Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Varið ykkur á hljómsveitargæjum! LEIKLIST Ég-lcik-hús í Loftkastalanum SUMAR Á SÝRLANDI Handrit og leikstjóm: Valgeir Skag- fjörð. Tónlist: Stuðmenn. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimund- ardóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böð- varsson. Hljóð: ívar Ragnarsson. Danshöfundar: Kolbrún Ýr Jónsdótt- ir og Guðný Svandis Guðjónsdóttir. Förðun: Elísabet Valsdóttir. Hár: Hrafnhildur Harðardóttir og Olga Steingrímsdóttir. Hljómsveit: Bjarki Jónsson, Hjörleifur Jónsson, Reynir Baldursson, Þorgrímur Jónsson og Þórir Úlfarsson. Leikendur. Amór G. Jónsson, Ásdís Claessen, Ásthildur Valtýsdóttir, Bjartmar Þórðarson, Einar Om Finnsson, Eygló Karólína Benediktsdóttir, Hrólfur Sæmunds- son, Hulda Dögg Proppé, Iris María Stefánsdóttir, Ivar Helgason, Orri Huginn Ágústsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigursteinn Stefáns- son, Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir, Stella Guðný Kristjánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Sædis Magnúsdóttir, Valdis Karen Smáradóttir, Vilhelm- ína Birgisdóttir, Þóranna Kristín Jónbjömsdóttir og Þórður Bjama- son. Sunnudagur 25. ágúst. STUÐMENN voru ein vinsæl- asta hljómsveit landsins um árabil og slógu rækilega í gegn með fyrstu stóru plötunni sinni, Sumari á Sýrlandi. Síðar fór að halla und- an fæti eftir íjöldamörg ár á toppn- um og meðlimir hljómsveitarinnar sneru sér að öðrum viðfangsefnum. En lög þeirra eru enn þekkt og vinsæl, allar plötur þeirra hafa ver- ið gefnar út að nýju á geisladisk og teljast íslensk poppklassík. Síðastliðinn vetur settu nemend- ur í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti upp verk byggt að mestu leyti á áðumefndri plötu með aðstoð Valgeirs Guðjónssonar, fyrrverandi stuðmanns. Nú setur hann og nafni hans Skagfjörð upp samnefnt verk, tónlistin valin vítt og breitt af ferli Stuðmanna en textinn saminn af þeim síðamefnda. En eins og oft vill verða ef byggja á á fornri frægð verður útkoman heldur bragðlítil upplsuða. Það sem stendur upp úr em stuðmannalögin, sem eru Iítillega breytt í smekklegri útsetn- ingu. En þar sem lögin em í litlu samhengi hvert við annað verður að tengja þau saman og byggja leikverk í kringum þau. Það er einmitt þar sem hundurinn liggur grafínn. Textinn sem tengir lögin saman í verkinu er ótrúlegt moð. Söguþráðurinn er víða slitinn af útúrdúmm sem farnir em til að tengja enn eitt lagið við illa farna heildina. Útkoman verður því hin mesta þvæla. Eitt sem stingur í augu eru háleit markmið aðstandenda sýn- ingarinnar. Þeir gefa sig út fyrir að vera að beijast gegn notkun fíkniefna. En að þessu leyti er sýningin mesta klámhögg. Persón- urnar nota fíkniefni til að skerpa á gleðinni auk þess sem þau eru uppspretta margra skemmtileg- ustu brandaranna í sýningunni. Melódramatísk örlög einnar aðal- persónunnar vegna ofneyslu ein- hvers fíkniefnis leysast farsællega í lokin og hafa þá sameinað fjöl- skylduna í giftusamlegum endi. Stína stuð eldri, sem varð ólétt eftir poppsöngvara, dregur af öllu þessu þá ályktun að hún hefði betur varað sig á þessum hljóm- sveitargæjum! Þrátt fyrir þessa annmarka á uppfærslunni kæfir