Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 56
# RoC v v l/CMARKSORvÆVa ENQNIIMEFN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. AGUST 1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sameimng Reykjavíkur og Kjalarness rædd OFORMLEGAR viðræður hafa farið fram milli Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps um samein- ingu byggðanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg sé tilbúin til þess að skoða þetta mál frekar. Pétur Friðriksson, oddviti Kjalarnes- hrepps, segir engar viðræður í gangi um þetta nú. Rætt var um sameiningarmál eftir fund um hugsanleg kaup Reykjavíkurborgar fyrr í sumar á samningi um sorpurðun í Alfs- nesi. Boðað var til þess fundar að frumkvæði Kjalnesinga sem buðu Reykjavíkurborg forkaupsrétt á samningnum. Ekki varð af kaup- unum. Ekki formlegar viðræður Pétur segir að uppi hafi verið alls kyns hugmyndir á fundi með fulltrúum Kjalnesinga og Reykvík- inga þótt ekki hafi verið um form- legar viðræður að ræða. Hann segir að Kjalnesingar hafi hafnað hugmyndum í þessa veru mjög afgerandi fyrir þremur árum. Ingibjörg Sólrún segir að mis- munandi forsendur og hagsmunir lægju í því af hálfu Reykjavíkur- borgar annars vegar og Kjalarnes- hrepps hins vegar ef slík samein- ing færi fram. „Kjalnesingar nytu náttúrulega góðs af stærð og styrk Reykjavík- ur. Ég sé það fyrir mér að í tengsl- um við framtíðarþróun Reykjavík- ur gæti sameining verið ákjósan- leg þótt menn sjái kannski ekki beinan hag í því alveg í nánustu framtíð. Það gæti hins vegar verið mjög hagstætt fyrir Reykjavík til lengri tíma litið. Þá er ég að horfa til byijunar næstu aldar og að þróun byggðarinnar yrði meðfram strandlengjunni," sagði Ingibjörg Sólrún. Sameiningarmál viðkvæm Hún kveðst vita að samein- ingarmál séu yfirleitt mjög við- kvæm fyrir smærri sveitarfélögin. Litlu sveitarfélögin þurfi því sjálf að eiga talsvert frumkvæði í svona málum. „Við erum tilbúin í slíkar við- ræður en það er fyrst og fremst Kjalnesinga að meta það hvort þeir hafi beinan hag af samein- ingu. Þótt fjárhagsstaða Kjalnes- inga sé slæm þá breytir það ekki neinu í heildarmyndinni hjá Reykjavíkurborg þótt það geti skipt þá miklu máli,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Skuldir sveitarsjóðs Kjalarnes- hrepps námu í maíbyrjun tæpum 280 milljónum króna. Flutningnr grunnskólans til sveitarfélaga 41 starfsmaður fór á biðlaun ALLS fór 41starfsmaður á biðlaun til 6-12 mánaða við flutning grunn- skólans til sveitarfélaganna 1. ágúst síðastliðinn. Þar af eru 38 starfs- menn fræðsluskrifstofa og þrír kennarar. Af 71 starfsmanni fræðsluskrifstofanna misstu 33 rétt til biðlauna þegar þeir fóru í önnur störf, samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Helgasonar deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu. Biðlaunaréttur skapast þegar stofnanir eða stöður eru lagðar niður en samkvæmt nýjum lögum um rétt- indi og skyldur kennara og stjórnenda grunnskóla skulu kennar- ar og skóiastjórnendur sem starfað hafa hjá ríki fyrir flutninginn halda öllum starfsréttindum sínum óbreyttum eftir flutning, þar með töldum réttindum sem byggjast á starfs- og þjónustualdri. Þannig fel- ur flutningurinn ekki í sér niðurlagn- ingu á stöðu, a.m.k. ekki í skilningi nýju laganna, að sögn Sigurðar. Mál höfðuð í september Nokkrir kennarar hafa gert at- hugasemdir, þar sem þeir sætta sig ekki við þessa túlkun laganna. Guðni Á. Haraldsson hæstaréttarlögmaður rekur mál tveggja kennara sem telja sig eiga rétt á biðlaunum, þar sem það sé í raun ekki sambærilegt að starfa hjá ríki og sveitarfélagi. Mál kennaranna verða væntanlega höfð- uð í september, að sögn Guðna. Hann segir að þessi mál verði próf- mál fyrir um tuttugu kennara og geti átt eftir að skipta miklu máli fyrir þá. