Morgunblaðið - 27.08.1996, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS BJÖRNSSONAR
skipstjóra,
Bakkavör 5,
Seltjarnarnesi.
Jenný Guðlaugsdóttir,
Björn Jónsson, Erna Nielsen,
Kristín Jónsdóttir,
Guðlaugur Jónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnbarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför
GUNNARS GUÐMUNDSSONAR,
Nökkvavogi 42.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Kristjánsdóttir,
Páll Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen,
Sigurður D. Gunnarsson, Anna Gunnarsdóttir,
Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og bróður,
MAGNÚSARHÁKONARSONAR
rafvirkjameistara,
Vallhoiti 24,
Selfossi.
Tove Öder Hákonarson,
Karen Öder Magnúsdóttir, Kristinn S. Jósepsson,
Einar Öder Magnússon, Svanhvit Kristjánsdóttir,
Óli Öder Magnússon, Helga Björnsdóttir,
Magnús Árni, Dagbjört, Hildur Öder, Björn Öder
og Hrefna Hákonardóttir.
Þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu
vinum og vandamönnum, sem sýndu
okkur hlýju, kærleika og hjálp við frá-
fall ástkærs eiginmanns, föður, tengda-
föður og elsku afa okkar,
BJARNA BIRGIRS
HERMUNDARSONAR
framkvæmdastjóra,
Sævangi 30,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum
hans og heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka
umhyggju og hjúkrun.
Guð blessi ykkur öll.
Ester Hurle,
Björg Ólöf Bjarnadóttir, Ragnar Óskarsson,
Bjarni Birgir Fáfnisson,
Þormar Eli' Ragnarsson,
Hafsteinn Veigar Ragnarsson.
Þökkum hlýju og vináttu við andlát og útför elskulegs frænda
okkar,
HALLDÓRS HÁVARÐSSONAR,
Efri-Fljótum 1,
Meðallandi.
Magnhildur Ólafsdóttir, Sigurveig Jakobsdóttir,
Hávarður Ólafsson, Ólafía Jakobsdóttir,
Margrét Ólafsdóttir, Jóna Jakobsdóttir,
Guðlaug Ólafsdóttir
og aðrir vandamenn.
Lokað
í dag milli kl. 13-16 vegna jarðarfarar
SKÚLA FRIÐRIKSSONAR.
Blómaval,
Sigtúni 40,
Reykjavík.
SKÚLI
FRIÐRIKSSON
+ Skúli Friðriks-
son fæddist í
Kópavogi 18. sept-
ember 1968. Hann
lést í Reykjavík 16.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Skúla eru
Friðrik Friðriksson
og Friðfríður
Dodda Runólfsdótt-
ir. Systkini Skúla
eru Gísli Friðriks-
son og Friðrik Frið-
riksson.
Útför Skúla Frið-
rikssonar fer fram
frá Lágafellskirkju
í Mosfellsbæ í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mér bárust hræðilegar fréttir í
dag. Hann Skúli vinur minn er lát-
inn. Hann er búinn að yfirgefa þetta
líf og hefur hafið nýtt. Það er svo
ótrúlegt, maður trúir því næstum
ekki að það sé satt. Það tekur níu
mánuði fyrir mann að hefja lífið,
en bara sekúndur að yfirgefa það.
Eftir stendur fjölskyldan, vinir og
kunningjar, með þúsund spumingar
sem allar fjalla um það sama; af
hveiju? Af hveiju akkúrat Skúli?
Af hveiju svona snemma? Af
hveiju?!?
Eg og Skúli vorum gamlir vinir.
Eg kynntist honum þegar ég var
14-15 ára. Það má segja að við
höfum verið fimm - sex_ sem héldum
hópinn í nokkur ár. Ég og Skúli
urðum nánir vinir seinustu árin sem
við héldum saman og með hönd á
hjarta get ég sagt að hann var einn
af mínum bestu vinum. Já, ég á
margar góðar minningar frá þessum
árum. Við fundum upp á ýmsu þó
allt hafi ekki verið eins saklaust.
En við vorum ung — lífinu átti að
lifa og það er ekki hægt að lýsa því
hvað við skemmtum okkur vel sam-
an. Skúli var á þessu tímabili orðinn
daglegur gestur hjá mér, við vorum
eins og samlokur í langan tíma. Ég
kann næstum því ekki við að nota
orðið „gestur", því það var svo eðli-
legt að hann væri þarna. Ég var
farin að fá spurningar um hvort við
værum á föstu, og hvort við værum
farin að búa saman.
Skúli var myndarlegur strákur
og mjög samviskusamur. Það var
mikið rugl á okkur og í okkar félags-
skap en Skúli skildi sig alltaf úr.
Hann var sá eini í vinahópnum sem
nær alltaf var í fastri vinnu og hann
stundaði vinnu sina af skyldurækni.