ekkert leik- gleði hæfileikamikils ungs fólks. Flest þessara andlita hafa sést áður í uppfærslum framhaldsskól- anna. Það sem þau öll skortir er listræn skólun til að náttúrutalent- inn fái að þroskast og eflast. Þó margt sé vel gert hér er leikurinn fastur á menntaskólaplaninu og fæstir leikendanna nálgast það að geta skapað trúverðugar persónur á sviði. En það er ekki úr vegi að ljúka þessum dómi með því að nefna þá sem stóðu sig einna best. Þá ber fyrstan að telja Bjartmar Þórð- arson í hlutverki Meskalídós. Hann hefur ótrúlega nærveru á sviði og sérstaklega áhugaverða söngrödd þó raddsviðið sé takmarkað. ívar Helgason, Stella Guðný Kristjáns- dóttir, Hrólfur Sæmundsson og Þóranna Kristin Jópþjörnsdóttir syngja vel en leikurinn er slakur. Eygló Karólína Benediktsdóttir og Sigursteinn Stefánsson dönsuðu afburða vel og sýndu skemmtilega takta í gamanleik. Orri Huginn Ágústsson, Sverrir Þór Sverrisson, Arnór G. Jónsson og sá sem lék Bimbó (upplýsingar skortir í leik- skrá) sýndu skemmtilega takta í grínleik, enda var grínið betur útfært en melódramað. Búningar Rebekku A. Ingimundardóttur voru litríkir og ásamt einföldum leiktjöldum gáfu þeir sýningunni skemmtilegan heildársvip. Hins- vegar skorti mikið á að gerður væri nógu mikill greinarmunur á tímabilum í verkinu og bætti þetta ekki á lítil skil milli þeirra í textan- um. Hljómsveitin spilaði ásættan- lega en hljóðstjórn var ómarkviss í upphafi laga. I heild má hafa gaman af verk- inu og greinilegt var að áhorfend- um var vel skemmt. En sýningin í heild stenst ekki þær kröfur sem gera verður til slíkrar uppsetning- ar á fullu verði. Peningunum er betur varið í að kaupa diskútgáfu upphaflegu plötunnar. Sveinn Haraldsson Sterkar laglínur Söng í Ríkis- óperunni í Miinchen GUÐRÚN Ingimarsdóttir, sópr- ansöngkona kom fram á tón- leikum í Ríkisóperunni í Miinchen um miðjan síðasta mánuð. I tengslum við hina ár- legu Munchenar-óperuhátíð heldur Bæverska leikhúsaka- demían söngnámskeið sem mik- il aðsókn er að meðal ungra söngvara. Guðrún var í hópi 180 ungra söngvara, sem þreyttu inntökupróf á námskeiðið og komst í hóp þeirra 60 sem vald- ir voru inn. Takmark allra þátt- takendanna var svo að komast í 15 manna hóp sem átti að koma fram á tónleikum við undirleik Bæversku óperu- hljómsveitarinnar undir stjórn Heinrichs Benders. Guðrún náði því takmarki og svo skemmtilega vildi til að hin þekkta kóloratúrsöngkona Syl- vía Gessty söng dúett með Guð- rúnu í forföllum fyrir aðra söngkonu. „Það var á elleftu stundu sem Sylvía hljóp í skarð- ið,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. „Þegar ég kom á generalprufu var Sylvía sett í það að syngja á móti mér og það var svo sannarlega óvænt ánægja og það var gaman að heyra viðtökurnar í salnum þegar hún kom fram, því áheyr- endur vissu ekkert um manna- breytingarnar fyrr en hún sté fram á sviðið. Mér þótti mikill heiður að fá að syngja með henni.