Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókn á klaki norsk-íslenska síldarstofnsins Stofninn gæti náð 10 milljónum tonna AKUREYRI Sparisjóðirnir á Akureyri sameinast um húsnæðiskaup Morgunblaðið/Kristján SPARISJOÐUR Akureyrar og Arnarneshrepps og Sparisjóður Glæsibæjarhrepps eru til húsa við sömu götuna í miðbæ Akureyrar, Brekkugötu 1 og 9. Sjóðirnir hafa nú sameinast um kaup á nýju húsnæði við Skipagötu 9 og í gangi eru viðræður um sameingu þeirra. Viðræður um samein- ingu sjóðanna í gangi MÆLING stendur yfir á því hvernig seiðum í norsk-íslenska síldarstofn- inum, sem klöktust út í vor, hefur reitt af. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur segir að efniviðurinn hafí verið fyrir hendi í vor. Gangi allt að óskum sé ekki útilokað að veiði- stofn norsk-íslenska síldarstofnsins nái 10 milljónum tonna á næstu árum og taki upp fyrra göngumynst- ur þegar hann veiddist inni á íslensk- um íjörðum. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur segir að sterkur árgangur 198§ hafí styrkt stofninn verulega. Góðir árgangar hafí einnig komið 1991 og 1992, sem eru nú að koma inn í veiðistofninn. „Talið er að stofn- inn standi núna í kringum 6 milljón- ir tonna sem er farið að slaga upp í það sem var hér á síldarárunum áður fyrr,“ segir Hjálmar. Hann segir að nú standi yfír mæling á því hvernig þeim seiðum sem klöktust út í vor reiði af. Verði niðurstaðan jákvæð megi gera ráð fyrir að enn éinn góður árgangur bætist við í stofninn. Efniviðurinn hafí verið fyrir hendi í vor en það þýði þó ekki að klakið hafi tekist vel. Hafí það hins vegar gengið að óskum megi búast við að stofninn nái 8-10 milljónum tonna sé veiðum haldið innan skynsamlegra marka og ef árgangurinn verður í líkingu við árgangana 1983, 1991 og 1992. Aðspurður hvort líklegra sé að síldin haldi til íslands í ætisleit nái stofninn þessari stærð, sagði Hjálm- ar að meðan stofninn hefði verið í lægð hefði síldin haldið kyrru fyrir FJÓRIR menn af víetnömskum upp- runa sæta nú rannsókn fyrir að hafa krafíst svokallaðs vemdar- gjalds af samlöndum sínum. Hafa þeir hótað mönnum öllu illu greiði þeir gjaldið ekki. Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur málið til með- ferðar en borið hefur á því að þeir sem hafa orðið fyrir ógnunum mann- anna þori ekki að kæra til lögreglu af ótta við hefndaraðgerðir. Forsprakki hópsins var á sínum tíma dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa stungið mann með hnífi í Lækjargötu árið 1991. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fór fljótlega að bera á því þegar maður- FYRSTU íslensku vottorðin fyrir lífræna framleiðslu í landbúnaði voru afhent í gær. Frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti ís- lands, afhenti vottorðin fyrir hönd vottunarstofunnar Tún ehf., sem er fyrsta íslenska stofan með leyfi til að annast eftirlit og vottun á líf- rænt framleiddum afurðum. Fram til þessa hefur breska fyrirtækið Soii Association annast vottunina. Vottunarhafarnir eru níu talsins og veitir vottorðið þeim rétt til þess við Noreg. „Þegar 1983 árgangurinn fór að láta að sér kveða fór að bera á því að síldin færi að fikra sig vest- ur í Noregshafið í ætisleit. Síðastlið- in þrjú sumar hefur hún gengið þvert yfír hafíð og að austurmörkum ís- lensku landhelginnar. Hún hefur þó ekki stöðvað eins og hún gerði áður þrátt fyrir mikið æti heldur haldið áfram norður og norðaustur við suð- urmörk kalda sjávarins og skilað sér inn á svæðið norðvestur af Lófóten í ágúst-september þar sem hún hef- ur vetursetu," sagði Hjálmar. Hagstætt ástand sjávar Áður hafði síidin vetursetu austur af Islandi á svonefndu Rauðatorgi. Hjálmar segir að ástand sjávar núna sé nógu