Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmi um misnotkun á símkerfinu til að svíkjast undan greiðslum Tengj ast línum annarra notenda TVÖ nýleg dæmi eru um að óprúttnir aðiiar hafi tengt síma sína við línur annarra í því skyni að losna við að greiða fyrir sím- töl, samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma. í báðum tilvikum veittu fórnarlömbin því athygli að símreikningur þeirra var óeðlilega hár og kvörtuðu, sem leiddi til þess að umrædd misnotkun kom í ljós. Agúst Geirsson, umdæmisstjóri P&S, segir þessa misnotkun nýja af nálinni, að minnsta kosti séu sárafá dæmi um hana í gegnum tíðina. Tæknileg þekking manna fari hins vegar vaxandi og nú sé svo komið að talsvert stór hópur búi yfir kunnáttu til að tengjast símum annarra. Kæra tilathugunar Hann segir dæmin tvö ekki hafa verið rannsökuð til hlítar og með- höndiuð, en þó sé vitað um söku- dólginn í öðru tilvikinu. Bæði atvik- in áttu sér stað í fjölbýlishúsum, þar sem íbúi þar tengdist símalínu annars íbúa. Ágúst kveðst ekki hafa á hraðbergi upplýsingar um hversu langt tímabil sé um að ræða eða fyrir hve háa upphæð hafi verið hringt af utanaðkomandi. „Bæði málin voru tilkynnt til rannsóknarlögreglu, sem skoðaði vettvang og tók skýrslu, en síðan er í athugun hvort þessi misnotkun verði kærð. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir sem urðu fyrir barðinu á þessum mönnum standi að kæru eða P&S, en það er íathugun sem stendur," segir Ágúst. Hann segir ekki unnt að mæla spennu á iínum til að finna mis- notkun, því algengt sé orðið að fólk hafi fleiri en eitt símtæki á heimilinu þannig að sú aðferð sé vart marktæk. „Við lítum yfir lagnir í viðkom- andi húsum og athugum hvort eitt- hvað hafi verið átt við lok á dósum eða innsigli rofið á tengikössum í húsinu. Það eru tveir vírar í hverri símalínu fyrir hvert símanúmer sem liggur heim til viðkomandi og ef að menn komast einhvers staðar inn á þessa línu, er þetta svipað og að tappa af rafmagni. Eg geri ráð fyrir að þeir sem stóðu að þessari misnotkun hafi ekki tengst línunni nema þegar þeir ætluðu að misnota kerfið, að minnsta kosti þykir mér ólíklegt að viðkomandi láti tenginguna standa til að rekast ekki inn í símt- öl þeirra sem verða fyrir þessu. Notkunin virðist meiri núorðið, einkum er ásókn í númer sem bjóða upp á kynlífsþjónustu úti í heimi og ef menn freistast að þessu leyti eru reikningarnir fljótir að hækka. Þarna er um nytjastuld að ræð en ég get að sjálfsögðu ekki sagt til um hvernig dómstólar myndu taka á þessum afbrotum,“ segir Ágúst. Astæða til varúðar Hann segir fulla ástæðu til að hvetja fólk til að skoða símreikn- inga sina og Iáta næstu símstöð vita ef eitthvað skjóti þar skökku við, og einnig að fólk í fjölbýlishús- um fylgist með því að óviðkomandi aðilar séu ekki að eiga við tengi- dósir og annan búnað í sameignum. VERIÐ er að lengja plastbátinn Særósu með því að bæta í hann miðjustykki. Morgunblaðið/ Framhaldsskólarnir Skólastarf hefst víða fyrr en áður SKÓLASTARF í framhaldsskólum hefst sumstaðar heldur fyrr þetta árið en oft áður. Ástæðan er sú að samkvæmt nýlegum kjarasamning- um við kennara hafa nú bæst við fjórir vinnudagar og er þeim ýmist bætt við skólaárið í júní eða ágúst. Þannig verður Menntaskólinn í Kópavogi t.d. settur næstkomandi fimmtudag, 29. ágúst, og hefst kennsla af fullum krafti mánudaginn 2. september. Kennarar mæta til starfa í dag, þriðjudaginn 27. ágúst, og fara fyrstu fjórir dagarnir hjá þeim í ýmiskonar undirbúning, svo sem gerð kennsluáætlana, deildarstjóra- fundi og umsjónarkennarafundi, að sögn Ingibjargar Haraldsdóttur, áfangastjóra MK. