Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUN.BLAÐIÐ Nýjasti stór- meistarinn sigraði IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Yarðandi tryggingar vinnuvéla ÓSKAR Þ. Þorgeirsson hafði samband við Velvak- anda til að vekja athygli á því að vinnuvélar eru ekki háðar skyldutryggingu eins og hinn almenni fólks- bfll. Hann sagðist hafa verið að aka bíl sínum á Suður- landsbrautinni á vinstri akrein. Þar sem hann keyrði framhjá bensínstöð- inni Shell beygði vinnuvél skyndilega í veg fyrir hann þegar bíll á hennar akrein gaf stefnuljós upp í Bol- holtið. Þá varð honum hugsað til þess að þessar vinnuvél- ar eru margar hveijar al- veg ómerktar og jafnvel líka ótryggðar. Fólk getur hvenær sem er orðið fyrir stórtjóni og engin vissa fyrir því að tjónþolinn fái tjónið bætt af þessum sök- um. Óskar sagðist hafa fengið þær upplýsingar hjá dómsmálaráðuneytinu að frumvarp um trygging- ar vinnuvéla hefði dagað uppi. Hann fékk þær upp- lýsingar hjá tiyggingafyr- irtæki að vinnuvélaeig- endur sem slíkir vildu hafa þessar tryggingar í lagi en þeir gætu ekki fylgt þeim eftir þar sem engin lög væru til um þær. Hann fékk einnig þær upplýs- ingar að tryggingar vinnuvéla væru miklu ódýrari en tryggingar fólksbíls. Þakkir til Stefáns Hreiðarssonar GUÐFINNA Sigurbjörns- dóttir þakkar í sunnudags- blaðinu fyrir greinaskrif Hreiðars Stefánssonar. Þau mistök urðu að nafnið misritaðist. Það var Stefán Hreiðarsson sonur Hreið- ars sem skrifaði greinarnar og er beðist velvirðingar á mistökunum. Hvar er Helgi? LONE Jonassen skrifar:. „Ég er að leita að sautj- án ára gömlum strák, sem heitir Helgi. Hann lék í handboltaliði frá Reykjavík í Álaborg, Danmörku. Hann sagðist hafa leikið fótbolta áður en handbolta sl. tvö ár. Hann er með dökkt hár en var með stríp- ur, svo hárið var ljóst og augun blá að lit.“ Lone biður Helga að skrifa til: Lone Jonassen, Traneveien 6, 1666 Rowsoy, Noregur. Nafnið Bynni BRYNJOLFUR Brynjólfs- son hafði samband við Velvakanda vegna fyrir- sagnarinnar „Þakkir til Binna“ sem birtist í Vel- vakanda í síðustu viku. Hann sagðist hafa lært þá reglu í stafsetningii hjá Sigurði Skúlasyni, magist- er, í gamla Iðnskólanum árið 1951-52, að gælu- nafnið Binni skyldi skrifað með ypsiloni „Bynni“. Sjálfur sagðist hann hafa skrifað gælunafn sitt með einföldu i en eftir að hafa lært þessa reglu hefði hann alltaf skrifað sitt gælunafn með ypsiloni og vildi hann vekja athygli á þessu. Tapað/fundið Fjallahjól tapaðist BLÁTT Trek-800 fjallahjól tapaðist frá Eiðismýri 13 aðfaranótt laugardagsins sl. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 551-6479. Leðurjakki tapaðist SVARTUR karimannsleð- uijakki tapaðist á dansleik í Kirkjuhvoli um verslunar- mannahelgina. Jakkinn hefur mikið persónulegt gildi fyrir eigandann, sem saknar hans sárt og er skilvís finnandi beðinn um að koma jakkanum á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri, eða hafa samband við Vigni í síma 482-1520. Fjallahjól tapaðist SVART nýlegt Trek fjalla- hjól tapaðist fýrir utan Gnoðarvog 74 aðfaranótt föstudagsins. Þetta er í annað sinn sem eigandinn tapar hjóli á einu ári. Skil- vís finnandi er vinsamiega beðinn að hringja í síma 553-3202 eða hafa sam- band við óskilamunadeild lögreglunnar. Hlutavelta ÞESSI duglegu börn fengu 2.806 krónur í ágóða af blómasölu sem þau færðu Barnaspítala Hringsins. Þau heita Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Tómas Oddur Eiríksson, Garðar Karl Olafsson og Linda Hrönn Karlsdóttir. Með þeim voru einnig Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Hulda Soffía Jónasdóttir