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir SIGURVEIG Þórhallsdóttir hjúkrar branduglunni í bílskúrnum hjá afa á Hellu, en fær hvæs eitt að launum. Fundu ófleyga branduglu við Þjórsá Hellu. Morgunblaðið. ÞEIM brá heldur betur í brún, þeim Sigurveigu Þórhallsdótt- ur og Sigurði Asgeirssyni refa- skyttu í Gunnarsholti, sem voru í göngutúr úti við Þjórsá sl. föstudag, er þau heyrðu bægslagang mikinn. Reyndist fyrirgangurinn koma frá branduglu sem barðist um á árbakkanum, en virtist ekki geta flogið eða á nokkurn hátt bjargað sér og reyndist þeim því ekki erfitt að handsama hana. Að sögn afa Sigurveigar, Svavars Kristinssonar á Hellu, voru Sigurveig og Sigurður á rölti við svokallað Nautavað skammt frá bænum Þjórsár- holti þegar þau urðu uglunnar vör. „Sigurður náði að hand- sama ugluna, en við héldum að hún væri vængbrotin. Við nán- ari skoðun kom í ljós að önnur klóin var illilega flækt í öðrum vængnum og tókst okkur að losa flækjuna. Þrátt fyrir hjálp- ina gat hún ekki flogið, svo við tókum hana með okkur heim í þeirri von að hún mundi jafna sig og geta tekið flugið á ný. Hún hefur góða matarlyst og þiggur hrátt kjöt og vatn.“ Branduglan friðuð alltárið Að sögn Ólafs Níelssonar fuglafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun er branduglan frekar sjaldgæfur fugl hérlend- is. „Branduglan er strjáll varp- fugl, sem verpir víðs vegar um landið en þó mest á NA-landi. Hingað til lands flæktist brand- uglan sunnan úr löndum, en varp hennar fannst fyrst í upp- hafi aldarinnar. Hún er alfrið- uð, en hér verpa aðeins nokkrir tugir para.“ Greiðslur atvinnuleysisbóta fyrstu sex mánuði þessa árs lægri en í fyrra GREIÐSLUR úr atvinnuleysis- tryggingasjóði vegna bótagreiðslna og átaksverkefna voru 312 milljón- um króna lægri fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í bráðabirgða- rekstraryfirliti sjóðsins. Sigurður P. Sigmundsson, fjár- málastjóri Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins, segir meginskýringu á lækkun bóta- greiðslna vera þá að dregið hefur úr atvinnuleysi, sérstaklega úti á landi. Meðalatvinnuleysi fyrstu sex mánuði ársins 1995 var 5,7% en 4,8% fyrstu þrjá mánuðina í ár. Að sögn Sigurðar þýðir 1% minnkun á atvinnuleysi á ársgrundvelli um 720 milljóna kr. lækkun heildargreiðslu bóta. Greiðslur vegna átaksverkefna minnka Samtals voru greiddar rúmlega 1.585 millj. kr. í atvinnuleysisbætur á umræddu tímabili í ár en tæplega 1.830 millj. kr. höfðu verið greiddar 1. júlí í fyrra. Greiðslur vegna átaksverkefna hafa farið snar- minnkandi og eru nú um helmingi 312 milljónum minni útgjöld lægri en á sama tímabili í fyrra. Fyrri hluta ársins í fyrra voru greiddar rúmar 135 millj. kr. en rúmar 67 millj. kr. í ár. Greiðslur til átaksverkefna renna að lang- stærstum hluta til Reykjavíkur- borgar. Sigurður segir að sveitarfélögin virðist ekki treysta sér í sama mæli og áður að ráðast í atvinnuskapandi verkefni og skýri það best lækkun greiðslna vegna átaksverkefna. „Sveitarfélögin þurfa að jafnaði að leggja fram um helming heildar- kostnaðar vegna átaksverkefna til að greiða fyrir skipulagningu, verk- stjórn eða efniskostnað. Þegar átaksverkefnin byijuðu var þrýst- ingur frá fólki að komast í átaks- verkefni vegna þess að það stóð í þeirri trú að framhald yrði á átaks- verkefnum. Aftur á móti kom í ljós að í langflestum tilvikum var ein- göngu um að ræða tímabundin átaksverkefni. Nú er svo komið að fólk hefur minni áhuga á að taka þátt í átaksverkefni í fáeina mán- uði sem leiðir ekki til breytinga á högum þess. Þetta leiðir aftur til þess að þrýstingur þessa fólks á viðkomandi bæjaryfirvöld er ekki jafnmikill og áður,“ segir hann. Atvinnuleysisbætur eru greiddar út á tvennan hátt. Annars vegar er stærstur hluti bóta greiddur til úthlutunarnefnda stéttarfélaga víða um land. Hins vegar greiðir Vinnu- málaskrifstofan beint inn á banka- reikninga einstaklinga sem ýmist eru utan stéttarfélaga, sjálfstætt starfandi, opinberir starfsmenn, starfsmenn sveitarfélaga eða félag- ar í Kennarasambandi íslands. Að sögn Sigurðar hefur upphæð atvinnuleysisbóta sem afgreiddar eru beint til bótaþega hækkað frá fyrra ári. Skjólstæðingar Vinnu- málaskrifstofunnar eru um þessar mundir um eitt þúsund manns. Greiðslur til félaga í KÍ aukist Ef litið er á greiðslur til ein- stakra hópa kemur í ljós að greiðsl- ur atvinnuleysisbóta_ til félaga í Kennarasambandi íslands hafa aukist úr tæplega 4,9 millj. kr. í um 8,7 millj. kr. á þessu tímabili. Greiðslur til bótaþega sem voru sjálfstætt starfandi hækka enn- fremur úr um 38 millj. kr. í 41 millj. kr. Sigurður telur að hækkun greiðslna til þeirra sé ekki fyllilega marktæk þar sem þessi hópur hefur nýlega öðlast bótaréttindi. Nærtæk- ari skýring sé að fleiri úr þessum hópi hall gert sér grein fyrir því að þeir ættu kost á bótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.