Það var alveg sama hversu seint
hann fór og lagði sig eða hversu
þreyttur hann va_r; hann varð að
mæta í vinnuna. Ég sagði það líka
alltaf að ef eitthvert okkar ætti eft-
ir að spjara sig þá væri það Skúli.
Það reyndust orð að sönnu og má
segja að Skúli hafi byijað nýtt líf
fyrir u.þ.b. sex árum. Þá skildu
okkar leiðir — ég flutti til Noregs
og byijaði þar nýtt líf; hann sagði
skilið við gamla félagsskapinn
heima á Islandi og byijaði á sínu
nýja lífi þar. Eftir þetta var ekki
annars að vænta en að við fjarlægð-
umst hvort annað. Til að byrja með
var það eitt og eitt póstkort eða
bréf sem flaug á milli landa en
bæði hann og ég vorum upptekin
við að púsla saman lífsins púsluspili
og undirbúa okkur fyrir seinni hluta
lífsins. Því miður varð sá hluti lífs-
ins svo alltof stuttur hjá Skúla.
Seinast sá ég Skúla fyrir ca. þremur
árum. Hann var þá farinn að vinna
við útkeyrslu hjá Blómavali og var
á námskeiðum á kvöldin. Ég man
að akkúrat þá var hann að tala um
að hann væri á námskeiði sem fjall-
aði um hvemig maður ætti að koma
f'ram við aðra. Það lýsir hugarfari
Skúla. Hann var jög upptekinn af
því hvemíg maður ætti að koma
fram við aðra og það var orðin hans
ákvörðun í lífinu að hjálpa öðrum
sem ættu við vandamál að stríða.
Hann trúði mér fyrir því að hann
langaði til þess að taka guðfræðina
og eftir námið vonaðist
hann eftir því að geta
fengið stöðu sem fang-
elsisprestur eða eitt-
hvað álíka. Ég veit ekki
hvort hann hefur haldið
við þessa ákvörðun
seinna meir, en eitt er
víst og það er að réttl-
átari manneskju en
Skúla tekur langan
tíma að finna. Ég vildi
óska þess að við Skúli
hefðum fengið tækj-
færi til þess að spjalla
meira saman núna, sér-
staklega þar sem ég
núna er í námi sem Skúla hefur
þótt athyglisvert. Skúli var nefni-
lega mjög gáfaður og skynsamur
drengur og við hefðum getað rætt
um fangelsispólitík, hvort fangeisi
sé rétta lausnin á vandamálunum,
af hveiju Island hafi næst lægstu
tölu fanga í Evrópu o.s.frv. Svona
málefnum var Skúli upptekinn af
seinast þegar ég hitti hann, en núna
er það orðið of seint. Guð hefur
ætlað honum eitthvað annað en
þetta líf og þetta hlutverk; núna
hefur Skúli hafið sitt þriðja líf og
sitt mikilvægasta hlutverk. Guð hef-
ur rifið þig frá okkur, Skúli, en við
eigum svolítið sem ekki einu sinni
Guð getur tekið frá okkur; minning-
arnar. Og það besta af öilu er að ég
á bara góðar minningar um þig,
Skúli, og það getur maður ekki sagt
um alla. Mér þótti vænt um þig,
Skúli, ég elskaði þig sem sannan
vin. Þakka þér fyrir allan stuðning-
inn sem þú sýndir mér þegar ég átti
í vandræðum, allan skilninginn og
trúnaðinn. Þakka þér fyrír allar
gömlu góðu stundirnar. Þakka þér
fyrir allt. Þakka þér fyrir að ég fékk
að upplifa þig. Guð gefi þér eilíf jól.
Þín vinkona,
Linda Wiium.
Elsku Skúli minn. Það er erfitt
að sætta sig við það að þú sért far-
inn en ég veit að þú ert kominn á
góðan stað og að einhvern tíma
munu leiðir okkar liggja saman á ný.
Þegar ég sá þig fyrst þá heillað-
ist ég strax af þér því þú varst svo
jákvæður, skemmtilegur og lífsglað-
ur. Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér á þenn-
an sérstaka hátt sem ég gerði og
ég mun aldrei gleyma þér né stund-
unum okkar saman. Ég lærði svo
mikið af þér og þú gafst mér svo
mikið sem ég mun alltaf geyma í
hjarta mínu. Ég sakna þín mikið
og sárt og þetta er erfiður tími fyr-
ir alla sem þekktu þig. Ég veit að
þú áleist mig sterka persónu og ég
ætla að vera það á þessum erfíðu
tímum þó sárt sé. Þó að þessi að-
skilnaður sé á milli okkar núna þá
verð ég að muna að lífið heldur
áfram og ég veit að þú hefðir viljað
ég héldi áfram, þó svo að ég verði
aldrei sama, gamla Ragnheiður aft-
ur. En það sem þú kenndir mér og
gafst mér og er svo dýrmætt í hjarta
mínu, mun ég nota það sem eftir
er af lífi mínu.
