Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C 193. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Demókratar þinga í Chicago HILLARY Clinton forsetafrú og A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, voru í sviðsljósinu við upphaf flokks- þings demókrata í Chicago í gær á meðan Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hélt áfram kosningaferð sinni í lest um Bandaríkin. Hillary Clinton hélt uppi vömum fyrir sig og mann sinn er hún ræddi við fulltrúa á flokksþinginu. Hún varði það að Clinton skyldi hafa samþykkt félagsmálalög repú- blikana og lofaði það hugrekki manns síns að bjóða byrginn öflug- um þrýstihópum á borð við tóbaks- framieiðendur og samtök skot- vopnaeigenda, NRA. Gore kom til Chicago á sunnudag og hefur verið mikil mannþröng hvar sem hann hefur komið fram. Hann gagnrýndi andstæðingana harðlega og þótti sýnt að hans hlutverk yrði að leiða atlöguna gegn þeim. Gore lét eins og Jack Kemp, vara- forsetaefni Bobs Dole, forsetafram- bjóðanda repúblikana, væri ekki til og sagði að Dole og Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar, væru holdgervingar hins illa. Hann kallaði þá „tvíhöfða skrímsl", sem hygðist rífa niður allt það, sem vinnandi menn og konur hefðu áorkað á und- anförnum áratugum. Dole hyggst hvílast í Santa Bar- bara í Kaliforníu meðan á flokks- þingi demókrata stendur, en gefa þó út yfirlýsingar til að koma í veg fyrir að andstæðingarnir einoki sviðsljósið næstu daga. Clinton verður tilnefndur forseta- frambjóðandi demókrata á miðviku- dag og flokksþinginu lýkur með ávarpi forsetans á fimmtudag. Ef Clinton nær endurkjöri, verður hann fyrsti forsetinn úr röðum demókrata til þess að ná þeim áfanga. ■ Clinton hyggst/21 Reuter TJSETSJENSKIR skæruliðar hvíla lúin bein á rústum nærri aðaljárnbrautarstöð Grosní í gær. I bakgrunni stígur upp reykur frá olíubirgðastöð, sem kviknaði í er bardagar geisuðu um borgina. Flugrán yfir Súdan Nikosíu. Reuter. Reynt að tryggja friðaráætlun Moskvu. Reuter. AIRBUS-flugvél súdanska ríkis- flugfélagsins Sudanese Airways, sem var í áætlunarflugi frá Khartoum í Súdan til Amman í Egyptalandi, var rænt í gærkvöldi. Flugræningjarnir — ekki er ljóst hve margir þeir eru - beindu flugvél- inni til Kýpur, þar sem vélin, sem er með 186 farþega innanborðs og 13 manns í áhöfn, lenti í þeim til- gangi að taka eldsneyti. Flugvélin fékk ekki strax af- greitt eldsneyti á Larnaca-flugvelli og hótuðu flugræningjarnir þá að sprengja hana í loft upp. Hermt er að ræningjarnir séu vopnaðir hand- sprengjum og TNT-sprengiefni. BORGARDÓMUR í Seoul dæmdi Chun Doo Hwan, fyrrverandi for- seta, til dauða í gær og arftaka hans, Roh Tae-woo, í 22‘A árs fang- elsi vegna-valdaráns hersins í Suður- Kóreu í október árið 1979 og fjölda- morðs í borginni Kwangju árið eftir. Ásamt Chun og Roh voru 13 fyrr- verandi samverkamenn þeirra í her landsins dæmdir í fangelsi og hlutu þeir frá fjögurra til 13 ára refsivist- ar. Til viðbótar voru níu auðjöfrar dæmdir til fangavistar fyrir að múta Roh en þar á meðal voru stjórnarfor- menn fyrirtækjasamsteypanna Samsung og Daewoo. Auk fangelsisdóma var Chun dæmdur til að endurgreiða ríkinu 225,9 milljarða wona, jafnvirði 18,2 Þeir kröfðust þess að vélinni yrði flogið áfram til Lundúna, þar sem þeir hygðust leita pólitísks hælis. Kýpversk yfirvöld reyndu að semja við flugræningjana um að þeir slepptu konum og börnum laus- um, en eina svarið sem kvað hafa borizt frá talsmanni ræningjanna var að hann myndi sprengja vélina í loft upp. Síðar sagði hann að öllum farþegum yrði sleppt eftir lendingu í Lundúnum. Skömmu eftir miðnætti að stað- artíma lagði flugvélin af stað áleið- is til Lundúna, með alla farþegana innanborðs. Ræningjarnir hétu því að gefast upp er þangað yrði komið. milljarða króna, og Roh 283,8 millj- arða wona en það