“ Guðrún hefur búið í eitt ár í Þýskalandi og neitar því ekki að þessir tónleikar hafi verið hápunkturinn á dvöl hennar „MIKILL heiður að fá að syngja með frú Sylvíu." Guð- rún Ingimarsdóttir með frú Silvíu Gessty eftir tónleikana í Ríkisóperunni í Miinchen. þar ytra fram að þessu. „Að fá að syngja í Bæversku óperunni er vissulega mjög gaman og það er einstakt að syngja á sviðinu fyrir fullu húsi,“ sagði Guðrún. Að loknu námi í Söngskólan- um í Reykjavík sótti Guðrún einkatíma í Lundúnum í hálft annað ár áður en hún hóf nám í Tónlistarháskólanum í Stutt- gart. Guðrún mun ekki Iíða verkefnaskort á næstunni og m.a. mun hún taka þátt í kon- sertuppfærslu á Cosi fan tutte eftir Mozart með Fílharmoníu- sveit Baden-Wurteberg auk tónleikaferðar til Sikileyjar með Stuttgartóperunni. TONLIST J a z z í SKJÓLI NÆTUR Stefán S; Stefánsson, saxófónar og flautur, Iris Guðmundsdóttir söng- ur, Hilmar Jensson gítar, Gunnar Hrafnsson bassi, Einar Valur Sche- ving trommur, Árni Scheving víbra- fón og marimba og Eiríkur Örn Pálsson trompet og flugelhorn. Útgefandi Jazzís, 1996. STEFÁN S. Stefánsson er einn af þekktari tónlistarmönnurti landsins og hefur komið víða við á löngum ferli. Þekktastur er hann e.t.v. sem lagasmiður hljómsveit- arinnar Ljósanna í bænum sem spilaði nokkurs konar fusion popp seint á áttunda og snemma á níunda áratugnum og hann var einn af forsprökkum bræðings- sveitarinnar Gammanna. Þar reyndi á Stefán sem lagasmið og hafa sumar melódíurnar sem hann kokkaði upp á því tímabili reynst sannkallaðir húsgangar. Þótt undarlegt megi virðast hefur Stefán ekki áður sent frá sér plötu undir eigin nafni og þótti mörgum sem tími væri kominn til. 011 tónlistin á í skjóli nætur er samin af Stefáni og meginhlut- inn, sem er saminn við ljóðabálk Sveinbjörn I. Baldvinnssonar, í þorpi drottningar englanna, er reyndar nokkurra ára gamall. Ánægjuefni er að þessi fallega tónlist sé nú til í aðgengilegu formi en sú breyting hefur orðið á frá því tónlistin var frumflutt í Púlsin- um sáluga fyrir mörgum árum að rödd Irisar Guðmundsdóttur hefur bæst við. Afar hljótt hefur verið um út- gáfu plötunnar sem er ómaklegt því hér er um mjög athyglisvert framlag að ræða í djasstónlist undir öðrum formerkjum en vana- legast er hér á landi. Það virðist vita vonlaust að ætlast til þess að vönduð tónlist af þessu tagi hljóti náð fyrir eyrum plötusnúða á út- varpsstöðvunum, þar ræður smekkleysið og markaðssetningin ríkjum, og flestir löngu hættir að hlusta. Ef gerð er tilraun til þessa að flokka tónlistina á í skjóli nætur staldrar hugurinn fyrst við suður- ameríska rytma - já, þarna er sömbu að fínna og líka fönk eins og Stefán spilaði með Gömmunum. Platan er mjög þægileg áheyrnar og laglínurnar eru sterkar og lifa lengi í huganum. Stefán er með einvalalið tónlistarmanna með sér á plötunni. Sjálfur leikur hann á saxófóna og flautu en feðgarnir Árni og Einar Valur Scheving sjá um ásláttarhljóðfærin. Hilmar set- ur skemmtileg brag á hana með laglegum gítarleik. í skjóli nætur er kjörgripur þeirra sem unna melódískum djassi og tilþrifamikl- um spuna. Guðjón Guðmundsson Björn Birnir í Leifsstöð KYNNING á málverkum eftir Björn Birni myndlistarmann stendur nú yfir á landgangi í Leifsstöð. Björn Birnir er annar í röð myndlistarmanna sem Félag ís- lenskra myndlistarmanna og Leifsstöð kynna með þessum hætti. í tengslum við kynningu þessa er sýning á verkum Björns í Gallerí Laugavegur 20B í Reykjavík. VERK eftir Björn Birni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.