. Listinn yfir staðalbúnaðinn er lengri og enn er ótalinn sá aukabúnaður sem hægt er að fá til viðbótar. RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINNSlMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.