jafngildir þeim fjárhæðum sem þeir eru sagðir hafa með ólögmætum hætti stungið í eig- in vasa í embættistíð sinni. Chun og Roh létu engan bilbug á sér finna meðan á réttarhaldinu stóð og héldu því fram, að herbyltingin í október 1979 hefði verið óhjá- kvæmileg vegna upplausnarástands í kjölfar morðsins á Park Chung-hee forseta nokkrum dögum áður. Roh fær mildari refsingu Chun var forseti til 1988 en þá tók Roh við til ársins 1993. í dómn- um yfir þeim síðarnefnda sagði, að hann hlyti mildari refsingu en Chun sakir þess árangurs síns að fá sæti ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggisráðs Jeltsíns forseta og sér- legur sendimaður hans í Tsjetsjníu, reyndi í gær að komast á fund Jelts- íns til að ræða við hann friðaráætl- anir fyrir Tsjetsjníu, en forsetinn fór i heilsubótarfrí í gær og að sögn aðstoðarmanna hans í Kreml var ekki ljóst hvort af fundum þeirra Lebeds gæti orðið. Fyrr um daginn hafði Lebed hitt Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra að máli eftir að hafa snúið aftur til Moskvu fyrir Suður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum 1991 og fleiri diplómat- ískra afreksverka. Dómunum var misjafnlega tekið í Seoul. Ættingjar fórnarlamba morða hersins á stjórnarandstæðing- um biðu niðurstöðu réttarhaldsins við dómhúsið í Seoul. Mikillar gremju gætti meðal þeirra er dómur hafði verið upp kveðinn og fannst þeim hann helst til mildur í garð annarra en Chun. á sunnudag og lýst því yfir að hann þyrfti á stuðningi æðstu valdhafa við friðaráætlun sína að halda. Rússneska ríkissjónvarpið greindi frá því í gær, að saksóknar- ar myndu taka Konstantín Pu- likovskí, annan æðsta yfirmann rússnesku hersveitanna í Tsjetsjníu, til yfirheyrslu um kringumstæður þess er Grosní féll í hendur skæru- liða aðskilnaðarsinna 6. ágúst sl. ■ Reynir að afla/19 Af hálfu beggja sakborninga var tilkynnt að niðurstöðunni yrði áfrýj- að. Yrði refsing Chun, Roh og sam- verkamanna ekki felld niður eða milduð, töldu stjórnmálaskýrendur eins líklegt, að Kim Young-sam for- seti myndi náða þá. Málshöfðunin er undan rifjum hans runnin, en hermt er að honum þyki nóg að sekt forsetanna tveggja verði staðfest fyrir hæstarétti, aukaatriði sé að framfylgja refsingunni. Karpov sigrar „heim- inn“ Helsinki. Reuter. ÞAÐ tók gamla brýnið Anatolí Karpov aðeins 32 leiki og fjórar klukkustundir og 25 mínútur að knýja fram sigur yfir heims- byggðinni, sem gafst í gær f fyrsta sinn tækifæri til að leggja saman krafta sína til að tefla við FIDE-heimsmeistar- ann í gegn um alnetið. Karpov sat við taflborð á hóteli í Helsinki. Leikjum hans var miðlað, jafnóðum og hann lék þeim, á tölvutaflborð á þar til gerðri netsíðu alnetsins. All- ir sem tengdir voru inn á net- síðuna höfðu að loknum hveij- um leik Karpovs sjö mínútur til að velja gagnleik. Tölvan reiknaði að því loknu út vinsæl- asta gagnleikinn, sem miðlað var á taflborð Karpovs. Um 250 manns víða að úr heiminum, þar á meðal frá Brasilíu og S-Kóreu, tóku þátt í taflinu frá upphafi til enda og skipuleggjendur „mótsins" sögðu að um 250.000 manns hefðu „heimsótt“ alnetssíðuna meðan á taflinu stóð. „Ósigurinn óhjákvæmilegur“ Skáksérfræðingar sögðu „heiminn" hafa verið dæmdan til að tapa frá upphafi, þar sem hann var þvingaður til að fylgja vali meirihlutans. „Heimurinn" gerði engin „bjánaleg mistök, en hugrekkið til að taka áhættu vantaði. Þess vegna er ósigurinn óhjákvæmilegur, en hægur,“ sagði Roni Klim- scheffskij, Finninn sem lék leikjunum fyrir hönd heimsins. Harðir dómar falla yfir tveimur fyrrverandi Suður-Kóreuforsetum Chun Doo Hwan dæmd ur tíl dauða Seoul. Reuter. Reuter CHUN Doo Hwan (t.h.) og eftirmaður hans í forsetastóli S- Kóreu, Roh Tae-Woo, sjást hér klæddir fangabúningum er dómur var kveðinn upp yfir þeim í Seoul í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.