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ verð- ur settur á morgun, miðvikudag, og Menntaskólinn í Reykjavík á föstu- daginn. Víðast hvar hefst kennsla í framhaldsskólum mánudaginn 2. september. Skólastarf hefst í flestum grunn- skólum mánudaginn 2. september. Lengdur um 3,70 metra BÁTURINN Særós er stærsti plastbáturinn hér á landi sem hefur verið lengdur í miðju. Aðferðin er sú að báturinn er sagaður í sundur í miðju og bætt við hann miðjustykki. Verkið er unnið í fyrirtækinu Seiglu. Kristinn Kristinsson, skipsljóri og eigandi Særósar, segir að með lengingunni fáist meira lestar- rými og betur fari um fiskinn því hægt verði að koma honum öllum fyrir í körum. Þar með aukast gæði fisksins. Báturinn er Iengdur um 3,70 metra. Kristinn gerir Særósu út frá Þorlákshöfn á neta- og humar- veiðar. Enginn minnihluti í Hveragerði Enginn minnihluti er í bæjarstjóm Hvera- gerðis eftir að Knútur Bruun, forseti bæjar- * stjómar, dró sig í hlé í gær. Anna G. Olafs- dóttir grófst fyrir um aðdragandann að breytingum í bæjarstjóminni. NÝR meirihluti í bæjarstjóm Hveragerðis undirritaði mál- efnasamning sl. sunnudags- kvöld. Meirihlutann mynduðu þrír af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokks ásamt þremur fulltrúum H-lista. Fjórði fulltrúinn, Knútur Bruun, hefur dregið sig í hlé eftir fréttir af myndun nýja meirihlutans. Aldís Hafsteins- dóttir, varabæjarfulltrúi, tekur sæti hans. Gísli Páll Pálsson, verðandi for- seti bæjarstjómar, segir að Aldís gangi inn í meirihlutasamstarfíð. Þar með er enginn minnihluti í bæjar- stjórn Hveragerðis. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks klofnaði á fundi bæjar- ráðs sl. fimmtudag. Sú leið var valin að stilla upp lista Sjálfstæðismanna í Hveragerði fyrir síðustu sveitarstjómarkosningar fyrir tveimur árum. Fjórir hlutu kosningu og varð Knútur Bruun, efsti maður á listanum, forseti bæjarstjómar í meirihlutastjóm Sjálfstæðisflokks. Aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm Hveragerðis em Alda Andrésdóttir, Hafsteinn Bjamason og Gísli Páll Pálsson og hefur Gísli Páll gegnt formennsku í bæjarráði. Einar Mathiesen var ráðinn bæjarstjóri. Upp úr sýður Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur borið á væringum á milli Knúts Bmun og annarra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sauð að lokum uppúr við mannaráðningar í sl. viku. Aðdragandi klofningsins var sá að Knútur gerði tillögu um að hvorki yrði farið að vilja bæjarstjórans við ráðningu starfsmanns á bæjarskrif- stofuna né vilja skólastjóra grann- skólans við ráðningu húsvarðar við grunnskólann. Niðurstaðan varð sú að tveir studdu tillögu Knúts um að Ásta Jósepsdótt- ir, fyrrverandi kosningastjóri Sjálf- stæðismanna, yrði ráðin á bæjarskrif- stofuna en málið hlaut ekki endanlega afgreiðslu á fundi meirihlutans. Þrír studdu tillögu Knúts um að Marteinn Jóhannesson, fyrrverandi bæjarfull- trúi, yrði ráðinn húsvörður í grunn- skólanum en Gísli Pál! sat hjá. Eftir meirihlutafundinn sagði Gísli Páll öðmm fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins en Knúti frá því að hann myndi mæla með því að farið yrði að tillögu skólastjórans og bæjarstjór- ans á fundi bæjarráðs sl. fímmtudag. Fyrir fundinn tilkynnti Knútur Gísla Páli og bæjarstjóranum svo að ef fram færi sem horfði væri trúnaður brost- inn og ekki lengur gmndvöllur fyrir frekara samstarfí. Knútur, sem er varamaður í bæjarráði, sat bæjarráðs- fundinn og svaraði tillögum Gísla Páls um ráðningamar með harðorðri bókun þar sem hann harmaði þann trúnaðarbrest sem orðið hefði í sam- starfi D-lista manna og vakti athygli á því að Marteinn Jóhannesson hefði fengið öll greidd atkvæði á meirihluta- fundinum. Tillögur Gísla Páls vora samþykktar á bæjarráðsfundinum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var því varpað fram eftir fundinn að hver bæjarfulltrúi myndi vera sjálfstæður í bæjarstjóminni en bæjarstjórinn vildi ekki starfa við slík- ar aðstæður. Knútur vildi ekki segja af sér og Gísli Páll taldi augljóst að fleiri Ýulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndu fylgja honum úr bæjarstjóm- inn og tók því ákvörðun um að halda sæti sínu. Niðurstaðan varð því sú að gengið var til viðræðna við minni- hluta H-lista (Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks, F'ramsóknarflokks og Óháðra). Eins og áður segir var skrifað und- ir málefnasamning nýja meirihlutans sl. sunnudagskvöld. Með honum verð- ur Gísli Páll forseti bæjarstjórnar og Gísli Garðarson (H-lista) formaður bæjarráðs. Samkomulag