hagstætt til þess að síldin staðnæmist austur og norðaustur af landinu. „Við búumst við því að hún taki upp fyrri háttu þó ekki sé nema vegna þess að sagan hefur tilhneigingu til þess að endurtaka sig,“ sagði Hjálmar. Engin síld fannst í leiðangri Haf- rannsóknarstofnunar í júlí austur af landinu, frá suðri á móts við Reyðar- fjörð norður undir lögsögu Jan May- en. Tveir íslenskir bátar leituðu síld- ar nokkru austar og urðu einskis varir. Rússneskir vísindamenn leit- uðu í júní ogjúlí milli íslands, Fær- eyja og Noregs og fundu ekki síld. Norðmenn gerðu út leiðangur í ág- úst og urðu varir við smásild út af Noregi og töluvert af stórsíld í Jan Mayen lögsögunni, austur af eyjunni og austur í Smuguna og norsku lög- söguna. inn losnaði úr fangelsi að veitinga- menn af asískum uppruna voru krafðir um greiðslu verndargjalds til hópsins en ættu yfír höfði sér misþyrmingar ella. Lögreglunni barst á sínum tíma tilkynning um þetta og stöðvaði framferði mann- anna. Nokkru síðar fór að bera á því að mennimir krefðust sams kon- ar vemdargjalds af einstaklingum. Að sögn lögreglu er fátítt að mál af þessu tagi séu tilkynnt henni því að fólk hræðist hefndaraðgerðir. Lögreglan hvetur menn til þess að láta vita af því séu þeir beittir ógn- unum af þessu tagi. Að sögn RLR er nú unnið að rannsókn þessa máls. að setja gæðamerki Túns á umbúð- ir og nota það í kynningarefni fyrir framleiðslu sína, sem er af fjöl- breyttum toga, sauðfjárrækt, græn- metisræktun, mjólkurframleiðsla, skógrækt, kornrækt, blómarækt, nautgriparækt og ilmolíurækt. Á síðasta ári var gefin út reglu- gerð hér á landi þar sem kveðið var á um að þeim fyrirtækjum sem ætla að kynna vöru sína sem líf- ræna framleiðslu, sé skylt að fá vottun frá viðurkenndum aðila. SPARISJÓÐUR Akureyrar og Arn- arneshrepps og Sparisjóður Glæsi- bæjarhrepps hafa sameinast um kaup á jarðhæð og hluta 2. hæðar í nýju húsnæði sem byggingafyrir- tækið SS Byggir hyggst reisa að Skipagötu 9 á Akureyri. Jafnframt eru í gangi viðræður milli stjórna sparisjóðanna um sameiningu og um það að opna bankastofnun að Skipagötu 9. Að sögn Jóns Kr. Sólnes, formanns stjórnar Spari- sjóðs Akureyrar og Arnarnes- hrepps, hafa sameiningarviðræður staðið yfír í nokkurn tíma en á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvort af sameingu verð- ur., „Það virðist vera vilji innan stjórna beggja sparisjóðanna að sameina þá og nú er verið að vinna gögn til þess að hægt sé að taka afstöðu til þessa möguleika. Fyrir liggur ákvörðun í þessum húsnæðis- málum og sá tími sem markast þar MENNTASMIÐJA kvenna er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst 11. sept- ember og því er enn tækifæri fyrir konur án fastrar atvinnu að láta skrá sig og gerast þátttakendur í skemmti- legu uppbyggingarstarfi þeim að kostnaðarlausu. Skólinn starfar eftir fyrirmynd lýð- háskóla og kvennadagháskóla á Norðurlöndum og er námið skipulagt eftir mismunandi þörfum nemenda. Meðal námsgreina í vetur má nefna; íslensku, ensku, notkun alnetsins, sjálfsstyrkingu, tjáningu, líkams- rækt, myndlist, ritlist, handverk og fleira. AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- óg Þing- eyjarsýslum verður haldinn í félags- heimilinu Laugaborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit dagana 29. og 30. ágúst næstkomandi. Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um málefni Skólaþjón- ustu Eyþings, Þórhildur Sigurðar- dóttir sérkennari við Borgarhólsskóla ræðir um kennslu fatlaðra barna, Ólafur Arngrímsson fjallar um fá- menna skóla og Jón Baldvin Hannes- verður nýttur til að skoða samein- ingarmálin frekar en miðað er við að húsnæðið verði afhent um mitt næsta ár,“ sagði Jón. Standa við sömu götu Báðir sparisjóðirnir eru staðsettir í miðbæ Akureyrar, Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps að Brekkugötu 1 og Sparisjóður Glæsi- bæjarhrepps að Brekkugötu 9. Á síðasta ári var hagnaður Sparisjóðs Akureyrar um 13,5 milljónir króna og eigið fé í árslok samtals um 143 milljónir króna. Útlán bankans á síðasta ári námu 289 milljónum króna og innlán rúmlega 299 millj- ónum króna. Hagnaður Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps á síðasta ári var um 12 milljónir króna og eigið fé í árslok samtals um 87,6 milljónir króna. Útlán síðasta árs námu um 363 milljónum króna og innlán rúm- lega 407 milljónum. Vörður, vátryggingafélag, sem Kennarar við Menntasmiðjuna eru Hulda Biering, verkefnisfreyja, Sig- ríður Soffía Gunnarsdóttir, rekstrar- stjóri og Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir, fyrsta verkefnisfreyja Mennta- smiðjunnar, auk stundakennara. Enn er óvíst um frekari framlög til rekst- urs Menntasmiðjunnar og kann þessi vetur því að vera sá síðasti sem skól- inn starfar í þessari mynd. Umsóknareyðublöð um skólavist liggja frammi á Vinnumiðlunarskrif- stofunni, Glerárgötu 26, jarðhæð og í Menntasmiðjunni, Hafnarstræti 95, 4. hæð, sími 462-7255. Umsóknar- frestur er framlengdur til 6. septem- ber nk. son, forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings, gerir grein fyrir starfsáætl- un Skólaþjónustunnar. Aðalmál seinni þingdagsins verður Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og tek- justofnar vegna rekstrar grunn- skóla. Magnús Karel Hannesson, sveitarstjóri Eyrarbakkahrepps, og fulltrúi í ráðgjafanefnd Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga flytur framsögu sem og Garðar Jónsson, deildarstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. áður hét Vélbátatrygging Eyja- fjarðar, hefur keypt hluta af 2. hæðinni á móti sparisjóðunum og mun flytja sína starfsemi þangað en starfsemin er nú í Kaupvangs- stræti 4. SS Byggir keypti lóð og hús- grunn að Skipagötu 9 af íslands- banka í vor. Lóðin og grunnurinn voru áður í eigu hlutafélagsins Skipagata 9 en bankinn keypti eign- ina á nauðungaruppboði sl. sumar. Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS Byggis segir að framkvæmdir við byggingu fjög- urra hæða húss hefjist í byijun næsta mánaðar og sé stefnt að því að það verði fokhelt í janúar á næsta ári. Hann segir að skrifstofu- húsnæðið á þremur fyrstu hæðun- um sé að mestu selt og búið sé að lofa íbúðunum fjórum á 4. hæð- inni. Grunnflötur hússins er um 420 fermetrar og húsið því alls um 1.700 fermetrar. Danskir dagar Vísnatón- leikar í Deiglunni ANNA Dorte Michaelsen vísnasöngvari heldur tónleika í Deiglunni í kvöld, þriðju- dagskvöldið 27. ágúst og hefjst þeir kl. 21. Tónleikarnir eru hluta af dönskum dögum sem nú standa yfir á Akureyri. Tveir myndlistamenn opna sýningar á morgun, miðviku- dag, þau Jens Urup sem sýn- ir í Deiglunni og Guðrún Sig- urðardóttir, sem búsett er í Danmörku sem opnar sýn- ingu á Kaffi Karólínu. Á fimmtudag sýnir In Cito dansflokkurinn frá Randers á flötinni framan við Sam- komuhúsið kl. 14 og í Lysti- garðinum kl. 21. Þá heldur Randers byorkester tvenna tónleika á fímmtudag, þá fyrri fyrir eldri borgara í fé- lagsmiðstöðinni í Víðilundi og síðan kl. 20.30 í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Veitingahús bjóða upp á danskan mat í vikunni og mun matreiðslumaður frá virtu veitingahúsi í Kaup- mannahöfn verða akureysk- um kokkum innan handar í þeim efnum. Rannsókn á vegum RLR Kröfðust verndargjalds Lífræn framleiðsla vottuð Menntasmiðja kvenna Þriðja starfsár skólans að hefjast Skólamál í brenni- depli hjá Eyþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.