en þær gátu ekki verið með á myndinni. HOGNIHREKKVISI Yíkverji skrifar... SKAK Ilclgarskákmót Tafl- fclags Rcykjavíkur: FÉLAGSHEIMILI TAFL- FÉLAGS REYKJAVÍKUR, FAXAFENI 12 Þröstur Þórhallsson, sem væntan- lega verður útnefndur stórmeistari á þingi FEDE í Jerevan í september, sigraði örugglega á helgarskákmót- inu sem lauk á sunnudagskvöld. ÞRÖSTUR hlaut 6‘/2 vinning af 7 mögulegum, eina jafnteflið var gegn hinum titilhafanum á mótinu, Sævari Bjamasyni, alþjóðlegum meistara. Einar Hjalti Jensson tryggði sér annað sætið með því að sigra Sævar í síðustu umferð. Einar hlaut 5'/2 vinning. Þriðja sætinu deildu þeir Bergsteinn Einarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorf- innsson, Jón Árni Jónsson, Tómas Bjömsson og Sævar Bjarnason, sem hlutu fimm vinninga. Þátttakendur á mótinu voru 40 talsins. Helgarskákmót af þessu tagi hafa notið vinsælda undanfarin ár og þess er skammt að bíða að næsta mót verði haldið. Það er fyrirhugað helg- ina 13.—15. september næstkomandi. Tveir ungir skák- menn tefldu bráð- skemmtilega skák á helgarmótinu: Hvítt: Matthías Kormáksson Svart: Davíð Kjart- ansson Sikileyjarvörn, Drekaafbrigðið 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6 9. Bc4 - Re5 10. Bb3 - Bd7 11. 0-0-0 - Hc8 12. h4 - h5 13. Bg5 - Hc5 14. g4 — hxg4 15. h5 Nú er 15. f4 - Rc4 16. De2 í tísku, en þessi peðsfórn var mjög vinsæl í byijun níunda áratugarins, einmitt um það leyti sem teflendurn- ir fæddust! 15. - Rxh5 16. Rd5 - He8 17. f4 - Rc6? Nú fær hvítur mjög hættuleg sóknarfæri. Rétt er 17. — Rc4 18. Dd3 — Bb5! 19. Rxb5 — Rxb2 með afar flókinni stöðu. 18. Rf5! - Bxf5 Eftir 18. - gxf5? er 19. Dh2! sterkast með vinnandi sókn. 19. exf5 - Rd4 20. fxg6 - Rxb3+ 21. axb3 — Rf6 22. Bxf6 — exf6 Það er komin upp miðtaflsstaða þar sem hvítur hefur mjög sterkan riddara á d5 og hættuleg sóknar- færi á kóngsvæng. Svarts bíður afar erfið vörn. 23. b4 - Hc6 24. f5! - Dd7 25. b5 - Hc5 26. b4 - Hcc8 Svartur hefði átt að láta sig hafa það að reyna 26. — Hxb5. Þá á hann a.m.k. það varnarúrræði að fórna skiptamun á d5. 27. Hh5! - g3 Litlu betra var 27. — fxg6 28. fxg6 - f5 29. Hdhl - He6 30. Hh7! — Hxg6 31. Rf4 með vinnings- stöðu. 28. Hdhl - fxg6 29. fxg6 - He6 Þvingað, því hvítur hótaði að máta með 30. Hh8+! En þótt svartur veijist fimlega, er sóknarþunginn of mikill: 30. Dg2 - f5 31. Dxg3 - Hc4 32. Dg5 - Hg4 33. Dxf5! - Hgxg6 34. Rf4 - Hgf6 35. Dh7+ - Kf8 Hvítur lýkur nú vel heppnaðri skák með glæsilegri drottningarfórn sem leiðir til máts: 36. Dh8+!! - Bxh8 37. Hxh8+ - Ke7 38. Hlh7+ og svartur gafst upp, því 38. — Hf7 39. Rd5 er mát! Þeir sem taka upp þessa skák þurfa ekki að efast um að við íslend- ingar eigum efnilega skákmenn. Jóhann efstur I Sviss Jóhann Hjartarson, stórmeistari, teflir á alþjóðlegu móti í Winterthur í Sviss sem hófst á miðvikudaginn var. Keppendur eru 12 og eru þar af fimm stórmeistarar. Mótið er í 9. styrkleikaflokki FIDE og er Jó- hann stigahæstur keppenda. Hann vann alþjóðlega meistarann Andreas Huss frá Sviss í fyrstu umferð og sætti sig síðan við skiptan hlut gegn jafntefliskónginum Werner Huss, sem einnig er frá Sviss. í þriðju umferð vann Jóhann svo þýska stór- meistarann Lothar Vogt. Staðan að loknum þremur umferðum: 1.-2. Jóhann og King, Englandi 2'/« v. 3.-4. Gallagher, Englandi og Ziiger, Sviss 2 v. 5.-8. Van der Sterrren, Hollandi, Hug, Sviss, Kelecevic, Júgóslavíu og Ballman, Sviss 1 'U v. 9.