Minningarnar um þig, sem eru
aðeins bjartar og góðar, munu ávallt
lifa áfram í hjarta mínu. Guð blessi
þig, elsku Skúli minn.
Þín
Ragnheiður.
Vertu glaður með vini þínum og njóttu með
honum lífsins, því að í dögg lítilla hluta finn-
ur sálin morgun sinn og endumærist.
(Úr Spámanninum.)
Það mætti segja að þessi orð hér
á undan hafí verið einkunnarorð
Skúla Friðrikssonar sem borinn er
til grafar í dag. Skúli var góður vin-
ur minn og það tók mig sárt er ég
frétti að hann væri dáinn. Ég kynnt-
ist Skúla þegar hann var að hefja
nýtt líf eftir að hafa átt í stríði við
Bakkus. Og með hjálp góðra manna
og sporanna 12 komst Skúli inn á
rétta braut. Ég heillaðist af glað-
værð hans og heiðarleika og átti
auðvelt með að taka kostum hans
og göllum. Hann sagði stundum,
þetta fer allt saman vel sama hvern-
ig endar. Þegar við hittumst var
mikið hlegið og grín gert að hinu
og þessu. Þannig minnist ég hans.
Hann var glaður og góður drengur.
Dauðinn er það eitt sem maður veit
að einhvem tímann mun koma en
hvenær hann kemur veit enginn. Ég
trúi því að Skúli hafi dáið sáttur.
Ég veit að Skúla er sárt saknað
og votta ættingjum og vinum hans
samhygð mína. Ég vona jafnframt
að jafnvægi og sátt náist gagnvart
lífinu eins og það er.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við
það, sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því,
sem ég get breytt og vit
til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbæn)
Hafsteinn.
Kveðja frá Laugaborg.
Fréttir af slysum í umferðinni birt-
ast í fjölmiðlum, oftast snerta þær
okkur aðeins um stund, en stöldrum
við þegar höggvið er nærri okkur.
Fréttin um andlát Skúla snerti
okkar litla samfélag í Laugaborg
mikið. Hann starfaði með okkur á
leikskólanum veturinn 1991-1992
og ávann sér á þeim tíma hylli
bæði samstarfsfólks og barna. Við
minnumst hans sem góðs félaga sem
öðlaðist traust samferðafólksins
með samviskusemi og ljúfmannlegri
framkomu.
Þó vera Skúla í Laugaborg væri
ekki löng, hélst samband okkar við
hann, ekki síst eftir að hann hóf
störf í Blómavali sem er í nágrenni
við leikskólann, en allar munum við
hlýja brosið hans þegar við áttum
leið þangað.
Um leið og við kveðjum Skúla
sendum við foreldrum hans og öðr-
um ástvinum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks,
Helga Alexandersdóttir.
Besti vinur minn er farinn. Skúla
Friðrikssonar mun ég minnast sem
heiðarlegs og glaðlynds manns. Fólk
talar um engla í mannsmynd, ég
hef aðeins þekkt þijá engla, mömmu
mína, Katrínu á Blómvallagötunni
og Skúla. Ég minnist stunda með
Skúla með miklum söknuði. Skúli
gat alltaf komið með hina hliðina á
málunum sem ég ekki sá og það
var mér mikils virði. Mörg voru þau
ráðin sem hann gaf mér. Margar
stundir áttum við saman á GB-
kvöldum, Arnar, Skúli og ég, þá var
mikið hlegið en nú ríkir sorg í hjarta
mínu.
Hvíl þú í friði, Skúli minn.
Sjáumst síðar. Þinn vinur,
Ossur.
Kær vinur okkar, Skúli Friðriks-
son, er látinn. Það er erfitt að sætta
sig við það að góður vinur sé horf-
inn á braut svo sviplega. Hann sem
var svo ungur og átti allt lífið fram-
undan. Við biðjum þess að Guð
muni gefa okkur öllum, vinum hans
og fjölskyldu, styrk til þess að yfir-
stíga þessa miklu sorg.
Okkur langar til að þakka þér,
elsku Skúli, allar góðu samveru-
stundirnar. Alltaf varstu svo léttur
í lund og öllum leið vel í kringum
þig. Við vorum fljót að kynnast, því
hvað þú varst alltaf opinn og já-
kvæður. Þú varst örlátur og gefandi
í öllum okkar samskiptum og lagðir
okkur stundum lífsreglurnar, þegar
þér fannst við þurfa á því að halda.
Þegar eitthvað bjátaði á komst þú
alltaf með góð og holl ráð, sem
munu verða okkur ,að leiðarljósi í
lífinu. Þú varst sannur vinur og það
er óendanlega sárt til þess að hugsa
að þú sért horfinn frá okkur. Við
huggum okkur við það, að þér hafi
verið ætlað æðra og meira hlutverk
annars staðar, því að þú hafðir svo
mikið að gefa. Minningin um góðan
vin mun lifa í hjörtum okkar alla