varð um að Einar Mathiesen gegndi áfram stöðu bæjarstjóra. Hveragerði á kortið Knútur Bmun, sem setið hefði einn í minnihluta bæjarstjómar, hefur til- kynnt bæjarstjóranum að í ljósi þess að meirihluti bæjarfulltrúa Sjálfstæð- ismanna í Hveragerði hafi ákveðið að efna til meirihlutasamstarfs með H-lista hafí hann ákveðið að draga sig í hlé frá störfum í bæjarstjóm allt kjörtímabilið. Um ástæðumar fyrir því hvemig fór tók Knútur fram í samtali við Morgunblaðið að hann hefði aðra skoðun á því hvemig ætti að fara með mannaráðningar en aðrir fuiltrú- ar Sjálfstæðisflokksins. „Ég er þeirrar skoðunar að hinir pólitísku stjómend- ur sveitarfélagsins eigi að ganga frá öllum mannaráðningum. Þarna hefur berlega komið í ijós að hinir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins em ekki sammála og því fór sem fór,“ sagði Knútur og bætti því við að honum fyndist að hinir pólitískt kjörnu bæjar- fulltrúar ættu að stjórna bæjarfélag- inu. Bæjarstjóri ætti í einu og öllu að fara eftir þeirra fyrirmælum. „Um það hefur orðið ákveðinn ágreiningur milli okkar Einars. Hann er hins veg- ar að öðm leyti hinn mætasti bæjar- stjóri og hefur að mínu mati staðið sig vel hér í Hveragerði." Um ásakanir um ofríki tók Knútur fram að aðeins hefði veríð ágreining- ur um mannaráðningar. Allar ákvarð- anir um framkvæmdir hefðu verið samþykktar samhljóða í meirihlutan- um. „Ég hef lagt mig allan fram við að byggja bæjarfélagið upp nú sl. tvö ár. Állir em held ég sammála mér um að vel hafí tekist. Að hér hafí verið stjómað af miklum myndarskap og Hveragerði komist á kortið. En árangurinn er auðvitað ekki bara mér að þakka heldur meirihlutanum öll- um,“ sagði hann. Hann sagði að skorað hefði verið á sig að halda áfram í bæjarstjórn- inni. Hann legði hins vegar áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi ekki illa út úr ágreiningnum og hefði því ákveðið að fara frá. Sú ákvörðun hefði verið honum ákveðinn léttir. Þó fylgdi henni viss eftirsjá. Ekki minni Sjálfstæðismaður Gísli Páll segist ekki hafa séð ástæðu til að valta yfír vilja skóla- stjóra og bæjarstjóra við mannaráðn- ingarnar. „Ef bæjarstjóri mælir með starfsmanni inn á sinn vinnustað og skólastjóri með öðram inn á sinn vinnustað á að fara að því nema í undantekningartilvikum. Ég get ekki séð að ég sé minni Sjálfstæðismaður þó svo ég hafi ekki mælt með því að Sjálfstæðismenn fengju störfin," sagði hann. Hann vildi hvorki játa því né neita að fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjar- stjórninni hefðu búið við ofríki af hálfu Knúts. „Ég vil ekki standa í neinu stríði. Okkur gekk vel að ná samkomulagi við H-listann. Enginn ágreiningur var um fyrirliggjandi verkefni. í málefnasamningnum er áhersla lögð á áframhaldandi upp- byggingu gatnakerfísins, málefni gmnnskólans, fráveitu o.fl. Við stefn- um svo að því að lækka skuldirnar enn meir,“ sagði hann og tók fram að enginn ágreiningur hefði verið um áframhaldandi ráðningu bæjaretjór- ans. Gísli Páll sagði skiljanlegt að Knút- ur hefði ákveðið að hætta í bæjar- stjórninn. „Afleiðingin er einfaidlega sú að Aldís Hafsteinsdóttir, varabæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geng- ur inn í meirihlutasamstarfíð. Við höldum áfram okkar stefnu og störf- um samkvæmt nýja málefnasamn- ’ ingnum.“ Bjartsýni Gísli Páll var bjartsýnn á framtíð nýja meirihlutans. Ingibjörg Sig- mundsdóttir, oddviti H-listans, tók í sama streng. Hún sagði að almenn ánægja hefði verið með samstarfíð á kynningarfundi með stuðningsmönn- um H-listans á sunnudagskvöld. „Ég get ekki neitað því að samstarfið milli H-listans og Knúts hefur ekki verið sérstaklega gott. Hins vegar er ég alveg viss um að verðandi meiri- hluti á eftir að vinna mjög vel sam- an. Jafn víðtæk samstaða á án efa eftir að reynast bænum ve!,“ sagði hún. Bjöm S. Pálsson, formaður Sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði, sagði að stjóm félagsins hefði tekið ákvörðun um að boða til almenns félagsfundar vegna bæjarmálanna á þriðjudag eða miðvikudag í næstu ’ viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.