-11. Vogd:, Þýskalandi, Pelletier, Sviss og Forster, Sviss 1 v. 12. Huss, Sviss 0 v. Atskákmót Garðabæjar Kjartan Thor Wikfeldt sigraði á mótinu sem fram fór í júlí. Hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Baldvin Gíslason varð annar með 5 v. og Jóhann Ragnarsson þriðji með 4 72 v. ILAUGARDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins var sýnt fram á, að Póst- ur og sími hefði gefíð rangar upplýs- ingar, þegar alnetsþjónusta fyrirtæk- isins var kynnt og það var viður- kennt af talsmanni fyrirtækisins, sem kenndi um sumarfríum. Hér í blaðinu sl. sunnudag hafði Ólafur Tómasson póst- og símamála- stjóri þetta að segja um þessar röngu upplýsingar: „Ég held, að þetta hafi verið hrein mistök. Menn héldu að búið væri að setja þetta upp. Þeir hafa kannski verið einum of fljótir að auglýsa þetta þannig, en tækin eru komin og spurning um daga hvenær þau verða sett upp.“ Þessi svör eru ekki fullnægjandi. Úr því að póst- og símamálastjóri tekur sérstaklega fram, að tækin séu komin vaknar sú spurning, hvort þau hafi ekki verið komin þegar þjónust- an var kynnt. Og hveijir eru „þeir“, sem voru svona fljótir á sér?! Ber póst- og símamálastjóri ekki ábyrgð- ina? Fyrir þá sem utan við standa er nærtækt að ætla, að Póstur og sími hafi einfaldlega talið sig komast upp með að gefa rangar upplýsingar til þess að þurfa ekki að viðurkenna, að fyrirtækið er að borga með þess- ari þjónustu a.m.k. í byijun. Hvers vegna kemur Póstur og sími ekki hreint fram? Hvers vegna biðjast forráðamenn fyrirtækisins ekki afsök- unar á því að hafa sagt rangt til? Hvers vegna upplýsa þeir ekki að eigin frumkvæði hvernig þetta mál stendur? Hvað hefur fyrirtækið notað símtalaflutning á mörgum gjald- svæðum frá því að alnetsþjónustan var tekin upp? XXX ÞAÐ er alvarlegt mál, þegar op- inbert fyrirtæki er staðið að því að gefa rangar upplýsingar. Það dugar ekki að segja það eitt, að hér hafi verið um „mistök“ að ræða. Almenningur ætlast til þess að hægt sé að treysta upplýsingum, sem koma frá opinberum aðilum. Það er athygl- isvert, að keppinautar þess verða að draga þessa röngu upplýsingagjöf fram í dagsljósið. Því verður ekki trúað, að enginn starfsmaður Pósts og síma hafi áttað sig á þessum „mistökum", eftir að talsmenn þess höfðu kynnt alnetsþjónustuna með þessum hætti opinberlega. Einhver innan Pósts og síma vissi, að hér var rangt með farið. Hvers vegna var þetta ekki leiðrétt þegar í stað? Þegar fyrirtæki er staðið að svona vinnubrögðum og þá skiptir ekki máli, hvort um opinbert fyrirtæki eða einkafyrirtæki er að ræða vaknar sú spurning, hvort fleiri tilvik sé um rangar eða blekkjandi upplýsingar. xxx AÐ ER lítið orðið um sjónvarps- efni, sem vekur sérstaka at- hygli fólks. Þess vegna er ástæða til að hafa orð á sjónvarpsþáttunum Hroki og hleypidómar, sem byggðir eru á skáldsögu eftir Jane Austen, sem ríkissjónvarpið sýnir á sunnu- dagskvöldum um þessar mundir. Þættir þessir hafa notið gífurlegra vinsælda bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum. í upphafi sjónvarpsaldar hér var meira um vandaða þætti sem þessa, ekki sízt frá brezkum fram- leiðendum. Hvers vegna er orðið minna um þá nú? Það vekur líka athygli, að það er ríkissjónvarpið, sem sýnir þessa þætti. Hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar, Stöð 2 og Stöð 3, hafa ekki verið ýkja vakandi úr því að þær láta ríkis- sjónvarpið snúa á sig að þessu leyti. Margeir Pétursson Opið virka daga kl. 9-18 551 9400 Skipholti 50b \/ 2.hæð MATVÖRUVERSLUN Ein rótgrónasta hverfisverslun Reykjavíkur sem búin er að vera í eigu sömu aðila í mörg ár til sölu. Um er að ræða sölu á rekstri, lager og húsnæði verslunarinnar. Allar nánari uppl. gefa sölumenn Hóls. Jóhann Þröstur Hjartarson Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.